Helstu forminjar í Danmörku áriđ 2011

Manicura Archaeologciae Danorum

Í Danmörku er orđin til hefđ fyrir ţví ađ velja merkilegustu fornminjarnar sem finnast í jörđu ár hvert. Kulturarvsstyrelsen (sama sem Fornleifavernd og Húsafriđunarnefnd), sem eftir samleggingar og sparnađ hefur hlotiđ heitiđ Kulturstyrelsen nú eftir áramótin, gefur út ţennan lista, en ekki eru menn alltaf sammála honum eins og gengur.

Til helstu funda í Danmörku í fyrra telst rannsókn á grafreit frá víkingaöld viđ Tĺstrup í útjađri Stórkaupmannahafnar. Ţar fundust međal mannabeinanna risavaxinn "víkingur" sem hefur veriđ um 1,92 m. á hćđ. Birt var mynd af beinum handar ţessar víkings viđ hliđina á feitri hönd nútímakonu međ sorgarendur undir nöglunum. Sláninn í Tĺstrup hefđi komist í körfuknattleikslandsliđ Dana, ef ţađ hefđi veriđ til á víkingaöld, en vart veriđ til annars nothćfur en ađ hengja skinkur og bacon upp í rjáfur.

Jalangur jólin 2011

Lokiđ var viđ ađ byggja yfir Jalangurssteinana áriđ 2011, sem ég greindi frá fyrr, og myndirnar hér fyrir ofan og neđst tók ég um jólin af meistaraverkinu. Fornleifur er kvćntur afkomanda Haraldar blátannar, Gorms og Týru og var ţví um jólin á Jótlandi. Fór hann og skođađi fornminjarnar il ađ liđka um fyrir öndinni sem innbyrt hafđi veriđ daginn áđur. 

Fornleifi finnst vel hafa tekist til međ yfirbyggingu steinanna ţegar upp er stađiđ. Jalangurssteinarnir voru einnig á lista yfir 10 merkilegustu fornminjarnar í Danaveldi áriđ 2011. Fyrir framkvćmdirnar viđ yfirbyggingu steinanna var svćđiđ í kringum ţá rannsakađ. Ţá kom í ljós, ef trúa má fornleifafrćđingum, ađ steinarnir tveir hafi aldrei veriđ fćrđir til síđan á Víkingaöld, andstćtt ţví sem áđur var taliđ. Ţađ ráđa menn međal annars af ţví ađ steinarnir sitja enn á steinsökklum sem eru gamlir og óhreyfđir. Miđađ viđ miđur fallegar vinnuađferđir fornleifafrćđinganna sem bera ábyrgđ á rannsóknum í Jelling á síđari árum, leyfir Fornleifur sér ađ taka ţessa niđurstöđu međ varúđ ţangađ til ég sé rannsóknarniđurstöđurnar birtar á prenti.

Ekki eru hlutfallslega fleiri fornleifarannsóknir eđa -fundir í Danmörku en á Íslandi (miđađ viđ íbúafjölda landanna). En sá grunur lćđist ađ Fornleifi, ađ erfitt verđi ađ velja 10 bestu fornleifarannsóknir á Íslandi áriđ 2011 ţegar fornleifarannsóknirnar allar merja ekki einu sinni tuginn á árinu sem var ađ líđa. Of margir fornleifafrćđingar, m.a.  vegna kennslu í fornleifafrćđi viđ HÍ, var ein birtingarmynd hrunsins á Íslandi. Allt í einu datt mönnum í hug ađ mennta tugi fornleifafrćđinga.

Ţess vegna er nú gott ađ ţađ er ađeins eitt fornleifablogg... og međan ég man, nú er Forseti Íslands og frú í leikhúsinu međ Margréti Ţórhildi Danadrottningu, sem er međ pungapróf í fornleifafrćđi upp á vasann.

Jelling um jólin 2011
Jalangurssteinarnir yfirbyggđir 25. desember 2011

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband