Bank, bank - er einhver heima?

Hurðin

Steinunn Kristjánsdóttir hefur víst afar frjótt ímyndunarafl. Enginn vafi leikur á því eftir "áralanga" leit hennar að klaustrum og sömuleiðis ef tekið er mið af hennar fyrri störfum sem oft hafa verið gagnrýnd hér á Fornleifi og léttvæg fundin (síðast fyrir tveimur dögum síðan).  Prófessorinn er því miður grillufangari og hlustar lítið á gangrýni. Eitt sinn þegar ég gangrýndi hana fyrir vanþekkingu á pening sem fannst á Skriðuklaustri (sjá hér), svaraði hún þessu til og viðurkenndi að það sem hún setti fram á riti væri ókannað og að hún hún væri haldin "áhugaleysi á myntum yfirhöfuð":

"Ég verð að viðurkenna að ég hef lítið skoðað þessa mynt og étið upp allt það sem um hana hefur verið sagt, án þess að kanna það sjálf. Sennilega er það af áhugaleysi á myntum yfirhöfuð. Ég skrifaði heldur ekki þennan texta sem birtur á heimasíðunni og þú vísar til. Hins vegar ber ég alla ábyrgð á því sem stendur í rannsóknarskýrslum uppgraftarins. Það er hárrétt hjá þér.

Ég mun að sjálfsögðu breyta umfjölluninni um myntina í bókarhandritinu, en þætti gott ef þú gætir bent mér á heimildir til þess að vísa til í því sambandi? Þú vísar til nokkurra undir færslunni en þær eru því miður ekki fáanlegar hér á landi. Ég hef hingað til stuðst við grein Antons Holts í Árbók 1986. Ég sé það vel núna að krossinn er alls ekki Möltukross, það hefði ég alveg átt að þekkja. Ég er aftur á móti ekki vel læs á miðaldatexta yfirhöfuð.

Er það rétt skilið hjá mér að þú vilt meina að þetta sé ekki reiknimynt heldur gjaldmiðill? En hún er þá alla vega frönsk og slegin á 15. öld (eða fyrr?)? Mér finnst gatið á henni grunsamlegt - eins og að hún hafi frekar notuð sem hálsmen, kannski eftir að notkun hennar sem gjaldmiðils var hætt. Kannast þú við slíkt?

Tilgáta Steinunnar Kristjánsdóttur um Valþjófstaðarhurðina nú flokkast fyrst og fremst undir vangaveltur og ekkert annað. Vandamálið er hins vegar að hún talar líkt og hún hafi fundið hinn heilaga sannleika, eitt skipti fyrir öll. Eintómar spurningar og viðtengingarháttur verða aldrei ein og sér að undirstöðum undir góða tilgátu. Ekkert í tilgátusmíð Steinunnar er fornleifafræði og þar að auki sjáum við hér dæmi um afar furðulega sagnfræði sem í vantar heilu kaflana. Danir eiga sér vísu um fólk, en aðallega börn, sem setja fram algjörlega tilhæfulausar spurningar og ósannanlegar.

Hvis og hvis min røv er spids og fyldt med marmelade og stundum heyrist þessi gerð: Hvis og hvis, min røv var spids og flydt med limonade, så ville alle suge den og nej, hvor blev de glade! Oft uppgötvar maður að Danir eiga erfitt með að skilja þennan góða vísdóm og læt ég því flakka góða skýringu á ensku: If there are too many unknowns in a hypothetical, the chance of it being true is zero, just like the hypothetical situation of "an ass being pointy and filled with marmalade."

Hefði ég getað bjargað Steinunni?

Ég hefði hins vegar getað notað dýrmætan tíma minn, til að leiðrétta ruglið í Steinunni. Hún bauð mér einu sinni að lesa bók sína um Skriðuklaustur. Það gerði hún allra vinsamlegast árið árið 2012 án þess að bjóða borgun fyrir og ritaði eftirfarandi.

Ef þú hefur áhuga og tíma, þá þætti mér gott ef þú gætir lesið yfir allt bókarhandritið og bent mér á það sem betur má fara. Láttu mig endilega vita ef það er mögulegt".


Ég afþakkaði vitanlega boðið. Ég treysti því að fólk með prófessorstitil við HÍ sem stundar rannsóknir á klaustrum á miðöldum geti lesið miðaldatexta, latínu og annað sem hjálpað getur upp á skilninginn. En þegar prófessorar eru ekki vel læsir á miðaldatexta yfirhöfuð er víst lítið hægt að gera fyrir þá nema að eyða miklum tíma og kostnaði. Þess vegna hugnaðist mér ekki að koma að yfirlestri á bók Steinunnar um Skriðuklaustur, og ekki hefur hún beðið mig um að lesa nýja bók sína. 

Ég hef hins vegar bent henni á greinar mínar á Fornleifi. En Steinunn virðist ekki hafa tekið tillit til þeirra né greinar Guðrúnar Ásu Grímsdóttur í Árbók Fornleifafélagsins.

Í HÍ er mörgu ábótavant og er óþarfi að koma inn á það hér. En ég er nú alvarlega í vafa um hæfni sumra þeirra sem kenna við þennan háskóla. fornleifafræði

Ég er hræddur um að prófessor Steinunn hafi líklega reist sér veglegan Valþjófsstaðarhurðarás um öxl, og muni áður finnast steinninn í Steinunni heldur en öruggur uppruni Valþjófsstaðarhurðar. Hef ég sannspurt að nú vafri kollegar okkar beggja um landið með forn dyragöt að bera við Valþjófsstaðarhurðarfjalir. Mun drekinn á hurðinni hafa orðið fár við og bitið nokkra, þó engan til ólífis. Femínistar telja víst að drekinn á hurðinni sé kvenkyns og samkynhneigð. Ég trúi því auðvitað mátulega eins öllu öðru sem femínistar og genderfræðingar segja. Ég tel hins vegar næsta víst að ljónið á hurðinni sé gay (hommaljón). Trúið mér, þetta er algjörlega óundirbyggð tilgáta. Henni mun ugglaust vaxa fiskur um hrygg. Hins vegar tel ég alveg útilokað að kona hafi skorið lágmyndir Valþjófstaðarhurðarinnar út. Tryllist nú fjöldinn...

Þar að auki má að lokum nefna, að hurð eins og sú sem varðveittist á Valþjófstað er skreytt veraldlegu myndefni sem klausturreglur völdu nær aldrei fyrir klaustur sín og kirkjuhurðir eða dyraumbúnað. En myndmálið er nú í raun mun meiri vísun í Biblíuna en Steinunn telur. Þá var heilagur Georg helsti drekabaninn þegar það var ekki Jesús sjálfur. Drekabanar eru algengt myndefni á dyraumbúnaði, hurðum og hurðahringum og sýnir baráttu hins góða við hið illa (Sjá t.d. hér). Einnig verður að benda sjáandi mönnum á að enn glæsilegri útskurð (en þann sem við sjáum á Valþjófstaðarhurð) er að finna á stafkirkjum í Noregi frá sama tíma og Valþjófstaðarhurðin, og voru þær kirkjur ekki klausturkirkjur.

Þar sem ekki er hægt að sjá ljón á skildi riddarans, er ómögulegt að komast að þeirri niðurstöðu að myndmálið á dyrunum sé vísun í meintan afa Jóns Loftssonar, Magnús Noregskonung. Hans skjöldur mun hafa borið ljónsmynd, en það gera skildirnir á Valþjófstaðarhurðinni ekki. Steinunn les einfaldlega of mikið út úr textum enda ekki vel læs á miðaldatexta yfirhöfuð.

Pax vobiscum

Hurðin hjá Stephens

Lok lok og læs


mbl.is Er hurðin að klaustrinu fundin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband