Voru landnámsmenn hasshausar?

Sosteli
 

Ţótt mikilvćg jarđvegssýni hverfi á Ţjóđminjasafni Íslands, eins og greint var frá í síđustu fćrslu, er gömlum jarđvegssýnum greinilega ekki fargađ á Ţjóđminjasafninu í Kaupmannahöfn. Ţar hafa t.d. varđveist sýni frá sameiginlegum rannsóknum norskra og danskra fornleifafrćđinga í Noregi á 5. og 6. áratug síđustu aldar.

Sýnin, sem tekin voru á Sosteli á Austur-Ögđum í Noregi (sjá mynd efst), hafa nú loks veriđ rannsökuđ og sýna m.a. ađ í S-Noregi hafa menn haft frekar stórfelda rćktun á hampplöntum, cannabis sativa. Í jarđvegssýnunum hafa menn nú bćđi fundiđ mikiđ magn af frjókornum hampplöntunnar. Rćktunin í Sosteli mun hafa veriđ einna mest á ákveđnu tímabili á 7. - 8. öld.   

Hamprćktun

Var ţannig umhorfs í Sosteli á Járnöld?

Hampplöntuna er, eins og menn vita, hćgt ađ nýta á ýmsa vegu. Norskir fornleifafrćđingar hafa ţó ekki ímyndunarafl til annars en ađ álykta ađ kannabisplantan hafi veriđ rćktuđ í Noregi en til framleiđslu á ţráđum til vefnađar líkt og línplantan (hör). En ekkert útilokar ţó ađ  ţađ ađ seyđi af  plöntunum sem innihaldiđ hefur eitthvađ af tetrahydrocannabinóli, sem gefur vímuástandiđ, hafi veriđ nýtt. Spurningin er bara hvađ mikiđ plönturnar í Noregi inniheldur af efninu. Ţess má geta í gröf drottningarinnar á Osebergskipinu frá fannst kannabisefni, og frć hampplantna. Einnig hafa til dćmis fundist kannabisefni og frć hampplöntunnar í meni sem fannst í gröf "víkings" eins í Póllandi (sjá hér).

Sosteli
Fundarstađurinn í Sosteli á Austr-Ögđum í Noregi
polish-warrior-grave-amulet-container_45863_600x450
Í ţessari amúlettu (kingu?: pólsk: kaptorga) fannst kannabisefni og kannabisfrć, sem "víkingur" nokkur í Póllandi fékk hugsanlega međ í sína hinstu för.

Á Íslandi höfum í tungu okkar orđ sem greinilega sýna í hvađ hampurinn var notađur. Hempa, ţađ er hempur presta og munka og yfirhafnir kvenna, hafa líklega veriđ úr fínlega ofnum hampi. Ef menn ţekkja ekta póstoka, ţá voru ţeir lengi vel ofnir úr hampi (canvas). Um uppruna orđsins tel ég best ađ lćra af dönsku orđabókinni.

Ţví meira sem ég hugsa út í efniđ, ţví meira trúi ég ţví ađ landnámsmenn hljóta hafa veriđ stangarstífir af hassi viđ komuna til Íslands. Af hverju taka menn annars upp á ţví ađ sigla út í óvissuna til einhverrar fjarlćgrar eyju út í Ballarhafi. Íturvaxnar hempukladdar pusher-drottningar eins og drottningin í Oseberg, sem talin er hafa veriđ af innflytjendaćttum úr Austurlöndum, skaffađi vćntanlega efniđ. Ţessi sérhćfđa norska búgrein hefur síđan lagst af, vćntanlegra vegna lélegra skilyrđa til rćktunar á Íslandi. Eđa allt ţar til menn uppgötvuđu ađ hćgt var ađ stunda stórfellda rćkt á kannabis á fjórđu hćđ í blokk. En kannski vćri samt ástćđa til ađ athuga hvort hampplantan hafi skiliđ eftir sig frjókorn á Íslandi fyrr á öldum.

Cannabis and humulus
Erfitt er ađ greina nokkurn mun á frjókornum hamps og humals
cannibis_sativa_2_icon
Kannabis-frjókorn, mynd tekin međ rafeindarsmásjá
 

Einu langar mig ţó ađ bćta viđ, ţó ţađ geti veriđ til umrćđu í nýútkominni grein um fund frjókornanna sem út er komin í norska tímaritinu Viking, sem ég er ekki búinn ađ sjá og hef enn ekki náđ í.

Ţegar ég athugađi hvernig frjókorn hampplöntunar líta út, sá ég ađ ţau var nćr alveg eins og frjókorn humals (humulus) og ţetta hefur veriđ bent á áđur (sjá hér). Ég er ţví ekki alveg viss um hvort ég trúi ţví lengur, ađ ţađ sé frekar kannabis en humall sem rćktađur hefur veriđ fyrir 1300 árum í Sosteli í Noregi. Ekki fundust kannabis-frć í Sosteli. Ţađ verđur ađ teljast međ ólíkindum, ţar sem fornleifafrćđingarnir norsku álykta ađ frjókornin séu svo mörg á ţessum stađ vegna ţess ađ plöntunum hafi veriđ varpađ í mýri til ađ leysa plönturnar upp, svo hćgt vćri ađ brjóta niđur trefjarnar í hampinum til framleiđslu ţráđs.

Frćin finnast sem sagt ekki, en frjókornin er mörg.  Catharine Jessen jarđfrćđingur á Ţjóđminjasafni Dana, sem greindi frjóin frá Sosteli, sagđi mér, ađ magn frjókornanna, sem var óvenjumikiđ, bendir til ţess ađ ţađ hafi frekar veriđ kannabis en humall sem menn rćktuđu í Sosteli. Hiđ mikla magn frjókorna er ađeins hćgt ađ skýra međ ţví ađ plöntunum hafi veriđ kastađ í mýrina til ađ verka hana. Humall er ekki verkađur á sama hátt og hampur og engar trefjar unnar úr honum. Jessen mun leita frćja cannabisplantnanna viđ áframhaldandi rannsóknir sínar á jarđvegssýnunum.

Nú er best ađ hampa ţessu efni ekki meira en nauđsyn krefur. Kveikiđ í pípunni og komiđ međ hugmyndir.

Ítarefni:

Michael P. Fleming1and Robert C. Clarke2 Physical evidence for the antiquity of Cannabis sativa L. http://www.druglibrary.org/olsen/hemp/iha/jiha5208.html

http://videnskab.dk/kultur-samfund/vikinger-dyrkede-hamp-i-norge

http://sciencenordic.com/norwegian-vikings-grew-hemp


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hampur er auđvitađ ţekkt nytjajurt um aldir í veröldinni til fata og tóggerđar (Hampiđjan). Er ekki frekar ólíklegt ađ Víkingarnir hafi notiđ vímunnar af plöntunni án ţess ađ heimildir um slíkt megi finna í Íslendingasögunum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2013 kl. 12:55

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćll Gunnar,

Menn ţekktu snemma fleiri en ein not fyrir ţessaai plöntu. Nú er hún vissulega notuđ til margs, međal annars til klćđninga í bíla og í sultur, smjörlíki og bjór.

Ef frć finnast í Sosteli, sem spíruđu, vćri líklega hćgt ađ mćla tetrahydrocannabinóls í ţeim plöntum sem uxu ţarna fyrir 1300 árum. 

En til hvers fá vopnađir menn kannabis-massa og frć međ sér í gröfina á 10. öld eins og pólski "víkingurinn" (Vendinn) sem nefndur er hér ađ ofan?

FORNLEIFUR, 10.1.2013 kl. 16:34

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Er nú til kannabis bjór?

Ţađ vantar í ríkiđ.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.1.2013 kl. 21:40

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţađ held ég nú, en ţori ekki ađ auglýsa slíkt frekar hér.

FORNLEIFUR, 11.1.2013 kl. 06:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband