Steinsteypustöng međ járni, gleri og tilheyrandi pyntingum

Stöng 2009
 

Á Stöng í Ţjórsárdal vilja menn nú reisa steinsteypu- og glerhöll, ţó svo ađ jarđfrćđi stađarins leyfi ekkert slíkt rask. 

Mörgum er örugglega í fersku minni er yfirmađur Fornleifarverndar Ríkisins, stofnunar sem verđur lögđ niđur um áramótin, fékk alvarlegt fyrir-2008-ćđi áriđ 2009 og lýsti ţví yfir ađ endurbćtur á rústunum viđ Stöng í Ţjórsárdal myndu kosta 700.000.000 króna. Ţiđ lesiđ rétt ágćta fólk. Kristín Huld Sigurđardóttir, sem komst ađ ţessu á litlu minnisblađi, sem ţurfti ađ knýja út úr henni međ hjálp ráđuneyta, taldi ađ betrumbćtur á Stöng myndu kosta 700 milljónir króna (lesiđ um máliđ hér á vinstri vćngnum undir nálhúsinu frá Stöng).  

Ţessi sama Kristín, sem í raun ber mesta ábyrgđ á ţví ađ kofaskrípi, sem kennt er viđ Ţorláksbúđ, var reist í Skálholti, á sér nú ţann draum heitastan ađ reisa virki úr steypu, járni og gleri. Ţađ vill hún gera ofan á rústum á hól í Ţjórsárdal, sem ekki ber neinn ţunga vegna jarđfrćđilegra ţátta, sem hún hefur ekki einu sinni gert sé far um ađ rannsaka og upplýsa um í útbođsgögnum vegna samkeppni sem efnt var til lausnar á varđveislu fornminja á Stöng í Ţjórsárdal.

Verđlaunasamkeppnin 

Kristín Sigurđardóttir efndi til samkeppninnar í samvinnu viđ Arkitektafélag Íslands og Skeiđa- og Gnúpverjahreppa. Tilkynning um samkeppnina var fyrir neđan allar hellur og sýnir ađ forstöđumađurinn á Fornleifavernd Ríkisins getur ekki útbúiđ sómasamlegt pdf-skjal (sjá hér). Upplýsingar í samkeppnisgögnum voru ekki mikiđ betri: Léleg loftmynd og lélegar upplýsingar voru sendar ţátttakendum. Vitnađ var rangt í fornleifafrćđinginn sem unniđ hefur á Stöng í Ţjórsárdal, sem er samt framför ţví áđur hefur alls ekkert veriđ vitnađ í skrif hans, ţegar Fornleifastofnun Íslands vann međ Stöng í Ţjórsárdal.

Kristín bíđur í partý 

Um daginn bauđ Kristín Sigurđardóttir svo 300 manns í seremóníu á Háskólatorgi kl. á morgun, ţriđjudaginn 6. nóvember kl. 16.00, ţar sem ţrjár hlutskörpustu tillögurnar í samkeppninni um Stöng verđa kynntar.

Kristín Sigurđardóttir, sem aldrei hefur veriđ neitt ljón á nýja tćkni, sendi öllum gestum bođ međ tölvupósti, ţar sem hćgt var ađ sjá alla bođsgesti í tölvupósti hennar og ţar međ einnig arkitekta og landslagsarkitekta sem bođiđ var til hátíđarinnar. Eiginlega var líka vel hćgt ađ sjá einn sigurveraranna, ţar sem öllum á stofunni http://www.basalt.is/ er bođiđ í partý Kristínar.

Međ smáţekkingu á fyrri „verkum" fyrirtćkisins Basalts hf. getur mađur óttast ađ menn fýsi ađ klína  steinsteypugímaldi yfir rústirnar ađ Stöng, sem eru langt frá ţví ađ vera fullrannsakađar.  Útbođshaldarar gleymdu ţví einnig hóllinn á Stöng er náttúrulegur hóll sem ađallega samanstendur ađ ađfokslögum, mannvistarlögum, mold og gjósku niđur á minnsta kosti 7 metra dýpi.

Eđli jarđlaga á Stöng í Ţjórsárdal 

Einn af ţeim sem Kristín Sigurđardóttir bauđ í veisluna er ég, ţótt hún hafi ekkert samband haft viđ mig vegna ţessa draumóraverkefnis síns. Ef hún hefđi gert ţađ, hefđi ég getađ sagt henni og öllum sem vildu vita sannleikann ađ Stangarbćr og steinsteypa eiga ekki samleiđ. Á Stöng er ekki hćgt ađ byggja stór og ţungt mannvirki ofan á órannsakađar rústirnar á Stöng í Ţjórsárdal án ţess ađ hakka niđur viđkvćman hól sem samanstendur af mjög mjúkum jarđvegsefnum, ţó ađallega af gjóskulögum, föllnum og ađfoknum. Undir allt ađ 3.5 metri ađ ađfokslögum (frá 1250-2012 e.Kr.) og mannvistarlögum, sem spanna tímabiliđ frá ca 900 til ca. 1250, eru moldar- og gjóskulög um 20-100 sm, ţar undir er Heklugjóska (H3) 1-1,5 metrar ađ ţykkt, ţá taka viđ moldarlög og gjóskulög á víxl, og ţar undir er H5 gjóskan, sem einnig er gífurlega ţykkt gjóskulag. Stangarhóll er ekki klöpp eđa hraunhóll, heldur hóll sem byggst hefur upp af gljúpum jarđlögum.

Ţeir tveir ađilar, arkitekt í Frakklandi og landslagsarkitekt á Akureyri sem leituđu til mín, ţar sem ţeir kynntu sér ađ ég hef rannsakađ fornleifar á Stöng, fengu ţessa upplýsingu, en ţeir unnu ţó ekki til verđlauna međ tillögur sína ađ léttum skýlum yfir rústirnar, ţví Krístínu Huld Sigurđardóttir dreymir um steypu, gler og járn, sem hún vill í draumum sínum hella ofan á órannsakađar rústir í Ţjórsárdal. Ţađ er lögbrot og vandalismi, en lýsir hins vegar best hinum sanna íslenska draumi. Ást Íslendinga á steinssteypuhöllum er svo mikil, ađ ţeir reisa ţćr hvar sem er, hvar sem er  og hvađ sem ţađ kostar af eyđileggingu og jafnvel án ţess ađ til séu peningar til ađ byggja hallirnar. Ţađ er ein birtingarmynd kreppunnar á Íslandi.

Barni teiknar

Dr. Bjarni Einarsson fornleifafrćđingur undirbýr teikningu á Stöng í Ţjórsárdal áriđ 1993. Neđstu leifarnar á myndinni er á ca 3. mettra dýpi. Á 3,5 - 4 metra dýpt finnst óhreift H3 gjóskulag, en ţađ má ţó einnig sjá ađfokiđ ofan á rústum í formi gula lagsins, ţar sem gjóskan úr ţessu forsögulega gosi er blönduđ mold sem bindur ţađ.

yfrilit
Jarđvegur er mjög gljúpur á Stöng. Rústirnar standa á ţykkum lögum ađ ađfoknum jarđlögum, gjóskulögum og mold. Borprufa sem gerđ var áriđ 1986 fór niđur á 7 metra dýpi án ţess ađ klöpp vćri náđ.

 

Á Íslandi vilja menn pynta ţá sem vara viđ eyđileggingu fornleifa 

Ég hef í mörg ár reynt ađ halda áfram rannsóknum á Stöng, en ekki tekist ađ fá fjármagn til ţess. Ţessu greindi ég ţeim sem bođiđ var til ađ skála á Háskólatorgi nćstkomandi ţriđjudag og notađi mér, eins mikill dóni og ég er, bođslista Kristínar til ţess. Međkenndin var auđvitađ mikil yfir áhyggjum mínum um steinsteypuhöll á Stöng.

Einn móttakanda, sem mig grunar ađ hafi einhvern tíma veriđ nemi í fornleifafrćđi, en sem ég ţekki ţó ekkert, skrifađi um hćl: 

"Ég hef ENGANN HELVÍTIS ÁHUGA á ađ lesa stakt orđ sem frá ţér kemur!!!  Reyndu ađ hćtta ađ lifa í endalausri biturđ og ömurleika og dreifa ţessu á ađra sem gćti ekki veriđ meira sama!!  Ef ég fć annan tölupóst frá ţér ţá SVER ÉG ađ ég á eftir ađ leita ţig uppi og PYNTA!!"

 

Pynting
Nú er aftur fariđ ađ pynta

Ţannig eru nú hatriđ, heiftin og viđbrögđ sums fólks sem starfar viđ fornleifavörsluna. Ţađ vill fyrir alla muni fá gler, járn og steypu ofna á hól sem ekki getur boriđ slík efni, eđa skrípi eins Ţorláksbúđ. Hvađ er eiginlega kennt í fornleifafrćđi í HÍ og á hvađa efnum eru nemarnir, ţegar ţeir segjast ćtla ađ leita andmćlendur draumóraverkefna uppi og pynta ţá fyrir ađ segja skođun sína af ţekkingu?

Vilja menn láta reisa steinsteypuhallir ofan á einum af ţekktustu rústum ţjóđarinnar, sem ekki er lokiđ viđ ađ rannsaka, og sem ekki ţola slíkar byggingar, eđa vilja ţeir fornleifavernd í landinu.

Viđgerđum á Stöng var hćtt áriđ 1996 

Árangursríkum viđgerđum og úrbótum var skyndilega hćtt á Stöng áriđ 1996, en ţar sem ţeim var ekki lokiđ hélt áfram ađ leka inn í rústina sem til sýnis er á Stöng. Ódýrasta og hagkvćmasta lausnin er ađ ljúka ţví verki. Sjá hér.

Menning er dýr, en óţarfi er ađ gera hana dýrari en nauđsyn krefur međ ţví ađ klessa steinsteypu ofan á hana.

Er samkeppnin um Stöng liđur í baráttu um nýja stöđu? 

Kristín Huld Sigurđardóttir er ađ mínu mati ađeins ađ ţessu upphlaupi í dauđateygjum sínum sem framkvćmdastjóri Fornleifaverndar og vonar hún ađ Katrín Jakobsdóttir geri sig ađ yfirmanni á nýju apparati, Minjastofnun Íslands, sem á ađ stofna í stađ Fornleifaverndar og Húsaverndar Ríkisins. Forstjóri Húsaverndar var međ smá upphlaup um daginn, ţar sem hann birti loks árskýrslu fyrir störf lítillar stofnunar sinnar 2011. Ţar er hann međ stóru orđin um Ţorláksbúđ, kannski ađeins og seint. En skađinn í Skálholti var skeđur međ leyfi Fornleifaverndar fyrir Ţorláksbúđ, sem var ekkert annađ en brot á ţeim lögum sem Kristín Sigurđardótti átti ađ framfylgja

Mikiđ vona ég ađ hin annars málefnalega Katrín Jakobsdóttir í Menntmálaráđuneytinu, láti nú ekki femínókratíuna úr pólitíkinni ráđa ţví hvern hún rćđur í stöđu forstöđumanns nýrrar Minjastofnunar Íslands. Fólk sem leyfir byggingu sögufalsanna á rústum (Ţorláksbúđ) og vill láta reisa steinsteypuhallir ofan á fornleifum er einfaldlega ekki hćft til ađ stjórna slíkri stofnun, sama hvort ađ sá ađili sé kona eđa mađur.

Ég sé ađ félagsráđgjafi sćkir um stöđu forstöđumanns Minjastofnunar Íslands. Kannski vćri ţađ ekki vondur kostur miđađ viđ allar illdeilurnar og skálmöldina sem hefur ríkt milli sumra fornleifafrćđinga á Íslandi, sér í lagi forstöđumanns Fornleifaverndar Ríkisins og fyrirtćkisins Fornleifastofnunar Íslands. Fornleifastofnun Íslands, sem var, eins og menn sjá af mikilmennskubrjáluđu nafni fyrirtćkisins,  stofnađ, ţegar hćgt var ađ gera hvađ sem var í íslensku ţjóđfélagi.

Kannski er ţađ enn hćgt?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband