Stórnefjur í Amsturdammi

huge_nose_house_in_amsterdam_2.jpg

Fyrir réttu ári síđan heimsótti ég Holland í rúma tvo daga, m.a. til ađ skođa sýningu á Gemeendtemuseum í den Haag sem ég hafđi lagt til upplýsingar og skrifađ örlítiđ í risavaxna og glćsilega sýningarskrá fyrir sérsýningu. Ég heimsótti daginn áđur Amsterdam til ađ ganga á fund prófessors Joost Schokkenbroeks sem m.a. er forstöđumađur rannsóknardeildar Siglingasögusafns Hollands, en einnig til ađ hitta Ninu Jaspers fornleifafrćđing og sérfrćđing í keramík sem ég skrifađi nokkrar línur međ í sýningarskrána, sem hún var ein af ađalhöfundunum ađ. Ninu og prófessor Schokkenbroek hef ég fengiđ til ađ vera međ í stóru verkefni sem nú er reynt ađ koma á laggirnar undir yfirstjórn dr. Ragnars Edvardssonar. Meira um ţađ síđar, ef úr verđur.

restaurant.jpg

Međan ég beiđ eftir ţví ađ hitta Ninu og samstarfsmann hennar Sebaastian Ostkamp í litlu sérfrćđifyrirtćki sem ţau reka í miđborg Amsterdam, fór ég á elsta kínverska veitingastađinn í Amsterdam, sem ég hef fyrir siđ ađ fara á í hvert skipti sem ég er staddur í borginni. Hann er í dag kallađur Oriental City (sjá mynd hér til hćgri). Mér var vísađ til borđs viđ glugga á 2. hćđ, ţar sem ég hafđi aldrei setiđ áđur. Međan ađ ég er ađ bíđa eftir matnum, er mér litiđ yfir síkiđ (díkiđ/dijk) og sé léttklćdda konu í glugga í húsi á hinum bakkanum. Ţótt ţessi kínverski stađur sé ekki alllangt frá helstu rauđljósgötum Amsterdam, ţá var konan í glugganum alveg örugglega ekki ein af ţessum léttklćddu portkonum eđa dćkjum sem bađa sig rauđu ljósi til ađ auglýsa kjöt sitt viđ díkin (síkin). Hún bjó nefnilega á ţriđju hćđ. Konan sem ég sá í glugganum var greininga heiđvirđ, ung kona sem var nýkomin úr bađi.

huge_nose_house_in_amsterdam_1254311.jpg

Ég leit ţví blygđunarlega undan ofan í matinn sem kominn var á borđiđ. Hann bragđađist vel ađ vanda. En vitaskuld leit mađur aftur yfir síkiđ til ađ gćta ađ ţví, hvort konan vćri nokkuđ í hćttu. Ástríđglćpur, Rear window ... ţiđ vitiđ hvađ ég er ađ fara. Ţannig var ţví sem betur fer ekki háttađ. Engar blóđslettur voru sjáanlegur.

En ţá tók ég eftir öđru efst á gafli hússins sem unga, léttklćdda konan bjó í. Ţar er mikiđ skjaldamerki, sem mér ţótti áhugavert. Ţar sem unga, allsbera konan var löngu farin úr glugganum, tók ég upp myndavél mína, Pentax Optio E80 vasamyndavél, og međ ađdrćtti ríkulegum sá ég betur ţetta einstaka skjaldamerki. Á ţví sjást ţrír mjög stórnefjađir menn og stytta, brjóstmynd af stórnef einum, er efst á mćninum.

Um daginn var ég ađ skođa myndir ársins 2014 og staldrađi ađeins viđ skjöldinn á húsi nöktu konunnar sem stendur á Oudezijds Voorburgwal númer 232. Eftir örlitla leit á vefnum fann ég skýringuna ţessu skjaldamerki. Áriđ 1625 byggđi Pieter nokkur Parys ţetta hús, en í byrjun 18. aldar bjó kaupmađurinn Jan-Frederik Mamouchette (Mamouchet) og spúsa hans Catherina van Heusden í húsinu og settu á ţađ nýjan gafl. Ţessi skjöldur á ađ tákna tengsl ćtta ţeirra hjónanna.

mamouchette_1254316.jpg

Margar kenningar hafa veriđ settar fram um "Húsiđ međ stóru nefin" eins og húsiđ er kallađ í daglegu tali. Sumir segja stórnefirnir séu vísun í eftirnafniđ Mamouchette, ţađ er "ma mouchette" - stóra trýniđ mitt. Ţađ ţykir mér sjálfum ólíkleg skýring. Ađrir benda á ađ myndin sýni múslíma eđa Saracena, en Mamouchette verslađi einmitt fyrir botni Miđjarđarhafs. Mouchette getur einnig ţýtt neftóbaksdós eđa sá sem tekur í nefiđ en sá siđur ruddi sér til rúms í byrjun 17. aldar (Sjá hér). Ţá eru ţetta kannski bara neftóbakskarlar. Hver veit? Líka má ímynda sér ađ ţetta séu gyđingar, en stór nef hafa löngum lođađ viđ ţá, segja fróđir menn.

Kannski veit nakta konan í húsinu eitthvađ meira. Hér kemur svo myndin af henni. ........

........

Ći nú, hún reyndist ekki alveg í fókus. Ég spyr hana um sögu hússins ţegar ég er nćst í Amsturdammi. Vona ég ađ hún stökkvi ekki upp á ćttarnefiđ, en sannast sagna tók ég ekkert eftir nefinu á henni. Svona í bakspeglinum minnir mig ađ hún hafi veriđ snoppufríđ stúlkan sú. En ţegar mađur er bara međ Pentax Optio E80 í vasanum, er ekki hćgt ađ búast viđ góđu minni og smáatriđum.

_gugavert.jpg


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Súsanna í bađinu hefur veriđ međ nefiđ fyrir neđan munninn vonandi :-)

Ađalbjörn Leifsson (IP-tala skráđ) 11.2.2015 kl. 15:41

2 identicon

Kćre ven.

Pas bare pĺ at du ikke fĺr en nćse.

K.S:

Kristján Sveinsson (IP-tala skráđ) 11.2.2015 kl. 18:58

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Kćre K.S. Jeg har rigeligt med nćse fra naturens hĺnd. Kunsten er, ikke at fĺ den i klemme.

FORNLEIFUR, 11.2.2015 kl. 19:26

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Ađalbjörn, heitir hún Súsanna? Ja, allt veist ţú, en ţú hefur líka unniđ á kjötmörkuđum heimsins. Ertu ekki ađ rugla henni viđ Súsan, sem bađađi sig forđum á íslenskum skemmtistöđum og öldurhúsum, svo ungir menn stóđu stífir. Ţessi Súsan sem ég sá yfir kínverska matnum var alls ekkert vansköpuđ og munnurinn og öll op voru á réttum stađ. En ađdrátturinn er ekki mikill í Pentax Optio, sem ég keypti í Netto-verslun í Danmörku, svo ég get ekkert sagt međ vissu.

FORNLEIFUR, 11.2.2015 kl. 23:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband