Til minningar um Lionel Cohen og Meyer Bubis

lionel_cohen.jpg

Síđari heimsstyrjöld er einnig hluti af Íslandssögunni, ţótt sumum láti sér fátt um finnast. Ţetta er brot af ljósmynd sem tekin var í Reykjavík 12. október 1940. Mađurinn á myndinni féll í Frakklandi sumariđ 1942.

Áriđ 1994 birtist hópmyndin hér fyrir neđan í Jewish Chronicle á Englandi. Ég hafđi beđiđ blađiđ um ađ birta hana í von um ađ einhverjir ţekktu ţá sem sitja fyrir á hópmyndinni. Sigurđur Guđmundsson ljósmyndari tók myndirnar og ađrar af gyđingunum í Gúttó á Friđţćgingardeginum (Jom Kippur) í Reykjavík haustiđ 1940. Ég fékk bréf frá nokkrum ţátttakendum og ćttingjum ţeirra hermanna sem lifđu síđar heimsstyrjöld af.

gutto_1940_small.jpg

Einn ţeirra sem ritađi mér var Maurice Kaye i Bournemouth á Englandi, sem sagđist vera mađurinn í miđröđ lengst til vinstri međ hönd mannsins fyrir ofan á öxl sér. Hann skrifađi ađ hanni hefđi veriđ leikfimiskennari herdeildar sinnar í Reykjavík.

Ég stóđ síđan í ţeirri trú ađ ţetta vćri Maurice Kaye og sami mađurinn sem einnig sést á myndinni efst, og hef ég upplýst ţetta í greinum sem ég hef skrifađ um fyrstu samkomu gyđinga á Íslandi.

Í ágúst 2014 sá ég, ađ haldiđ var upp á 80 ára brúkaupsafmćli Maurice Kayes og konu hans Helen. Flest helstu blöđ og fjölmiđlar Englands greindu frá ţessum merka áfanga í lífi samlyndra hjón (sjá t.d. hér). Ţar birtist brúđkaupsmynd af ţeim hjónum frá 1934 og sannast sagna fannst mér hann ekkert líkur manninum á myndinni frá Reykjavík, sem hann sagđist vera. Mađurinn á myndunum í Gúttó er heldur ekki Maurice Kaye. Síđan kom ég fyrir stuttu síđan algjörlega fyrir tilviljun inn á bloggi Ellin Bessner, og sá ţá hvers eđlis var. lionel_cohen_toronto.jpglionel_cohen_close.jpg

maurice_kaye.jpgTvćr efri myndirnar eru af Lionel Cohen, en neđsta myndin er af Maurice Kaye er hann kvćntist í Lundúnum áriđ 1934. Maurice var bláeygur er fjölmiđlar greindu frá 80 ára brúđkaupsafmćli hans áriđ 2014. Mađurinn sem hann telur sig vera á myndinni frá 1940 var svarteygur og í raun ekkert líkur Maurice Kaye.

2316957_2.jpg

Mađurinn á myndinni efst, sem tók ţátt í Jom Kippur samkomunni í Reykjavík 1940, var Lionel Cohen, Kanadamađur frá Toronto, f. 12. apríl 1912. Hann kom til Íslands sem óbreyttur hermađur međ The Royal Regiment of Canada. Áriđ 1942, ţann 19. ágúst, féll hann ađeins 31 árs ađ aldri viđ Dieppe í Frakklandi og er greftrađur í grafreit í Dieppe Canadian War Cemetery, Hautot-sur-Mer (sjá hér og hér). Hann var kvćntur Rose, síđar Richmond (1913-2005).

Hvar var ţá Maurice Kaye?

Nú er ég viss um ađ myndin er alls ekki af Maurice Kaye sem enn býr í Bournemouth á Englandi 104 ára ađ aldri, heldur af Lionel Cohen. En viđ nánari athugun á ţeim mönnum sem áđur hafa ekki veriđ greindir af sjálfum sér eđa ćttingjum tel ég ljóst ađ leikfimisţjálfarinn Maurice Kaye standi hugsanlega efst í hćgri röđ viđ hliđina á Kurt Zeisel, sem á afkomendur á Íslandi. Maurice Kaye gćti ţó hafa misminnt og hafa veriđ međ viđ síđara tćkifćri. Kaye sagđi áriđ 2014 viđ fjölmiđla, ađ hann hafi veriđ tvö ára á Íslandi og hafi veriđ íţróttaţjálfari, og ađ hann hafi veriđ sendur til Íslands eftir ađ hafa slegiđ mann í andlitiđ vegna andgyđinglegra ummćla. Hann sagđist hafa veriđ var dćmdur af herrétti til ađ fara til Íslands.bubis1.pngmeyer_bubis_1940.jpg

Meyer Bubis

Annar Kanadamađur frá Toronto, sem reyndar var fćddur í Bandaríkjunum, var Meyer Bubis (f. 1914). Hann féll sömuleiđis í Frakklandi. Hans var saknađ eftir átökin viđ Dieptte 19. águst 1942 var talinn af herstjórninni ţann 1. nóvember áriđ 1942. Hann kom einnig til Íslands í júní 1940 og tók ţátt í Jom Kippur-föstunni ţađ ár. Hér ofar er mynd af honum á Íslandi og úr minningarbók um fallna kanadíska hermenn.

Meyer Bubis fékk hópmynd frá Jom Kippur samkomunni í Gúttó hjá Sigurđi Guđmundssyni ljósmyndara og sendi myndina föđur sínum Salómon í Toronto og skrifađi aftan á myndina:

"Pop, This is the first time in the history of Iceland that such a service has been held, Meyer. P.s. Take care of this for me, please. B66596 Pvt. M. Bubis, Royal Regiments Canada."

bubis_billede.jpg

Ljósmynd Meyer Bubis sem hann sendi föđur sínum í Toronto. Tćpum tveimur árum síđar féll Meyer Bubis í hinni misheppnuđu árás viđ Dieppe. Ontario Jewish Archives. Ljósm. Sigurđur Guđmundsson. [Ţetta er ekki sama "skotiđ"/ramminn og myndin ofar]

Lionel Cohen og Meyer Bubis

zikhrono_livrakha.jpg


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband