Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2017

Ţrjú gos eftir hádegi

bertuch_vol_4_3b.jpg

Á upplýsingaöld og vel fram á 19. öld hungrađi fólk í Evrópu eftir upplýsingum og myndum frá hinu framandi Íslandi. Oft gerđist ţađ, sökum myndaleysis, ađ ţeir sem sögđu frá Íslandi á einn eđa annan hátt, tóku upp á ţví ađ skálda í eyđurnar. Listamenn voru fengnir til ađ búa til myndir frá Íslandi, sem sođnar voru upp úr ţví litla sem menn vissu og ţekktu fyrir. Útkomurnar úr ţví gátu oft veriđ mjög spaugilegar.

bertuch.jpgÁriđ 1795 hófst merkur ţýskur bókaútgefandi í Weimar, Friedrich Johann Berduch ađ nafni (1747-1822, sjá mynd til vinstri), handa viđ ađ gefa út mikla ritröđ sem var ćtlađ heldri manna börnum til frćđslu og uppbyggingar. Verkiđ bar heitiđ Bilderbuch für Kinder: enthaltend eine angenehme Sammlung von Thieren, Pflanzen, Früchten, Mineralien  etc., og kom verkiđ út í 12 bindum frá 1795-1830. Tvö bindanna komu út eftir dauđa hans. Tólf binda frćđandi myndabók. Minna mátti ţađ vitaskuld ekki vera í hinum ţýska heimi.

Ísland, Íslendingar og íslensk náttúra voru tekin fyrir í tveimur bindanna, 4. bindi og (1802) og ţví 9. (1816).

Myndabćkurnar voru mikiđ verk og vandađ fyrir sinn tíma og myndir sumra ţeirra voru handlitađar. En galli var á gjöf Njarđar eins og fyrr segir ţegar fjarlćg lönd voru til međferđar, ţví oft lá ekki fyrir gott myndefni. Ţá tóku frumkvöđlar upplýsingarinnar upp á ţví ađ miđla tilbúningi eins og ţremur gosum.

bertuch_vol_4_5_b.jpg

Ţrjú gos og lautarferđ í Haukadal

Áriđ 1802 í fjórđa bindi verksins birtist vandlega unnin koparstunga sem sýna á landslag á Íslandi. Fremst í myndinni er Geysir samkvćmt textanum og Hekla og annađ eldfjall sést í bakgrunninum.

Skýringartextinn viđ myndina er ekki bara á ţýsku (Der Geyser und Hekla auf Island), heldur einnig frönsku (Le Geyser et le Hecla en Islande), ensku (The Geyser and Heckla in Iceland) og ítölsku (Il Gyser ed il Monte Heckla nell' Islanda), ein blađsíđa fyrir hvert tungumál (sjá hér). Ćtlunin var ađ heldrimannabörnin sem skođuđu hinn framandi heim myndanna lćrđu um leiđ ţrjú erlend tungumál. Jawohl!

bertuch_vol_4_4_b_1298656.jpg

Eru ţetta Íslendingar viđ "Geyser". Svona var ţetta kannski ţegar allir Íslendingar áttu hverinn. Ţrjú gos á sama dagi er reyndar enn blautur draumur ţeirra Íslendinga sem nú mata krókinn ćđi grćđgislega og mergsjúga ferđamennskuna á hinu heillandi Íslandi.

Ađrar myndir frá Íslandi voru í 9. bindi ţessarar frábćru myndabókar fyrir börn í tólf bindum og á fjórum tungumálum. Meira um ţćr í nćstu upplýsingaaldargrein Fornleifs.

Myndin er úr einkasafni yngri og fríđari bróđur Fornleifs.

V.Ö.V. febrúar 2017


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband