Af Nathan án Olsens

frits_heymann_nathan

Fyrir nokkrum árum síđan skrifađi ég stutta grein um mjög svo skemmtilega kattarleit danska gyđingsins Fritz Nathans sem ungur hafđi fariđ til Íslands til ađ stunda verslun. (Sjá kattargreinina á dönsku hér)

Ég lék mér ađ ţví hér um áriđ ađ skrifa smákafla úr sögu gyđinga á Íslandi, og geri reyndar enn. Ţar sem mér ţóttu sagnfrćđingar sem rituđu um gyđinga á Íslandi, fyrst og fremst vera ađ rífast um hver hefđi veriđ andstyggilegri viđ gyđinga fyrir stríđ, Framsóknarmenn eđa Sjálfstćđismenn, eđa vildu gera annan hvern Dana á Íslandi ađ gyđingi (sjá meira hér), sá ég annan vinkil á sögunni. Hatur Framsóknarmanna og Sjálfstćđismanna skiptir vitaskuld engu máli, ţví svćsna gyđingahatara getur mađur bent á í báđum herbúđum en einnig á međal íslenskra vinstri manna, t.d. krata. En inn á milli voru hins vegar ágćtismenn í öllum búđum.

Síđar sneri ég mér um alllangt skeiđ í frítíma mínum ađ rannsóknum mínum á brottvísun flóttamanna af gyđingaćttum frá Danmörku á stríđsárunum sem ég uppgötvađi fyrstur manna og ritađi um ţađ bók sem olli ţví ađ danskur forsćtisráđherra bađst afsökunar á gerđum forvera sinna (sjá hér). Ţađ ţoldu t.d. ekki vinstri menn í Danmörku, ţví hatur ţeirra á gyđingum er mikiđ og óskiljanlegt - en uppgötvar mađur ađ í ćttum framsćkinna vinstri manna í Danmörku voru oft svćsnustu nasistarnir. Ţessi ósköp virđast nefnilega ganga í ćttir, ţótt ekki sé hćgt ađ útiloka trú og uppeldi.

Ég hafđi hitt Ove Nathan, son Fritz Nathans. Ove var prófessor í eđlisfrćđi viđ Niels Bohr stofnunina og um tíma rektor Hafnarháskóla, og viđ ţađ má bćta ađ hann var einnig Íslandsvinur. Áđur en hann  dó  fékk ég hjá honum  ýmsar upplýsingar um föđur hans, sem hann kynntist ţó lítiđ ţar sem hann var ungur er fađir hans dó. Ég vissi ţví ýmislegt um Fritz Nathan áđur en ég skrifađi ţessa grein mína um kattarleit hans í Reykjavík. Barnabarn hans, Daniel Nathan, bróđursonur Ove Nathans hafđi ţá áđur (1993) skrifađ stutta grein í tímaritiđ Rambam sem ég ritstýrđi löngu síđar. Í ţađ skrifađi ég einnig grein mína um Nathan og fressiđ sem Fritz Nathan leitađi ađ fyrir konu sína, sem hann kvćntist í Stokkhólmi.

Móđurbróđir móđur minnar, Helgi Ţórđarson, hafđi eitt sinn sagt mér frá Nathan eins og hann man eftir honum ungur og sá hann á götu í Reykjavík. Helgi sagđi mér ţađ kringum sumariđ 1976 eđa 1977, ađ Fritz Nathan hefđi gelt eins og hundur og ósjálfrátt og ţótti ungum drengjum í Reykjavík ţađ afar fyndiđ, merkilegt og minnisstćtt.  Mér varđ um og ó ţegar Helgi heitinn lýsti  ţessum ósköpum í Nathan fyrir mér nokkuđ myndrćnt.

Um daginn var ég svo ađ lesa fyrsta hluta ćvisögu Vilhjálms Finsens sem afi minn hafđi átt, ţegar ég rakst á lýsingu á Nathan. Vilhjálmur Finsen taldi ađ Nathan hafi veriđ haldinn sjúkdóminu Vítusardansi (Sct Vitusdans), sem venjulega er talinn sami sjúkdómur og í dag er kallađur Huntingtons Chorea.  Vćntanlega hefur Vilhjálmur Finsen haft rangt fyrir sér, ţví Huntington sjúkdómurinn lýsir sér öđruvísi og alvarlegar en kvilli Nathans. Nathan dó heldur ekki úr Huntingtons sjúkdómi sem er alvarlegur taugasjúkdómur sem dregur menn til dauđa.

Vilhjálmur Finsen ritađi svo um Nathan:

...Nathan, sem var rauđhćrđur og freknóttur Gyđingur, hafđi ferđast um landiđ sem farandsali, safnađ pöntunum [fyrir] alls konar erlendar vörur hjá smákaupmönnum og gengiđ ágćtlega“.  Svo greinir Finsen frá ţví hvernig Nathan stofnađi heildverslunina Nathan & Olsen međ Carl Olsen, sem Finsen hafđi hinar mestu mćtur á. 

Síđan skrifar Finsen:

„Nathan ţjáđist af  Vítusardansi (Sankt Veitsdans) svo óskaplegum, ađ stundum var ekki komandi nćrri honum, en ađ ţví gat vitanlega ekkert gert. Höfuđiđ á honum hristist og skókst ţá hrćđilega, ul leiđ og hann rak upp ýmis undarleg hljóđ, barđi höfđinu viđ borđ, stóla og veggi og spýtti í allar áttir.“

Mig grunar ađ Fritz Nathan hafi veriđ haldinn slćmu tilfelli af Tourette heilkenni, sem fólk sem ekki ţekkir til getur lesiđ sér til um á netinu (t.d. hér).

Ađra gamansögu, örlítiđ illkvittna segir Finsens af Nathan:

„Nathan var sagđur kvensamur i meira lagi, en vegna áđurnefnds sjúkleika átti hann erfitt međ ađ kynnast sćmilegum stúlkum. Ţetta vissu kunningjar hans í Reykjavík. Ţeir vissu líka, ađ Nathan var mjög nćrsýnn og náttblindur. Nú hugsuđu ţeir sér eitt sinn, ađ ţeir skyldu leika á Nathan.

Hann bjó ţá á Amtmannsstíg. Ţeir fengu í liđ međ sér danskan mann Henningsen ađ nafni, en honum hafđi skolađ hér á land til Brydesverslunnar, og var hann vefnađarvörusérfrćđingur. Kvöld eitt klćddu ţeir Henningsen í kvenmannsföt, kápu, hatt og slćđu og létu hann vera á vakki á Amtmannstíg, ţegar Nathan kom heim úr mat. Nathan kom spýtandi og geltandi upp stíginn, ţegar stúlkan vindur sér ađ honum ósköp hćversklega og segir: „Gott kvöld, herra Nathan.“ Meira sagđi „daman“ ekki. Nathan var ekki lengi ađ átta sig, fór undir eins ađ klappa á handlegginn á „stúlkunni“ og leit á hana á annan hátt, en ţađ var ekki viđ komandi ađ stúlkan vildi fara međ honum heim. Ţađ  var ţó fyrst fyrir framan húsiđ, ađ Henningsen gaf sig skellihlćjandi fram, en Nathan fór einn sneyptur upp í herbergi sitt.  Ađ frátöldum nefndum ágöllum var margt prýđilegt um Nathan heitinn.“

74432069ab9457bdb64ee76e658224fc

Mig grunar ađ ţessum Henningsen hafi ţótt ansi notalegt ađ klćđast ótvírćđum kvenmannsfötum endrum og eins, líkt og oft hendir ýmsa karla. Í byrjun 20. aldar fóru menn ţó ekki í árlegar skrúđgöngur til ađ hylla slíkar hetjur og fjölbreytileika kynhneigđanna. En ungir menn geta líka oft veriđ fjári illkvittnislegir í uppátćkjum sínum og er ţessi saga til marks um ađ ţannig hafi ungir menn alltaf veriđ; Helvítis fífl og fábjánar og sumir eru ţannig víst alla sína tíđ fram í háa elli. Er nema von ađ konur átti sig hvorki upp né niđur á ţessum frumstćđu lífverum og öllu hátterni ţeirra. Enn sú mćđa...

Heimildir:

Finsen, Vilhjálmur 1953. Alltaf á heimleiđ. Bókaverzlun Sigfúsar Eymunssonar H.F. Reykjavík.

Ok Ţetta.


Bloggfćrslur 18. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband