Drćplingur og sögur bundnar inn í Oseberg

draeplingaskald.jpg

Eigi vakti ţađ mikla athygli í Danmörku, er Ţórarinn Eldjárn flutti Ţórhildi Danadrottningu og fornleifafrćđingi drćpling í gćr. Drottningu líkađi hins vegar vel og sagđi "mange tak skal I ha´", en skildi samt ekki baun í bala.

Ţórarinn er líka ţekktur fyrir ađ yrkja níđ, og ég tel mig hafa móttekiđ eitrađar vísur eftir hann sem sem mágur hans sendi á afar nútímalegan máta úr faxvél í Pósthússtrćti forđum. Ég skemmti mér mikiđ yfir ţví og hef deilt ţeirri sögu međ lesendum mínum. Ég uppskar níđvísurnar vegna ţess ađ ég var eitt sinn ráđinn ađ Ţjóđminjasafni Íslands, og í fornleifanefnd í stađ konu án lokaprófs í fornleifafrćđi. Faxskáldin vissu greinilega ekki ađ ég fékk silfurverđlaun Háskólans í Árósi áriđ 1986, en hafđi ekki tíma til ađ taka viđ ţeim úr höndum Danadrottningar á sal, ţví ég ţurfti ađ flýta mér í uppgröft á Stöng í Ţjórsárdal. Áriđ 1992, ţegar ég fékk ph.d. titil hafđi ég heldur ekki tíma til ađ hitta drottningu ţar sem ég var aftur staddur í Ţjórsárdal. Ég hef, til ađ bćta gráu ofan á svart, hafnađ ţriđja bođinu til ađ komast í návígi viđ Margréti Ţórhildi, enda sjálfur af konungakyni í báđar ćttir.

Nú fćr Danadrottning lofkvćđi, en er ekki einu sinni međ almennilegt próf í fornleifafrćđi. Ţó ađ drápan hafi ekki veriđ send henni á faxi, var ţađ óttalegt apparat sem flutti henni kvćđiđ. Forđum kunnu skáldin ţó ađ flytja kvćđi sín međ stíl - telja menn.

Eitt sinn var ţađ siđur, ađ konungar og drottningar fćrđu góđum skáldum gull og jafnvel skip. Ţórarinn fékk ekkert slíkt hjá Ţórhildi, ekki einu sinni baug úr íslensku silfri sem aldrei fellur á, enda slíkir góđmálmar sjaldfundnir í Danmörku. Tak skal I ha' er samt betra en ekkert ţegar mađur á tímum Ipads fćr fimm bindi af Íslendingasögunum á nýrri dönsku og skýrri bundnar inn í brakandi gervileđur. Íslendingasögurnar verđa aldrei tímaskekkja, ef menn gera sér grein fyrir ţví ađ ţćr eru fyrst og fremst skáldskapur og góđar trivialbókmenntir.

danska1.jpg

Ţađ vekur einnig athygli mína, ađ ţađ sem áđur voru kallađir bútar af sögum, kallast nu totter á nútímadönsku, en ekki fragmenter eins og áđur. Aumt ţykir Fornleifi einnig og einber hottintottaháttur, ađ kassinn sem inniheldur Íslendingasögurnar á norsku, dönsku og sćnsku sé skreyttur međ mynd af ljónshöfđi sem fannst í Osebergskipinu í Noregi, sem heygt var áriđ 834, löngu áđur en norrćn búseta hófst á Íslandi. Hafa menn aldrei heyrt af Ţjóđminjasafninu? Ţar réđi fađir drćplingaskáldsins eitt sinn ríkjum, og ţar er fullt af gripum sem sćmt hefđu sér betur sem skreyti á útgáfum Íslendingasagna en norskur kattarhaus.

Sjá frétt RÚV um drćplinginn: Hér og hér.

Fyrri fćrslur um Eldjárn: T.d. Hér og hér.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Fornleifur.

Ćtli sérhvert skáld hefđi ekki fagnađ dauđa sínum
frekar en ţeim viđtökum sem drćplingurinn fékk;
til hliđar lagđur og ekki virtur viđlits.

Húsari. (IP-tala skráđ) 22.5.2014 kl. 10:55

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Húsari, ég er nćr fullviss um ađ drottning muni halda vel upp á drćplinginn. Nýtur Ţórarinn ţar velvildar hennar í garđ Kristjáns Eldjárns. Í gćr hefur hún líklegast reykt heilan pakka af Prince og púađ á drápuna um leiđ og hún hefur fariđ um alla höll međ hamar og nagla til ađ leita ađ hengingarstađ fyrir rammann.

FORNLEIFUR, 22.5.2014 kl. 11:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband