Af ávöxtum ţeirra skuluđ ţér ţekkja ţá

hur_arhringur.jpg

Á okkar tímum, ţegar öllu er hent eftir nokkurra ára notkun er ćriđ áhugavert ađ líta aftur á aldir á nýtni Íslendinga. Ruslalýđur sá sem nú rćđur ríkjum, og sem ćpir og vćlir út af minnsta skorti og jafnvel mest ţegar launin eru hćst og tekjurnar eru bestar, ćttu ekki ađ lesa um gripinn hér fyrir ofan. Ţeir fá fyrir hjartađ og ţykir ţetta örugglega ómerkilegt pjátur sem beri ađ henda. Eins tel ég víst ađ Ţjóđminjasafniđ frábiđji sig ţćr upplýsingar sem hér birtast, ţví ţeim nćgir greinilega ţađ sem ritađ var um gripinn áriđ 1886 eins og fram kemur á Sarpi ţar sem gripurinn er sagđur vera "málmsteypa" sem á hugsanleg viđ um hringinn, sem virđist tiltölulega nýlegur, en á alls ekki viđ um skjöldinn.

Áriđ 1886 kom ţessi dyrahringur međ skildi á Fornminjasafniđ í Reykjavík. Líklega er hann af kirkjuhurđ ađ Hvammi í Dölum. En eins og Sigurđur Vigfússon safnvörđur gerđi sér strax grein fyrir, ţá var gripurinn samsettur úr tveimur hlutum frá mismunandi tímum. Hann taldi hringinn vart vera eldri en frá 18. öld en skjöldinn kominn úr skírnarfati frá 15. öld.

Í ţjóđsögum Jóns Árnasyni er ţví hins vegar getiđ ađ hringur ţessi hafi upphaflega veriđ á hofi einu á Akri ekki allfjarri Hvammi, en er ţjóđsagan var skráđ var hringurinn á hurđinni ađ Hvammskirkju. Ţetta er vitaskuld hugarburđur og bábilja eins og flestar ţjóđsögur, en Sigurđur forni Vigfússon gullsmiđur hitti naglann á höfuđiđ, ţó hann gćti ekki bent á samanburđarefni máli sínu til stuđnings.

Ekki get ég dćmt um aldur hringsins sjálfs, en skjöldurinn er líklegast ţýskt verk og líklegast ţykir ađ hann hafi veriđ drifinn og hamrađur á koparverkstćđi í Nürnberg eđa í Belgíu.eschols_rugur.jpg

Holland og Ţýskaland

Áriđ 1941 keypti Rijksmuseum í Amsterdam fallegt fat úr messing (sem er gul málmblanda, blanda zinks og kopars). Seljandinn var forngripasali í Amsterdam, C.A.M. Drieman. Kannski hefur fatiđ veriđ skírnarfat, en ekki er hćgt ađ útiloka ađ ţađ hafi veriđ seder-fat, fat sem gyđingar röđuđu táknrćnum réttum á til ađ minnast harđrćđisins í Egyptaland og brottfararinnar ţađan. Ţađ gera gyđingar á Pesach hátíđ sinni (Páskum). Myndmáliđ á fatinu bendir til ţess ađ ţetta gćti hafa veriđ seder-fat.

Ef vel er ađ gáđ, er augljóst ađ fatiđ og skjöldurinn frá Hvammi hafa veriđ hamrađir, og drifnir á sama móti, en fatiđ í Hollandi eru hamrađir borđar međ skreyti.

Áriđ 1989 hélt ég svokallađan Capita Selecta fyrirlestur viđ Háskólann í Amsterdam um landnámiđ á Íslandi. Ţá eins og áđur og oft síđan brá ég mér á Rijksmuseum og keypti áhugaverđan sýningarskrá frá 1986 upp á 381 blađsíđu sem ber ţann góđa titil Koper & Brons. Ţar á blađsíđu 171 má lesa upplýsingar um fatiđ á Rijksmuseum. Ţar upplýsist ađ ađ eins fat sé ađ finna í Germanisches Nationalmuseum í Nürnberg. Í ţýskri bók frá 1927 er upplýst ađ fatiđ sé frá Nürnberg og sé frá ca. 1500. Hollendingar fara varlegar í sakirnar ţegar ţeir telja fatiđ vera frá 16. öld. Ég myndi velja fyrri hluta ţeirrar aldar.

England

Viti menn á V&A (Victoria & Albert safninu í Lundúnum) er annađ messingfat af sömu gerđ, sem gefiđ var safninu áriđ 1937 af Dr. Walter Leo Hildburgh (1876-1955) bandarískum listsafnara og listskautadansara sem uppnefndur var "Eggiđ" . Hann gaf V&A um ćvina 5000 gripi (sjá hér og mynd fyrir neđan). Eins og sjá má, er mynstriđ á börmum fatsins í London öđruvísi en ţađ sem er á fatinu í Amsterdam.

2008bt3087_jpg_l_2.jpg

Greinilegt er ađ skjöldurinn frá Hvammi hefur veriđ hamrađur út á sama móti og fötin í Hollandi, Ţýskalandi og London. En hann er hins vegar úr bronsi (blöndu kopars og tins) en ţau úr messing. Ef til vill hefur hann veriđ klipptur úr aflóga skírnarfati Hvammskirkju og á hann settur hringurinn, sem mér sýnist vera rör en ekki heilsteyptur hringur.

Myndmáliđ á ţessum ţremur gripum sem gerđir voru á sama stađ, eđa á sama móti, má svo finna í 4. Mósebók, 13. kafla sem og Jósúabók 2. kafla vers 1-22 . Í Mósebók segir:

21Síđan fóru ţeir upp eftir og könnuđu landiđ frá Síneyđimörk til Rehób viđ Lebó Hamat. 22Ţeir fóru um Suđurlandiđ til Hebron. Ţar bjuggu Ahíman, Sesaí og Talmaí, niđjar Anaks. Hebron hafđi veriđ reist sjö árum áđur en Sóan í Egyptalandi. 23Ţeir komu inn í Eskóldal og skáru ţar af vínviđargrein međ einum vínberjaklasa og ţurfti tvo menn til ađ bera hana á burđarstöng. Einnig tóku ţeir međ sér nokkuđ af granateplum og fíkjum. 24Ţessi stađur var nefndur Eskóldalur eftir vínberjaklasanum sem Ísraelsmenn skáru ţar af.

V.Ö.V. 2015

Ítarefni

ter Kuile, Onno 1986. Koper & Brons. (Catalogi van de versameling kunstnijverheid van het Rijksmuseum te Amsterdam, Deel 1, red. A.L. den Blauuwen). Staatsuitgeverij,´S-Gravenhage.

Tiedemann, Klaus 2015: Nürnberger Beckenschlägerschüsseln: Nuremberg Alms Dishes. J. H. Röll Verlag.

Walcher-Molthein, Alfred. 1927. Geschlagene Messingbecken. Altes Kunsthandwerk. Hefte über Kunst und Kultur der Vergangenheit. 1 Band 1927 / 1.Heft (mynd 13).

http://collections.vam.ac.uk/item/O88064/dish-unknown/

eschols_rugur_2.jpg


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband