Yam Suf

Til eru menn sem halda ţví fram, ađ engin fornleifafrćđileg sönnun sé til fyrir ţví ađ Ísraelsţjóđin hafi veriđ ţrćlar í Egyptalandi. Vissulega er ekki um auđugan garđ ađ gresja. En ţessi afneitun er farin ađ nálgast trúarbrögđ, ekki ósvipađ ţví ţegar sumir fornleifafrćđingar á Íslandi afneita rituđum heimildum og ađrir vilja helst finna bein Egils Skallagrímssonar međ grafskeiđ í einni hendi og Eglu í hinni. Ţar eru öfgar á báđum vígstöđvum. Fornleifafrćđi er ekki grein sem er hentug til ađ sanna eitt eđa neitt í einum grćnum hvelli. Ef menn lćra fornleifafrćđi međ ţeim hugsunarhćtti, lćra ţeir röng frćđi, eđa eru jafnvel ekki frćđilega ţenkjandi manneskjur. Fréttamennska vćri ef til vill betra fag fyrir slíkt fólk, ţá geta menn líka orđiđ forsetar međ tíđ og tíma.

Ég fékk snemma áhuga á dvöl Ísraelsţjóđarinnar í Egyptalandi. Fađir minn heitinn keypti handa mér frćđibćkur um efniđ í útlöndum og ég keypti allt sem ég fann í bókabúđ Snćbjarnar. Ţegar ég byrjađi í menntaskóla (MH), fór ég á fyrstu önn beint í hugmyndasögu (Sögu 15) sem Jón Hnefill Ađalsteinsson kenndi. Menn fóru venjulega ekki í ţennan áfanga fyrr en undir lok náms síns i MH. Í Sögu 15 skrifađi ég fyrstu lengri ritgerđ mína í menntaskóla og Jón gaf mér meira ađ segja einkunina A fyrir ritgerđina og áfangann, međan flestir fengu C og B, ţví áhuginn var lítill hjá flestum á viđfangsefninu og tímarnir hjá Jóni hreint kaos og rugl. Ritgerđ mín hét Dvöl Ísraelsmanna í Egyptalandi og á ég hana enn, sjá mynd neđst.

Mikiđ vatn hefur runniđ til sjávar síđan ég skrifađi ritgerđ mína um vandamáliđ varđandi brottför gyđinga úr Egyptalandi. Mig langađi um tíma ađ leggja stund á klassíska fornleifafrćđi og fornleifafrćđi Miđausturlanda, en svo varđ ekki. Margir stunda ţau frćđi og mun ég ekki blanda mér háfrćđilega í ţau en vildi gjarna komast í uppgröft á Sinaískaga. 

Prófessor James K. Hoffmeier er í miklu uppáhaldi hjá mér, ţví ađferđafrćđi hans er skynsamleg, en ekki forstokkuđ trú eins og hjá ţeim sem trúa blint á orđ biblíunnar og sjá Charlton Heston í hlutverki Móses og Yul Brynner í hlutverki Ramsesar - eđa hjá fornleifafrćđingum sem telja afneitun mikilvćgari en leit og yfirlýsingar farsćlli en ígrundun.

Moses with rifle

Ţađ er langt frá ţví ađ ferđ Móses og ţjóđar hans yfir Sefhafiđ, Yam Suf (Supf), og ađrar upplýsingar um dvöl Ísraelsmanna í Egyptalandi standist ekki. Hlustiđ hér á mjög skemmtilegan fyrirlestur James K. Hoffmeier eđa kynniđ ykkur bćkur hans um efniđ. Fornleifafrćđi tekur tíma, eins og Hoffmeier bendir á, og er ekki hjálpargrein fyrir fólk sem vill finna hinn eina heilaga sannleika hér og nú eđa afneita öllu. Ţađ er enginn svo vís ađ hann geti gerđ slíkt, ţó sumir halda ađ ţeir séu ţađ.

Dvöl Ísraelsmanna í Egyptalandi

Forsíđa rigterđar minnar í MH haustiđ 1976


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Jón Steinar, hvar ertu?

FORNLEIFUR, 7.3.2012 kl. 10:09

2 Smámynd: Mofi

Ég ţakka fyrir mig, skemmtilegur og frćđandi fyrirlestur.

Mofi, 7.3.2012 kl. 13:04

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

Mér hefur lengi ţótt alveg ljóst ađ Ísraelsmenn hafi veriđ hluti af og/eđa leifar Hyksos- manna sem höfđu ráđist inn í Egyptaland og náđ völdunum um skeiđ, (sbr. Jósef). Hagur ţessara innflytjenda ţrengdist mjög eftir ađ innfćddir náđu aftur völdum, en á dögum átjándu konungsćttarinnar er alls ekki ólíklegt ađ afkomendur hinna gömlu valdarćningja hafi beinlínis veriđ ţrćlkađir. Ţá kemur til sögunnar villutrúarfaróinn Akenaton (Eknaton). Hann fann upp eingyđistrúna og vildi gera út af viđ alla hina fjöldamörgu guđi Egypta og setja í stađinn einn guđ, Aton. Ţađ er alls ekki ólíklegt ađ afkomendur Hyksos- manna hafi flykkst um hinn nýja átrúnađ, en honum var útrýmt af hörku ţegar nýr faraó, hinn frćgi unglingur Tutankamon (sem hét upprunalega Tutankaton) tók viđ. Flótti Ísraelsmanna frá Egyptalandi sýnist standa í sambandi viđ skipulegar ofsóknir gegn fylgismönnum Atons sem ţá hófust. Foringi flóttamannanna, Móses hefur nćr örugglega veriđ Egypti, eins og nafniđ bendir til. Móses mun ţýđa „sonur“ (t.d. Tut- moses eđa Ra- móses, ţ.e. Ramses, sonur Ra). Mér datt ţetta sjálfum í hug fyrir mörgum árum, en sá seinna, ađ enginn minni mađur en sjálfur Sigmund Freud hafđi fengiđ sömu hugmynd sem ungur mađur, ţ.e. áđur en lagđist í kynóra. Stundum er látiđ sem Ramsess II hafi hrakiđ Ísraelsmenn úr landi. Hann var ţó uppi um hundrađ árum síđar og faraóinn sem elti Móses hefur trúlega veriđ Tutankamon eđa einhver nánustu eftirkomenda hans, t.d. Hóremheb.

Vilhjálmur Eyţórsson, 7.3.2012 kl. 13:27

4 Smámynd: Brynjólfur Ţorvarđsson

Sćll Fornleifur

Ţetta er óneitanlega skemmtilegur fyrirlestur en ég get nú ekki séđ ađ ţađ komi neitt nýtt fram sem breyti ţeirri útbreiddu skođun fornleifafrćđinga ađ exodus hafi aldrei átt sér stađ. Ţađ sem fyrir mér gerđi útslagiđ var bók William G. Dever, "Who Were the Early Israelites and Where Did They Come from?" frá 2003. Dever er án efa fremstur fornleifafrćđinga á ţessu sviđi og hann er í engum vafa. Ţađ er reyndar merkilegt ađ Hoffmeier skuli ekki minnast á hann.

Annars er ýmislegt sem ég hef ađ athuga viđ fyrirlesturinn hjá Hoffmeier. Hann er í sjálfu sér alveg međ ţađ á hreinu ađ fornleifafrćđin sannar engan veginn exodus en hann vill meina ađ hún afsanni hann ekki heldur. Hann nefnir, í inngangi ađ umfjöllun um landfrćđilega lýsingu flóttans, ađ t.d. Finkelstein hafi haldiđ ţví fram ađ landfrćđileg lýsing Mósebóka bendi til ritunar á 6. öld, og ađ Finkelstein hafi étiđ ţetta hrátt upp eftir öđrum.

Mér vitanlega var Finkelstein ađ tala um landfrćđilega lýsingu á innrásinni í fyrirheitna landiđ og fćrir fyrir ţví góđ rök ađ margt sem ţar er taliđ upp hafi ekki veriđ til fyrr en á 8. og 7. öld. Hann kemst ađ ţeirri niđurstöđu ađ 7. öldin eigi best viđ, kringum valdatíma Jósía, ekki sú 6. eins og Hoffmeier heldur fram.

Hoffmeier gerir síđan mikiđ úr Ramesses og ađ borgin hafi veriđ til, byggđ um 1270 og yfirgefin 200 árum síđar og ţví sé undarlegt ef höfundar 7. eđa 6. aldar hafi vitađ af henni. En Hoffmeier nefnir ekki ađ borgin (sem reyndar hét Pi-Ramesses), sem vissulega var höfuđborg fram á 11. öld og síđan flutt og endurskírđ Tanis, var endurreist á 10. öld af Seshonq og núna nefnd ... Ramesses. Ţađ nafn ţekkist ađeins úr tekstum eftir 1000, á međan Hoffmeier heldur ţví fram ađ Ramesses sé ekki nefnt í tekstum eftir 1070! Og ađ landbúnađur hafi veriđ stundađur á borgarstćđinu í yfir 3000 ár!

Israel Finkelstein sem ég nefndi áđan er einn fremsti fornleifafrćđingur Ísraelsmanna og ţađ er ekki síst hann sem hefur fćrt heim bestu vísbendingarnar um ađ innrás í Kanaansland, líkt og Biblían lýsir, hafi ekki átt sér stađ. Ísraelar hafa gengiđ allt ađgengilegt landsvćđi fram og til baka í hálfa öld (međ svipuđum ađferđum og Hoffmeier lýsir) og komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ Ísrael og Júdea hinar fornu (ţ.e. hálendiđ, nokkurn veginn samsvarandi Vesturbakkanum í dag) hafi einfaldlega legiđ í auđn í lok bronsaldar, ţegar innrásin átti ađ hafa átt sér stađ, og byggjast fyrst upp á 11. og 10. öld međ flutningum fólks frá láglendi Kanaan. Engin ummerki um innrás eđa innflutning fólks annars stađar frá. Ţegar dómaratími biblíunnar stóđ sem hćst var landiđ tómt, samkvćmt fornleifafrćđinni!

Svo má auđvitađ geta ţess ađ Egyptar réđu Kanaanslandi, voru međ herstöđvar í Jeríkó, Gaza, Jaffa og víđar og stjórnuđu hálendinu beint og óbeint međ hervaldi eins og Amarna bréfin sýna svo vel (frá tímum Iknatons sem Vilhjálmur nefnir hér ađ ofan). Merneptah, sem Hoffmeier nefnir, fór einmitt um allt Kanaansland á 13. öld til ađ halda liđinu í skefjum. Ţađ er ekki fyrr en undir lok 20. konungsćttar ađ ítök Egypta hverfa af svćđinu, enda er hnignun alls stađar á ţeim tíma, m.a. affólkun hálendisins í Kanaan eins og ég nefndi.

Hins vegar ţótti mér einstaklega spennandi ađ sjá virkin og endursköpun landslags á Hórus veginum, ég náđi ekki alveg hvernig Hoffmeier tímasetti ţau til Seti I eđa Ramses II en ţađ er varla mikilvćgt. Textinn sem hann er ađ tala um í Biblíunni sýnist mér ţó miklu frekar benda til ţess ađ Filistear voru virkir andstćđingar Ísraela á fyrri hluta járnaldar eđa fram ađ tilkomu Assýríumanna en voru ekki komnir til Gaza fyrr en á 11. öld og gátu ţess vegna ekki veriđ fyrirstađa exodus.

Allt í allt gat ég ekki séđ ađ Hoffmeier sýni nokkuđ annađ en ađ erlendir stríđsfangar voru ţrćlkađir í Egyptalandi (eins og stríđsfangar allstađar á öllum tímum) (reyndar var mér dáldiđ illa viđ rasiskar skilgreiningar á útlendingum, undirstétt Egypta gćti allt eins veriđ blönduđ íbúum nágrannalanda án ţess ađ ţurfa ađ skilgreina ţá sem útlendinga), ađ ýmis nöfn úr Biblíunni eigi sér raunverulegar hliđstćđur (sem kemur engum á óvart, fólk ferđađist og vegna ađstćđna var Egyptaland oft aflögufćrt um mat ţegar ţurrkur var annars stađar - og öfugt) og ađ höfundar Biblíunnar hafi haft sér fyrirmyndir í ţjóđsögum og ýmis konar ţekkingu lćrđra manna. Hiđ síđarnefnda er nokkuđ sem oft gleymist. Menntaelíta fornaldar var ekki stór og ekki mikiđ til af lesefni, fjarlćgđir voru ekki miklar og Egyptaland óneitanlega nálćgasta miđstöđ hámenningar. Af hverju ćttu höfundar Biblíunnar ekki ađ hafa getađ heimsótt Egyptaland og jafnvel kynnt sér sögu og menningu Egypta, hvort sem ţađ nú var á 7, öld eđa 3. öld.

Allt í allt finnst mér Hoffmeier vera meira í hlutverki ţess sem predikar fyrir sannfćrđa, til ađ styrkja sína trú og ţeirra.

En engu ađ síđur var fyrirlesturinn skemmtilegur og klukkutímanum vel variđ!

Brynjólfur Ţorvarđsson, 7.3.2012 kl. 21:09

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ţú kannt sannarlega ađ snúa fađirvorinu upp á fjandann Fornleifur. Var hann Villi nú ađ klaga mig? Segir mig vera í afneitun!

James Hoffenheimer von Daneken er eđlilega í uppáhaldi hjá ţér ađ ţví ađ hann er ađ prédíka fyrir kórinn. Ţeir í biblíubeltinu kunna sannarlega ađ meta ţađ líka.   Ályktanasteypiflug hans er eiginlega broslegt. Ég er ekki ađ segja ađ ţeir hafi ekki veriđ ţarna, ef ţeir voru ţa ţjóđ á meintum tíma. Ég get heldur ekki fullyrt um ţađ hvort ţeir voru ţarna frekar enţú og Hoffenheimer. Ţađ er bara nákvćmlega ekkert sem bendir til ţess annađ en óskhyggja og ályktanahrap.

 Ég er búinn ađ segja mitt í ţessu á bloggi Villa og bíđ eftir lausnarorđinu. Hvađ er ţađ sem sýnir ađ ţjóđ ađ nafni Israel hafi veriđ í Egyptalandi. Rahmses var svo uppi á 14. öld f.kr. svo ţá voru ţessir meintu ţrćlar löngu farnir elsku vinur. Löngu, löngu, löngu...

Ţađ ţýđir ekki ađ hringla međ tímann svona ađ vild til ađ sveigja niđurstöđurnar ađ eigin geđţótta. Ţetta veistu Fornleifur og hefur skammast í öđrum fyrir ţađ sama.

Ţú telur vćntanlega ađ Hómerskviđur séu dagsönn sagnfrćđi fyrst ţeir fundu Tróju?  

Lestu svo Mósebćkur aftur og segđu mér hvort ţú trúir ţessu án ţess ađ depla augum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 8.3.2012 kl. 05:35

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Enn Davíđ....Enginn Abraham...Enginn Salomón...Engin Jeríkó međ voldugum veggjum...ekkert.  Ţađ stendur ekki steinn yfir steini Fornleifur minn. En ţú mátt trúa.  Trún er ţversögn ţess ađ vita.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.3.2012 kl. 05:44

7 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćll Brynjólfur Ţorvarđarson. Mér sýnist ađ ţú hafir líklega lesiđ ţér betur til um biblíufornleifar en ég hef, og ert tilbúinn ađ hefja nám viđ hvađa háskóla sem er í greininni, cum laude.

William Dever er nú langt frá ţví ađ vera mínímalsiti í biblíufornleifafrćđinni og hefur hann á síđari árum endurskođađ afstöđu sína. Hann hefur reyndar unniđ međ mjög fáa uppgrefti, en notađ ţá til mikilla yfirlýsinga. Aldnir erki-minimalistar eins og Israel Finkelstein og Philip Davies, eru sama marki brenndir. Ađferđafrćđin er líka  frekar minimalistískt. Úr mjög brotakenndu efni eru settar fram álíka yfirlýsingar og hjá verstu trúarfornleifafrćđingunum.  Ţess vegna ţykir mér mađur eins og Hoffmeier skynsamur. Hann telur sig ekki geta afsannađ dvölina í Egyptalandi međ "vöntun" á fornleifum.

Vöntun á fornleifum til ađ stađfesta ađra heimild er vitanlega ekki sönnun ţess ađ ţćr séu ekki ađ finna. Líkindi fyrir ţví ađ ţau munu finnast eru mikil, ađ mínu mati, en kannski ekki  í bráđ ţegar Brćđralagiđ fer ađ stjórna Egyptalandi. Myndir af ónafngreindum útlendingum  í Egyptalandi frá sama tíma og gyđingar áttu ađ vera í Egyptalandi eru líka góđ líkindi, sérstaklega í ljósi ţess ađ gyđingar voru ţeir einu sem skrásettu dvöl sína í Egyptalandi.  Auđvitađ getur sú dvöl bara veriđ afrakstur góđra „sagnfrćđinga“ sem skrifuđu biblíuna.

Ég fć ekki séđ ađ vöntun á veggmynd, ţar sem stendur „Gyđingur í Egyptalandi“, sé sönnun eins eđa neins í ţessum efnum og veit ekki betur en ađ minimalistinn Israel Finkelstein haldi Seder međ fjölskyldu sinni á Páskum til ađ minnast brottfararinnar frá Egyptalandi, međan hann sýnir minimal viđleitni til ađ leita í stađ ţess ađ afneita, og ţađ oft á grundvelli mjög lítilla rannsókna, og frekar undir mottóinu „ekkert hefur fundist“. En fornleifafrćđin í Ísrael er ekki mjög gömul grein frekar en ríkiđ Ísrael.

Fornleifafrćđin hefur eitt element fram yfir margar ađrar frćđigreina. Hlutir, sem viđ vissum ekkert um og gátum ekki ímyndađ okkur út frá fyrri ţekkingu eđa skođunum, geta fundist og breytt skođunum manna á einni nóttu. Viđ vitum ekki allt eins og Finkelsteinarnir frá Grodno eđa áhugaafneitarafornleifafrćđingurinn Jón Stein‘ar á Sigló. Fornleifur skal vera fyrstur til ađ viđurkenna ađ hann veit ekkert í sinn haus, en hann ţolir ekki öfgar út af engu í fornleifafrćđi. Yfirlýsingar út í bláinn.

Ţess vegna ţykir mér fyrirlestur Hoffmeiers góđur. Hoffmeier, og t.d. Yosef Garfienkel, eru fornleifafrćđingar sem skođa alla möguleika og hefur Davies m.a. snúist í andstöđu viđ Finkelstein eftir ađ niđurstöđur Garfienkel um  borgríkiđ Khirbet Qeiyafa hafa birst og bendir Davies nú á ađ ţađ sé möguleiki ađ Júdeuríki hafi vel geta veriđ til löngu áđur en ađ Finkelstein og ađrir segja ađ ţađ hafi fyrst orđiđ til og ţađ mest međ hjálp argumenta e silentio. Ţetta var bara eitt dćmi.  Á svćđum eins og Ísrael, ţar sem margir menningarstraumar og ţjóđir hafa fariđ um er hćtt viđ ađ svona sinnaskipti eigi eftir ađ verđa fleiri.

En ţar sem ţetta blog var upphafalega skrifađ vegna óskaplega einkennilegra yfirlýsinga Jóns Steinars hér: http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1226952/ ţar sem Jón bölvar Passíusálmunum fyrir gyđingahatur um leiđ og hann afneitar biblíunni og tilvist gyđinga međ "fornleifafrćđi", ţá skal ég viđurkenna ađ ég hefđi frekar átt ađ skrifa ađ engar fornleifar sönnuđu veru gyđinga í Egyptalandi, frekar en svo margra annarra ţjóđarbrota. En svo óheppilega vill til ađ gyđingar skrifuđu um dvöl sína en ţurfa samt ađ sćtta sig viđ ađ henni sé afneitađ, međan allar ţćr ţjóđir sem GT nefnir eru teknar meira en trúarlegar (GT er gott sagnfrćđirit).

Fađir minn sem dálítiđ kom ađ smekklegri minjagripaframleiđslu sagđi alltaf, ađ ţađ hefđi veriđ betra ef Gyđingar hefđu tekiđ međ sér minjagripi frá dvölinni í Egyptalandi, en best ef ţeir hefđu selt minjagripi í Egyptalandi.

Leitiđ og ţiđ munuđ finna, eins og konan mín vís segir ţegar ég finn ekki einn sokkinn minn.

FORNLEIFUR, 8.3.2012 kl. 08:49

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiđdal

Mér sýnist ađ Brynjólfur og Jón Steinar séu búnir ađ segja ţađ sem segja ţarf Villi/Fornleifur um ţetta útspil ţitt. Hoffmeier trúir Biblíunni og hann tekur kúrsinn ţađan. Og hann viđurkennir ađ „we have no archaeological proof of Exodus“ - en heldur áfram ađ fabúlera. Ţegar hann minnist á Merneptah steininn ţá segir hann ađ á hann sé letrađ „Israel“. En hiđ rétta er ađ ţar er skráđ „Isrir“ og menn hafa túlkađ ţađ sem Israel. Hann ruglar sína áheyrendur međ ţessu - og fleiru.

Hjálmtýr V Heiđdal, 8.3.2012 kl. 10:02

9 Smámynd: FORNLEIFUR

Ég hef heyrt fólk međ svipađar skođanir og ţú Týri, sem heldur ţví fram ađ ţađ sé afkomendur Filistea og eru ţetta svo kallađir Palestínumenn. Hef ţó ekki séđ nein fornleifafrćđileg rök. Kannski stendur eitthvađ veggjunum í Abu Simbel. Finkelstein-frćđi falla alltaf vel ađ málstađ ţínum, sama hvort ţađ er Norman eđa Israel.

FORNLEIFUR, 8.3.2012 kl. 12:37

10 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

Mér finnst einkennilegt ţetta tal um Ramses II, sem virđist eingöngu byggjast á ţví hvađ hann er frćgur, byggđi mikiđ og lifđi lengi. Flóttann frá Egyptalandi ćtti ađ dagsetja um hundrađ árum fyrir hans daga í kjölfar Akenatons. Sá skrýtni faraó setti fram fyrstu hreinu eingyđistrúarbrögđin sem vitađ er um og ţađ er ótrúlegt annađ en Móses hafi veriđ fylgismađur hans. Má vel vera ađ hann hafi veriđ einn af sonum eđa frćndum Akenatons, sem hafi viljađ halda fast í hina nýju trú. Ţegar Hóremheb tók viđ af ţeim Tutankamon og Ay hófust gífurlega umfangsmiklar trúarbragđaofsóknir gegn fylgismönnum hins eina guđs, Atons. Hin nýja höfuđborg, sem Akenaton hafđi byggt var yfirgefin og nafn villutrúarfarósins ţurrkađ út úr áletrunum hvarvetna. Mikiđ hefur gengiđ á og ţađ er alls ekki ólíklegt ađ eingyđistrúarmenn, ađ miklu leyti útlendir ţrćlar sem upprunalega höfđu borist međ Hyksos- mönnum til landsins hafi ţarna flúiđ land undir forystu Mósesar.

Vilhjálmur Eyţórsson, 8.3.2012 kl. 13:50

11 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Má vera, má vera, nafni. Fornleifafrćđin er ung grein. Mađur getur vart fylgst međ ţví sem er ađ gerast í Tutankamon frćđum, hvert skipti sem er mynd um hann eđa Akenaton á National Geographic, Discovery eđa BBC er búiđ ađ hnekkja allri fyrri vitneskju, jafnvel međ leyfi the supreme yfirfornleifafrćđingsins á Egyptalandi,  El Hawassi, eđa hvađ hann nú heitir.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.3.2012 kl. 14:47

12 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

Tutankhamon var mjög ómerkilegur faraó, en hann lifđi á einstaklega viđburđaríkum tímum. Ţađ er mjög merkilegt ađ einmitt gröf hans skuli vera hin eina, sem varđveist hefur ósnortin ađ kalla eftir öll ţessi ár. Mikiđ af blađrinu í kringum hann tengist bandarískum svertingjum, sem vilja eigna sér hann í nafni „Black Pride“. Forn- Egyptar voru ţó alls ekki svartir, heldur ađeins dökkleitir hvítir menn eins og íbúar Norđur- Afríku eru enn í dag.

Vilhjálmur Eyţórsson, 10.3.2012 kl. 14:45

13 Smámynd: Brynjólfur Ţorvarđsson

Sćll aftur Fornleifur, mér tókst ađ týna slóđinni og var ekki búinn ađ sjá svariđ frá ţér fyrr en núna rétt áđan.

Persónulega finnst mér ţetta allt mjög spennandi og mig myndi ekkert sárna ţótt frásögn Biblíunnar yrđi "stađfest" međ einhverjum hćtti. Ţađ sem viđ höfum núna er auđvitađ lítiđ annađ en argumentum e silentio eins og ţú bendir réttilega á.

Mig langađi ađeins ađ prjóna frekar út frá ţví sem Hjálmtýr nefnir varđandi Merneptah áletrunina. Orđiđ "Isrir" eđa "I.si.ri.ar." eđa "ysry·r/l" kemur fram í lýsingu á sigurför Mernatpah. Textinn hljóđar svo í lélegri ţýđingu minni úr ensku: "Ekki einn Boganna níu lyftir höfđi sínu: Tjehenu er ađ velli lögđ, Hatti friđuđ, Kanaan fangin í ţjáningu fullri, Ashkelon sigruđ, Gezer gripin, Yenoam ađ engu gerđ; Israel er eydd, sćđi hennar ónýtt, Hurru gerđ ekkja Egyptum til handa. Sérhver flökkuţjóđ til hvílu lögđ."

Bogarnir níu eru greinilega hefđbundnir óvinir Egypta, sá níundi flökkuţjóđirnar en hinar átta eru nefndar á nafn. Tjehenu var í norđanverđri Líbýu, Hatti á viđ Hittíta í Sýrlandi norđanverđu og Anatólíu sunnanverđri, Ashkelon og Gezer eru borgir innan Kanaanslands, Ashkelon rétt norđan Gasa og Gezer mitt á milli Tel Aviv og Jerúsalem. Yenoam hefur mér vitanlega ekki veriđ stađsett, getgátur ná frá Hulah dalsins til uppsprettu Jórdanár og svćđisins handan Jórdanár. Allt er ţetta á sömu slóđum, norđan eđa austan Galíleuvatns. Hurru er svo nokkurn veginn ţađ sama og Sýrland.

Orđiđ sem túlkađ er sem Ísrael merkir ţjóđ eđa ćttflokkasamband, en ekki stađ eđa borg. Margir hafa orđiđ til ađ stinga upp á Jezreel dalnum og Jezreel borginni sem líklegum valkosti og ef mađur hugsar til loka 13. aldar ţá erum viđ hér í andarslitrum bronsaldarsamfélagsins á međan hálendiđ, Ísrael framtíđar, er svo gott sem óbyggt og skógi vaxiđ. Merneptah nefnir Líbýumenn, Hittíta og ţéttbýlustu landsvćđi Kanaans og Sýrlands, einmitt helstu óvini Egypta í norđri auk flökkuţjóđanna.

Landgćđum Kanaanslands á Bronsöld er ţannig háttađ ađ helstu byggđarsvćđi voru Gaza (Ashkelon), Sephala (Gezer), Jezreel dalurinn, Galíleuvatn og Hula dalurinn.

Nú dettur mér í hug ađ Jezreel hafi vel getađ veriđ nafn á ţjóđflokki sem bjó í og viđ Jezreel dalinn og átti sér höfuđvígi í Jezreel borg viđ norđurenda hálendis ţess sem varđ síđar heimkynni Ísraelsţjóđar. Engin ein borg í dalnum stendur uppúr og Galíleuvatn er í nokkuđ beinu framhaldi af dalnum ţótt yfir vatnaskil sé ađ fara. Merneptah sigrar ţessa ţjóđ á leiđ sinni norđur frá Gezer til Yenoam og áfram til Sýrlands (vćntanlega svćđiđ kringum Damaskus, ţ.e. Barada árdalinn). Ţetta var allt á verslunarleiđinni milli Egypta og Mesópótamíu ef farin er strandleiđin og sérstaklega Jezreel dalurinn var eilíflega bitbein Egypta og valdhafa í Sýrlandi. Best mátti verjast árásum úr norđri viđ Har Megiddo viđ vestari enda dalsins og eilífar orrustur ţar gáfu okkur nafniđ á vinsćlum útvarpsţćtti.

Í kjölfar herferđarinnar sem kemur ţegar bronsaldarsamfélagiđ á í verulegum erfiđleikum og fólksflutningar ţeir eru ađ hefjast sem kenndir eru viđ innrás hafţjóđa (sem Egyptar börđust viđ og lögđu Ugarit í rúst rétt um 1200) hrynur borgarsamfélagiđ og íbúar leita upp á hálendiđ en halda nafni sínu og verđa, međ tímanum, ađ Ísraelsmönnum. Ég sé á netinu ađ margir ađrir hugsa á svipuđum nótum, ég er ekki einn um ađ hafa offrjótt ímyndunarafl!

Allt í allt ţykir mér ţessi upprunasaga jafn líkleg og ţađ sem biblíuritarar létu sér detta í hug 500 árum síđar. Uppskáldađar upprunasögur eru algengar, besta dćmiđ finnst mér alltaf hvernig Magyarar fundu ţađ út ađ ţeir voru afkomendur Húna međ ţeirri afleiđingu ađ nágrannar ţeirra nefndu nýunniđ landsvćđi ţeirra Hunogorov upp á sínar slavnesku tungur. Magyarar tala Finn-Úgaríska tungu en mongólar vor líklega tyrkneskumćlandi og voru horfnir löngu áđur. Okkar eigin upprunasögur, međ Ingólf og Hjörleif og ćvintýri Ara eru annađ dćmi.

Fortíđin er auđvitađ ekki til, frekar en framtíđin. Hver kynslóđ skapar sér sína sögu og í dag eru vantrysslingar eins og ég vođa spenntir fyrir ţví ađ gera sem minnst úr Biblíunni. Kannski mun ţađ verđa ofaná hjá nćstu kynslóđum, ţróunin virđist alla vega vera í ţá áttina. En í heimi fornleifafrćđinnar ţarf ekki nema einn slembifund til ađ gjörbylta öllum fyrri kenningum og hver skyldi ţađ nú verđa sem síđast hlćr?

Brynjólfur Ţorvarđsson, 13.3.2012 kl. 20:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband