Enn um Ólafíu - og Gordon Childe

_lafia_einardsdottir_1268676.jpgÓlafía Einarsdóttir var fyrsti menntađi fornleifafrćđingur okkar Íslendinga og fyrsta íslenska konan sem lauk prófi í fornleifafrćđi. Ţađ gerđi hún áriđ 1948. Hún stundađi nám sitt í 4 ár viđ University College i Lundúnum og lauk ţađan B.A. prófi í fornleifafrćđi.

Hún starfađi ţó mjög stutt sem fornleifafrćđingur (1951-52) og sneri sér ađ öđrum verkefnum og frćđum, ekki minnst vegna ţess ađ samstarfiđ viđ Kristján Eldjárn á Ţjóđminjasafni Íslands, ţar sem hún kom til starfa áriđ 1951, gekk ekki sem skyldi. Of mikill ágreiningur var á milli fornleifafrćđingsins og Kristjáns Eldjárns ţjóđminjavarđar, sem ekki hafđi löglegan titil í fornleifafrćđi. Ólafía sagđi upp starfi sínu áriđ 1952.

Bjarney Inga Sigurđardóttir skrifađi áriđ 2009 B.A. ritgerđ í fornleifafrćđi um Ólafíu, ţar sem má lesa um árekstra ţeirra Kristjáns og Ólafíu, sem bćđu voru viljasterkar og menntađar persónur. Mig langar ađ benda mönnum á ađ lesa ritgerđ Bjarneyjar til ađ kynnast í fljótu bragđi störfum Ólafíu, ţó kannski sé of mikiđ gert úr kvenmannsleysinu í fornleifafrćđi í ritgerđinni, eins og ţađ hafi veriđ eitthvađ samsćri. Og hefur ekki úr rćst? Nú er nćr allir fornleifafrćđingar á Íslandi kvenmenn fyrir utan örfáa veikburđa karla.

Ólafíu Einarsdóttur dvelur nú mög veik á elliheimili í Kaupmannahöfn og hefur eiginmađur hennar Bent Fuglede gefiđ gömlum nemanda hennar leyfi til ađ birta greinar og ritgerđir eftir hana á academia.edu og taka hluta af bókasafni Ólafíu í von um ţađ gćti nýst einhverjum öđrum en Ólafíu. Hef ég og ađrir notiđ góđs af ţví örlćti, líkt og ađrir íslenskir fornleifafrćđingar hafa notiđ góđs af örlćti Ólafíu á síđari árum, ţegar hún međ eigin fé hefur styrkt útgáfu tímaritsins Ólafíu, rits íslenskra fornleifafrćđinema. Ţađ sýnir örlćti og áhuga Ólafíu á sínu upphaflega fagi einna best.

Eitt af ţeim verkum Ólafíu sem Jens Ulff-Mřller hefur birt er licentiatsritgerđ hennar frá háskólanum í Lundi, sem einnig fjallar um tímatal líkt og doktorsritgerđ hennar frá 1964. Ţessi Fil.lic. ritgerđ frá Lundi er ekki nefnd í ritgerđ Bjarneyjar Ingu um Ólafíu, enda hefur ritgerđin aldrei veriđ gefin út. En nú er hún ađgengileg. Hún er ađ ákveđnu marki athyglisverđ, ţó langur tími sé liđinn frá ritun hennar, en gaman er ađ skođa hana í tengslum viđ doktorsritgerđ Ólafíu. Ég er viss um ađ einhverjum ţyki gaman ađ henni.

sia2008-0228_1268678.jpgÍ minni vörslu er nú bók V(ere) Gordon Childes, Prehistoric Communitis of the British Isles, sem Ólafía Einarsdóttir las spjaldanna á milli og notađi í námi sínu í London. Bókin er full af athugasemdum og nótum BA-nemans Ólafíu.

Fyrir mjög mörgum árum síđan, ţegar ég og kona mín fórum í mjög fínt kaffibođ hjá Ólafíu á Stúdentagörđum í Reykjavík, ţar sem Ólafía hafđi tekiđ íbúđ á leigu međan hún var stödd á Íslandi, talađi hún mikiđ og mjög innilega um Gordon Childe (1892-1957), sem hefur haft mikil áhrif á hana. Ţegar Gordon Childe var komin á eftirlaun í London áriđ 1956 kom hann á ţriđja Víkingafundinn sem haldinn var í Háskóla Íslands. Kristján Eldjárn sagđi síđar svo frá, ađ ţegar Childe hefđi veriđ spurđur, hvers vegna ekki fyndust minjar frá steinöld á Íslandi, hefđi svar hans veriđ stutt og laggott: "Lélegir fornleifafrćđingar". (Sjá Andrésson, K.E. (1966). Ísland hefur enga forsögu: viđtal viđ dr. Kristján Eldjárn ţjóđminjavörđ. Tímarit Máls og menningar, 27, 352-365). Líklega var ţetta nú húmor einfarans Childes viđ kjánalegri spurningu - en hver veit ...

Nćr hefđi ţó veriđ ađ heyra betur sögur Ólafíu af Childe, sem valdi til sín fáa nemendur sem hann hafiđ trú á, stundum ekki fleiri en 5-6 á önn. Ólafía, sem á fermingaraldri stóđ í rigningunni í Ţjórsárdal og horfđi á fornleifafrćđingana og féll fyrir frćđigrein sem hún aldrei fékk ađ starfa viđ, var ein ţeirra útvöldu.

Ég hef áđur skrifađ um Ólafíu Einarsdóttur hérHér má lesa frásögu annars fornleifafrćđings, Nancy Sandars, sem naut leiđsagnar Gordon Childes um svipađ leyti og Ólafía, og allt ber ađ sama brunni. Ađdáunin á Childe skín út úr hverri setningu.

fig1_web.jpg

Ţegar Childe kenndi Ólafíu var fornleifadeild University College í London í ţessu húsi. St. John´s Lodge.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Fornleifur.

Enn sýnir ţú ţá rćktarsemi sem ţér er einum lík
og enn einusinni lítur dagsins ljós einn af
úrvalspistlum ţínum.

Mér hafa reyndar fundist eigindir ţessar ekki ólíkar
ţví sem fram hefur komiđ hjá Vihjálmi Erni og ţó sagt
sé ađ fjórđungi bregđi til fósturs ţá muni hér undantekning
og allt ađ 3/4 hljóti ađ vera sönnu nćr.

Mér finnst reyndar heldur verra ađ hafa gert svo hressilega
á hlut hins ágćta Fornleifs ađ jafni til ţess ađ vera vísađ
úr Paradís en fyrir ţví hlýtur ađ liggja langt syndaregistur.

Eg hef nefnt ţađ áđur og geri ţađ enn ađ pistlar
Fornleifs bera af á Blogginu og Vilhjálmur fylgir fast
á hćla honum í vinnubrögđum sem eru fásén á okkar tíđ.

Húsari. (IP-tala skráđ) 3.9.2015 kl. 02:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband