Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016

Ísland í töfralampanum: 1. hluti

magic-lantern.png

Inngangur og minningar

Nýverið var hér á Fornleifi greint frá fyrstu kvikmyndinni sem tekin var upp á Íslandi. Hún hefur því miður fallið nokkuð í gleymsku, enda  eru engin þekkt eintök af henni til. Við höfum þó lýsingar um efni hennar eftir kvikmyndatökumanninn.  

Nú heldur myndafornleifafræði Fornleifs áfram. Næstu daga býður Fornleifur lesendum sínum  upp á nokkrar myndasýningar og tilheyrandi fróðleik upp á gamla mátann. Það verða því miður ekki týndar íslenskar kvikmyndir heldur myndaskyggnur, einnig kallaðar skuggamyndir, sólmyndir eða  ljóskersmyndir. Fyrir þá sem ekki muna tímana tvenne, verð ég að skýra út fyrir ungu kynslóðinni. Myndunum var varpar upp á tjald eða vegg með hjálp ljóskastara/lampa, sem kallaður var Lanterna Magica, eða töfraljósker og töfralampi á íslensku.  

Engin þörf er hins vegar lengur á að sýna myndirnar á tjaldi með lampa, enda eru það skyggnurnar sem er hið bitastæða og þær er í dag meira að segja hægt að sýna á bloggi og gera þannig fleirum kleift að sjá myndir frá Íslandi 19. aldar.

Þetta verður fróðleikur um einu varðveittu Laterna Magica glerskyggnurnar frá 19. öld með myndum af fólki og náttúru Íslands. Fornleifur festi fyrir skömmu kaup á slíkum myndum á  Bretlandseyjum. Þær eru nokkuð einstakar og afar sjaldséðar. Sérfræðingar sem skráð hafa og fengist við að safna fræðslu- og ferðaskyggnum frá síðari hluta 19. aldar við háskóla á Bretlandseyjum og í Þýskalandi hafa aldrei séð svo gamlar skyggnur með myndum frá Íslandi. Áður en Fornleifur fann þær og keypti voru þær aðeins þekktar úr sölulistum, katalógum, frá fyrirtækjum á Bretlandseyjum sem framleiddu og seldu seldu slíkar skyggnur á síðari hluta 19. aldar.

Laterna Magica í Stykkishólmi árið 1966

Fæstir Íslendingar hafa líklega séð skyggnumyndir sýndar með laterna magica vél. En ég er nú svo gamall að hafa orðið vitni að sýningum með slíkri vél. Það var í Stykkishólmi árið 1966, þar sem ég dvaldi nokkrar vikur í sumarbúðum hjá kaþólskum nunnum  St. Franciskusreglunnar, sem þær ráku í samvinnu við Rauða Krossinn. Reglan reisti spítala í Stykkishólmi á árunum 1934-1936. St. Franciskussysturnar sáu að miklum hluta um rekstur á spítalanum allt fram til 2006 að spítalinn var seldur íslenska ríkinu. Klaustur er þar enn og síðar er komin önnur regla en St. Franciskusarreglan í klaustrið í Sykkishólmi, en það er önnur saga.

stykkisholmsspitali.jpgÁ efstu hæð spítalans í Stykkishólmi, eiginlega undir þakinu á hæð þar sem gluggarnir voru einungis mjóar rifur, gistu krakkar, kaþólskir og aðrir og tilheyrði ég síðastnefnda hópnum. Nunnurnar í Stykkishólmi voru hinar bestu konur, sem kunnu að annast börn. Öllum leið þar vel. Manni þótti vitaskuld skrítið að búa á spítala þar sem einnig var vistað fatlað fólk, andlega vanheilt og elliært.  Spítalinn var víst að hluta til útibú fyrir konur frá Kleppi eins og Ólafur P. Jónsson læknir lýsti í læknablaðinu árið 1960 (sjá hér og hér). Ólafur skrifaði "...hafa að jafnaði verið vistaðar hér frá 19 og upp í 23 konur á vegum Kleppsspítalans. Hin síðari ár hafa auk þess dvalið hér nokkrir fávitar."

Meðal krakkanna sem dvöldu í Stykkishólmi fóru miklar sögur af konu sem kölluð var Gauja gaul, sem átti það til að góla og garga. Ég sá hana aldrei, en við krakkarnir töldum okkur stundum heyra í henni, að því er við héldum. Þó alltaf væri mikið brýnt fyrir okkur að hlaupa ekki niður tröppurnar með látum, flýttum við okkur venjulega á tánum framhjá þeirri hæð þar sem hún dvaldist á, þegar við gengum niður tröppurnar á Spítalanum til að komast í matsal og tómstundasal á jarðhæð. Við mættum hins vegar stundum "fávitum" Ólafs læknis á ganginum og held ég að maður hafi líklega fyrr en flestir jafnaldra sinna lært sitthvað um veikleika mannkyns og að bera virðingu fyrir lítilmagnanaum við að dvelja hjá nunnunum í Hólminum.

Dvölin í Stykkishólmi var ævintýri líkust og nunnurnar, sem sumar voru menntaðar í uppfræðslu barna, áttu sem áður segir einnig töfralampa. Hann var af tiltölulega nýrri gerð, af síðustu tegund slíkra slíkra lampa sem framleiddir voru, fyrir utan ráðstjórnarríkin . Þetta var ekki skyggnumyndavél fyrir 35 mm "slætur" eða stærri glerskyggnur (6x6) sem einnig voru þá á markaðnum. Myndarúllum í lit og svarthvítu var rennt gegnum vélina með handafli. Sýningar úr þessari vél þóttu krökkunum mjög merkilegar, þó maður kæmi frá heimili með Kanasjónvarpið þar sem hægt var að horfa á teiknimyndir allan liðlanga laugardaga og stundum aðra daga líka.

Systur sem hétu Harriet, Lovísa og Henríetta, sumar hverjar frá Belgíu, svo og íslenskar konur sem unnu í sumarbúðunum, sýndu okkur þessar myndir fyrir háttinn í lok leiktíma á kvöldin og sögðu okkur sögur með þeim. Eins var horft á myndasyrpur úr töfralampanum þegar veður voru vond og ekki tilvalin til útiveru.

scan10009_a.jpg

Ekki á ég neinar ljósmyndir frá laterna magica myndasýningum nunnanna í Stykkishólmi, en hér er ég að vega salt, nýkominn í Stykkishólm vorið 1966. Ég sit þarna efst á saltinu, himnasendur fyrir framan kapelluna við St. Franciskusarspítala í Stykkishólmi. Vel var tekið á móti eina dökkhærða drengnum í Stykkishólmi það sumarið. Flestir drengjanna á þessari mynd voru úr þorpinu og vildu vera vinir manns vegna þess að ég var úr Reykjavík. Það var sjaldan að þeir sáu slíka villinga úr stórborginni. En fyrst og fremst var ég nú áhugaverður vegna þess að ég átti forláta sverð úr plasti með rómversku lagi. Sverðið kom ekki  með mér suður að lokinni 5 vikna dvöl. Eins og þið sjáið  á myndinni var höfðingi hinna ljóshærðu þegar búinn að semja frið við þann hrokkinhærða að sunnan fyrir rómverska brandinn. Líklega hef ég gefið heimamönnum sverðið að lokum fyrir vernd og vinsældir. Ljósm. Erla Vilhelmsdóttir.

holmarar_me_sver_i.jpg

Ægir í Hólminum

Við smá eftirgrennslan á veraldarvefnum fann ég nafn á manni, Ægi Breiðfjörð Jóhannssyni, sem ég taldi líklegan til að vita eitthvað um sýningarvél nunnanna í Stykkishólmi. Ég hringdi nýlega snemma morguns í Ægi, en hann er umsjónamaður fasteigna á St. Franciskusspítala í Hólminum og bloggari á blogginu Gáð ofan í Glatkistuna. Ægir er einnig mikill áhugamaður um Camera Obscura(sjá hér).

Hann hefur líklega haldið að það vantaði rúm uppi á 3. hæð. Fljótlega kom í ljós að Ægir er mikill áhugamaður um Laterna Magica, því hann hefur í sínum fórum sýningarvél St. Franciskussystranna í Stykkishólmi og myndarúllur þeirra.

lanterna_magica_sth_2_1280682.jpg

Hér sést sýningarvélin í Stykkishólmi og lítið safn nunnanna af rúllum með myndasyrpum fyrir þessa vél. Ljósmynd Ægir Breiðfjörð Jóhannsson.

Ægir sendi mér góðfúslega mynd af sýningarvélinni og sömuleiðis af nokkrum af þeim rúllum sem sýndar voru í þessari vél. Ég taldi mig muna sýningar á rúllum með belgísku teiknimyndafígúrunum Strumpunum. Þar leiðrétti Ægir mig, því hann finnur aðeins i dag kvikmyndir með Strumpunum. Kvikmyndir voru líka sýndar í Stykkishólmi, en sjaldnar, því ég man að peran sprakk í kvikmyndsýningarvélinni meðan að ég var í Stykkishólmi. Kassinn með rúllunum á myndinni hér fyrir ofan inniheldur ýmis konar efni ættað frá Belgíu, og tel ég ljóst, að nunnurnar hafi ekki sýnt okkur allt. Ekki man ég t.d. eftir mjög safaríkri rúllu um heilaga Fatímu frá Portúgal, sem Ægir sendir mér mynd úr. Skyggnulýsingar með henni hafa nunnurnar unað sér við eftir að börnin voru farin að sofa. Það er kaþólskt hard-core og aðeins fyrir fullorðna.

Þarna var hann þá aftur kominn, töfralampi æsku minnar, sem enn var mér minnistæður eftir 50 ár. Tækið var af fínustu gerð frá Karl Leitz í Þýskalandi. Mér sýnist einna helst að að þetta sé Ernst Leitz Episcope af gerðinni Leitz/Leica Prado 500, með 200 mm Dimar linsu. Myndasyrpan hér fyrir neðan er gerð úr eftirmyndunum sem Ægir Breiðfjörð Jóhannsson hefur látið gera eftir rúllunum belgísku í Stykkishólmi. Mér telst til að rúllur þessar í Hólminum séu það sem menn koma næst Dauðahafsrúllunum í Hólminum.

myndir_i_stykkisholmi.jpg

myndir_ur_stykkisholmi_2.jpg

Ísland í töfralampanum 2. hluti


Sjóræningjaleikur í sandkassa: Gullskipið fundið

het_wapen_van.jpg

Fáeinir fullorðnir menn á Íslandi ætla í sjóræningjaleik í sumar. Þeir eru meira að segja búnir að fá til þess leyfi frá Minjastofnun Íslands, sem hins vegar bannar á stundum fornleifafræðingum að rannsaka menningararfinn.

Leyfið til sjóræningjanna gengur út á að svífa yfir sanda með mælitæki til að finna gull og geimsteina. Fornleifafræðingur verður að vera með í sandkassaleiknum segir í leyfinu. Sá aumi félagi úr íslenskri fornleifafræðingastétt sem tekur slíka róluvallaleiki að sér verður sér til ævarandi skammar og háðungar. Hann verður þó líklega sá eini sem græðir á ævintýrinu, ef honum verður yfirleitt borgað. Það verður þó aldrei greiðsla í gulli, geimsteinum, demöntum eða perlum.

Minjastofnun hefur leyft fyrirtæki ævintýramanna undir stjórn Gísla nokkurs Gíslasonar að leita að "Gullskipinu" margfræga, sem er betur þekkt annars staðar en á Íslandi sem Het Wapen van Amsterdam. Síðast er leitað var að flaki þessa skips sem strandaði við Ísland árið 1667, fundu menn þýskan togara sem strandaði árið 1903. Hafa sumir greinilega ekkert lært af því. Þessi greindartregða virðist lama allt á Íslandi. Þetta er eins og með hrunið. Það var rétt um garð gengið þegar menn byrjuðu aftur sama leikinn og rotnir pólitíkusar taka ólmir þátt í græðgisorgíunni.

Leitið og þér munið finna

Stofnað hefur verið sjóræningjafyrirtæki sem kallar sig Anno Domini 1667. Sjóræningjarnir eiga sér einkunnarorð. Það er vitaskuld stolið, og það úr sjálfri Biblíunni: "Leitið og þér munið finna." Þeir rita það á bréfsefni fyrirtækisins á latínu. Afar furðulegt þykir mér, að menn sem eru svo vel sigldir í fleygum setningum á latínu geti ekki lesið sér heimildir um skipið Het Wapen van Amsterdam sér til gagns.

Sjóræningjarnir gera sér von um, samkvæmt því sem þeir upplýsa, að finna 1827 tonn af perlum. Vandamálið er bara að farmskrár skipanna, sem Het Wapen van Amsterdam var í samfloti við þegar það strandaði við Íslandsstrendur, upplýsa ekkert um 1827 tonn af "ýmis konar perlum", heldur um 1,827 tonn af perlum sem voru ekki nauðsynlega á Het Wapen van Amsterdam. Yfirsjóræninginn hjá 1667, Gísli Gíslason menntaðist víst í Verslunarskólanum, til að byrja með. Þar hélt ég að menn hefðu lært á vigt og mæli. Lítið hefur Gísli greinilega lært, því 1,827 tonn (þ.e. eitt komma átta tvö sjö tonn) verða að 1827 tonnum af perlum. Hvernig getur það verið að þessum talnasérfræðingi sé veitt leyfi af ríkisstofnum til að leika sjóræningja sem leitar að sandkorni í eyðimörkinni? Hvað halda landkrabbarnir í sjóræningjafélaginu að skipið hafi eiginlega verið stórt?

Slíka vitleysu höfum við séð áður í tengslum við leit að "Gullskipinu", þegar "fróðir menn" héldu því fram að rúm 49 tonn af kylfum og lurkum væru um borð (sjá hér). Á einhvern ævintýralegan hátt tókst einhverjum álfi að þýða orðið foelie sem kylfur.  Þetta var alröng þýðing eins og ég fræddi lesendur Fornleifs um fyrr á þessu ári, áður en að kunngert var að sjóræningjaleikur myndi fara fram aftur á Skeiðarársandi. Foelie er gamalt hollensk heiti fyrir múskatblóm, hýðið utan af múskathnetunni. Þetta krydd, sem hægt er að kaupa undir enska heitinu mace á Íslandi, var fyrrum gulls ígildi. Þó að það hafi verið um borð á Het Wapen van Amsterdam, er ég hræddur um að Matvælastofnum geti ekki leyft neyslu þess. Síðasti söludagur rann ugglaust út fyrir nokkrum öldum. Ef múskatblóma fyndist væri úr henni allur kraftur og hún væri frekar vatnsósa og ónýt til matargerðar.

Það verður að grípa í taumana. Sjóræningjar mega ekki ganga lausir á Íslandi. Einnig mætti ráða hæft fólk til Minjastofnunar. Mest að öllu vorkenni ég börnum íslensku sjóræningjanna sem eyða peningum fjölskyldna sinna sem ella gætu hafa runnið til barna og barnabarna mannanna, sem vonandi munu stíga meira í vitið en þeir. Öll vitum við að síðustu karlarnir með Asperger-heilkenni sem leituðu að "Gullskipinu" eins og að sandi í eyðimörkinni létu íslenska ríkið ganga í ábyrgð fyrir vitleysunni.

Mann grunar að menn eins og fyrrverandi sjálfkrýndur "forleifaráðherrann", Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefði verið til í svona sjóræningjaleik. Vonandi hefur hann nú ekki skrifað undir gruggugan sjóræningjasamning hjá 1667 sem skattgreiðendur verða svo að borga á endanum eins og allar aðrar vitleysur í íslensku þjóðfélagi. Legg ég hér með til að sjóræningjarnir fari frekar og hjálpi kollegum sínum, íslensku stórþjófunum og skattskvikurunum við að grafa upp gull þeirra og geimsteina í heitum sandinum á Tortólu, og skili sköttum og gjöldum af því fé í sameiginlega sjóði landsins. Það væri þjóðþrifamál á við nokkur gullskip.

Myndin efst

er hluti af stærra málverki eftir hollenska meistarann Aelbert Cuyp. Þarna sjást tvö skip VOC (Vereenigde Oost-Indische Compagnie/Sameinaða Austur-indíska Verslunarfélagsins) í Batavíu um 1660. Batavía var helsta höfn Hollendinga í Indónesíu. Í dag heitir borgin á þessum stað Jakarta. Ef vel er af gáð, sjá menn kannski að skipið til hægri ber skjaldamerki Amsterdamborgar.

Hugsanlega er þetta skipið sem menn eru að leita að á Íslandi. Einhver annar en listamaðurinn Cuyp hefur skrifað 'Banda' á skut skipsins. Banda var ekki nafn þessa skips heldur höfnin á samnefndri eyju á Malaccasundi, þar sem múskattréð óx upphaflega. Höfnin í Banda var heimahöfn múskatsskipsins Het Wapen van Amsterdam, sem sigldi með mörg tonn af því verðmæta kryddi í síðustu för sinni. Menn mega trúa mér eða ekki. Ef ekki, mega þeir trúa ævintýramanninum Old Red Gísli Gold sem hér sýnir innistæðulaust sjóræningjakort nútímans, með leyfi Minjastofnunar Íslands til að leita uppi vitleysuna endalausu. Það kalla menn víst ævintýri.

0aaba8bfd1812b33b5fc646681a5c432.jpg


Sagnfræðilegt mat á tveimur forsetaefnum

dreamland_965260.jpg

Það er skrítið hvernig nasisminn loðir við suma forseta og forsetaframbjóðendur á Íslandi. Allir þekkja örugglega örlítið til sonar Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins. Sögurnar eru margar upp lognar, aðrar réttar.

Ég leyfði mér nýlega að skrifa smá viðbætur við þá sögu (sjá hér) sem ekki voru áður þekktar. Ég uppgötvaði fyrr á árinu, að Björn gerðist SS-dómari í lok stríðsins og dæmdi mann til dauða fyrir liðhlaup. Þetta hafði sonur forsetans tíma til að gera þegar hann var ekki að leggja litla, sæta danska skrifstofukonu hjá SS í einelti, bæði vegna þess að hann hafði kynferðislegan áhuga á henni en einnig vegna þess í ljós kom að hún hafði verið kunningi dansks gyðings sem tókst um tíma að plata Gestapo þannig að þeir héldu að hann væri Dani sem vildi njósna í þágu Þjóðverja.

Það notaði Björn gegn konunni, þegar hún hafnaði tilburðum hans við að sænga með henni. Björn hafði meira að segja skaffað íbúð handa skrifstofupíunni og samverkakonu hennar, og hélt greinilega að hann með lyklavöldin hefði ótakmarkaðan aðgang að konu þessari. Hitnar nú yfir 1000 gráður. Gyðingurinn, sem hún hafði þekkt, og sem einnig hafði fallið fyrir fegurð hennar, hafði litað á sér hárið, gult og síðar rautt. Með því furðulega uppátæki var hann fyrst og fremst að reyna að bjarga ættingjum sínum í fanga og útrýmingabúðum Evrópu.

Þessi maður, Jacob Thalmay að nafni, ætlaði með gagnnjósnum að freista þess að komast til Þýskalands undir fölsku flaggi. Hann missti hins vegar lífið fyrir bragðið, þar sem íslenska hetjan Guðmundur Kamban bar kennsl á hann og sagði Þjóðverjum hver hann var. Gyðingurinn hafði búið í sama húsi og Kamban á Østerbro. Þetta hefur vitanlega ekki komið fram í ævisögum um Björn Sv. Björnsson eða Kamban, frekar en sú vitneskja að Kamban hafi þóst verið sérlegur sérfræðingur nasista í kalkúnum í Evrópu á fyrri hluta miðalda. Meira um það síðar á Fornleifi. Þangað til geta menn fræðst hér og hér.

toepfer_hess.jpg

Rudolf Hess með Töpfer

Andra Snæ langar að stýra Draumalandinu 

Þótt langt sé um liðið frá lokum síðar stríðs, flækist það á hinn furðulegasta hátt fyrir forsetaframbjóðendum nútímans. Fyrst er það náttúrudrengurinn Andri Snær - Tarzan Íslands, sem nú er búinn að taka allan vafa af áætlunum sínum. Hann nennir ekki að skrifa lengur, nema undir lög. Já, hann er einnig líka örlítið nasífíseraður. Fyrir nokkrum árum tók hann á móti stórfé frá þýskum sjóði sem stofnaður var af gömlum nasista - en ekki hvaða nasista sem er. Það fúlmenni hét Alfred Töpfer(1894-1993) og var félagi í SS. Hann var m.a. foringi í gagnnjósnadeild í París. Hann komst í álnir vegna starfa sinna fyrir SS. Starf hans var að ræna fé af fórnarlömbum nasismans. Hann stórgræddi á stríðinu. Seldi meðal annars kalk til Lodz ghettósins, sem notað var til að hella yfir líkhrúgurnar. Eftir stríð hafði hann í þjónustu sinni stríðsglæpamenn eins og  Edmund Veesenmayer sem hafði unnið með Adolf Eichmann við morð á 400.000 ungverskum gyðingum. Hjá honum starfaði einnig Hans-Joachim Riecke, sem var viðriðinn útrýmingu á rússneskum föngum.  Allt fram til 1970 studdi Töpfer nasistann Thies Christoffersen fjárhagslega, (Christoffersen bjó um tíma í Danmörku), Christoffersen gaf síðar út ritið "Lygarnar Um Auschwitz" (Die Auschwitzlüge). 

Af sjóðum þessa Töpfers hefur náttúrubarnið Andri Snær einnig verið alinn og notið góðs af illa fengnu fé líkt og einn helsti helfararafneitari Dana. Það finnst mér álíka ósiðlegt og að fela fé sitt á aflandseyjum. En Andri Snær sér ekkert athugavert við að hafa verið styrktur fyrir fé sem græddist á því að heygja gyðinga undir kalki og stefnir beint í virðulegasta embætti Íslands. Spurningin er bara, hvort umheimurinn muni ekki spyrja Andra forseta, hvað hann hugsaði, ef þá nokkur,  er hann tók við morðfé frá SS-Töpfer? Já, ein réttmæt spurning til viðbótar. Gaf Andri fé sitt úr fjöldagröfunum upp  til skatts? 

arctic_a_skotlandi_1942.jpg
Frystiskipið Arctic sem kyrrsett var um tíma á ytri höfninni við bæinn Gourock á vestursströnd Skotlands sumarið 1942. Afa Guðna Th. og nafna var falið að að halda áhöfninni um borð, en Bretar fengu einn Íslending í áhöfninni til að ljóstra upp um áhöfnina. Sá hét Hallgrímur Dalberg og varð síðar starfsmaður í íslenskum ráðuneytum.

Guðni Th. og nafni hans á frystiskipinu Arctic

Hinn ágæti sagnfræðingur Guðni Thorlacius Jóhannesson, sem alltaf er til í fréttaskýringar og tilfallandi barning á Ólafi Ragnari Grímssyni á besta útsendingartíma, og sama hvað rætt er um, er nú enginn heiða-Tarzan. Ég hef gaman af Guðna og gæti vel hugsað mér að kjósa hann eftir svona 8-12 ár, þegar hann hefur nægan þroska til.  Áður en það gerist gæti ég vel hugsað mér að spyrja Guðna, af hverju hann setti eftirfarandi athugasemd sína við á síðu sem Óli nokkur Ragg heldur úti og sem kallast Fragtskipaskrá Óla Ragg:

"Kærar þakkir fyrir þessa fróðlegu Arctic-frásögn." (15.2.2015).

Þarna þakkaði Guðni Óla Ragga fyrir frásögn af skipinu Arctic sem afi Guðna og nafni sigldi um tíma á sem 1sti stýrimaður. Því miður er frásögn Óla Ragg sem Guðni gleðst yfir langt frá sannleikanum og heilu kaflana vantar í sjóferð Arctic hjá Óla Ragg farskipafræðingi. Öðru safaríkara er bætt við.

Það undrar mig að Guðni, sem nú hugsar sinn gang varðandi Bessastaðavist, þakki fyrir slíkt - í ljósi þess að hann er sagnfræðingur og veit hvernig maður á að nálgast heimildir öðruvísi en að vitna aðeins í "eina hlið" málsins. Arctic-málið er nú flóknara en sem svo. Njósnari sá sem var um borð á skipinu og sem sendi út veðurskeyti fyrir Þjóðverjana var í nánu sambandi við Helga Jónsson nasista og kaupmann í Keflavík. Afi Guðna forsetaefnis var hins vegar "bara stýrimaður", og kom svo vitað sé ekkert nálægt Þjóðverjum í þeirri för Arctic til Vigo á Spáni, sem varð svo afdrifarík fyrir hann, að hann var að sögn barinn í plokkfisk af Bretum á Kirkjusandi eftir heimkomuna frá Bretlandseyjum. En var það nú það sem gerðist? Vart hefur Guðni forsetaefni aldur til að muna afa sinn vel, og ólíklegt tel ég að afinn hafi sagt nafna sínum sögur af Arctic, áður en hann dó þegar Guðni yngri var á 8. ári.  Kannski segir Guðni okkur þó alla söguna þegar hann er orðinn forseti, ef hann þekkir hana. Ef ekki gæti hann boðið mér í menningarkaffi á Bessastaði, jafnvel í Candle light dinner, þar sem ég gæti sagt honum sögur af hinu góða, en hripleka skipi, Arctic. Sagan sem hingað til hefur verið sögð er þó greinilega álíka óþétt og dallurinn, en virðist þó ekki valda Guðna neinum töluverðum áhyggjum sem sagnfræðingi.

Þetta voru nú bara minnispunktar um tvo af þeim mönnum sem vilja hugsanlega njóta útsýnisins frá Bessastöðum næstu fjögur árin. Ég verð að viðurkenna að ég veit ekkert hvor nasistadraugar og sjóferðarsögur sveimi í kringum hina frambjóðendurna, en mér þykir vitaskuld ótækt að maður eins og Andri Snær, sem hefur þegið fé sem safnaðist við þjóðarmorð, sé kosinn forseti - nema að hann skili því aftur. Náttúra Íslands gæti fljótt orðið að ónáttúru og Draumalandið að helvíti.

Sterkustu rök stuðningsfólks Andra Snæs síðast þegar ég benti á ósiðleika hans, er hann þáði fé úr illa fengnum sjóðum Töpfers, voru þau að ég hlyti sjálfur að hafa drukkið Fanta. Þjóðverjar þróuðu Fanta þegar þeir gátu ekki lengur fengið Coca Cola til að svala sér við gyðingamorðin. Vörumerkið Fanta var síðar notað af Coca Cola Company. Nei, ég drekk ekki nema til neyddur Fanta, en appelsínur eru vitaskuld alsaklausar og hollar ef þær eru ekki bragðbættar með nasistasykri. Ég bíð mig heldur ekki fram til Bessastaða eins og sá sem þáði morðfé frá Þýskalandi - Enda hef ég engin "lík í lestinni" og er ekki haldinn fanta-þorsta eftir peningum sem græddir voru á þjóðarmorði.


Mörg ljón verða á vegi íslensks prófessors

rosenborg.jpg

Prófessor einn við Háskóla Íslands hefur leitað að afdrifum íslenskra klausturgripa úr góðmálmi í þrjú ár. Á ferð í Kaupmannahöfn á kostnað þess sem styður rannsóknir hennar, "dettur" hún svo loks niður á heimild sem svarar öllum spurningum hennar. Hún viðurkennir reyndar að hún sé ekki fyrst manna til að uppgötva sannleikann, því sagnfræðingar hafa meira að segja nefnt heimildina fyrir 70-80 árum. Eins og Steinunn Kristjánsdóttir segir sjálf við Morgunblaðið með mikilli andargift:

„Ég trúi ekki að ég hafi fundið þessi skjöl og að þetta hafi verið svona. En þetta stend­ur þarna svart á hvítu. Og við skoðun eldri heim­ilda og verka fyrstu sagn­fræðing­ana hér á landi, upp úr 1900, þá má sjá að til dæm­is Páll Eggert Ólason not­ar þessi skjöl og seg­ir þetta - að á Íslandi hafi allt gjör­sam­lega verið hreinsað í burtu. En síðan virðast fræðimenn hætta að nota þau og vitna ekk­ert í þau. Ég var að minnsta kosti ekki fyrst til að finna þetta.“

Ljón á vegi klaustursérfræðingsins

Steinunn er svo sannarlega ekki fyrst til að oftúlka þessar heimildir í þjóðernisrembingslegu offorsi. Hún lýsir því svo, hvernig hún rauk út á Rósenborgarsafn eftir að hafa uppgötvað hinn mikla sannleika, svartan á hvítu. Svo greinir prófessorinn og klausturfræðingurinn, sem enga menntun hefur í miðaldafornleifafræði, frá því að ljón hafi orðið a vegi hennar í höllinni. Nei, látum hana sjálfa segja frá því. Þessu lýsir hún best sjálf:

"Ég rauk svo út í Ró­sen­borg­ar­höll, sem Dana­kon­ung­ur byggði upp úr 1600, því þar er minja­safn dönsku krún­unn­ar. Þar er nátt­úru­lega bara allt silfrið, þar á meðal þrjú ljón í fullri stærð, sem sögð eru hafa verið steypt úr inn­fluttu silfri í kring­um 1600".

Við Morgunblaðið heldur Steinunn því fram að þar sé allt silfrið frá Íslandi niður komið, meðal annars ljónin í fullri stærð, sem prófessorinn heldur fram að hafi verið steypt úr innfluttu silfri í kringum 1600. 

Ég bið lesendur mína afsökunar á því að þetta er farið að hljóma dálítið ad hominem, en það er það alls ekki. Þið getið lesið margar greinar hér á Fornleifi um skissur og mistök Steinunnar, sem sýna að hún hefur stundum ekkert vit á því sem hún skrifar um. Það er ekki bara ég sem er á þeirri skoðun. Menn geta lesið ritdóm Guðrúnar Ásu Grímsdóttur á bók Steinunnar um Skriðuklausturrannsóknir sem birtist í Árbók hins íslenzka fornleifafélags árið 2012. Ég er sjálfur farinn að hafa áhyggjur. Steinunn Kristjánsdóttir heldur því fram við einn aðal fjölmiðilinn á Íslandi (Morgunblaðið) þann 3. apríl 2015 (tveimur dögum eftir 1. apríl) að ljón Danakonunga í Rósenborgarhöll séu úr innfluttu silfri kringum 1600 og gefur í skyn að silfrið sé m.a. komið frá Íslandi (sjá hér).

209551.jpg

Alvarlegur þekkingarbrestur prófessors á sögu landsins

Ljónin þrjú í Rósenborgarhöll voru gerð af þýskættaða listamanninum Ferdinand Kübich í Kaupmannahöfn á árunum 1665-1670, nær 7 áratugum síðar en Steinunn heldur fram. Ekki 1 gramm af silfri í ljónunum eru ættað ofan af Íslandi, enda allur málmur úr íslenskum klaustrum, sem alls ekki urðu eins illa út úr klausturhreinsunum og klaustur í Danmörku og Noregi, löngu farinn í kostnað við hallir og hernað, kúlur og krúdt. Nákvæmar heimildir og rentubókafærslur eru til fyrir gerð ljónanna. Legg ég til að prófessorinn yfirlýsingaglaði kynni sér þær áður en hún gerir sig frekar að athlægi í fjölmiðlum.

Kann prófessorinn frá Íslandi ekki að lesa heimildir sér til gagns? Ég efa stórlega að ljón Friðriks þriðja frá 1665-70 séu nokkur staðar eignuð Kristjáni 4., nema af Steinunni Kristjánsdóttur. Þessi furðulega endurritun sögunnar, sem Steinunn er á kafi í, er einstök í sinni röð. Fræðilegt er það ekki, en það hljómar óneitanlega vel í fjölmiðlum og æsir einn og annan eins og athugasemd Jóns Vals Jenssonar við greinina um fund Steinunnar ber ágætt vitni um.

Hér má lesa aðra grein um fræðistörf prófessorsins.


mbl.is Dýrgripir Íslands bræddir í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vikings on Point Rosee - Some more evidence, please!

space_vikings.jpg
The International reporting of a possible Norse ruin on Point Rosee, Newfoundland, has reached new and unseen levels in the Viking-craze among some people in America (USA/Canada). Renowned space archaeologist Sarah Parkac and her husband and fellow archaeologist, Greg Mumford, have left the archaeological world close to speechless with their new discovery of "Viking enterprises" seen from outer space. With the help of satellite imagery, Dr. Parkac has located "something" on a small Peninsula in the south-west of Newfoundland. 

iron_lady_of_viking_space_archaeoogy_1279806.jpg

The new Iron lady of Viking-satellite studies

With hardly any evidence the world media is reporting something called a Viking settlement on heavily eroded Point Rosie. A report presented by Greg Mumford on Academia.edu really doesn't add so much more, except for a non detailed mention of a series of radiocarbon dates which might indicate a very wide habitation time span. Why are we not allowed to see the details? In the report, there is also not very detailed mention of a preliminary metallurgical report of 22 pages. The iron remains depicted in Mumford's Academia.edu report, which are referred to as "probables bog iron ore roasting installation" have to bee explained much better. It takes more than a charred stone to roast bog iron.

turf_at_point_rosie.jpg
Photographs of probable turf constructions found at Point Rosie bear very little resemblance to turf constructions of the early Icelanders and the first Norse settlers in Greenland. Other people than the Norse (Viking age settlers of Iceland and Greenland)built sod houses. Even the Dutch, in the late Iron Age as well as much later.

"Space archaeologist" Sarah Parkac, who allegedly located the structure on Point Rosee, although it is very clear on Google Earth after one plays with any photo processing program (see image at top), has made mistakes in her interpretation of ruins in Egypt. Maybe I am just too conventional and envious, when I suggest that egyptologists, who are the special protégés of the colourful State Archaeologist of Egypt, Zahi Hawass, who move into the boggy and foggy North Atlantic, do their homework. Before everything Norse is dubbed VIKING, and the archaeologist involved don't have the slightest clue how Norse turf structures look like, this find is being promoted as a sensation.

seyla.jpgIt is also to say the least sensational, that a "Viking expert" like Douglas J. Bolender, who belongs to a team doing research in North-Iceland, is the main authority on a "probably Norse settlement" in Newfoundland. The Boston based team lead by John Steinberger, which Bolender worked with at Stóra-Seyla in Skagafjörður, N-Iceland, once claimed the team had found a 11th century bronze coin from Denmark. With no coinage of bronze coins in Denmark at that time, I pointed out that a bronze coin in the 11th century Denmark would be a major sensation. The Viking experts from Boston didn't know that what they found was a dress ornament copying very crudely a coin, its depiction and legend. Although the team was notified about their hilarious mistake, the copper disc is still catalogued as a "coin/copper disc" in the reports and publications of the team. On Icelandic Television John Steinberg commented his use of geo-radars, which by the way has lead to lot of interesting results for Icelandic archaeology. Steinberg argued: "We can see what we are going to find, before we find it" (see here). My advise in 2008 was: "But you sure ain't goin' to discover what you find, if you don't make an effort to know". That is also an advise I would give the Egyptologists in Newfoundland, who use satellites in their quest for "Vikings", and don't have the faintest idea how the "Vikings" used turf.

With this recent turn in so called "Viking studies" on Point Rosee, which I hope will turn successful and produce better evidence, I wish that the Vikings will not be found on the moon, too soon.

There's a great discussion on the Rosee Point finding at FB North Atlantic Archaeology 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband