Ritter Rottberger

felix_og_heidi_rottberger_1292834.jpg

Í gærkveldi sat ég eftirminnilega afmælisveislu Felix Rottbergers í Freiburg am Breisgau í Suður-Þýskalandi, er hann hélt upp á 80 ára afmæli sitt. Reyndar var afmælisdagurinn þann 16. sl. en veislan var haldin í gær í samkomuhúsi í austurhluta Freiburg ekki allfjarri heimili Felix, en hann býr í húsi í eigu gyðingasafnaðarins í Freiburg sem stendur við grafreit gyðinga, þar sem hann starfaði löngum sem umsjónar og gæslumaður.

Sjá nýlega færslu um Felix hér

Því miður gat ég ekki fært honum gjöf frá Íslandi, nema gott boð frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni sem er reiðubúinn að opna dyr sínar og bjóða til veislu til heiðurs Felix á Bessastöðum. Það er gott til þess að vita að flóttamenn séu einnig velkomnir þar á bæ. Það ættu Íslendingar að muna sem hatast út í flóttamenn nútímans og muna að þeir heyrast æði oft fara með sömu hatursyrðin um flóttamenn okkar tíma og þau fúkyrði sem féllu um gyðinga á Íslandi á 4. áratug 20. aldar.

Því miður gat íslenska ríkisstjórnin ekki boðið Felix nema að stinga upp á því að það yrði gert í tengslum við Háskóla Íslands, sem er vitaskuld í fjársvelti og hefur engin tök á að bjóða mönnum nema að fyrirvari sé góður. Utanríkisráðuneytið stakk upp á ráðstefnu. Um hvað, mætti maður spyrja? Kannski um hverjir voru meiri nasistar Framsóknarflokkurinn eða Sjálfstæðisflokkur á 4. áratug síðust aldar. Það er óþörf spurning. Svarið er einfalt og þarfnast ekki ráðstefnu. Gyðingahatarar voru til í báðum flokkum og jafnvel einnig í Alþýðuflokknum. Kannski vilja menn nota tækifærið til að ræða Palestínu yfir hausmótunum á gyðingi sem var vísað úr landi á Íslandi fyrir 78 árum síðan? Hvað varð um íslenska gestrisni.

Rottberger sjálfur hefur mestan áhuga á að heimsækja grafir ömmu sinnar, Helene Mann, og móðurbróður síns, Hans Mann.

img_3805.jpg

Felix ásamt tveimur barnabarna sinna í veislunni í gær.

img_3743b.jpgÁður en gengið var í veislusal í Freiburg í gær kom hún "Ilse", og söng vísur og eina mjög blauta, enda Ilse á höttunum eftir hvaða karli sem er og tilkynnti það á allan mögulegan og ómögulegan hátt. Vakti þetta óneitanlega mikla kátínu gesta. Einstaklega gott uppistand hjá Fräulein Ilse. Hún hefði örugglega ekkert á móti því að fá boð til Íslands, þar sem hún gæti náð sér í sveitamann (Framsóknargaur) og tugtað hann aðeins til og átt með honum börn og buru þegar hún væri ekki að þvo rykið og mál steinana meðfram vegunum hvíta.

Vona ég að íslensk stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína, eða einhver önnur stofnun, t.d. íslenska þjóðkirkjan sem að mestu þagði þunnu hljóði í stað þess að hjálpa gyðingum, og bjóði Felix Rottberger og konu hans til Íslands, til að sýna að hann sé velkominn til þess litla lands sem sem svo lítilmótlega vísaði honum og fjölskyldu hans úr landi fyrir 78 árum síðan.

Það er ekkert að óttast hann er ekki terroristi frekar en 99,99999 prósent allra flóttamanna. Þeir sem hatast út í útlendinga í nauð eru hinir sönnu hryðjuverkamenn.

Felix Rottberger er nú riddari

218px-ger_bundesverdienstkreuz_2_bvk_svg.png

Í tilefni af afmæli Felix Rottberger var honum veitt riddaratign í Þýskalandi. Ekki væri dónalegt ef Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gæti séð til þess að einn lítill fálki flygi á brjóstið á Felix þegar hann loks kemur til landsins - þar sem hann fæddist -  en þar sem mátti ekki eiga heima.

Þýskaland, þýska ríkið, hefur nú veitt honum Verdienstkreuz am Bande og því fylgir riddaratign - og mun hann taka við nafnbótinni við athöfn í Berlín á næstunni. Hér má lesa rökin fyrir þessum heiðri og þar er Íslands vitaskuld getið - án þess þó að níðingsverk stjórnvalda sé nefnt. Íslensk yfirvöld létu þau dönsku vita, að ef Danir vildu ekki skjóta skjólshúsi yfir fjölskylduna, þá borgaði Ísland fyrir brottvísun þeirra frá Danmörku til Þýskalands. Já, þá voru menn svo sannarlega tilbúnir að borga.

Ég óska Felix innilega til hamingju með riddaratignina, og ef Ísland getur ekki boðið riddurum fæddum á Íslandi til landsins, er ég hræddur um að Ísland sé á andlegu flæðiskeri statt. Hugsið um það á þessum sunnudegi.

Felix Rottberger, Freiburg im Breisgau
Verdienstkreuz am Bande

Der ehemalige Mitarbeiter der jüdischen Gemeinde in Freiburg hat sich als Zeitzeuge bei der Erinnerungsarbeit große Verdienste erworben. 1935 flohen seine Eltern vor dem NS-Regime zuerst nach Island, wo er geboren wurde, 1938 mit ihm weiter nach Dänemark. Dort musste er sich getrennt von seinen Eltern verstecken und lebte in ständiger Angst, entdeckt zu werden. Um die Auswirkungen von Rassismus und Nationalismus zu verdeutlichen, geht Felix Rottberger seit langem in Schulen und Begegnungsstätten, diskutiert mit jungen Menschen über die Zeit des Nationalsozialismus und schildert eindringlich das Verfolgungsschicksal seiner Familie. Zudem bietet er für Schulklassen und Gruppen immer wieder Führungen in der Synagoge und auf dem jüdischen Friedhof in Freiburg an, bei denen er auch anschaulich jüdische Sitten und Gebräuche vermittelt. Mit seinem großen persönlichen Einsatz hat Felix Rottberger in Freiburg eine besondere "Kultur des Miteinander" geprägt.

img_3806_1292835.jpg

Heidi Rottberger, eiginkona Felix Rottberger, tilkynnir gestum, með tárin í augunum, að eiginmaður hennar hafi hlotið Verdienstkreuz Þýskalands og hann þakkaði henni og sagðist aldrei hafa getað orðið það án hennar, enda er Heidi hans hans stóra hjálparhella og hefur borið 5 börn þeirra hjónanna. Myndina efst tók ég í byrjun mánaðarins, er Felix var á ferð í Danmörku og hélt fyrirlestur á eyjunni Møn. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson


Bloggfærslur 25. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband