Hvađ á ţetta fólk sameiginlegt?

jan.jpg
 

Myndin sýnir Humphrey BogardJacqueline Kennedy-Onassis, Black Jack Bouvier og Cornelius Vanderbilt. Ţiđ ţekkiđ vitaskuld öll hann Bogie. Hin snoppufríđa Jackie var eins og allir vita bara gift honum JFK og síđar skipakónginum Onassis, en Jack Bouvier var fađir hennar. Cornelius Vanderbilt var frćgur athafnamađur og miljarđamćringur og forfađir trilljónamćringa. Nokkrir Íslendingar hafa ugglaust búiđ á hótelum sem kennd eru og voru viđ ţá ćtt.

Allt á ţetta fólk á ţađ sameiginlegt ađ hafa veriđ afkomendur eins manns, Anthony Janszoons van Salee sem flutti til Ameríku frá Hollandi áriđ 1629. Antonius Jansen (1607-1676), eđa Anthony Jonson eins og enskumćlandi samtímamenn kölluđu hann, var međal fyrstu hollensku íbúa Nýju Amsterdam (New York). Í skjölum frá ţessum frumbyggjatíma Long islands og Manhattan er ritađ ađ hann hafi veriđ mulatto og síđar er einnig vísađ til hans sem The Turk, The Terrible Turk, van Fez og Teunis.

peterpaulrubens.jpg
Stúdía Pieter Paul Rubens (1577-1640) af negra. Musées Royaux Des Beaux-Arts, Brussel.

 

Komin af sjórćningja

Öll ţessi viđurnefni voru engar tilviljanir. Anthony var sonur Jans Janszoons frá Haarlem í Hollandi (ca. 1570-1641). Jan Janszoon var enginn annar en sjórćninginn Murat Reis (yngri) sem talinn er hafa stađiđ á bak viđ Tyrkjaránin á Íslandi áriđ 1627.

Jan Janszoon var kaupmađur og skipstjóri sem gerđi út frá Cartagena á Spáni, en síđar hóf hann ađ  herja á Spánverja og gerđist ađ lokum sinn eigin herra í hinni síđarnefndu útgerđ. Hann var tekinn höndum af sjórćningjum í Alsír og gekk í ţjónustu ţeirra og tók nafniđ Murat Reis og gerđist múslími. Ekki má rugla honum viđ sjórćningja međ sama nafn sem kallađur var Murat Reis eldri, en sá var ćttađur frá Albaníu.

Jan Janszoon/Murat Reis átti margar konur, og var önnur kona hans  ţeldökk og múslími frá Cartagena á Spáni. Hún var móđir Antons og einnig bróđur hans Abrahams, sem síđar fluttu báđir til Hollands og ţađan áfram til Ameríku. Taliđ er ađ ţeir brćđur hafi báđir veriđ múslímar. Taliđ er ađ Anthony hafi fćđst í Salé í Marokkó, eđa ađ minnsta kosti alist ţar upp. Ţess vegna tók hann sér nafniđ van Salee.

fvansalee5.jpg Anthony Janszoon hefur vart veriđ skrifandi. Hann undirritađi skjöl međ A[nthony] I[anszoon] og greinilega međ viđvangslegri rithönd.

Anthony Janszoon, sem var víst afar dökkur á brún og brá og risi af manni, gekk ađ eiga Grietje Reyniers (Grétu Reynisdóttur), ţýska konu sem hafđi skandalíserađ ćrlega í Hollandi fyrir saurlifnađ sinn og vergirni. Ţau voru gefin saman á skipinu á leiđ til Nýju Haarlem. Međ henni átti Anthony fjórar dćtur: Evu, Corneliu, Annicu (sem er formóđir Vanderbiltanna) og Söru og af ţeim er fyrrnefnt frćgđarfólk komiđ.

Vegna ósćmilegrar hegđunar hvítrar eiginkonu sinnar í Nýja heiminum neyddist Antonius van Salee ađ flytja frá Manhattan og Long island yfir á Coney Island (sunnan viđ Brooklyn í dag). Coney Island, var allt fram á 20. öld einnig á tíđum kölluđ Turk's island eđa Tyrkjaeyja, og líklegast međ tilvísunnar til Antons van Salee

Prófessor einn, Leo Hershkowitz viđ Queens University, taldi ađ Anthony van Selee hafi aldrei snúiđ til kristinnar trúar. Kóran, sem taliđ er ađ hann hafi átt, mun hafa veriđ í eigu eins afkomenda hans ţangađ til fyrir tćpum 90 árum síđan. Ţví miđur veit enginn hvar kóraninn er niđur komin nú. En ćtli Anthony van Salee hafi getađ lesiđ Kóraninn, ef hann gat ekki skrifađ nafn sitt međ rómverskum bókstöfum?

Jackie Kennedy vildi ekki vera negri

Ţegar Jackie Kennedy var eitt sinn beđin um ađ koma fram og segja frá "afrískum rótum" sínum, ţ.e. forfeđrum sínum i Sale í Marokkó og Cartagena á Spáni, til ađ vera manni sínum innan handa í baráttu hans gegn kynţáttamismunun, mun Jackie hafa krafist ţess ađ vitnađ vćri til van Salee-ćttarinnar sem gyđinga. Frúin vildi ekki vera af blökkukyni - ţá var nú betra ađ vera gyđingaćttar.

Ţá vitiđ ţiđ ţađ. Fína fólkiđ í Ameríku eru afkomendur ţýskrar portkonu, sem og sjórćningjahöfđingja sem réđst á Íslendinga áriđ 1627 og sem olli ţví ađ Vestamanneyingar voru međ PTS (post traumatic stress) í 200 ár ţar á eftir, og sumir enn.

Play it again, Sam, eins og afkomandi sjórćningjans sagđi í Casablanca. Ţađ verđur víst ađ setja Árna Johnsen í ađ krefjast bóta fyrir Tyrkjaránin.

Skyld fćrsla: Mínir brćđur, víđar er fátćktin en á Íslandi


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Var ađ fá í pósti fréttabréf Dýrfirđingafélagsins sem ég er félagi í,sem er tvíblöđungur.Aftan á ţví er rammi sem vekur athygli á ,,fornleifum á Vestfjörđum,, á facebook. Námskeiđ verđur haldiđ um kortlagningu fornminja í grunnskólanum á Suđureyri, 13. og 14. júlí n.k. Langađi ađ spyrja hvort ţú kemur eitthvađ nálćgt ţeirri frćđslu. Mb. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 7.5.2014 kl. 11:46

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţar er ég ţví miđur ekki á ferđ og veit ekki hverjir eru međ ţetta námskeiđ. Ţađ er vonandi eitthvađ gott fólk. Býst ţó fastlega viđ ţví ađ Minjastofnun Íslands sjái um slík mál, en er ţađ verksviđ stofnunarinnar, ţótt ađrir ađilar hafi líkast til skráđ fleiri fornminjar en hún.

FORNLEIFUR, 7.5.2014 kl. 12:26

3 identicon

Mjög fínt ađ vera kominn af aríum og sjórćningjum heldur en ađ vera kominn af öpum og svinum. :-)

Ađalbjörn Leifsson (IP-tala skráđ) 7.5.2014 kl. 12:41

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Ég skil ekki alveg hvert ţú ert ađ halda međ ţessari jöfnun Ađalbjörn.

FORNLEIFUR, 7.5.2014 kl. 12:45

5 identicon

Nei ég er ađ bulla. Ljótukallarnir segja ađ guđ ţeirra hafi breytt gyđingum í apa og svín. Negrar voru taldir til villimanna og mjög ófínt. Flottast ţótti ađ vera kominn af aríum og rómantískum sjórćningja höfđingja í denn. En auđvitađ erum viđ öll kominn af Adam syni Guđs. :-)

Ađalbjörn Leifsson (IP-tala skráđ) 7.5.2014 kl. 14:39

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir fróđlega grein

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.5.2014 kl. 08:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband