Meira um Ísfólkiđ

TEY0010003053

Margir muna kannski eftir Ísfólkinu, sem ég hef skrifađ um hér á blogginu. Ţađ var fjölleikahúshópur sem ferđađist um Ţýskaland og önnur lönd um miđjan 4. áratug síđustu aldar, og sögđust félagar í honum vera frá Íslandi. Ţeir kölluđu sig Eismenchen von Islands hohem Norden. Síđla hausts áriđ 1936 móđgađi ţessi hópur Eyţór Gunnarsson lćkni međ uppátćkjum sínu. Hann fór á eina sýningu ţeirra af forvitni til ađ sjá hvers kyns var og kvartađi síđar í viđeigandi ráđuneyti í Danmörku. Ţar höfđu menn dálítiđ gaman af öllu saman.

Eins og margir vita, er hćgt ađ stunda mikla fornleifafrćđi á netinu, án ţess ađ fá leyfi hjá Minjastofnun, Ţjóđminjasafni eđa Sigmundi Davíđ allsráđanda yfir öllu gömlu á Íslandi. Ég hef nýlega í algjöru leyfisleysi grafiđ upp ýmsar upplýsingar í Hollandi og annars stađar um ţennan skringilega hóp í München.

To-Ya und die Eismenschen og Tom Jack (Karl Breu)

fe132beb77d6

Sýningarhópurinn Eismenschen, sem Eyţór Gunnarsson sá í München, voru líklega leifarnar af sýningarhópnum To-Ya und die Eismenschen, som hafđi lagt Evrópu ađ fótum sér á 2. - 4. áratug 20. aldar. Á Englandi var hópurinn ţekktur undir nafninu To-Ya and his Ice Family. Flokkurinn var stofnađur af albínóa, Karl Breu ađ nafni, sem fćddist 10. janúar 1884 (sumir telja 1876) í borginni Dubnany í Bćheimi, sem ţá tilheyrđi austuríska keisaradćminu, en tilheyrir í dag Tékklandi. Foreldrar Karls, sem voru glergerđarfólk eins og margir í Bćheimi, dóu ţegar hann var ungur og var hann ţá tekinn í fóstur af fjölskyldu móđur sinnar í bćnum Lenora.

Eiskönig

Karl Breu heillađist ungur af sirkus og lífinu ţar og réđst hann ađ einum slíkum sem trúđur en fór fljótlega ađ stunda ađrar listir og stćldi sjónhverfingarmeistarann Harry Houdini. Houdini var gyđingur (hét upphaflega Erik Weisz) og Breu albínói svo ţađ kom út á eitt. Tók Breu sér listamannsnafniđ Ískonungurinn (Eiskönig eđa The Ice King), en notađi einnig nafniđ Tom Jack í ađrar listir eins ţegar hann leysti sig úr hnútum og hlekkjum líkt og Houdini. Tom Jack ferđađist víđa um Evrópu og í Lundúnum varđ hann m.a. frćgur er hann lét kasta sér í Thamesá frá Tower Bridge hlekkjuđum innan í tunnu. Sagan segir ađ ţar hafi hurđ skolliđ nćrri hćlum. Á hátindi frćgđar sinnar var hann einnig ţekktur fyrir sitt mikla, hvíta og hrokkna hár.

Tom Jack giftist albínóakonu sem kallađi sig Wally Paradise. Ţau og börn ţeirra tvö mynduđu flokkinn To-Ya und die Eismenschen ásamt öđrum albínóum og ýmsum öđrum sem brugđu sér í gervi hvítingja. Karl Breu lést í Beinstein í Ţýskalandi áriđ 1953, en hans er enn minnst í Lenora í Tékklandi ţar sem hann stofnađi sjóđ fyrir fátćk börn.

Hér eru nokkrar myndir frá frćgđarferli flokksins Eismenschen:

AB-1-H
To-Ya 2
To ya
AB-TO-YA-1
Eismenschen 2
Neđsta myndin er af hluta hópsins sem lék listir sínar í München haustiđ 1936. Karl Breu er ekki á myndinni.

 

Einstök plaköt í safni Jaap Best

Fyrirtćkiđ Adolph Friedländers (1851-1904) í Hamborg sérhćfđi sig í hönnun og prentun plakata fyrir skemmtistađi og sér í lagi sirkusa. Áriđ 1935 prentađi fyrirtćki hans, sem ţá var rekiđ af sonum hans tveimur, myndir fyrir sirkushóp gođsögunnar Tom Jacks, Eismenschen. Ţetta var rétt áđur en nasistar tóku fyrirtćkiđ af fjölskyldunni Friedländer sem voru gyđingar. Fyritćkiđ A. Friedländers var ţekkt fyrir prentun mjög vandađra litógrafía. Allir sem vildu vera eitthvađ í ţeim heimi, hvort sem ţađ var í Ţýskalandi eđa utan, létu prenta vönduđ litógrafíuplaköt hjá Adoph Friedländer í Hamborg

Mikiđ safn slíkra plakata og prentmiđa er ađ finna í safni Jaap Best, hollensk sirkusáhugmanns  sem safnađi sirkusminjum. Ţađ var einmitt í ţví safni (sjá hér) ađ ég fann myndirnar af To Ya og Ísfjölskyldu hans. Í dag er safniđ varđveitt í Teylers-safninu í Haarlem í Hollandi. Síđast ţegar ég var ţar, skođađi ég safniđ en uppgötvađi ţá ekki frístundaíslendingana Tom Jack og Ísfólkiđ. En ţar fann ég ţessi skemmtilegu plaköt frá 1909 međ Jóhannesi Jósefssyni sem síđar var kenndur var viđ Hótel Borg. Áriđ 1909 var hann greinilega glímukóngur heimsins og barđist frćkilega í fornmannabúningi og međ fálkamerkiđ á brjóstinu viđ illmenni gráa fyrir járnum. Ţarna sýnist mér nú jafnvel ađ komiđ sé frumsniđiđ fyrir hinn eina sanna Superman.

TEY0010000535
TEY0010000572

"The boy who can throw you any moment he likes to". Safn Jaap Best, Teylers Museum.

Sú saga, sem sögđ hefur veriđ hér, er vitanlega brot af sögu fínna og viđkvćmra ţjóđernistilfinninga á Íslandi.

Ţađ kemst enginn upp međ ţađ ađ leika íslenska albínóa nema ađ vera kćrđir til yfirvaldsins. Ţýskir listamenn sem halda ađ ţeir geti leyft sér ađ gera hvađ sem er, jafnvel sprautumála minnispunkta á landiđ okkar hreina, ćttu bara ađ fara ađ vara sig... Ţeir verđa ađ lokum felldir međ sniđglímu á lofti.

TEY0010003237
Ţetta var greinilega kuldalegra atriđi en blómagarđurinn í Reykjavík, í atriđinu Sonnenspiele, sem hópurinn sýndi í München áriđ 1936. Safn Jaap Best, Teylers Museum.
 
TEY0010003055
Ekki fara sögur af ţví ađ hópurinn hafi haldiđ mörgćsir. Líklegar er ađ ţćr hafi veriđ settar á plakatiđ til ađ lokka til áhorfendur (Friedländer 1935). Safn Jaap Best, Teylers Museum.
TEY0010003052
Ísfólk var greinilega blanda af góđu fólki frá Norđur og Suđurpól, Grćnlandi, Íslandi og Finnmörku, allt eftir hentugleika (Friedländer 1935). Safn Jaap Best, Teylers Museum.
TEY0010002038
Tom Jack brýst úr fjötrum, lögreglu allra landa til mikillar undrunar, á plakati frá Friedländer (1910). Safn Jaap Best, Teylers Museum.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hef ekki séđ albinóa í mörg ár. Fá ţeir ekki lengur ađ fćđast inn í heim okkar fullkomnu?

Ragnhildur Kolka, 17.6.2013 kl. 08:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband