Dorrit og Ólafur á Hanukkahhátíđ í Reykjavík 2018

Dorrit og Ólafur Ljósmynd Gabriel Rutenberg

Hin síunga og vinsćla Dorrit Moussaieff og karlinn hennar óframfćrni, hann Ólafur Ragnar Grímsson, sem og t.d. ţýski sendiherrann á Íslandi mćttu í gćr viđ fyrstu opinberu tendrun ljósa á Chanukka. Fyrsta ljósiđ var kveikt á risavaxinni Hanukkíu, áttaarma ljósastikunni, sem notuđ er til ađ minnast ljóshátíđarinnar. Átta ljós verđa tendruđ á nćstu dögum fram til 9. desember til ađ minnast ţess er gyđingar vígđu aftur musteriđ sitt áriđ 164 fyrir okkar tímatal eftir ađ ţeir höfđu sigrađ Grikki sem um tíma höfđu gerst herrar í landinu helga.

Reyndar eru ljósin á ljósastikunni stóru rafmangsljós, sem er ef til vill viđeigandi á Íslandi,ţar sem rafmang er enn ódýrt, ţví Ísland er ekki međ í ESB. En viđ tendrun ljósanna minnast gyđingar ólívuolíunnar sem gyđingum tókst ađ skrapa saman eftir sigurinn gegn Grikkjum til ađ tendra stikuna góđu, sem reyndar var sjöarma (smáatriđi), í Musterinu í Jerúsalem.

Myndin er tekin af vef Gyđinglegu miđstöđ Chabad hreyfingarinnar á Íslandi (Jewish Center of Iceland).

Fornleifur óskar öllum ljóss í svartnćttinu. Eftir Klausturkráardrukktúr útsendara myrkrahöfđingjans er um ađ gera ađ upplýsa borgina og landsmenn alla sem mest. Chag Hanukkah Sameach. Borđiđ Latkes og sufganiot og fagniđ ljósinu í öllu myrkrinu.

Mumbai

Einhvern tímann verđur ljósastikan í Reykjavík stćrri en jólatréđ á Austurvelli. Ţađ verđur ađ lyfta rabbínanum upp til ađ kveikja. Ţessi mynd er tekin í Mumbai) á Indlandi.

20151209_163944

Ţessa mynd, af ljósahátíđareiđhjóli Chabad-manna í Kaupmannahöfn, tók ritstjóri Fornleifs fyrir fáum árum (2015) í Kaupmannahöfn viđ tendrun stikunnar á Ráđhústorginu ţar. Ţar dönsuđu menn sér til hita, en mér sýnist ađ slíkt hafi ekki gerst í Reykjavík.


Bloggfćrslur 3. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband