Tíđindi úr skriftastól síra Fornleifs

jesuite bookfare

Viđ síđustu fćrslu mína, sem fjallađi um sölu á fágćtum bókum úr safni Jóns Helgasonar prófessors í Kaupmannahöfn, fékk ég ágćta athugasemd frá afkomenda Jóns, Ólöfu Nordal listamanni. Ég ţakka henni fyrir.

Ólöf greindi frá ţví, hvernig síđari kona Jóns, Agnethe Loth, ákvađ ađ ánafna merkum bókum, skjölum og öđru úr eigu Jóns til jesúítasafnađar í Kaupmannahöfn. Er fyrri kona Jóns dó gátu menn ekki setiđ í óskiptu búi. Vćntanlega hafa börn Jóns ekki viljađ krefjast neins af föđur sínum og ekki gert sér í hugarlund ađ hann gengi aftur í hjónaband. En Jón fann sér nýja konu, eđa hún hann, en hún gerđist einnig međ tímanum háheilagur jesúíti. Heilagur Loyola hefur líkast gert sér ferđ upp úr neđra og fyrirskipađ henni ađ ánafna sál og ćviverki Jóns Helgasonar til jesúíta. Ţess vegna er nú veriđ selja safn Jóns - eđa jesúítanna - hćstbjóđanda á uppbođi í Kaupmannahöfn.

Međ einu símtali til skjalasafns kaţólsku kirkjunnar í Danmörku fékk ég upplýsingar um hvađ hafđi gerst.

Starfsmenn uppbođsfyrirtćkisins Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn heimsóttu nýlega prest Jesúítasafnađarins í Danmörku og fengu ađ vinsa úr safni Jóns Helgasonar ţađ sem ţeim ţótti bitastćtt af ţví sem eftir var. Séra Gerhard Sanders, sem er eini jesúítapresturinn sem eftir er í Danmörku var viđstaddur ţessa heimsókn frá uppbođshaldarafyrirtćkinu. Ég hringdi í dag (6. desember 2012) í séra Sanders, og líkt og konan á skjalasafni skrifstofu kaţólska biskupsdćmisins í Danmörku settist hann í skriftastól síra Fornleifs og sagđi mér allt af létta. Ég ţurfti ekki einu sinni ađ nota eina einustu ţumalskrúfu, strekkingarbekk minn eđa naglastól á svartkuflinn.

Agnethe Loth, síđari kona Jóns Helgasonar, ánafnađi öllu eftir Jón til jesúítasafnađarins í Kaupmannahöfn og nutu börn hans eđa Árnastofnun í Kaupmannahöfn ekki góđs af neinu. Jafnvel höfundarréttur ađ verkum Jóns lenti í eigu Jesúíta. Á 10. áratug síđustu aldar hafđi söfnuđurinn samband viđ Árnastofnun í Kaupmannahöfn og fékk stofnuninni einhver skjöl og t.d. málverk af Jóni. Annađ var selt á fornbókasöluna Lynge og sřn, og líklega hefur eitthvađ af ţví veriđ selt til íslenskra fornbókasala. Ein af perlunum var svo seld ţann 27. nóvember síđastliđinn.

Ađ sögn séra Sanders ţurfti ađ rýma húsiđ sem "var fullt af bókum". Ekki heyrđist mér monsignorinn hafa mikinn áhuga á bókum, en um bókasafniđ hafđi áđur séđ hollenskur preláti, sem nú er kominn á elliheimili í Hollandi.

Árnastofnun í Kaupmannahöfn á ekki bókina 

Hvernig Agnethe Loth datt í hug ađ jesúítum gagnađist bćkur og skjöl Jóns Helgasonar betur en t.d. Árnastofnun eđa Stofnun Árna Magnússonar í Reykjavík er erfitt ađ skilja.

Ljótt er til ţess ađ hugsa ađ Árnastofnun í Kaupmannahöfn hafi ekki hneppt bandiđ međ Skálholtsútgáfunum frá 1688. Landnámabókarútgáfuna úr Skálholti á stofnunin t.d. ekki til nema í ljósriti. En ţótt ađ Árnastofnun hefđi vitađ af bókinni fyrir uppbođiđ, ţá er jafn víst ađ ekki hefđi veriđ hćgt ađ kaupa hana, ţví ráđstöfunarfé ţess bókasafns sem Árnastofnun á Hafnarháskóla heyrir undir eru skitnar 2,2 milljónir íslenskra króna á ári.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband