Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2012

Stúlkan frá Egtved

Stundum skilur mađur einfaldlega ekki baun í tilganginum međ sumum rannsóknum á fornleifum. Síđast fékk ég ţá tilfinningu er ég heyrđi í fréttum hér í Danaveldi um verkefni líffrćđings nokkurs viđ Kaupmannahafnarháskóla. Hann DNA-greinir hár úr fólki frá bronsöld, sem fundist hafa í mýrum í Evrópu.

Líffrćđingurinn, Morten Allentoft ađ nafni, safnar nú hárlokkum af mýrarlíkum, ţ.e. fólki sem fórnađ hefur veriđ, eđa grafiđ, í mýrum í Ţýskalandi, Póllandi. Oftast eru bein ţessa einstaklinga alls ekki varđveitt, en húđ og hár eru meira eđa minna varđveitt og sömuleiđis fatnađur. Nú síđast fékk Allentoft lokk úr hári Egtved stúlkunnar, sem fannst í Egtved á Jótlandi áriđ 1921.

Egtved Nazi Version
Egtved Nazi style

Stúlkan frá Egtved er talin einn merkasti fornleifafundur í Danmörku, ţó svo ađ hún hafi ekki veriđ nema um 16-18 ára ađ ţví er fróđustu menn telja. Hún gaf upp öndina, blessunin, um 1357 f.Kr. Ţá var hún sveipuđ kýrfeldi og lögđ í kistu sem var gerđ úr eikarbol.

Egtved Bing og Grřndal
Kongelig Egtved

Tilgangurinn međ DNA-rannsókninni á hárinu á bronsaldarfólki er sagđur vera til ţess ađ sjá, hvort einhver skyldleiki sé međ ţeim sem teknir hafa veriđ af lífi eđa grafnir úti í mýri á bronsöld.

Egtved girl
Back to the ´60s

Ţegar ég las um ţetta verkefni Allentofts og heyrđi, var mér spurn: Telur mađurinn virkilega ađ hann gćti séđ náinn skyldleika manna á milli, ţótt ţeir hvíli lúin bein eđa hafi endađ daga sína í mýri einhvers stađar í Evrópu?  Ég leitađi ţví betri upplýsinga en fjölmiđlar gáfu. Blađamenn skilja ekki alltaf allt samhengiđ, ţótt ţeir vilji komast á ţing og verđa forsetar.

Egtvedpigen
Gry Egtved

Kom ţá ýmislegt í ljós, sem skýrđi fyrir mér rannsóknina - og kannski ekki. Kristian Kristiansen, prófessor í fornleifafrćđi viđ háskólann í Göteborg ber ábyrgđ á verkefninu. Hann langar ađ endurrita sögu bronsaldar - ekki meira né minna. Hann telur skođun ţá um bronsaldarsamfélagiđ í Norđur-Evrópu, sem hingađ til hefur veriđ viđ lýđi, úrelda. Kristiansen sćttir sig ekki lengur viđ ţá túlkun kollega sinna, ađ bronsöld í Norđurevrópu hafi veriđ tími lítilla fólksflutninga og ferđalaga. Krisiansen, sem er Dani, telur ţessu öđruvísi fariđ og telur ađ ýmsir fundir á síđustu árum sýni ađ mikil hreyfing hafi veriđ á fólki. Ţetta telur  hann m.a. sig sjá í forngripunum.

Egtved academic
Lone, akademikerpigen fra Egtved

 

Hann telur ađ DNA muni gefa svariđ. Ég held ekki. Ég held ađ ţađ sé ţegar hćgt ađ sýna fram á hve lítiđ skylt og blandađ fólk í Danmörku, Svíţjóđ, Pólandi og Ţýskalandi var á bronsöld, međ beinamćlingum einum saman. Mikill stađbundinn munur í er keramík, en glćsigripir, sem gćtu hafa borist um langa vegu sem verslunarvara, ţurfa ekki endilega ađ sýna uppruna ţess fólks sem ţeir finnast hjá. Gripur frá Búlgaríu í Danmörku sýnir ekki endilega ađ einhverjir frá Búlgaríu hafi veriđ í Danmörku.

Kristiansen telur konuna geta hafa veriđ langförula, ţví ađ ţađ er taliđ ađ konur hafi oft veriđ sóttar langt í burtu til ađ giftast, t.d. til ţess ađ styrkja bönd milli stríđandi hópa. Ţví telur Kristiansen ađ DNA úr stúlkunni frá Egtved geti sýnt ađ hún hafi komiđ annars stađar frá á Jótlandi eđa t.d.  frá Sjálandi. En á móti má spyrja, var mikill munur á erfđamengi fólks í austur og vestur Danmörku á ţessum tíma? Til ţess ţarf auđvitađ enn frekari DNA rannsóknir, en ţćr hafa ekki fariđ fram. Varđveitt bein eru líka af skornum skammti og beinamćlingar (osteometria) er ţví erfiđ.

imagesCA5RGD2P
Av,er hun ikke fra Boring?

Ţví er oft ţannig fariđ, ađ ţótt gripur sem finnst á Norđurlöndunum, sem er greinilega kominn langt ađ, ţá ţýđir ţađ ekki ađ fólkiđ sem átti hann hafi veriđ ađkomufólk úr fjarlćgum löndum.

Nú er bara vonandi, ađ ekki komi í ljós ađ Egtved stúlkan var söngelskur drengur sem hafđi gaman af blómum og ađ setja hár. En ţađ ţćtti ţeim í kynjafrćđinni líklega afar krćsilegt.

Mavedans Egtved
Oldtidsfund, men skide sensuel, ikke? Lige efter Prof. Kristiansens hoved.

Ég er hins vegar viss um, ađ ef ég fengi lokk úr hári konu minnar, og sendi hann til Allentofts, ţá myndi koma í ljós ađ ţćr vćru nátengdar, enda er konan mín komin af svipuđum slóđum og Egtved stúlkan, og hefur sama fólkiđ búiđ ţar lengi og talađ einkennilegt tungumál.

Efst má sjá Flemming Kaul fornleifafrćđing viđ Ţjóđminjasafn Dana (tvífara Kristjáns IV) segja frá stúlkunni frá Egtved á makalausri densku (Danglish).


Londonlambiđ og lćrin á dóttur jólasveinsins

Iceland Food Center
 

Sjónvarpsmađurinn Ţorsteinn J. Vilhjálmsson bjó til athyglisverđa og skemmtilega heimildamynd um hiđ misheppnađa ćvintýri Iceland Food Centre í London. Myndin var sýnd á Stöđ 2 í fyrra. Nú hefur Ţorsteinn J. fyrir skömmu ákveđiđ ađ gefa öllum möguleika á ađ sjá myndina, sem hann hefur sett á heimasíđu sína http://www.thorsteinnj.is/. Hef ég nýtt mér ţađ og mćli međ ţví ađ ađrir geri ţađ líka, ţví myndin er vel upp byggđ og dálítiđ drama. Ég er ţó ekki sammála öllu sem haldiđ er fram í myndinni. Var ţetta einhver vasaútrás í líkingu viđ ţá sem síđar olli hruninu á 21. öldinni eins og gefiđ er í skyn í myndinni? Ţađ held ég ađ sé af og frá.

Ég át ţarna roastbeef á rúgbrauđi 

Ég kom sjálfur áriđ 1971 inn á ţennan stađ „íslenska" matstađ  í Lower Regent Street 5, talsverđan spöl frá, Mount Royal hóteli (Thistle í dag) ţar sem ég dvaldi  í London međ foreldrum mínum. Mig minnir ađ stađurinn hafi enn heitiđ Iceland Food Center, ţó hann hafi ţá líklegast veriđ kominn undir vćngi Angus Steak House keđjunnar. Ég var á Evrópureisu međ foreldrum mínum og viđ höfđum fariđ međ Gullfossi til Skotlands og eftir 2-3 daga ţar í borg vorum viđ nú stödd í London. Ţetta var í ágúst.

Eftir ađ ég sá heimildarmynd Ţorsteins, sem helst byggir á rannsóknum Sólveigar Ólafsdóttur sagnfrćđings, sá ég ađ ég hafđi munađ innréttinguna og litina rétt og man ég t.d. eftir hraunmyndinni sem allir tóku eftir. Ég kom ţarna i hádeginu međ föđur mínum eftir ađ viđ höfđum gengiđ frá British Museum. Pabbi hafđi komiđ ţarna áđur og hafđi ţótt ágćtt og viđ lögđum á okkur nokkra göngu til ađ leita uppi stađinn.  Viđ fengum okkur roastbeef á rúgbrauđi, sem mér ţótti nú ekkert sérstaklega gott, ţví ţá ţótti mér blóđugt kjöt hálfókrćsilegt. Ţađ var dimmt ţarna inni og óţolandi heitt. Stađurinn líktist mest amerískum Hotel-diner/cafeteríu. Ţađ var engin sćla ađ borđa smurbrauđ á Iceland Food Center í 40 stiga hita. Ég get ekki einu sinni gefiđ ţessum stađ hálfa stjörnu út frá minningunni. 

Ég minnist hins vegar úr sömu ferđ međ ánćgju kjúklingsins í körfu, sem viđ fengum á veitingastađnum Chicken Inn viđ hliđina á Victoria Palace Theatre, ţar sem rétturinn Chicken in the Basket var rómađur. Líkt og á Naustinu voru ţar ţjónar, en  innréttingin var í ósmekklegum í breskum stíl međ myndum af hestaveđhlaupum og sveitasetrum ađalsins á rauđfóđruđum veggjunum. Ég tók ungur eftir lélegum smekk Breta.

Niđurstöđur myndarinnar eru ekki alveg réttar og alls ekki sanngjarnar

Ég leyfi mér ađ hafa ađra skođun á nokkrum hlutum í sambandi viđ Iceland Food Centre en ţá sem kemur fram í kvikmyndinni og í ýmsum  ályktunum Sólveigar Ólafsdóttur sagnfrćđings heimildarmyndarinnar.

Í fyrsta lagi tel ég alls ekki réttlátt ađ líkja ţessari me-me veitingasölu Íslenska ríkisins viđ ţá svikamyllu sem viđ sáu hrynja fyrir ţremur árum. Siggi Einarsson eiturbrasari í London var Michelin kokkur miđađ viđ ţetta afdaladćmi í Lower Regent Street. Ţađ var ekki fariđ út í ţetta matarćvintýriđ á sömu forsendum og loddaravíkingarnir fóru um heiminn. En tíđarandinn var nú ekkert ósvipađur í öđrum löndum, og fólki á 21. Öld, sem ekki man ţessa tíma skilur kannski ekki alveg hvernig ţeir voru. Ţađ eina sem sameinar ţetta er skussahátturinn og skipulagsleysiđ og  vöntun á framtíđarsýn. Íslendingar lifa alltaf í núinu.

Minnimáttarkenndin dreif líka ţetta dćmi ţví, ţví bođiđ var upp á Chicken in a Basket sem önnur hver krá og veitingastađur var međ á ţessum tíma Bretlandseyjum. Lambiđ var ekki nógu gott eđa humarinn. En í landi ţar sem matarmenning var langt undir međallagi, eins og á Bretlandseyjum, voru menn ekki nýjungagjarnir frekar en í öđrum nágrannalöndum Íslands.

sr. Gröndal
Sr. Gröndal löngu eftir ađ hann var hćttur međ Londonlambiđ og kominn í framreiđslu á Síđustu Kvöldmáltíđinni, á restaurant Sacramento

 

Einnig er leitt ađ Halldór Gröndal, framkvćmdastjórinn á Iceland Food Center, vildi ekki í viđtal í myndinni. Áhorfandinn er skilinn eftir í ţeirri meiningu ađ hann hafi legiđ drukkinn alla tíma.  Ţađ tel ég illa ađ góđum manni vegiđ. Séra Halldór var annars opinskár um ţessi ár, ţegar hann kenndi mér trúarbragđasögu í Hlíđaskóla um 1973, nýorđinn prestur. Hann lagđi alls ekki dul á á ţennan kafla lífs síns í Lundúnum. Hann sagđi okkur krökkunum dćmisögur af ţví og veitingahúsareynslu sinni.  

EL AL hér og EL Al ţar 

Ég hjó líka líka eftir ţví ađ ţađ ţykir merkilegt hjá ađstandendum myndarinnar, ađ húseignin sem var tekin á leigu undir Iceland Food Center tilheyrđi ísraelska flugfélaginu El Al. Er tönnlast heldur mikiđ á ţví, án ţess ađ áhorfandinn fái nokkru sinni ađ vita hvort ţađ skiptir einhverju máli. El El hafđi veriđ međ skrifstofu á Lower Regent Street 5 mjög lengi og ţarna var húsnćđi laust.

Hvađ kemur ţađ málinu viđ, ađ íslenskur kaupsýslumađur í London, Björn Björnsson, fyrrv. bakari í Björnsbakarí og eigandi Hressingaskálans,  sem ţegar fluttist til London áriđ 1935, hafi ţénađ 1250 pund viđ ţađ ađ útvega húsnćđiđ, húsnćđi sem sagnfrćđingi og framleiđanda heimildamyndarinnar ţykir greininga of lítiđ fyrir ţađ verđ. Gefiđ er í skyn, ađ íslenska ríkiđ og hinir 12 athafnamenn sem stóđu ađ ţessu dćmi hafi látiđ hlunnfara siga, ađ ţađ hljóti ađ hafa veriđ betri stađir til en ţessi „hola" sem leigđ var út af El Al fyrir stórfé. Sólveigu Ólafsdóttur verđur svara fátt ţegar hún er spurđ hvađ mikiđ ţađ 1250 pund séu. Ţađ rétta er ađ 1250Ł áriđ 1966 er sama og 19.507Ł í dag, eđa um 3.745.150 ISK, sem eru svo sem lambaspörđ miđađ viđ ţađ sem menn taka fyrir sinn snúđ á Íslandi í dag fyrir einhverja smágreiđa eđa ţjónustu.  Sólveig heldur ţví fram í myndinni, ađ árslaun einhvers ótiltekins starfsmanns Flugfélagsins (kannski Páls Heiđars Jónssonar?) í London hafi veriđ 1250Ł á ţessum tíma. Hvađ kemur ţađ málinu viđ og hvar er sönnunargagniđ?

Heldur sagnfrćđingurinn ađ „jafnlaunastefna" hafi ríkt á Englandi á gullöld Labour? Ţađ kostađi á láta menn finna fyrir sig húsnćđi á ţessum tíma í heimsborginni. Íslendingar fengu enga sérmeđferđ. Björn Björnssonvar, sem formađur Íslendingafélagsins og eini íslendingurinn í framtaki í Lundúnum, mörgum hnútum kunnugur.  Hann var ekki óţekktur fyrir glćsileika ţegar ţurfti ađ búa til veislu og ţćr kosta eins og kunnugt er. Íslendingar héldu lengi vel á 7. áratugnum árshátíđir á Dorchester Hotel. Ţetta var bara dćmigert fyrir flottrćfilshátt Íslendinga. Flottasta hóteliđ, ekkert minna gat gert ţađ.

Ţví er haldiđ frem ađ „ţeir" (strákarnir í Icelandic Food Centre) hafi fariđ út til ađ „sigra heiminn" vegna ţess ađ ţeir hafi skrifađ undir leigusamning til 14. ára. Var hćgt ađ fá stađ í miđborg London á leigusamningi til fćrri ára á ţessum árum?  Ţetta verđur ađ minnsta kosti ađ rannsaka áđur en ţví er haldiđ fram ađ menn hafi ćtlađ sér ađ sigra heiminn međ lambalćri, London lambi, rćkjum og humri. Mig minnir ađ ýmis lönd vćru međ landkynningarveitingarstađi í Lundúnum á ţessum árum, og ţess vegna reyndu menn ađ gera sitt besta. En ţeir eru nú, löngu síđar, ásakađir um ađ hafa veriđ fyrstu útrásarvíkingarnir. Ţađ er einfaldlega mjög óréttlátt og lýsir betur lélegri rannsóknarvinnu en ţeim mönnum sem er veriđ ađ dćma.

Gröndal međ trekkplástrunum

Voru gengilbeinurnar sexí trekkplástur?

Eitt ađ ţví einkennilegasta í heimildarmyndinni  finnst mér undirtónninn um ađ stúlkurnar sem unnu í peysufötum og appelsínugulum treyjum og hnésíđum (MIDI) pilsum á Iceland Food Centre hafi veriđ ţar til ađ trekkja kúnna ađ međ útliti sínu og "sex appíl". Ţćr koma sjálfar af fjöllum, en voru náttúrlega gullinhamraslegnar, ţegar ţćr eru spurđar um ţá hugdettu. Mér finnst jafnvel ađ veriđ sé ađ gefa í skyn skyn ađ karlarnir í tengslum viđ ţetta framtak hefi veriđ gömul svín. Ţađ ţykir mér langsótt í meira lagi. Ađ ţađ hafi átt ađ nota stúlkur sem trekkplástur kemur nú ekki fram í neinum heimildum. Ungar konur voru oft gengilbeinur á ţessum tíma, fyrr og síđar, og ţótt ein ţeirra hafi leikiđ dóttur jólasveinsins og klćđst nýjustu tísku og sokkabuxum úr Carnaby street, er eitthvađ athugavert viđ ţađ?  Skrítiđ ađ sagnfrćđingur á 21 öld finnist ţađ kyndugt, en misjafnt er auđvitađ ţol manna og kynáhugamál. Stúlkurnar á IFC í Lundúnum voru ugglaust frómar en lífsgalađar stúlkur sem ekkert gerđu annađ en ađ púla til ţess ađ koma „íslenskri matarmenningu" á framfćri. Ţćr áttu ekki neinn ţátt í ţví ađ ţađ mistókst. Ţćr eiga ţví ekki skiliđ ađ verđa skotspćnir femínístiskrar fantasíu.

Santa baby 

London Lćri - eđa réttara sagt lćrin á dóttur jólasveinsins

Nćr hefđi veriđ ađ dvelja viđ framleiđanda innréttingarinnar sem grćddi á fingri og tá viđ ţetta ćvintýri og jafnvel ţá er ţví lauk.

Getur kannski veriđ ađ menn hafi veriđ meiri kosmópólítanar áriđ 1966 en 2012? Nú er harđstífur mórall og vísifingur femínistaruglsins á lofti í öllum frćđum sem kallast hugvísindi. Allt er gert ađ klámi. En umbreytt peysuföt eru ekki verđa aldrei sexí, ekki einu sinni í augum fornleifafrćđings. En ekki ćtla ég ađ ađ sökkva mér frekar í fantasíur femínistanna. 

Kokkurinn á BSÍ er engin heimild heldur léleg fylling

Bjarni Snćđingur

Bjarni Snćđingur međ ţađ besta í íslenskri matargerđalist - velbekomme!

Ađ lokum má nefna, ađ ţađ virkar sem ótrúverđugleiki ađ spyrja  einhvern braskokk á BSÍ álits á veitingarekstri í London sem hann kom hvergi nćrri. Kokkurinn á BSÍ var varla fermdur ţegar ţetta ćvintýri var sett á laggirnar og ţví eru ţađ einungis djúpsteiktar kjaftasögur og brasađ slúđur sem hann hefur upp á ađ bjóđa međ Gróubúđingi međ rugli og rjóma á Leiti. Ţórđur Sigurđsson, sem kemur einstaklega trúverđuglega fram í myndinni, vann hins vegar á Iceland Food Center í London. Ţorsteinn hefđi átt ađ láta nćgja viđtal viđ hann í stađ ţess ađ fara ađ fá hrćring frá braskokki á BSÍ eđa fínni smábitakokki í London í dag. Mađur bjóst jafnvel viđ ađ Sćnski kokkurinn úr Prúđuleikurunum kćmi og syngi eina uppskrift frá Iceland Food Centre.

Páll Heiđar Jónsson, sem nýlega er látinn, var líka kallađur til sem samtímaheimild, ţar sem hann sat broslega setningarhátíđ stađarins. Broslegar uppákomur voru margar á Íslandi og á vegu landsins erlendis og ekki viđ öđur ađ búast ađ fá eina slíka viđ opnun Iceland Food Center. Í litlu landi, ţar sem menn vilja vera marktćk ţjóđ, verđur margt ađ grátbroslegri uppákomu. Ţađ verđur bara ađ taka međ og sćtta sig viđ einkennilegheit Íslendinga og afdalahátt. Svona voru tímarnir. Viđ höfđum ekki građa kentára í sendiherrastöđum ţa. Ţađ voru líka skrítnir tímar ţegar Páll heitinn hćlađi međ öđrum nýnasistum í Kópavogskirkjugarđi viđ legstađ ţýskra sjóliđa úr 2. heimsstyrjöld - ţessi annars svo prúđi mađur. 

Dorchester 1963

Íslendingar halda veislu á dýrasta hótelinu í London áriđ 1963

Ţegar ég var ađ skrifa ţessa grein, rakst ég á mynd af manni í einum af flottrćflaveislum Íslendingafélagsins í London á Dorchester Hotel, einu dýrasta hótelinu í Lundúnaborg. Ţetta er Loftur „flugkappi" Jóhannesson, dáđur af sumum sem „íslenskur billjóneri" sem meikađi ţađ hér um áriđ. Hann var ţó ekkert annađ en ómerkilegur vopnasali sem ţjónustađi hryđjuverkaríki og vann fyrir Stasi í vopnaflutningum. Sjá nánar um Loft flugkappa í dag. Ţorsteinn J. ćtti kannski ađ ađ búa til eina bláa mynd um hann. Bláa, ţví ţegar ég hugsa til baka um mynd Ţorsteins er ţessi blámi sem er yfir öllu. Gott trikk, en gert of mikiđ úr ţví. Horfiđ nú á mynd Ţorsteins J.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband