Kartöflurnar ţegar teknar upp í Ólafsdal

Ólafsdalur 2
Nú, ţegar fornleifagúrkan virđist sprottin úr sér á Ţingeyrum, berast gleđitíđindi úr Ólafsdal (í Dölum).

Ţar er nú fariđ ađ rannsaka skálarúst eina, forna.  Ţar eru ađ verki fornleifafrćđingar frá Fornleifastofnun Íslands, sem ţrátt fyrir hiđ feikiríkisbáknslega nafn er bara einkabissness fornleifafrćđinga úti í bć sem ekki fá vinnu á Ţjóđminjasafninu. 

Ţađ er heldur ekki ónýtt ađ fyrrverandi ţjóđminjavörđur, einn sá besti á 20. öld, segir okkur fréttir af skála ţessum í Morgunblađinu sl. helgi (sjá hér).

Í sjálfu sér er ekkert nýtt ađ koma í ljós í Ólafsdal, ef svo má ađ orđi komast. Ţarna er greinilega ekki nein fucking "útstöđ" á ferđinni, eđa eskimóabćli, ađeins undirmálsskáli af norskri gerđ - um 20 metrar ađ lengd, sem virđist vera međalstćrđ húsa frá söguöld á Vestfjörđum. Skálinn er međ bogamyndađa veggi og viđ skálann eru líklega gripahús og hlađa, sem ekki er búiđ ađ fletta ofan af. Skálinn hefur ađ öllum líkindum veriđ lengdur, og má gera sér í hugarlund, ađ ţađ hafi gerst eins og sýnt er međ litum hér ađ ofan. Blálituđu veggirnir er viđbótin. Appelsínuguli liturinn sýnir grunnmynd upphaflega skálans. Sem sagt enn ein sönnun ţess ađ húsagerđ á Íslandi kom frá Noregi en ekki frá einhverjum hokinbökum međ litningagalla á Bretlandseyjum.

Spennandi verđur ađ sjá framvindu mála í Ólafsdal í sumar. Kartöflur uxu eitt sinn vel í Ólafsdal, en ef ég ţekki fólkiđ frá Fornleifastofnun rétt er ég ekki viss um ađ ţađ stundi fornleifagúrkurćkt í miklum mćli. 

Og ég sem hélt ađ menn ćtluđu ađ bjarga öllum rústunum og kumlunum sem eru ađ fara í sjóinn...

Viđbót síđar sama dag:

Nýrri mynd af rústinni sýnir ađ einhver minniháttar viđbygging hefur veriđ viđ hana. Myndina er hćgt ađ sjá á FB-síđur rannsóknarinnar, ţar sem einni er kynnt nýtt fornleifatvist.

Ólafsdalur3


Ţingeyraannáll inn ţriđji 2018

Kambur á Ţingeyrum
Nýlega lauk heldur snubbóttri auglýsingafornleifarannsókn á Ţingeyrum. Fréttaflutningur af rannsókninni var mjög fjölskrúđugur og byggđi vitaskuld á upplýsingum frá stjórnanda rannsóknarinnar hinum marsaga sagnarţuli Steinunni Kristjánsdóttur.

Upphaflega mátti skilja ađ nćr vćri taliđ víst ađ grafararnir vćru viđ ţađ ađ komast niđur á líkamsleifar munkanna sem dóu í hinum íslenska Svartadauđa, sem er pest sem ekki ţarf ađ eiga neitt skylt viđ ţann svartadauđa sem geisađi í Evrópu hálfir öld fyrr.

Fljótlega fannst hins vegar krítarpípa frá 17. öld, ofan á hausamótunum á munkunum sem bíđur ţess hlutverk ađ fćra okkur vitneskju, eđa réttara sagt allan sannleika um Svartadauđa.  Eins og lesendur Fornleifs geta séđ í fćrslunni hér á undan, var spá Fornleifs um niđurstöđur uppgraftrarins öruggari en venjuleg veđurspá á Íslandi.

Nú er rannsókninni lokiđ og Björn Bjarnsson fyrrv. ráđherra, sem er velunnari ţess sem er ađ gerast á Ţingeyrum, greinir frá niđurstöđum á ćvafornu á dagbókapári sínu, sem mun vera nćrri ţví frá miđöldum.

Björn birtir á bloggi sínu mynd af bronskambi skreyttum drekahausum, sem mér sýnist međ nokkurri vissu og ţekkingu líka, ađ sé frá lokum 12. aldar eđa byrjun ţeirra 13.Kamburinn fannst 22. júní sl.

Rannsóknin á Ţingeyrum virđist mér ţví vera hálfgerđur "dótakassi aldanna". Ţarna ćgir öllu saman, munkum sem dóu áriđ 1402 en sem finnast ekki, pípuhaus frá 17. öld, og forláta kambi frá fyrstu öld klausturlífis á Ţingeyrum. Allt er greinilega í belg og biđu, ţó ég efist ekki um ađ allt sé grafiđ upp mjög skikkanlega. En ţađ leitar á mann sú hugsun, ađ einhver hafi á síđari tímum veriđ ađ plćgja eđa frćsa í klausturstćđiđ, til ađ kartöflurnar yxu betur í menningarjarđveginum.

Yfirlýsingarnar sem leiđangursstjóri rannsóknarinnar á Ţingeyrum hefur sent frá sér eru heldur stórkerlingalegar. En slíkt mun nú vera í tísku á Íslandi. Helst skal ţađ sem sagt vera, vera algjörlega innistćđulaust og fyllilega ógrundađ, en algjör sannleikur ef ţađ er mćlt af konu. Ţess er nćr krafist af mönnum ađ ţeir ţekki allar niđurstöđur áđur en fariđ er ađ stađ. Annars fá menn ekki styrk. Orđiđ tilgáta á enn erfitt uppdráttar á Íslandi.

Nú er Steinunn Kristjánsdóttir, sem ţví miđur er ekki sérfrćđingur í miđaldafrćđum, kominn á ţá skođun ađ hún hafi veriđ ađ grafa í grunn húss Lárens (Lárusar) Christensen Gottrups sem var umbođsmađur á Ţingeyrum  frá 1685 og síđar lögmađur norđan og vestan 1695-1714. Ekki fann hún munkana, en pípan gćti jafnvel á einhverju stigi hafa veriđ í kjafti Gottrups.  Mćli ég međ ţví ađ DNA verđi skafiđ af pípunni, svo ţeim danska verđi gert hátt undir höfđi.

Kamburinn sem Björn Bjarnason segir frá er kirkjukambur sem lesendur Fornleifs hafa kynnst áđur, og ef ekki, ţá má lesa um ţá hér.  

Ţegar meira fé er komiđ í kassann, vonum viđ ađ gripirnir séu nćr hvorum öđrum í tíma en ţeir sem fundust á ţví herrans ári 2018, sem og ađ niđurstöđurnar séu meira samkvćmar sjálfum sér - eđa ađ ţađ sé ađ minnsta kosti einhver sannleiksţráđur í ţví sem logiđ er í fjölmiđlana. Annars verđur Fornleifi áfram skemmt konunglega og getur í allri teitinni enn og aftur minnst á fyrri yfirlýsingar Steinunnar um eskimóakvendi og fílamenn, svo nokkuđ af ţví furđulegasta sé nú reifađ enn einu sinni. 


Bloggfćrslur 25. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband