Fornleifur og frćgasta fólkiđ á Ćgisíđu 96

Frćga fólkiđ

Kona ein í Reykjavík fór fyrr í ár til tannlćknis. Á biđstofunni reif hún ţessa frétt hér ađ ofan út úr kjaftableđlinum Heyrt og Séđ eđa Séđ og Heyrt - eđa hvađ sem ţađ nú heitir. Konan vissi nefnilega, ađ í ţessu frćga húsi á Ćgisíđu 96 hefđi búiđ annađ fólk og miklu betra en ţađ sem er nefnt til sögunnar í litríka slúđurblađinu sem kom út einhvern tíma fyrr í ár (2017).

Enn frćgara fólk og andríkara bjó ţarna í húsinu á árum áđur. Međal annarra ritstjóri Fornleifs, sem ól manninn ţarna fyrstu ár ćvi sinnar. Ţađ var í kjallaraíbúđinni og hann horfđi oft suđur á Bessastađi úr eldhúsinu. Foreldrar Fornleifs keyptu íbúđina af Sigurţóri Jónssyni úrsmiđi (í Ađalstrćti 9) sem lét byggja húsiđ. Ţótti ţetta frá upphafi mjög veglegt hús.

Međan ađ foreldrar mínir áttu íbúđ í húsinu, og áđur en viđ fluttum austar í bćinn áriđ 1963, bjó í ţessu húsi venjulegt fólk og sumt nokkuđ frćgt. Á fyrstu hćđ bjó leigubílstjóri sem hét Jón Vilhjálmsson. Á annari hćđ bjó Magnús Kristinsson sem átti fatahreinsunina Björg, sem fyrst var til húsa á Sólvallagötu og síđar í Hlíđunum, en Björg er betur ţekkt í dag viđ Háaleitisbraut og í Mjódd. Hver hefur ekki fengiđ óţćgilega bletti fjarlćgđa hjá Björg? Ţegar ég var var eins árs kynntist ég Magnúsi í Björg og ţótti mikiđ til hans koma enda var Magnús alltaf međ hatt og vitanlega mjög hreinlegur. Kallađi ég hann Masús. Eldra fólk sem man fyrir Fornleif telur ađ Masús hafi veriđ eitt af fyrstu orđunum sem ég sagđi. Enda var Masús frćgur og frćgđ hans tandurhrein og ekki stráđ blettum eins og hjá ţeim sem bjuggu ţarna löngu síđar.

Í risinu á Ćgisíđu bjó einnig á 6. áratugnum einhleyp kona sem vann í einhverju ráđuneyti. Kann ég engin deili á henni.  Síđar frétti ég ađ íslenskur mađur kvćntur franskri konu, sem áttu ađ ţví mig minnir tvćr dćtur, hefđi eftir tíđ foreldra minna viđ Ćgisíđuna, búiđ í hinni frćgu kjallaraíbúđ á Ćgisíđu 96.

Greinilega var ţetta allt merkara, ríkara og frćgara fólk í ţessu húsi en ţađ liđ sem skammtímaţekking blađasnápanna á slađurblađinu rekur minni til. Enda eru ţeir allir fćddir í gćr og hver öđrum vitlausari eins og kunnugt er. Ţađ sést bezt viđ lestur ţessara bleđla.

Fiskabur 1957b

Fjarskyldar frćnkur ađ dást af fiskabúrinu áriđ 1957. Dóttir einnar ţeirra er nokkuđ frćg líka.

Frćgustu íbúar á Ćgisíđu 96 voru 100 gullfiskar

Í kjallaraíbúđinni á Ćgisíđu 96 var um tíma stćrsta gullfiskabúr landsins í einkaeigu. Ţađ lét fađir minn smíđa og kom fyrir viđ innskot á vegg í stofunni. Gengt var aftan viđ gullfiskaaltari föđur míns og bambusveggur eđa rammi utan um ţađ og útvarpsviđtćki fyrir neđan. Bak viđ Bambusvegginn gat fađir minn svo hreinsađ búriđ sem stóđ á járngrind mikilli. 

Margir komu til ađ sjá ţetta merka fiskeldi. Međal annars kettir nágrannanna, einhverra Thorsara, sem bjuggu ţarna nćrri. Kötturinn fékk nafniđ Ólafur Thors. Hann horfđi hugfanginn á gullfiskana og lét sig dreyma Kveldúlfsdrauma. Hér fyrir neđan er mynd af búrinu og Ólafi Thors. Örlög fiksabúrsins, sem var smíđađ fyrir föđur minn í Landssmiđjunni, urđu svo ţau ađ ţađ flutti međ föđur mínum í nýtt hús foreldra minna og var pabbi síđast međ tvö pör af bardagafiskum í ţví. Blá og grá hjón mjög skapstygg, sem settu sér ósýnileg landamćri, sem ţau fóru ekki yfir nema ađ hin hjónin réđust á ţau. Síđan gaf pabbi skátafélagi í Hafnarfirđi búriđ og var ég međ í för ţegar ţađ var flutt ţangađ. Ţar vann mađur sem síđar var međ Sćdýrasafniđ sáluga, og sá fađir minn síđast búriđ sitt ţar, löngu áđur en ađ óđur shimphansi reif ţar fingur af dreng og sporđrenndi eins og frćgt er orđiđ.

Fiskabúriđ á Ćgisíđu skákar öllum hvćsandi og kynćsandi kaffivélunum hans Sveins Andra svo ekki sé minnst á nuddrúm Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í risinu. Kettirnir viđ Ćgisíđuna mjálma enn um hina 100 girnilegu gullfiska í kjallaranum á Ćgisíđu 96. Ţeir halda sumir ađ ţađ sé bölvađ breimavćl, en gullfiskarnir voru nú ţarna og horfđu á frćgu kettina í um áratug.

Olafur Thors Ćgisíđu 96 b

Ólafur Thors situr á Arne Jacobsens-kolli (mublurnar hafa nú aldrei veriđ dónalegar á Ćgisíđu 96) ađ hlusta á fréttir og hugsa um útgerđ í lauginni á bak viđ bambussefiđ.

Frćgt er nú orđiđ ađ á Ćgisíđu 96 bjó ritstjóri Fornleifs, og međ honum miklu "ríkara" og hamingjusamara fólk heldur en fyrrverandi innanríkisráđherra eđa netpimparinn Steini Frikk hjá Vanilla Plain, ellegar hinn hrađskreiđi lögfrćđingur, sem nú teljast vera "ríka og frćga fólkiđ" á Íslandi. Frćgt af endemum og "ríkt". Ţađ getur ekki einu sinni fundiđ sér maka nema í gegnum tölvu. Ćtli Icehot1 sé orđinn kúnni hjá Vanillu-Steina?

Ég lýk ţessari frásögu um frćga fólkiđ á númer 96 viđ Ćgisíđuna međ ambögu sem bróđir ömmu minnar, Helgi sálögi Ţórđarsson ritađi í gestabók foreldra minna á Ćgisíđunni er hann kom ţar í heimsókn í janúarbyrjun áriđ 1956. Ţrátt fyrir ţessa vísu verđur ađ geta ţess ađ Helgi var ágćtt skáld ţegar vel viđrađi, ţótt lesblindur vćri. Vona ég ađ einhver ćttingja hans hafi erft vísurnar hans, sem hann krotađi stundum í litar vasabćkur en ćtlađi sér ekki til útgáfu:

Aegisida 96

 

Brúđkaupsdagsins röđull rís

meigi blessast ykkar tíđ

á 96 Ćgisíđ

 

 

Ljósmyndirnar ţrjár sem fylgja blogginu voru teknar af Erlu Vilhelmsdóttur.


Bloggfćrslur 8. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband