Fćrsluflokkur: Eldfjallasaga

Eldgosamyndir Sćmundar Hólm

katla_naermynd_eldingar.jpg
 

Nú á tímum flýgur meistari Ómar Ragnarsson jafnan fyrstur yfir nýbrunnin hraun og landbrot og getur samtíminn lengi ţakkađ honum ţau afrek, ţótt sum ţeirra jađri jafnvel viđ lögbrot.

Á 18. öld var Sćmundur Magnússon Hólm, prestur, listamađur og altmúligmađur ein besta heimild okkar um eldsumbrot. Sćmundur var jafnvel svo góđur, ađ han skrifađi bók, sem kom út á dönsku (Om Jord-Branden paa Island i Aaret 1783)  og ţýsku  (Vom Erdbrande auf Island im Jahr 1783) um Skaftárelda, og ţađ án ţess ađ hafa séđ eldana sjálfur. Reyndar var Sćmundur fćddur í Međallandssveit og kannađist ţví vel viđ alla stađhćtti. Lýsingar hans á Skaftáreldum byggja ţó eingöngu á rituđum frásögnum sem honum bárust til Kaupmannahafnar, ţar sem hann dvaldist viđ nám á međan á gosinu stóđ.

Ţótt áhugamenn um íslenska eldfjallasögu ţekki flestir rit Sćmundar um Skaftáreldana 1783, ţá kannast líklegast fćstir viđ litađar pennateikningar hans af ýmsum íslenskum eldfjöllum og gosum ţeirra. Sćmundur hófst greinilega allur á loft og teiknađi gos, sum hver sem hann hafđi aldrei séđ.  Hvađ hefđi ţessi mađur ekki getađ gert hefđi hann flogiđ FRÚ eins og Ómar. 

Myndir Sćmundar eru í dag geymdar á Konunglega Bókasafninu í Kaupmannahöfn og í fyrravor gerđi í mér ferđ á safniđ til ađ skođa ţćr og fékk ađ ljósmynda án eldingarljósa. Nú á ţessum síđustu gosvikum deili ég nokkrum af ţessum lélegu ljósmyndum mínum međ ykkur til ađ minnast meistara Sćmundar, sem var margt til lista lagt (eins og áđur greinir; sjá hér og hér).

Af ţessu má ef til vill sjá ađ Ármann Höskuldsson og  Magnús Tumi Guđmundsson komast ekki međ tćrnar ţar sem Sćmundur hafđi hćlana. Sérhver öld rúmar nefnilega ekki marga háfleyga Íslendinga.

Efst er mynd af Kötlugjá svo af Heklu, Skaftáreldum, Trölladyngju og Súlu. Líklegt er ađ Sćmundur hafi séđ gosiđ í Heklu áriđ 1766, ţá sautján vetra, en 1755 var hann ađeins sex ára er Katla gaus, en hver veit, ef til vill hefur hann séđ gosiđ. Takiđ eftir lýsingu hans á Kötlugosinu (efst). Jafnvel má sjá eldingar í gosmekkinum.

eldingar_yfir_eyjafjallajokli.jpg

Eldingar yfir Eyjafjallajökli

kotlugja.jpg
 

 

hekla.jpg
 
skaftarjokull.jpg
 
trolladyngja.jpg
 
sula.jpg

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband