Nú er hún Snorralaug jacuzzi

1024px-snorralaug10.jpg

Ég frétti í gćr af prófessor einum í germönskum frćđum í Kaliforníu, sem bauđ dönskum sagnfrćđingi í heita pottinn viđ heimili sitt í Kaliforníu, eftir ađ hann hafđ dílađ viđ Danann um ţýđingarátak. Danski sagnfrćđingurinn, sem á heimili bćđi í Danmörku og í BNA, hafđi leiđrétt bandaríska prófessorinn lítillega á ráđstefnu og ţađ ţótti prófessornum hiđ besta mál og bauđ Dananum ađ ţýđa bók sína nýútkomna yfir á dönsku, og bauđ honum höfundalaun sín í Danmörku fyrir vinnuna.

Daninn hugsađi máliđ og tók svo tilbođinu. Hann sat sumarlangt og ţýddi bókina, og ţegar hann afhenti ţýđinguna var bandaríski prófessorinn allt í einu farinn ađ tala um hálf höfundarlaun. Daninn hafđi ekki haft rćnu á ţví ađ gera skrifalegan samning viđ bandaríska prófessorinn og var miđur sín yfir refshćtti prófsa.

Danski sagnfrćđinginn, kom í gćr til mín í kaffi, ţví ekki hef ég neina Snorralaug međ vindverkjum heima hjá mér, ţar sem ég get bođiđ mönnum í sođningu líkt og bandaríski prófessorinn. Ég spurđi danska sagnfrćđinginn, hvađa forlag hefđi gefiđ bókina út, ţví flest dönsk forlög gefa lítil laun eđa engin í höfundarlaun, nema ađ mađur sé ţví frćgari höfundur. Danski sagnfrćđingurinn nefndi forlagiđ og ég hváđi og varđ kjaftstopp, ţví forlag ţađ sem hann nefndi, sem ekki er lengur til, borgađi aldrei nein höfundarlaun svo heitiđ getur, en gaf hins vegar út frćđirit sem stór forlög í Danmörku vildu ekki gefa út.

Snuđađur í heita pottinum

Daninn fékk ekkert fyrir sinn snúđ og margra mánađa vinnu. Jacuzziförin var bara prump í bala. Bókin kom svo út á dönsku áriđ 1999, en ţá var ţýđandinn á titilsíđu sagđur allt annar mađur en danski sagnfrćđingurinn. Daninn sá aldrei krónu eđa mosagrćnan dal.

Ég tel víst, ađ bandaríski prófessorinn hafi mćtavel vitađ ađ hann myndi ekki fá höfundarlaun í Danmörku. Forlagiđ sem bók hans var gefin út hjá, ţekki ég af eigin reynslu, sem ritstjóri ársrits gyđinga sem gefiđ var út um tíma af ţví forlagi. Prófessorinn, vel vitandi ađ forlagiđ borgađi ekki höfundarlaun, lokkađi mann til ađ ţýđa bók sína og ţýđingin birtist svo undir öđru nafni en ţess manns sem ţýddi meginţorra bókarinnar. Síđar upplýsti prófessorinn hinn rétta ţýđanda sem hlunnfarinn var, ađ hann hefđi sjálfur ekki fengiđ nein höfundarlaun í Danmörku.

Ég hefđi örugglega skitiđ í heitan pott ameríska prófessorsins (sem nú er orđinn íslenskur borgari), eđa eitthvađ mun verra, hefđi ég veriđ snuđađur á ţennan ógeđfellda hátt.

Saga ţessi varđar vissulega líka fornleifafrćđinga á Íslandi. Muniđ alltaf ađ fá allt skriflega. Skjall prófessora er ekki neins virđi nema ađ ţađ komi á löggildum pappír. Ţannig eru lögin líka stunduđ í BNA.

chicken-jacuzzi.jpg

Ţetta jacuzzi er ekki kosher

og reyndar heldur ekki ţađ sem sést á myndinni efst.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband