Fyrispurn til Fornleifs

Fyrirspurn

Einn af ötulustu lesendum Fornleifs hefur sent áhugaverđa fyrirspurn. Lesandinn, V, hefur fengiđ tölvupóst frá manni í Vesturheimi, sem er greinilega áhugamađur um indíána og telur ţá hafa veriđ víđar á faraldsfćti en almennt er taliđ. Bandaríkjamađurinn sendi V teikningu úr bók, en gefur ţví miđur ekki upp titil bókarinnar. Myndin (sjá hér ađ ofan) á, ađ sögn, ađ sýna ristur á Hofi eđa viđ Hofsá (river-creek of Hof) á Íslandi.

Í fljótu bragđi verđ ég ađ viđurkenna, ađ ég man ekki eftir ţessum ristum, ţótt mig rámi í ađ ţćr hafi hugsanlega veriđ birtar í Árbók Fornleifafélagsins eđa Frásögum af Fornaldarleifum (gefnum út af Sveinbirni Rafnssyni).

Mér sýnist einnig, ađ ţarna séu á ferđinni fangamörk eđa búmörk frá 17. 18. og jafnvel 19. öld, sem í vissum tilvikum gćtu líkst merkjum og táknum sem indíánar hafa höggviđ eđa rist í berg. Ef vel vćri ađ gáđ, fyndi mađur líkast til svipuđ tákn annars stađar í heiminum, ţví svipađ hafast mennirnir ađ.

Ef menn vilja frćđast meira um búmörk (búmerki) og fangamörk, er best ađ lesa tvćr merkar greinar um slík merki, eina eftir prófessor Sveinbjörn Rafnsson og hina eftir hinn mesta núlifandi frćđaţul ţjóđarinnar, heiđursfornleifafrćđinginn Ţórđ Tómasson, sem birtust í Árbók Fornleifafélagsins árin 1974 og 1975 (lesiđ greinarnar međ ţví ađ klikka á árstölin).

Búmörk voru ekkert sér íslenskt fyrirbćri og ţekkjast ţau um gjörvalla Evrópu. Ekki veit ég til hvers keimlík tákn indíána hafa veriđ notuđ, en ekki er útilokađ ađ ţau hafi gegnt sama hlutverki og á Íslandi og annars stađar í heiminum. Í Evrópu og m.a. á Íslandi notuđust menn á miđöldum og síđar viđ innsigli og signethringi, ţar sem fangamörk og búmerki voru stundum greypt í stimpilflötinn, og búmerki voru einnig í skjaldamerkjum sumra ađalsćtta og biskupa.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vilhjálmur. Ţakka svariđ. Ţađ hafa einhverjir landkönnuđir fariđ ţarna um en ţetta eru níu mörk og svipađ mörg á Digton steininum í Rhode Island fylki og á Hvaleyri. Öll ţessi fangamörk eru keimlík. Ég hef séđ nokkur niđur viđ ströndina á Rhode eyjunni og svo steinn međ alíslensku nafni (skraumiligr) í Narraganset sundi. Sjá ef menn hafa áhuga. http://www.amazon.com/s/ref=nb_sb_noss?url=search-alias%3Ddigital-text&field-keywords=valdimar+samuelsson+&x=17&y=20  Viđ getum ekki neitađ ađ ţađ hafa veriđ samfeldar íslenskar byggđir á Norđ austur strönd bandaríkja áđur en fólk fór ađ flykkjast ţangar.

Valdimar Samúelsson, 9.8.2012 kl. 09:25

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Tryggvi Gíslason hefur svarađ ţessu međ "Skraumiligr"

http://tryggvigislason.blog.is/blog/tryggvigislason/entry/1219514/?t=1327576256

FORNLEIFUR, 9.8.2012 kl. 09:35

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ţakka ábendinguna en ég hef alveg misst ađ svarinu hjá Tryggva sem reyndar vissi ekki um orđiđ.  Ţetta orđ kemur fram í gamalri orđabók eftir Guđbrand Vigfússon 1874 og hefir svipađa merkingu og orđiđ skrautlegur. Spurningin er hvađ er orđ sem ađeins er til á Íslandi ađ gera á steini á austurströnd Ameríku međ ţrem alíslenskum rúnum. http://archive.org/details/icelandicenglish00cleauoft

Valdimar Samúelsson, 9.8.2012 kl. 19:16

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ţetta voru góđar greinar og fróđlegar í Árbók Fornleifafélagsins árin 1974 og 1975 (lesiđ greinarnar međ ţví ađ klikka á árstölin).

Valdimar Samúelsson, 9.8.2012 kl. 21:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband