Er ţetta nú allur sannleikurinn?

monabean_1277861.jpg

Heldur Ólafur Ingi Jónsson forvörđur á Íslandi, sem ekkert frćđilegt hefur gefiđ út eftir sig er sem sannar ţađ ađ 900 málverk, sem hann heldur fram ađ séu í umferđ og gangi kaupum og sölum, séu fölsuđ málverk íslenskra meistara?

Heldur Ólafur Ingi Jónsson ađ menn í uppbođsheiminum taki orđ hans gild, ţegar ekkert frćđilegt er ţeim til stuđnings?

Heldur Ólafur Ingi Jónsson, ađ Lögreglunni í Kaupmannahöfn, nánar tiltekiđ Statsadvokaten for sćrlig řkonomisk og international kriminalitet sé stćtt á ţví ađ ákćra nokkurn, ţegar ţađ eina sem ţeir og danska lögreglan hafa í höndunum eru yfirlýsingar Ólafs Jónssonar forvarđar, sem ekki getur stutt skođanir sínar međ frćđilegum vísindagreinum?

Ólafur Ingi er reyndar ekki sérhćfđur í fölsunum á málverkum í fremur stuttu námi sínu a Ítalíu hér forđum daga.

Í nóvember á sl. ári hafđi eigandi eins verksins, sem gert var upptćkt hjá Bruun & Rasmussen áriđ 2014, og sem Ólafur Jónsson telur falsađ, samband viđ mig. Ég sýndi á Fornleifi sjá hér og hér, hvar foreldrar hans hefđu keypt verkiđ áriđ 1994. Eigandinn, erfingi ţekktra safnara, skrifađi mér í nóvember síđastliđnum til upplýsingar, ađ hann hefđi fengiđ ađ vita ađ:

"Lögreglan hefđi nú fengiđ stađfests ađ málverkiđ vćri falsađ, sem ţeir vilja nú fá stađfestingu á en ţekkja ađeins einn ađila sem geti skoriđ úr um ţađ".

Ţessi eini ađili reyndist vera Ólafur Jónsson, sá sami og stađfesti ađ málverkiđ vćri falsađ án ţess ađ rannsaka ţađ. Viđbrögđ eigandans voru ţau, ađ hann ćtlađi sér međ hjálp lögfrćđings síns ađ lögsćkja Ólaf. Ţeim ţótti ekki nein rök í ţví ađ sami mađur, sem ekki hafđi rannsakađ málverkin, en lýst ţau fölsuđ skyldi rannsaka hvort ţau vćru fölsuđ. Slíkur ađili er vitaskuld hvorki óháđur né hlutlaus.

Ţađ er nú líkast til ţess vegna ađ Statsadvokaten for sćrlig řkonomisk og international kriminalitet í Kampmandsgade 1 í Kaupmannahöfn hefur ákveđiđ ađ losa sig viđ máliđ međ ţví ađ segja ađ ţađ sé fyrnt.

Lögreglan og sérstakur Ríkissaksóknari í Danmörku eru ekki vitlausari en ţađ, ađ ţau skilja vel, ađ óheppileg sé ađkoma ţeirra ađ máli ţar sem "sérfrćđingur", sem ekki hefur skrifađ neitt frćđilegt um allar ţessar 900 falsanir, er kallađur til til ađ sanna fölsun sem hann hefur ţegar sagt ađ sé fölsun. Ţađ mun aldrei góđri lukku stýra í dönskum réttarkerfi. Ólafur Jónsson eyđilagđi, sýnist mér á öllu, máliđ fyrir sjálfum sér.

Mitt einasta ráđ til Ólafs Inga Jónssonar er ađ sýna okkur sérfrćđiţekkingu sína svarta á hvítu - og helst líka í lit -, svo hćgt sé ađ taka hann alvarlega. Ţađ get ég ekki gert, m.a. eftir ađ Ólafur ţaut út opinberlega hér um áriđ og lýsti yfir á opnum fyrirlestri, ađ málverk frá 18. öld, sem líklegast hafa veriđ máluđ af Sćmundi Hólm (sjá hér og hér), vćru verk hollensks "meistara" frá 17. öld.

Ţekkingu Ólafs á nýrri meisturum dreg ég ekki efa, en hann verđur ađ sýna okkur ţessa ţekkingu. Birta, Ólafur, birta!

Ítarefni:

Afar sérstakur saksóknari

Tvćr falsanir af 900 ?

Ţingsályktunartillaga fyrir ţá sem veggfóđra međ Kjarval?

 


mbl.is Samfellt brot málverkafölsunar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Fyrir forvitnissakir af hverju var ţetta málverk ţá ekki rannsakađ íKaupmannahöfn? og af hverju var "Af uppbođsgögnum, sem ţví miđur voru dregin til baka, má sjá úr hvađa safni ein myndanna var"  allt dregiđ tilbaka?

thin (IP-tala skráđ) 29.2.2016 kl. 13:00

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Uppbođsgögnin á netinu fyrir verkin tvö (sem eru í eigu tveggja mismunandi eigenda) voru dregin til baka, ţegar lögreglan í Kaupmannahöfn kom og tók málverkin međ skipun frá Íslandi sem byggđi á huglćgu mati forvarđar á Íslandi. Uppbođsfyrirtćki leggja venjulega ekki í kostnađ viđ rannsaka íslenska meistara, enda eru verđ á ţessum málverkum ekki eins og ţetta séu "heimslist". Ef rannsaka ţyrfti hvert og eitt málverk eftir Svavar Guđnason myndi ţađ líklega kosta álíka mikiđ og málverkiđ sjálft. Verđmćtt er ţađ fyrir Íslendinga, en Danir hafa takmarkađan áhuga. Í ţessu máli hefur álit ţjóđarinnar á list Íslendinga orđiđ fyrir verđbólgunni.

Mér ţćtti vćnt um ađ fólk skrifađi undir nafni. Thin er enska og ţýđur ţunnur.Ég vona ekki ađ ţú sért ţađ, Mr. Thin.

FORNLEIFUR, 29.2.2016 kl. 13:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband