Danska moldin geymir margt

untitled-duplicated-02.jpg

Ţađ er mikil íţrótt í Danmörku ađ fara um međ málmleitartćki um lendur bćnda sem ţađ leyfa og leita ađ fjársjóđum.

Í Danmörku finna málmleitarmenn nú orđiđ flesta ţá málmfundi og sjóđi sem bitastćđir ţykja í Danaveldi og víđar. Taliđ er ađ flestir hópar og klúbbar málmleitartćkjamanna séu heiđarlegt fólk sem skilar af sér verđmćtunum á tilheyrandi safn, sem síđan rannsakar fundarstađinn ţegar uppskeru á akri bóndans lýkur.

Lög í Danmörku, svokölluđ Danefćlov (Dánarfjárlög), sjá einnig til ţess, ađ ţeir sem sjóđina finna fái eitthvađ fyrir sinn snúđ. Tekiđ skal fram, ađ leit ađ fornminjum á Íslandi međ hjálp málmleitartćkja er ekki leyfileg almenningi eđa sérfrćđingum nema ađ fengnu leyfi Minjastofnunar Íslands (áđur Ţjóđminjavarđar). Ţess ber einnig ađ geta, ađ enn hefur ekki fundist óáfallinn silfursjóđur í Danmörku, líkt og gerđist á Miđhúsum áriđ 1980. Ísland hefur greinilega sérstöđu á međal ţjóđanna, einnig ţegar kemur ađ hreineika eđalmálma í jörđu.

Nýlega hafa fundist nokkrir merkir fundir í Danmörku međ ađstođ málmleitartćkja og alltaf má búast viđ ađ einhverju á Borgundarhólmi, eins og áđur greinir, en ţar voru menn ríkir á góđa málma á Víkingaöld, enda hafa ţar líklega búiđ margir víkingar og kaupahéđnar.

"Nýjasti" sjóđurinn sem málmleitartćkin hafa fundiđ á Borgundarhólmi (Bornholm) er mjög sérstakur. Eftir ađ nokkrar myntir höfđu veriđ teknar upp af fjársjóđaleitarfólkinu í málmleitargenginu "Nissebanden", gátu fornleifafrćđingar, sem kallađir voru til, náđ mestum hluta sjóđsins upp í moldarköggli. Hann er veriđ ađ rannsaka á Ţjóđminjasafni Dana. Sjóđurinn, sem hefur veriđ grafinn niđur nćrri bćnum og kirkjunni Vestermarie um 1080, inniheldur meira en 250 gullpeninga, silfurspennu, fingurbaug úr gulli og steypta silfurstöng.

Međal myntanna eru gulldínarar sem slegnir voru á Egyptalandi áriđ 1040, ţegar Al-Mustansir Billah (Abu Tamim Ma'add al-Mustanánsir billah) var kalífi í Kaíró. Hann komst til valda áriđ 1036, ţá ađeins 6 ára gamall, og ríkti fram til 1094. Einnig fannst viđ Vestermarie gullmynt erkibiskups í Köln sem hét Annó II, og sem uppi var 1010-1075. Erkibiskup var hann frá 1056 til 1075. Anno II var tekinn í heilagra manna tölu áriđ 1153.

anno.jpg
Myntin sem slegin var í Erkibiskupstíđ Annós II er af
gerđ sem ekki hefur áđur fundist eđa ţekkst.
 

Fornleifafrćđingar á Borgundarhólmi viljaendilega klína "víkingastimpli" á sjóđinn. Ég tel ţađ vera út í hött, ef yngstu gripir sjóđsins eru frá ţví um 1080. Fornleifafrćđingar og danskir fjölmiđlar velta ţví einnig fyrir sér hvađa tengsl "víkingar hafi haft viđ Egypta". Engin, er svariđ, en í Landinu helga, (Ísrael/Palestínu) ţangađ sem menn voru farnir ađ fara í suđurgöngur og krossfarir í lok 11. aldar, og Sigurđur Jórsalafari fór 1107-1108, voru ţessir dínarar gangmyntir og stundum löngu eftir ađ myntirnar höfđu veriđ slegnar.

Gulldínara frá valdatíma Al-Mustansir Billah kalífa er reyndar hćgt ađ kaupa fyrir 40.000 - 80.000 krónur stykkiđ hjá góđum myntsölum í dag. Fyrir fáeinum árum datt fornleifafrćđistúdent einn í Ísrael bókstaflega í lukkupottinn. Stúdentinn fann 108 gulldínara frá tímum Fatimída kalífatsins, sem Al-Mustansir Billah tilheyrđi, sem hafđi veriđ komiđ fyrir í leirkrukku í gólfi krossfarakastala í Arsur (Appolonia), norđur af Jaffa. Kastalinn var notađur af krossförum á síđari hluta 13. aldar. Myntirnar í krukkunni voru frá tímabilinu 908 - ca. 1100. 

Nýlega fannst sömuleiđis forn sjóđur á Fjóni sem innihélt leifar af hringspennu gylltri, sem einnig hefur á einhverju stigi veriđ sett steinum, áđur en plógar aldanna hafa eyđilagt gripina í sjóđnum. Í sjóđnum var einni heilt innsigli Nicolais nokkurs Hwide og mun sjóđurinn vera frá ţví um 1300-1350, eđa jafnvel síđar ef dćma skal út frá leturgerđinni á innsigli Nikolais Hvíta. Sjóđurinn hefur ţó ekki veriđ rannsakađur til hlítar. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtileg grein hjá ţér Fornleifur, Viđ hjónakornin eigum svolitla landspildu, ţađ er spurning hvort mađur verđur sér úti um svona málmleitartǽki, ţađ gćti alltaf veriđ von í óaföllnum silfursjóđi. kv kbk

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráđ) 29.4.2014 kl. 19:58

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Afsakađur sein svör Kristján. Ef ţú fćrđ ţér svona tćki, er ţađ á eigin ábyrgđ. Nú er Sigmundur Davíđ Menningararfsráđherra. Ef ţú finnur gull, kemur hann eins og skot og tekur ţađ af ţér til ađ borga skuldir ţeirra sem minnst ţurfa skuldalagfćrslu.

FORNLEIFUR, 5.5.2014 kl. 18:02

3 identicon

Takk fyrir svörin Fornleifur, fyrst mál eru svona vaxin ţá held ég ađ best sé ađ leyfa góssinu ef eitthvert er ađ liggja í friđi.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráđ) 5.5.2014 kl. 22:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband