Týnda kingan

  Kinga 3

Eitt af ţeim orđum sem hljómuđu svo fornlega og seiđandi í doktorsritgerđ Kristjáns heitins Eldjárns, Kumli og Haugfé í heiđnum siđ á Íslandi, var orđiđ kinga. Ef mađur leitar ađ orđinu kinga og ljósmyndum af kingum á Google, er svo sannarlega um auđugan garđ ađ gresja, ţar sem ţetta er líka nafn á kvendýrlingi í Pólandi. Kingur nútímans í Pólland líkjast ţó margar föllnum snótum, eđa kannski er ég ekki međ nógu pólskan smekk til ađ sjá ţessa pólsku fegurđ. Sjón er sögu ríkari.

Aftur ađ kingum Eldjárns. Hann lýsti í bók sinni Kuml og Haugfé fjórum forláta kingum sem fundist höfđu í fornu kumli á Granagiljum fyrir ofan Búland í Skaftártungum (Granagil eru kölluđ svo eftir Grana Gunnarssyni sem Kári Sölmundarson drap). Á myndunum hér ađ ofan og neđan sjáiđ ţiđ ađ kingur ţessar eru kringlótt, steypt men međ opnu verki, sem menn og konur hengdu viđ sörvi (steinahálsfesti) eđa einhvers stađar á klćđnađ sinn. Kingurnar frá Granagiljum eru um 2,5 sm í ţvermál.

Kinga 2

Ţiđ furđiđ ykkur kannski á ţví, ađ hér er ađeins ađ finna myndir af ţremur kingum, en en ekki fjórum. Ţađ er ekki vegna plássleysis. Í nýrri útgáfu Kumls og Haugfjár, ţađan sem myndirnar eru fengnar ađ láni, eru nefnilega ađeins hćgt ađ finna ljósmyndir af ţremur kingum, ţótt textinn nefni fjórar. Og viti menn, ţegar mađur athugar í frumútgáfu Kumls og Haugfjár, ţá eru ţar vissulega sýndar fjórar kingur frá Granagiljum á blađsíđu 323 (mynd 142, kingan í miđjunni).

Og hér kemur skýringin. Fyrir allmörgum árum, síđast á 9. áratug og fyrst á síđasta áratug síđustu aldar, áđur en ég hóf störf á Ţjóđminjasafni Íslands, skráđi ég og ljósmyndađi valda hluta kumlfjár á Íslandi í tengslum viđ doktorsverkefni mitt. Einn daginn var ég kominn ađ kingunum. Sama hvađ ég leitađi, ţá fann ég ekki allar kingurnar frá Granagiljum. Mér var sagt ađ leita í skúffunum undir gömlu sýningarskápunum í Fornaldarsalnum svokallađa, en allt kom fyrir ekkert. Í ađfangabók voru kingurnar vissulega sagđar fjórar. Loks náđi ég tali af Ţór Magnússyni ţjóđminjaverđi, sem gat sagt mé, ađ ein kingan hefđi veriđ send til Kanada á heimssýninguna ásamt öđrum gripum úr Ţjóđminjasafni, en hún kom aldrei aftur til Íslands.

Kingan var send á heimssýninguna EXPO67 i Kanada og kom aldrei aftur til baka. Hún hvarf, eđa kannski var henni stoliđ? Ţór gat lítiđ skýrt fyrir mér, af hverju ekkert var fćrt af upplýsingum inn um ţetta tap, t.d. í ađfangabók safnsins. Ţór sagđi ţađ ekki venju ađ bćta viđ skráningu á gripum í handritađri ađfangabók safnsins.

Kinga 1

Kannski hefur Ţór Magnússon heldur ekki haft fyrir ţví ađ segja yfirritstjóra annarar útgáfu Kuml og Haugfjár, Adolfi Friđrikssyni, frá ţessu tapi, ţví ekki er Adolf ađ furđa sig á ţví ađ upphaflegi textinn, sem og textinn í 2. útgáfu, greini frá fjórum kingum frá Granagiljum, međan ađ hann er ađeins međ mynd af ţremur kingum í nýrri útgáfu á doktorsritgerđ Kristjáns forseta. Hann er líka međ heldur lélegar pennateikningar af kingunum, ţremur og ekki fjórum. Gripateikningarnar í 2. útgáfu Kuml og Haugfjár er reyndar mikill ljóđur á útgáfunni, en ţađ er önnur saga sem verđur fariđ inn á síđar. 

Fleiri týndir gripir 

Ćtli Ţjóđminjasafniđ sakni fleiri gripa en kingunnar frá Granagiljum? Ég tel mig vita ađ svo sé, en veit ekki hvort tekiđ er á ţví máli eins og eđlilegt mćtti ţykja. Vissuđ ţiđ ađ stytta úr safni Jóns Sigurđssonar hvarf eitt sinn eftir ađ hópur fólks af Keflavíkurflugvelli hafiđ fengiđ ađ heimsćkja safniđ á mánudegi, ţegar safniđ var annars lokađ. Gömul kona, sem gćtti herbergis Jóns Sigurđssonar, sór og sárt viđ lagđi, ađ postulínsstyttan hefđi horfiđ úr safninu ţann dag (og hún var enginn Kanahatari). Hún og ađrar konur sem gćttu gripa á safninu í mörg ár greindu mér frá ţessu ţegar ég var barn, líklegast hefur ţađ veriđ um 1970, en styttan hvarf fyrr.

Gripir hafa einnig horfiđ skömmu eftir ađ ţeir voru grafnir úr jörđu, ţví ţeir hafa ekki fengiđ forvörslu. Ţar hafa fariđ forgörđum upplýsingar sem hefđu veriđ miklu verđmćtari fyrir áhugasama ferđamenn en tilgátuóskapnađurinn sem menn dreymir um, og ţeir byggja nú jafnvel í Skálholti

Ítarefni:

Kristján Eldjárn 1956. Kuml og Haugfé í heiđnum siđ á Íslandi. Bókaútgáfan Norđri, Akureyri.

Kristján Eldjárn 2000. Kuml og Haugfé í heiđnum siđ á Íslandi. 2. útgáfa. Ritstjóri Adolf Friđriksson. Fornleifastofnun Íslands, Mál og Menning, Ţjóđminjasafn Íslands.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ein ţessara mynda af hinni glötuđu kingu?  Ef ekki, attu hana handbćra? Ţetta er vinsćlt mótív í minjagripaiđnađinum og gaman vćri ađ sjá hvort einhverjar replíkur vćru til af hinni glötuđu kingu, sem gćti hjálpađ til ţess ađ benda á hvar hún er niđur komin. Kannski í Gimli t.d.?

Ég smíđađi margar eftirlíkingar af slíkum gripum ţegar ég starfađi sem hönnuđur í minjagripagerđ. Smíđađi m.a. Ţórslíkneskiđ í mörgum stćrđum. Margt af ţessu gerđi ég ţó eftir teikningum og ljósmyndum, svo eftirlíkingar ţurfa ekki ađ byggja á originalnum. Ţađ er ţó kannski vert ađ gefa hinni glötuđu kingu líf ađ nýju ef mynd er til af henni.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.11.2011 kl. 16:46

2 identicon

Drap Kári Grana?  Ekkert er minnst á ţađ í minni útgáfu af Njálu; meira ađ segja láta ţeir kumpánar Kári og Björn hvíti vita hvar hann liggur slasađur svo hćgt sé ađ drasla honum til byggđa og tjasla í hann.

Ţorvaldur S (IP-tala skráđ) 26.11.2011 kl. 21:22

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Mig misminnir ţetta örugglega Ţorvaldur. Ţađ er orđiđ svo langt síđan ég las Njálu. En ég skil ekkert í mönnum ađ leggja skáldsögu á minniđ, morđ fyrir morđ.

FORNLEIFUR, 26.11.2011 kl. 22:31

4 identicon

„En ég skil ekkert í mönnum ađ leggja skáldsögu á minniđ, morđ fyrir morđ.“

Tja...hvur hefur sinn djöful ađ draga!

Ţorvaldur S (IP-tala skráđ) 26.11.2011 kl. 22:42

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Ég sakna bara kingunnar  

FORNLEIFUR, 26.11.2011 kl. 23:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband