Fornleifafrćđingurinn í Eldhúsinu

kurbitur_i_cori.jpg

Ţiđ kannist líklega viđ Lćkninn í Eldhúsinu. Ţegar hann er ekki ađ lćkna gigt í gamalmennum í Suđursvíţjóđ, sýnir hann listir sínar og matarlyst. Sjaldan eldar hann lifur, nýru eđa ađra kirtla, og ţađan af síđur blóđpylsu. Mađur tekur vitaskuld ekki vinnuna međ heim.

En nú er komiđ ađ Fornleifafrćđingnum í Eldhúsinu. Fornleifur er náttúrulega međ gigt, en er aftur móti ekki međ hendur í holdi og opum fólks áđur en kokkađ er.  Eini kokkurinn í eldhúsinu er Fornleifur - Hann ţarf enga hjálparkokka. Í kvöld eldađi karlinn zucchiniblóm fyllt međ kjúkling ađ hćtti endurreisnarmanna í Lepinifjöllum undir áhrifum frá yfirkokki Borghesi-ćttarinar. Zucchini kallast kúrbítur á mörlensku, en hann bítur viđkunnanlega frá sér. Margir muna kannski eftir kúrbítnum međ humarfyllingunni á Carpe Diem í Reykjavík. Góđar minningar.

Leifur inn forni hakkađi kjúklingabringur af lífrćnt rćktuđum, ítölskum kjúkling. Svo fersk var pútan ađ ţađ lá viđ ađ hún gaggađi "Mama mia" er ég mundađi kutann. Ég blandađi í hakkađa kjötiđ örlitlu af brauđmylsnu (40 gr.), jómfrúarolíu og köldu sođi af kjúklingabeinagrindinni (1-2 dl.), salti, pipar og múskati (hnífsodd). Hakkiđ fyllti ég í zucchiniblómin og rađađi ţeim í blómamynstur í leirfat, hellti viđ sođi og örlitlu hvítvínstári. Síđast setti síđasta farsiđ í miđjuna í litla bollu og litađi hana og kryddađi međ saffran og chili. Skreytt var og bragđbćtt međ ţunnum sneiđum af lauk (sjá mynd).

cori_verond_kurbitur.jpg

Fornleifur eldađi kúrbítsblómaskrúđiđ í SMEG-ofninum, sveimérţá (Ţađ verđur ekki gaman ađ koma aftur heim og nota Bosch-rusliđ). Međ ţessu bar ég fram kjúklingalćrin og vćngina steikta í fati í ofni, pönnusteiktar kartöflur og salat.  Kverkarnar voru vćttar međ hvítvíni frá Latínu, Pellegrinogosi og vatni og ţurrar, saltar ólífur voru vitaskuld bornar fram.

Nćst ţegar kúrbíturinn er í blóma á Íslandi er ekkert annađ ađ gera en ađ muna ţessa uppskrift og gera betur. 

Áđur en eldađ var, fórum viđ upp í Rocca Massima til ađ kćla okkur og til ađ njóta útsýnisins í 730 metra hćđ.

rocka_rola_maxima.jpg

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband