Meet the Fokkers

76_h17_18_met_violet_in_packard.jpg

Flugfornleifafrćđi er merkileg grein. Nú á miklum tímamótum í sögu Fokkersins á Íslandi, er gaman ađ minnast örlítiđ Anthony Fokkers (1890-1939), flugvélabrautryđjandans hollenska, sem stundum var kallađur Hollendingurinn Fljúgandi. Í leiđinni vćri vert ađ minnast einnar konu hans.

Ţađ hafa kannski ekki margir velt ţví fyrir sér, er ţeir flugu um loftin blá međ Fokkerum Flugfélags Íslands eđa Landhelgisgćslunnar, ađ ein eiginkvenna Fokkers flugvélasmiđs var af alíslenskum ćttum. Hún hét Violet Helga Austmann, betur ţekkt sem Violet Eastman og var dóttir sćmdarhjónanna Snjólfs Jóhannssonar Austmanns frá Krossi á Berufjarđarströnd í S-Múlasýslu (f. 1860) og konu hans Sigríđar Jónsdóttur sem ćttuđ var úr Skagafirđi. Ţau hjónin höfđu sest ađ í Winnipeg í Kanada og dóttir ţeirra Violet fćddist ţar aldamótaáriđ 1900.

violet_fokker.jpg

Ţegar Fokker kvćntist Violet Eastman áriđ 1927 var hann nokkrum árum áđur skilinn viđ fyrri konu sína, Sophie Marie Elizabeth von Morgen, sem var dóttir ţýsks hershöfđingja úr fyrri heimsstyrjöldinni. Anthony Fokker hafđi áriđ 1910 eignast son, Tobias, međ fyrstu ástinni sinni, hinni vellauđugu rússnesku flugkonu Ljubu Galanschikoff.

Fokker flugvélaverksmiđjurnar ţénuđu vel í fyrri styrjöldinni á ţví ađ selja flugvélar til Ţjóđverja. Fokker var ţví efnađur vel ţegar hann kvćntist hinni fögru Violet Austmann. En sćlan entist ekki og ekki kom Fokker Friendship nafniđ til út af ţví hjónabandi.

fokker_anthony_in_f10a_of_richfield_occ_1256575.jpg

Violet Austmann (Eastman) Fokker og mađur hennar (fyrir miđju) í Fokker F-10A flugvél áriđ 1928. Myndin efst er af herra Fokker og konu hans Violet, sem var af alíslenskum ćttum.

Einn morgun áriđ 1929 flaug hin íslenskćttađa Violet. Ekki í flugvél, heldur beint út um gluggann á íbúđ ţeirra hjóna á 15. hćđ á 285 Riverside drive á Manhattan í New York. Upphaflega var ályktađ ađ hún hefđi framiđ sjálfsmorđ. Síđar fengu lögfrćđingar Fokkers ţví breytt í "dauđa vegna lofthrćđslu (vertigo)". Ţegar nćgir peningar voru annars vegar, komu víst ađrir möguleikar ekki til greina. Violet var lögđ til hinstu hvílu í New York. Í sömu borg dó Anthony Fokker tíu árum síđar úr heilabólgu eftir uppskurđ á ennisholum. Hann var lagđur til hvílu í Hollandi. Violet sem dó á gangstétt á 110 strćti gleymdist, en Anthony Fokker er minnst sem hetju háloftanna.

285_riverside_dr_1256577.jpg

Hvađ fćr unga konu til ađ fljúga út um gluggann heima hjá sér, ţegar hún gat flogiđ hvert á land sem var međ flugvélum manns síns? Dauđi Violets Austmann Fokkers er einatt afgreiddur á mjög furđulegan hátt af karlmönnum međ flugdellu. Líkt og ađ hún hafi bara veriđ gallađur varahlutur viđ söguna um hinn merkilega flugkappa Anthony Fokker:

Apparently an unstable character to begin with, her complete disillusionment about the marriage led her to leap to her death from their Manhattan appartment on February 8, 1929. Fokker, in the Dutch version of his autobiography, admitted somewhat sadly to his inability to communicate and love. (Sjá hér).

Í Morgunblađinu stóđ ţetta hér um áriđ: Anthony Fokker Elizabeth skildu ţar sem Fokker ţótti bćđi kvensamur og villtur í líferni. Samband ţeirra Fjólu eđa Violet varđ ekki langlíft ţar sem hún framdi sjálfsmorđ áriđ 1929 međ ţví ađ stökkva út um glugga á íbúđ ţeirra hjóna í New York. (Sjá hér).

Ef viđ skođum samtímaheimildir, t.d. frétt á forsíđu Brooklyn Daily Eagle má lesa ţetta 9. febrúar 1929, daginn eftir dauđa Violets:

Wife´s Plunge to Death; Accident, Says Fokker

Mrs. Anthony H.G. Fokker

fokker.jpg

 

Declaring his wife´s death an accident, Anthony H.G. Fokker, designer and manufacturer of Fokker airplanes, today began funeral arrangements for Mrs. Fokker, killed last night when she fell from a window of their apartment on the 15th floor at 285 Riverside dr. to the sidewalk in 101st st.

   Mrs. Fokker had returned from Presbyterian Hospital a few hours before her fall. She had been suffering from a nervous disorder for some time.

   Fokker returned from an air flight yesterday feeling drowsy and went to sleep after a light supper. While he was asleep Mrs. Fokker, who was lying down, asked a maid to get her a glass of water. When the maid returned Mrs. Fokker has dissappeared. She had evidently fallen over the low sill of the window.

   Amos Erickson of 1760 Jerome ave. found the body and called a policeman. Mrs. Fokker was dead when an ambulance arrived. Herbert Reed, secretary and treasurer of the Fokker Aircraft Company, gave a statement in which he said Mrs. Fokker had evidently fainted.

Ţannig var ţađ bara afgreitt.

285_riverside_dr.jpg

Ţađ ţótti nú ekkert slor ađ búa á 285 Riverside dr. í den, eđa jafnvel nú. Miđađ viđ ađ Violet "féll" út um glugga á 15. hćđ niđur á gangstétt á 101 strćti, ţá hafa ţau búiđ í horníbúđ. Ein svipuđ íbúđ á 11. hćđ var seld á tćpar 1.4 milljónir bandaríkjadala fyrir nokkrum árum síđan.

285_riverside.jpg


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir, athyglisvert og fraedandi.

Siggi Lebanon.

Sigurdur Hermannsson (IP-tala skráđ) 20.3.2015 kl. 18:01

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Athyglisverđ frásögn. Ţađ vantar ţó mikiđ inn í söguna til ađ mađur geti myndađ sér einhverja skođun. Til dćmis er konan 27 ára ţegar hún gifti sig og deyr ađeins 2 árum síđar. Hverjar voru ađstćđur hennar fyrir hjónabandiđ, hvernig komst hún í kynni viđ ţennan flugkappa og hvađ međ foreldra hennar? Ţađ er mikil saga ósögđ hér.

En eins og ţú segir ţá virđist ekki mikiđ veđur hafa veriđ gert út af ţessum dapra endi ţessarar ungu konu. Ţađ getur ekki hafa veriđ skemmtilegt ađ vera eins og hver annar útskiptanlegur varahlutir.

Ragnhildur Kolka, 20.3.2015 kl. 21:39

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Fjóla Austmann var leikkona í Phily og New York áđur en hún giftist Fokker áriđ 1927.

FORNLEIFUR, 20.3.2015 kl. 22:52

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Fađir Fjólu gaf m.a. út bók  um drauma. En ekki skýrir ţađ flug Violets Eastman út um gluggann á Manhattan.

FORNLEIFUR, 20.3.2015 kl. 22:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband