Lagt á borđiđ: Fajansi en ekki postulín

885720.jpg

Nćstu mánuđina mun ég vinna ađ rannsóknum á rituđum heimildum varđandi umsvif Hollendinga viđ og á Íslandi á 17. og 18. öld. Ţađ er nú starfi minn í verkefninu Allen die willen naar Island gaan undir yfirstjórn dr. Ragnars Edvardssonar og er verkefniđ rausnarlega styrkt af RANNÍS (Lesiđ vinsamlegast hér um titil verkefnisins).

Oftast voru Hollendingar viđ landiđ í leyfisleysi og trássi viđ einokun Danakonungs á Íslandsverslun og siglinum. En hćgt er ađ líta á máliđ frá öđru sjónarhorni. Hollendingar fylltu ađ vissu marki upp í ţađ tómarúm í verslun og siglingum til landsins sem Danir mynduđu, ţví konungsverslun stóđ ekki undir nafni. Danskir kóngar voru of uppteknir ađ byggja nýjar hallir og herja á Svía, svo ţeir gleymdu Íslendingum ađ mestu, nema ţegar klögubréf og barningur bárust frá agentum konungs (stórbćndum) á Íslandi. Íslendingar voru á tímabili njög afskiptir og nauđsynjavarningur barst ekki nógu vel til landsins og landsmenn sátu uppi međ fisk sem ekki seldist gengum Íslandsverslun Dana. Verslun, hvalveiđar og fiskveiđar Hollendinga voru ţví einungis til gagns og góđs fyrir Íslendinga.

Fyrri hluta sumars kafađi írskur fornleifafrćđingur sem býr á Íslandi, sem vinnur doktorsverkefni undir einum af ţátttakanda verkefnisins Allen die willen naar Island gaan, niđur á flak hollenska skipsins de Melkmeyt í Flateyjarhöfn. Hollenskur fornleifafrćđingur, Nina Jaspers, sem ég hef haft samstarf viđ og skrifađ um leirker úr flaki de Melckmeyts (sjá hérhér og hér í tímaritinu Skalk 6: 2013), mun á nćsta ári međ ađstođ minni vinna ađ rannsóknum á lausafundum úr flaki de Melckmeyt. Ég hef áđur flokkađ ţá gróflega (sjá hér). Hugsanlega mun flak skipsins einnig verđa rannsakađ frekar í verkefninu Allen die willen naar Island gaan.

Mér til mikillar furđu sýndu frétt Morgunblađsins fyrr í sumar af köfun írska doktorsnemans Kevins Martin viđ HÍ ákveđna vanţekkingu á ţví sem hann gaf sér fyrir hendur, m.a. segist hann hafa fundiđ "handmálađ postulín" í flakinu og birti mynd af ţví máli sínu til stuđnings.

hus_a_diski_flatey_v_v.jpg

Fajansadiskur sem fannst áriđ 1993 í flaki de Melckmeyt í Flateyjarhöfn. (Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson). Efst er diskur sem fannst nú í sumar (ljósm. Kevin Martin).

Postulín hefur ekki fundist í flaki Melkmeyt heldur mest megnis fajansi, og er ţar mikill munur á sem fornleifafrćđingar verđa ađ ţekkja - en ţađ gera greinilega ekki allir. Brot ţađ sem Kevin Martin synti međ upp á yfirborđiđ í Flateyjarhöfn, og sem hann kinnrođalaust kallađi postulín, er brot af fajansadisk hollenskum.

Hefur annar, álíka diskur, en ţó ekki alveg eins, međ nákvćmlega sömu handmáluđu myndinni fundist áđur í flakinu. Sennilegt er ađ báđir diskarnir séu frá sama leirkeraverkstćđi á Hollandi.

Ţetta hefđi írski doktorsneminn átt ađ vita og hefđi getađ lesiđ um hér á blogginu. Á Fornleifi er hćgt ađ frćđast, og er háskólastúdentum ţađ einnig velkomiđ, svo ţeir ţurfi ekki ađ leika ţann ljóta leik sem margir kennarar í fornleifafrćđi í HÍ leika: ađ sniđganga niđurstöđur annarra.

Ţessi fyrrnefndi ruglingur minnir mig á ţann dag er stórt brot af fajansafati barst úr flaki de Melkmeyt suđur á Ţjóđminjasafn Íslands. Ţetta var sumariđ 1992 og fastgrónir starfsmenn safnsins voru ranglega og af rómađri vanţekkingu búnir ađ fullvissa settan Ţjóđminjavörđ Guđmund Magnússon um ađ diskurinn vćri frá 18. öld. Ég átti erindi á safniđ vegna rannsókna minna og sýndi Guđmundir mér diskinn. Sagđi ég kokhraustur og fullviss, ađ hann vćri frá 17. öld og gćti ţví vel veriđ úr flaki de Melckmeyts, en skipiđ sökk áriđ 1659. Ţetta ţótti Guđmundi vitaskuld stórfurđulegt, ađ sérfrćđingar safnsins gćtu veriđ svo ósammála. Hann gaf mér 20 mínútur ađ rökstyđja mál mitt áđur en fjölmiđlamenn kćmu í safnhúsiđ. Ég skaust upp á bókasafniđ og náđi í ţrjár bćkur máli mínu til stuđnings og bjargađi heiđri Ţjóđminjasafnsins ţann dag.

Ţađ hefđi ekki veriđ efnilegt ef ţjóđminjavörđur hefđi flaskađ á heilli öld, en ţađ hefđi ţó ekki veriđ eins alvarlegt og ađ kalla fajansa postulín eins og gert er í Háskóla Íslands.

brot_flatey_vilhjalmur_rn_vilhjalmsson.jpg

Fajansabrot frá Hollandi og Frakklandi sem fundist hafa í flaki de Melckmeyt í Flatey. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.


mbl.is Mjaltastúlkan sem fórst viđ Flatey
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband