Fćrsluflokkur: Kvikmyndir

Zweig og tveir íslenskir skallar

120827_r22467_g2048

Um síđustu helgi dreif ég mig í tvöbíó á Grand Teater í Kaupmannahöfn til ađ horfa á kvikmyndina Farewell to Europe. Myndin er afar litrík og heimildatrú innsýn í síđustu ár rithöfundarins Stefans Zweigs. Grand Teater er líka ágćtt bíó. Ţar má t.d. ekki éta popcorn.

Bíóiđ er hins vegar jafnan stútfullt af gömlum hommum, sem og ekkjum og ekklum í leit ađ síđbúnum tangó - eđa sjálfum sér. En einhvers stađar verđa vondir ađ vera. Ég var nú bara í bíó međ konunni minni og er enn ekki kominn međ Alzheimer. Leiđ eins og unglingi á mynd bannađri börnum.

Síđan ég tók alla mögulega og ómögulega áfanga í ţýsku í MH, á síđustu öld, hef ég átt auđvelt međ ađ lesa ţýsku, jafnvel flókna lagatexta. Ég hef setiđ á skjalasöfnum í Berlín, mér til mikillar ánćgju. En ţrátt fyrir "afburđarskilning" minn á ţýsku, hefur mér alltaf ţótt erfitt ađ líta á Zweig sem ţá hetju og mikilmenni sem ađrir sjá í honum. Líka ţegar ég les Veröld sem var á íslensku. Ţeir sem álíta ađ Zweig hafi veriđ "Europeanisti" og "Internationalisti" leggja líka allt annan skilning í ţau orđ en Zweig gerđi sjálfur, ef hann hefur yfirleitt velt ţeim fyrir sér. Ég leyfir mér ađ ţýđa ţessi orđskrípi ekki yfir á íslensku til ađ valda ekki ónauđsynlegum misskilningi.

Mér fannst kvikmyndin Evrópa kvödd (stađfesta ţessa skođun mína, sem er ţó líklega ađeins stađfesting á ţví ađ ég hafi aldrei skiliđ ţennan mikla rithöfund eins vel og allir ađrir. Konan mín sem líklega hefur lesiđ meira en ég eftir Zweig, en á dönsku, ţekkti ekki endalok hans fyrr en hún sá kvikmyndina en taldi myndina sýna einlćgan, lítillátan og fórnfúsan mann í Zweig. Ég nenni ekki lengur ađ rífast um slíkt, enda kona mín miklu betur og meira lesinn en ég í heimsbókmenntunum.

Myndirnar efst af Zweig segja heldur ekki allt, en ég valdi ţćr til ađ leggja áherslu á mína skođun á Zweig sem veikgeđja súperegóista, sem var ţóknunargjarn viđ ríkjandi stefnur. Ţađ kemur svo vel fram í kvikmyndinni, ţar sem hann segir ţátttakendum á PEN-ráđstefnunni í Buenos Aires ađ hann telji ekki hlutverk sitt ađ gagnrýna Ţýskaland nasismans.

En, ég hef aldrei taliđ fólk sem fremur sjálfsmorđ ţegar ekki er brýn nauđsyn til ţess, lítillátt. Rannsóknir sýna ađ fólk sem hafur gaman ađ ţví ađ taka sjálfsmyndir og selfies sé hneigđara til sjálfsmorđa en ađrir sem minna gera ađ slíku. Ég trúi ţví nú mátulega, en yfirgengileg naflaskođun er aldrei holl.

Markviss Tómas

Íslenskir skallar smástjörnur í góđri kvikmynd

Mér ţykir eins og góđum Íslendingum sćmir merkilegra ađ tveir íslenskir skallaleikarar eru međ hlutverk í kvikmyndinni, ţeir Benedikt Erlingsson og Tómas Lemarquis. Tómas hinn Markvissi er skilgreindur međal ađalstjarna myndarinnar, enda fyrir löngu orđinn heimsţekktur kvikmyndaskúrkur. Hann leikur franskan blađamann, Lefevre, sem ekki skilur orđ í ţýsku, og fer létt međ ţađ. Tómas er sannfćrandi ţrátt fyrir íslensk höfuđlag sitt og augu. Hárgreiđslan er óađfinnanleg ađ vanda.

Benedikt leikur örlítiđ hlutverk, líkast til afguđ okkar Íslendinga, sjálfastan Laxness. Hann er náttúrulega í tweedfötum á PEN ráđstefnunni í Buenos Aires áriđ 1936, og rýkur fyrstur upp til ađ samţykkja tillögur ráđstefnunnar til stuđnings heimilislausu fólki eins og Stefan Zweig.

Íslenskir leikarar eru eins og svartir sandar sunnan jökla. Ţeir taka allt í einu upp á ţví ađ blómstra og verđa áđur en varir orđnir ađ miklu skóglendi, sem skagar upp í Svartaskóg og Skíraskóg. Ţó ţeir séu kollóttir.

Benedikt Erlingsson

Benedikt Erlingsson lengst til vinstri međ Laxness-tilburđi, stendur upp fyrstur til ađ sýna stuđning sinn ţeim sem hafa veriđ neyddir í útlegđ. En studdi Laxness ofsótt fólk? Hvađ međ Veru Hertzsch og Sólveigu Erlu dóttur hennar? Stóđ hann upp fyrir gyđingum og öđrum ofsóttum á Ólympíuleikunum í Berlín 1936? (sjá hér). Ekki er ég nú viss um ţađ.

Hvađ er svo hćgt ađ lćra?

Benedikt og Tómas fá gullpálma Fornleifs og sköllóttu Berlínarbolluna fyrir leik sinn í Evrópa kvödd sem er hin ágćtasta mynd sem fćr örugglega fólk til ađ hugsa.

Kvikmyndin sem ţeir leika í sannfćrir mig um um ađ mađur megi ekki gefa helstu málefni sín og hugsjónir upp á bátinn, eđa segja sem minnst líkt og Zweig gerđi, til ađ móđga ekki elítuna í pólitískum skrípaleik Evrópu á 4. áratug síđustu aldar. Ţess vegna kýs ég ekki Katrínu Jakobsdóttur (sem ég kaus síđast og ţađ ćtti ađ vera nóg) ţví hún hefur opinberlega stutt öfl sem myrđir sama fólkiđ og Hitler ćtlađi sér ađ útrýma um leiđ og hún útnefnir sjálfa sig sem sérleyfishafa á réttar skođanir og hreinar. 

Er hún nokkuđ betri en allir hinir, t.d. ţeir sem eiga pabba sem vilja hjálpa fólki sem hefur orđiđ á í lífinu? Kannski kýs ég ekki neitt, leggst í rúmiđ og drep mig. Ći nei, til ţess er ég of sjálfselskur og svo er svo lítiđ í húfi. Allir íslenskir pólitíkusar eru eins, fullir af lygi og yfirborđsmennsku. Engin ástćđa er fyrir einn eđa neinn ađ óttast. Ísland slefast áfram eins og áđur, ţrátt fyrir allt. Ég hef engar áhyggjur af Íslendingum. Ţeir er líkir ţeim sem ţeir kjósa yfir sig.


Íslandskvikmynd Franz Antons Nöggeraths hins yngri 1901

cameramand_b.jpg

Er ekki hreint bölvanlegt til ţess ađ hugsa, ađ fyrsta kvikmyndin sem tekin var á Íslandi áriđ 1901 sé nú týnd og tröllum gefin? Kvikmyndin hefur ađ minnsta kosti enn ekki fundist. Lengi töldu menn ađ kvikmynd frá konungskomunni áriđ 1907 (sjá hér) vćri fyrsta kvikmyndin sem tekin var á Íslandi. Síđar kom í ljós ađ áriđ áđur hafđi veriđ tekin kvikmynd sem sýndi slökkviliđ Reykjavíkur viđ ćfingar. Miklu síđar upplýsti Eggert Ţór heitinn Bernharđsson okkur fyrstur um elstu kvikmyndir útlendinga á Íslandi í Lesbókargrein. Eggert skrifađi m.a.:

"Sumir útlendinganna komu jafnvel gagngert í ţeim tilgangi ađ kvikmynda á Íslandi. Svo var t.d. áriđ 1901, en ţá kom mađur ađ nafni M [Leiđrétting Fornleifs: Rétt fornöfn eru Franz Anton]. Noggerath [Rétt eftirnafn er Nöggerath], útsendari breska myndasýningarfélagsins Gibbons and Co. í Lundúnum. Hlutverk hans var ađ taka myndir sem félagiđ ćtlađi sér ađ sýna víđs vegar um heim međ fyrirlestrum um einstakar myndir. Ćtlunin var ađ ná myndum af fossaföllum, hveragosum, vinnubrögđum, íţróttum o.fl., en ţó sérstaklega af hvalveiđum Norđmanna viđ landiđ. Tökumađurinn kom hins vegar of seint til ţess ađ geta tekiđ myndir af ţeim veiđiskap. Einnig var hann full seint á ferđ til ţess ađ geta tekiđ myndir af ferđamannaflokkum. Ţađ ţótti miđur ţví slíkar myndir voru taldar geta haft mikla ţýđingu í ţá átt ađ draga útlendinga ađ landinu enda voru lifandi myndir sagđar eitt öflugasta međaliđ til ţess ađ vekja athygli ţeirra á Íslandi, náttúrufegurđ ţess, sögu og ţjóđlífi. "

f_a_noggerath_b.jpg

Í Ţjóđólfi var ţannig 20. september 1901 greint frá komu Nöggeraths (mynd til vinstri) á ţennan hátt: „Ţađ er enginn efi á ţví, ađ vćru slíkar myndasýningar frá Íslandi haldnar almennt og víđs vegar um heim, myndu ţćr stórum geta stuđlađ ađ ţví, ađ ferđamannastraumurinn til landsins ykist, og gćti ţá veriđ umtalsmál, ađ landsmenn sjálfir styddu ađ ţví á einhvern hátt, ađ myndir af ţessu tagi gćtu komiđ fram sem fjölhćfilegastar og best valdar.“ (Sjá hér). Og ef menn halda ađ ferđamannaástríđan í nútímanum sé ný af nálinni, ţá skjátlast ţeim illilega.

Sá sem tók Íslandskvikmyndina áriđ 1901 hét Franz Anton Nöggerath yngri (1880-1947). Hann var af ţýskum ćttum. Fađir hans og alnafni (1859-1908), sjá ljósmynd hér neđar, fćddist í Noordrijn-Westfalen í Ţýskalandi, en fluttist ungur til Hollands međ fjölskyldu sína og tók ţar ţátt í skemmtanaiđnađinum í den Haag og síđar í Amsterdam. Nöggerath eldri átti og rak t.d. revíuleikhúsiđ Flora í Amstelstraat í Amsterdam, ţar hófust fyrstu kvikmyndasýningarnar í Hollandi áriđ 1896, ţar sem hin dularfulla Madame Olinka, sem ćttuđ var frá Póllandi, sýndi kvikmynd í október 1896.

Nöggerath eldri sá ţegar hvađa möguleikar kvikmyndin gat gefiđ og komst í samband viđ Warwick Trading Company í London og gerđist áriđ 1897 umbođsmađur ţeirra í Hollandi, Danmörku og Noregi. Hann flutti inn sýningarvélar og tćki til kvikmyndagerđar, og lét gera fyrstu kvikmyndina í Hollandi. Í september 1898 fékk hann enskan tökumann frá Warwick Trading Company i London og lók upp ásamt honum mynd af herlegheitunum kringum krýningu Wilhelmínu drottningar (sjá hér og hér). Sýning myndarinnar varđ fastur liđur í öllum revíusýningum á Flora til margra ára. Nöggerath tók einnig ađrar myndir fyrir aldamótin 1900 og eru sumar ţeirra enn til. Leikhúsiđ Flora brann til kaldra kola áriđ 1902, en ţá hóf Nöggerath eldri ađ sýna kvikmyndir í Bioscope-Theater í Amsterdam, sem var fyrsti salurinn sem gagngert var byggđur til kvikmyndasýninga í Hollandi.franz_anton_noggerath_sr_1859-1908_-_dutch_film_pioneer_1279557.jpg

Franz Anton Nöggerath yngri var sendur til náms í kvikmyndagerđ á Bretlandseyjum. Vitađ er ađ hann tók kvikmynd sem fjallađi um 80 ára afmćli Viktoríu drottningar í Windsor áriđ 1899 og vann viđ gerđ kvikmyndarinnar The Great Millionaire áriđ 1901, áđur en hann hélt til Íslands til ađ gera Íslandskvikmynd sína. Anton yfirtók bíóiđnađ föđur síns ađ honum látum, og áđur en yfir lauk voru kvikmyndahús fjölskyldunnar orđin mörg nokkrum borgum Hollands. Bróđir Franz Antons jr., Theodor ađ nafni (1882-1961), starfađi einnig lengi vel sem kvikmyndatökumađur.

Ţar sem myndin međ slökkviliđinu í Reykjavík fannst hér um áriđ, verđur ţađ ađ teljast frćđilegur möguleiki, sem reyndar eru ávallt litlir á Íslandi, ađ kvikmynd Franz Antons Nöggeraths, sem hann tók á Íslandi sumariđ 1901, finnist. Ţađ yrđi örugglega saga til nćsta bćjar - ađ minnsta kosti til Hafnarfjarđar, ţar sem kvikmyndasafn Íslands er til húsa. Á vefsíđu ţess safns er ekki ađ finna eitt einasta orđ um Nöggerath. En ţađ verđur kannski ađ teljast eđlilegt, ţar sem enginn hefur séđ myndina nýlega.

Ţökk sé hollenska kvikmyndasögusérfrćđingnum Ivo Blom, ţá ţekkjum viđ sögu Nöggeraths og ţó nokkuđ um kvikmynd ţá sem hann tók á Íslandi sumariđ 1901. Blom hefur m.a. gefiđ út grein sem hann kallar The First Cameraman in Iceland; Travel Film and Travel Literature (sjá hér), ţar sem hann greinir frá fjórum greinum sem Nöggerath yngri birti áriđ 1918, í apríl og maí, um ferđ sína til Íslands sumariđ 1901. Greinar Nöggeraths birtust í hollensku fagblađi um kvikmyndir, sem kallađ var De Kinematograaf. Nöggerath hélt til Íslands á breskum togara, Nile frá Hull. Hann kom til landsins í september og líklega of seint til ađ hitta fyrir ţá ferđamenn sem hann langađi ađ kvikmynda á Íslandi, ţar sem ţeir spókuđu sig á Ţingvöllum og viđ Geysi, sem Nöggerath hafđi lesiđ sér ítarlega til um. Nöggerath sótti heim ýmsa stađi á Íslandi.

rb_england_to_iceland_29_geysir_copyright_v_v.jpg

Ţannig greinir Nöggerath frá Geysi í Haukadal í íslenskri ţýđingu:

Viđ létum nćrri ţví lífiđ sökum forvitni okkar. Í ţví ađ viđ vorum ađ kvikmynda gíginn og miđju hans, heyrđum viđ skyndilega hrćđilegan skruđning, og leiđsögumađurinn minn hrópađi, 'Fljótt, í burtu héđan'. Ég bar myndavél mína á herđunum, og viđ hlupum eins hratt og viđ gátum og björguđum okkur tímanlega. En allt í einu ţaut Geysir upp aftur af fullum krafti, og gaus; viđ höfđum ekki horfiđ of fljótt af vettvangi. Ţannig eru hćtturnar sem verđa á vegi kvikmyndatökumanna ....En ég hafđi náđ markmiđi mínu: Hinn mikli Geysir hafđi veriđ kvikmyndađur!

_ingvellir_wood_1882_d_copyright_v_v.jpg

Ţingvellir fengu ekki eins háa einkunn hjá Nöggerath:

Kirkjan á Ţingvölum var sú aumasta af ţeim kirkjum sem viđ höfđum heimsótt áđur á Íslandi; fyrir utan kirkjuna í Krísuvík. Kirkjan er mjög lítil, mjög óhrein og gólfiđ illa lagt hrjúfum hraunhellum ... Ţingvellir hafa hlotiđ frćgđ fyrir ađ vera stađurinn ţar sem ţing og ađrar samkomur Íslendinga fóru fram forđum daga. Fáar minjar hafa hins vegar varđveist sem sýna ţann stađ sem var svo mikilvćgur fyrir sögu Íslands.

rb_england_to_iceland_34_hekla_copyright_v_v.jpg

Hekla olli einnig Nöggerath vonbrigđum. Halda mćtti ađ hann hafi viljađ fá túristagos:

Ţegar viđ komum til Heklu, varđ ég fyrir miklum vonbrigđum. Fjalliđ var friđsćlt og hljóđlaust. Ég fékk ţegar ţá tilfinningu ađ ferđ mín hefđi veriđ til einskis. Ţegar ég klifrađi upp ađ tindi Heklu međ myndavél mína, var snjór ţađ eina sem sjá mátti í gíg fjallsins. Viđ tjölduđum nćrri fjallinu, og nćsta dag héldum viđ áfram ferđ okkar án ţess hafa séđ nokkuđ fréttnćmt.

Kvikmynd Nöggeraths frá Íslandi var í apríl 1902 fáanleg til sýninga hjá kvikmyndafélaginu Warwick Trading Company. Myndinni fylgdu ţessar yfirskriftir:

Hauling the Nets and Landing the Catch on an Iceland Trawler; Fun on an Iceland Trawler, Landing and Cleaning of a Catch on an Iceland Trawler, C!eaning the Fish and Landing a Shark, Gathering Sheep, Women Cleaning Fish for Curing and Women Washing Clothes in Hot Wells.

Í myndinni var sena, ţar sem íslenskir sjómenn spúluđu hvern annan til ţess ađ losna viđ slor og hreistur. Samkvćmt minningum Nöggeraths áriđ 1918 höfđu áhorfendur einstaklega gaman af ţeim hluta myndarinnar og ađ sögn hans seldist fjöldi eintaka af myndinni.

Viđ getum látiđ okkur dreyma um ađ ţessir vatnsleikir íslenskra sjómanna séu einhvers stađar til og ađ ţeir hafi ekki fuđrađ upp.

Ítarefni:

Ivo Blom 1999. 'Chapters from the Life of a Camera-Operator: The Recollections of Anton Nbggerath-Filming News and Non-Fiction, 1897-1908'. Film History, 3 (1999), pp. 262-81. [Minningar Nöggeraths voru upphaflega birtar í Hollenska fagblađinu De Kinematograaf. Greinar Nöggeraths um Ísland birtust í eftirfarandi tölublöđum De Kinematograaf:  9 (12 Apríl 1918); 10 (19 Apríl 1918);11(26 Apríl 1918); 12 (3 Maí 1918)].

Ivo Blom 2007. The First Cameraman In Iceland: Travel Film and Travel Literature‘, in: Laraine Porter/ Briony Dixon (eds.), Picture Perfect. Landscape, Place and Travel in British Cinema before 1930 (Exeter: The Exeter Press 2007), pp. 68-81. 

Kvikmyndagerđ á Íslandi; grein á Wikipedia ; Bók um elstu bíóin í Hollandi; Sjá einnig hér;

Grein á bloggi Ivo Bloms áriđ 2010; Grein um Nöggerath yngri á vef kvikmyndasafns Hollands.

Ath.

Myndin efst er gerđ til gamans og skreytingar samansett úr breskri Laterna Magica skyggnu frá 9. áratug 19. aldar og kvikmyndatökumyndamanni sem leikur í einni af myndum meistara Charlie Chaplins frá 1914. Ţetta er ţví ekki mynd af Franz Anton Nöggerath viđ tökur í Haukadal.

Ljósmyndirnar af Ţingvallabćnum, Heklu og Geysi síđar í greininni eru úr tveimur mismunandi röđum af glerskyggnum sem gefnar voru út á Englandi međ ljósmyndum mismunandi ljósmyndara á 9. og 10 áratug 19. aldar. Fornleifur festi nýlega kaup á ţessum og fleirum mjög sjaldgćfu skyggnum sem helstu sérfrćđingar og safnarar Laterna Magica skyggna ţekktu ađeins úr söluskrám fyrir skyggnurnar. Sagt verđur meira af ţeim von bráđar.

ibl259.jpg

Franz Anton Nöggerath jr. til hćgri viđ tökur í Ţrándheimi í Noregi áriđ 1906 er Hákon konungur var krýndur.


Glatađi sonurinn er fundinn

Drengur 
Annasmali

Leiklistarsaga og saga kvikmynda eiga náđ fyrir ásjónu Fornleifs, enda hvortveggja búiđ ađ gerjast á međal okkar í meira en 100 ár. 

Hér skal greint frá búningum sem teiknađir voru fyrir leiksýningu í Drury Lane Royal Theatre í Lundúnum áriđ 1905, og sem verđur ađ telja hluta af íslenskri leiklistarsögu, ţótt Íslendingar hafi lítiđ komiđ ţar nćrri, en leikritiđ gerđist reyndar á Íslandi - eđa einhvers konar Íslandi.

Hall_Caine_Vanity_Fair_2_July_1896
Hall Caine (1853-1931) ţótti mađur einkennilegur í útliti, og átti kynhylli jafnt kvenna sem karla ađ ţví er taliđ er. Fyrir utan ađ vera mikiđ Íslandsvinur, var hann vinur gyđinga og hafđi mikla ímugust á gyđingafordómum samtímamanna sinni. Hann skrifađ m.a. verkiđ Syndahafurinn (The Scapegoat) um gyđinga.

 

Um aldamótin 1900 heimsótti breski rithöfundurinn Hall Caine Ísland og heillađist af ţjóđ og landi. Hann ferđađist eitthvađ um Ísland. Er heim var komiđ, hóf hann ađ rita sígilda sögu um glatađa soninn, sem hann stađsetti á íslensku sviđi og í ţeirri náttúru sem heillađi hann. Verk hans The Prodigal Son kom út áriđ 1904 hjá Heinemann forlaginu og seldist vel í hinum enskumćlandi heimi. Hall Caine, sem hafđi alist upp á eyjunni Man, var einn af vinsćlustu höfundum síns tíma, en í dag telst hann ekki lengur til sígildra höfunda, enda var hann uppi á tímaskeiđi er leiklistarleg melódramatík og vćmnisviđkvćmni voru í tísku.

Fljótlega var tekin ákvörđun um ađ setja verk Hall Caines á sviđ í Lundúnum. The Prodigal Son var sýnt viđ sćmilegar undirtektir, en ekki fyrir fullum húsum á fjölum Drury Lane Royal Theatre i Lundúnum. Handlitađa ljósmyndin hér fyrir neđan er einmitt tekin áriđ 1905 og sést skilti á leikhúsinu í Covent Garden sem auglýsir Glatađa soninn.

Drury Lane 1905

Drury Lane Royal Theatre 1905

Hall Caine hafđi ţegar áriđ 1890 gefiđ út ađra sögu sem ađ hluta til gerđist á Íslandi og bar hún titilinn The Bondman: A new Saga (Leiguliđinn). Ţađ leikrit var einnig sett á sviđ í Drury Lane Theatre áriđ 1906, en ţá hafđi atburđarásin, sem var sú sama og á Íslandi, veriđ flutt yfir á ađra eyju, allfjarri Ísalandi. Sikiley varđ nú sögusviđiđ og í lok sýninganna, sem voru fáar, gaus Etna í stađ Heklu. Sagan var kvikmynduđ í Bandaríkjunum áriđ 1916.

PhotoComelli
Leikbúningahönnuđurinn Comelli
 

Lítiđ er varđveitt frá sýningunni á Glatađa syninum í Lundúnum nema frábćrar vatnslitateikningar Attilio Comelli sem var einn fremsti leikbúningahönnuđur í Lundúnum á ţessum tíma. Fyrir fáeinum árum voru teikningar hans fyrir búninga sýningarinnar gefnar á V&A Museum (Victoria & Albert safniđ), sem um sinn ţjónar hlutverki leiklistasafns Breta, sem mun opna síđar í Covent Garden.

Skođiđ svo teikningar Comellis hér (kvenbúningar) og hér (karlabúningar).

Ekki er gott ađ segja til um, hvort leikhúsiđ hafi fylgt öllum stúdíum Comellis, sem greinilega hefur leitađ grasa í ýmsum verkum um Ísland. Ein mynd, sem Fornleifur hefur keypt vestur í Bandaríkjunum, af leikaranum Frank Cooper í hlutverki Magnús Stephensson á Drury Lane ári 1905, sýnir hann í búningi, kápu, sem svipar mjög til ţess búnings sem Attilio Comelli teiknađi fyrir hlutverkiđ.

Frank Cooper

 Frank Cooper i The Prodigal Son og teikning Comellis af frakkanum

Magnus Stehpensson

 

MBL 16. ágúst 1922

Sumariđ 1922 hélt 14 manna hópur frá Lundúnum til Íslands til ađ taka upp hluta af kvikmyndinni The Prodigal Son sem byggđi á bók Hall Caines. Kvikmyndaleikstjórinn hét A.E. Coleby og var nokkuđ vel ţekktur á sínum tíma. Međal leikaranna var ef til vill einn leikari sem var ţekktur og lék í yfir 150 breskum kvikmyndum, en ţađ var Stewart Rome (Wernham Ryott Gifford), sem lék eitt ađalhlutverkiđ, Magnús Stephensson. Kvikmyndin var m.a. tekin upp í húsi Ólafs Davíđssonar í Hafnafirđi, sem varđ ađ húsi Oscars Nielsens faktors í sögunni/myndinni, sem og á Ţingvöllum. Filmur voru flestar framkallađar á Íslandi. Heimsókn breska kvikmyndahópsins vakti töluverđa athygli og var skrifađ um hann í dagblöđum. The Prodigal Son var önnur leikna erlenda kvikmyndin sem tekin var á Íslandi.

Morgunbađiđ birti mynd af hluta breska hópsins ţann 16. ágúst 1922 (sjá ofar). og 30. júlí 1922 greindi blađi frá ţví ađ breskur lćknir hafi slegist í för međ hópnum sér til upplyftingar og hvíldar, eftir ađ hafa veriđ á vígstöđvunum í stríđinu. Lćknirin hét dr. Moriarty  ???FootinMouth. Hópurinn lenti m.a. í aftakaveđri. Skođiđ ţađ á timarit.is

3398766748_07ea02305b_b

Stewart Rome var mikill sjarmör

Stoll Theatre

Stoll Picture Theatre, sem var fullbyggt áriđ 1911 og var tónleikahöllin m.a. framkvćmd Rogers Hammerstein hins bandaríska sjóvmanns, sem langađi ađ leggja Lundúnir undir fót. Ţađ tókst ekki betur en svo, ađ hann tapađi 1/4 hluta ţess fjár sem hann setti í verkefniđ og tók ţá Oswald Stoll (f. Grey) viđ taumunum. Ţessi glćsilega höll var ţví miđur rifin áriđ 1958. Mikil bíósaga fór ţar forgörđum.

Kvikmyndin The Prodigal Son, sem frumsýnd var 1923, var löng og var sýnd í tveimur hlutum, og urđu sýningargestir ţví ađ fara tvisvar í bíó til ađ sjá hana til enda. Hún var frumsýnd í hinu risastóra Stoll Picture Theatre i Lundúnum. Gekk myndin fyrir fullu húsi í 6 vikur og einnig í öđrum kvikmyndahúsum í London. 

Til Íslands kom kvikmyndin ekki fyrr en áriđ 1929, og var sýnd undir heitinu "Glatađi sonurinn" og var svo ađ segja engin ađsókn ađ henni í Nýja Bíói, ţar sem hún var ađeins auglýst í viku. Löngu áđur en myndin kom til Íslands, var hún sýnd í Vesturheimi:

prodigal_son2

Ţótt nokkuđ hafi veriđ skrifađ um sögur Hall Caines sem gerast á Íslandi í íslenskum dagblöđum, kom bókin ekki út á Íslandi fyrr en 1927 í ţýđingu Guđna Jónssonar. 1971-72 var hún framhaldssaga í Tímanum. Ţađ eru ţví ekki nema von ađ Framsóknarmenn komnir yfir fimmtug séu jarmandi vćmnir og sentímental. Lesiđ bók Hall Caines á frummálinu hér.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband