Fćrsluflokkur: Listasaga

Ţingsályktunartillaga fyrir ţá sem veggfóđra međ Kjarval?

louvre.jpg

Nýveriđ var sett fram ţingsályktunartillaga http://www.althingi.is/altext/143/s/0499.html sem er ćtlađ ađ stefna stigu viđ málverkafölsunum.

Gott og vel. Ég ţurfti ekki ađ lesa tillöguna lengi til ađ sjá, ađ hún ber fyrst og fremst hag ţeirra fyrir brjósti sem hafa látiđ snuđa sig međ ţví ađ kaupa fölsuđ málverk.  Á annarri blađsíđu tillögunnar kemur ţessi setning eins og skrattinn úr sauđaleggnum, en hún skýrir nú margt:

"Nokkrir einstaklingar urđu og fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna kaupa á fölsuđum myndverkum. Ţessari ţingsályktunartillögu er stefnt gegn slíkum svikum og ţví leggja flutningsmenn áherslu á ađ embćtti sérstaks saksóknara, sem fer međ efnahagsbrot, taki ţátt í ţeirri vinnu sem tillagan mćlir fyrir um."

Einn af ţeim sem ber fram tillöguna er Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir og fjármálasérfrćđingur. Ţađ leitar vissulega ađ manni sú spurning, hvort Vilhjálmur hafi talist til ţeirra mörgu vel stćđu Íslendinga sem ekkert vit höfđu á list, en sem  keyptu hana í metravís í góđćrinu til ađ betrekkja stofuveggina hjá sér.  Ég lćt spurningunni ósvarađ, ţví mér finnst tillagan öll full af ósvöruđum spurningum.

Eins finnast mér kjánar, sem í einhverjum snobbeffekt keyptu allt sem ţá langađi í, án ţess ađ hafa nokkurt vit á ţví sem ţeir keyptu, sjálfir bera ábyrgđ á slíkum mistökum. Slíkir einstaklingar eru ekki listasöfn. Ađalatriđiđ er ađ listasöfn landsins séu ekki ađ sýna falsađan menningararf, alveg sama hvađ hann er gamall.  

Ţessu er t.d. haldiđ fram í ţingsályktunartillögunni:

" Ótvírćtt virđist ađ á 10. áratug síđustu aldar hafi talsverđur fjöldi falsađra myndverka veriđ í umferđ á Íslandi og gengiđ ţar kaupum og sölum. Hefur veriđ sett fram sú tilgáta af fagmanni, sem ţekkir vel til íslenskrar myndlistar og myndlistarmarkađarins hér, ađ allt ađ 900 fölsuđ myndverk (málverk og teikningar) muni hafa veriđ á sveimi hérlendis á ţessum tíma."

Ég tel víst ađ fagmađurinn sem nefndur er hér sé Ólafur Ingi Jónsson forvörđur (sjá hér og hér). Ţó svo ađ ég trúi ţví fastlega ađ fölsuđ málverk hafi veriđ í umferđ og sannanir séu fyrir ţví, ţá hef ég ţví miđur enn ekki séđ neitt birt á riti eftir Ólaf, t.d. ítarlegar rannsóknir hans, sem rennt get stođum undir ţá skođun hans ađ 900 fölsuđ myndverk hafi veriđ á sveimi.

Mér ţykir einfaldlega ekki nćgilega undirbyggđ hin frćđilega hliđ ţessarar ţingsályktunartillögu, sem mest ber keim af ţví, ađ ţeir sem keypt hafa svikna list vilji fá hiđ opinbera til ađ setja gćđastimpla á verkin. Ađ mínu mati á slíkt ađeins viđ um verk í opinberri eigu. Ríkisbubbarnir, sem jafnvel höfđu Kjarval á klósettinu heima hjá sér, verđa sjálfir ađ bera ábyrgđ á gerđum sínum og fjárfestingum.

00-intro.jpg

 

Hins vegar er ţađ hlutverk lögregluyfirvalda og hugsanlega nefndar sérfrćđinga ađ rannsaka mál sem koma upp um falsanir. Meira er ekki hćgt ađ gera. Og svo mćtti Ólafur forvörđur birta rannsóknir sínar, svo fólk í kaupshugleiđingum geti hugsanlega varađ sig, ef ţađ hefur ađeins peningavit en enga ţekkingu á list eđa annarri menningu.

Lokaorđ tillögunnar eru: "Hin mikla áhersla á ţekktan og ósvikinn uppruna menningarminja er tiltölulega ný í sögunni en nýtur engu síđur víđtćkrar viđurkenningar sem ein af höfuđforsendum ţess ađ slíkar minjar ţyki tćkar til varđveislu. Skal í ţví sambandi nefnt ađ Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuđu ţjóđanna, UNESCO, gerir ţađ ađ ófrávíkjanlegri kröfu fyrir ţví ađ menningarminjar fái sćti á heimsminjaskrá ađ ţćr séu ófalsađar og sömu kröfu gera lista- og minjasöfn á Vesturlöndum til safnkosts síns."

Ţetta er greinilega skrifađ af einhverjum, sem ekkert ţekkir til heimsminja (ég hélt nú annars ađ Katrín Jakobsdóttir vissi meira í sinn haus). Heimsminjaskrá telja ekki einstök málverk eđa einstaka gripi. Heimsminjar, menningarlegar eđa náttúruminjar, eru heildir. Vissulega verđa söfn ađ gera ţá kröfu ađ safnkostur ţeirra sé ófalsađur. En á Íslandi hefur ţađ ţví miđur ekki talist nauđsynlegt. Ţrátt fyrir ađ fleiri rannsóknir og álit sérfrćđinga sýni ađ ţađ séu falsađir gripir í silfursjóđi í Ţjóđminjasafni Íslands, heldur safniđ áfram ađ sýna sjóđinn sem silfursjóđ frá Víkingaöld, eins og ekkert hafi í skorist, jafnvel ţrátt fyrir alvarleg vandamál í danskri skýrslu um sjóđinn og ţrátt fyrir sérfrćđiálit í nýlegri útgáfu međ greinum frá Víkingaráđstefnunni sem haldin var á Íslandi sumariđ 2011.

Í einni af bókum langalangafa míns sáluga, Iszëks, sem ég nefndi um daginn, fann ég ţessa frábćru mynd frá Louvre frá miđri 18. öld sem er efst í ţessari grein. Einu sinni var sumt af ţví sem ţar fór fram ekki taliđ til falsanna. Ţarna voru menn bara ađ kópíera. Síđar uppgötvuđu óprúttnir náungar ađ hćgt var ađ plata peninga út úr ţeim sem vildu eiga da Vinci, Gainsborough eđa jafnvel Kjarval. Ţetta er spurning um frambođ og eftirspurn. Ţví fleiri vitleysingar, ţví betri sala.

Innanklćđaţukl Naflajóns - líka á Íslandi

hjon_og_ljon_2_1224412

Á Ţorláksmessu, áđur en nýjasta tölvan mín var höggvin í hné af KB2670838 (sem er glćpsamleg viđbót sem er neydd upp á notendur um leiđ og Internet Explorer 10 og 11 er halađ niđur, og sem lamar sumar tölvur međ ákveđna gerđ grafíkkorta), birti ég grein um kerlingu og karl á spýtu sem ég skrifađi um fyrir löngu í bókina Gersemar og Ţarfaţing sem Ţjóđminjasafniđ gaf út á 130 ára afmćli sínu, og sem líklegast er međal merkustu bóka sem safniđ hefur gefiđ út.

Helga Kristjánsdóttir „bara húsmóđir", sem er tryggur lesandi Fornleifs, skrifađi eftirfarandi athugasemd viđ greinina um hjónin og ljónin:  

Var einmitt ađ rýna í fatnađ karlsins, međ tilliti til tísku. Greinilegt er ađ hann stingur vinstri hendi í einskonar útbungađan vasa,sem er á hćgri bođungi,nema ađ hann sé ţar fráflettur.Ţađ gćti hafa veriđ siđur ef kalt er,en líklegra finnst mér ađ hann geymi ţar digran pengepung sinn og listamađurinn ţekki takta ţeirra sem fálma eftir ţeim.annađ hvort til öryggis,eđa á leiđ ađ kaupa fyrir konu sína t.d. sjal eđa nćlu,giska á Jólunum!!

Viđ ţessa athugasemd vöknuđu hjá mér gamlar heilabođleiđir - sem virka ágćtlega ţótt ég sé nú ađ ţjösnast á fornri tölvu (5 ára gamalli) sem ég hef eitt ófyrirsjáanlegum tíma í ađ setja upp á ný vegna mistaka Bill nokkurs Gates - bođleiđir sem minntu mig á ađ ég hafđi fyrir nokkrum árum lesiđ haldbćra skýringu á ţví af hverju Naflajón (Napoleon Bonaparte) hafi alltaf stungiđ hendinni inn undir bođung á jakka sínu eđa frakka.

Menn hafa í tímans rás sett fram ótal tilgátur varđandi ţetta háttalag Naflajóns, og sumir menn ganga um á ţennan hátt og halda ađ ţeir séu keisarar. Sumir töldu hann hjartveikan, ađrir kenndu magakveisu um eđa gallsteinum, enn ađrir töldu víst ađ keisarinn vćri á kafi í naflaskođun eđa haldinn ólćknandi kláđa. En ţađ var allt saman tóm ţvćla og kjaftćđi. Höndin sem Naflajón stingur inn undir fötin má rekja til ţess ađ skoskur ađalsmađur, Douglas ađ nafni, mikill ađdáandi Korsíkumannsins, pantađi málverk af Naflajóni hjá hinum ţekkta franska málara Jacques-Louis David sem málađi margar myndir af Bonaparte. Málverkiđ, sem Douglas pantađi, var í ţetta sinn málađ án ţess ađ Naflajón sćti fyrir. Myndin líktist víst ekkert keisaranum, en Napolen sá hana og honum líkađi hún vel ţar sem David hafđi fegrađ hann til muna. Bonaparte sendi á David kveđju er hann hafđi séđ málverkiđ á sýningu, sem hljóđađi svo:" Ţú hefur skiliđ mig, kćri David".

Á 19. öld varđ ţessi mynd og ađrar skyldar til ţess ađ Naflajón var ávallt sýndur klórandi sér innan klćđa, stundum međ vinstri hönd, annars međ ţeirri vinstri. Ţannig hefur hann veriđ matreiddur í óteljandi kvikmyndum, t.d. ríđandi um Rússland međ höndina á mallakútnum.

370px-Jacques-Louis_David_-_Napoleon_in_his_Study_-_WGA6093

Glöggur bandarískur listfrćđingur, Arline Meyer ađ nafni, hefur í merkri grein í Art Bulletin (College Art Association of America), Vol. 77, sem hún kallar „Re-Dressing Classical Statuary: The Eighteenth-Century 'Hand-in-Waistcoat' Portrait", bent á ađ siđurinn ađ mála karla međ höndina eins og Naflajón hafi veriđ mjög algengt fyrirbćri í portrettmálverkum á 18. öld. Meyer sýndi fram á, ađ fariđ hafđi veriđ ađ mála menn međ ađra hvora höndina á ţennan hátt áđur en Naflajón fćddist. Hún benti á ađ Francois nokkur Nivelon hafi áriđ 1783 gefiđ út bókina  „A Book On Genteel Behavior, ţar sem ţessari „stellingu" var lýst og átti hún ađ sýna karlmannlegt fas međ sneiđ af lítillćti. Meyer telur enn fremur ađ 18. aldar menn hafi orđiđ fyrir áhrifum af ţví hvernig Grikkir og Rómverjar sýndu rithöfunda sína og rćđumenn í höggmyndalist. Ţeir voru gjarnan sýndir međ eina höndina undir togunni. Eskines frá Makedóníu (390-331 f. Kr.) sem var leikari og rćđusnillingur hélt ţví fram í bók sem eignuđ er honum, ađ ţađ vćri ekki góđur siđur ađ tala nema međ hendurnar undir togunni. En ekki gátu allir menn ráđiđ viđ hendurnar á sér undir klćđum eins og kunnugt er.

Karlar á Íslandi tolldu glögglega vel í tískunni eins og spýtukarlinn frá Munkaţverá í Eyjafirđi sýnir okkur. Parísartískustraumar voru ekki óţekkt fyrirbćri međal karla á Íslandi. Konurnar voru hins vegar í klćđnađi sem ađ hluta til átti ćttir ađ rekja aftur til miđalda og höfđu sumir karlar greinilega ekkert annađ ađ gera í harđćrum í lok 18. og 19. aldar en ađ velta fyrir sér hvernig hćgt vćri ađ pakka konum inn í sem fyrnstar flíkur, međan ţeir leyfđu sér ađ spankólera um eins og tískudrćsur í París.

Kannski er ţađ ţó svo ađ karlinn á spýtunni eigi einfaldlega ađ vera Naflaljón og kerlingin sé hún Jósefín, en ţau voru hjón. Hvađ er betra en ađ setja ţau ofan á keisaraleg ljón sem urđu aflögu af einhverju spýtnarusli frá fyrri hluta miđalda sem ekki ţótti lengur fínt ađ hafa uppi viđ í kirkju. En líklegra er ţó ađ ţetta séu einhver hreppstjórahjón sem viđvaningur í útskurđi, eđa listhneigđur unglingur, setti á stall, ţegar honum var ekki ţrćlkađ út dags daglega.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband