Out of Africa - or Eurasia

Homo-erectus-702x336

Hér fer Fornleifur mjög langt aftur í tímavél sinni til ađ kynna niđurstöđu íslensk vísindamanns í Lundi. Eldra getur ţađ vart orđiđ. Ţetta er jafnvel óţćgilega fornt fyrir Fornleif, ţó hann kalli ekki allt ömmu sína í forneskjunni.

Haldiđ skal aftur til ţess tíma er sum okkar urđum eldklár og ţenkjandi: sapiens sapiens, međan ađrir héldu áfram ađ vera bara sapiens, og jafnvel hálfgerđir imbecilles, eđa imbar og "silly".

Laglegi pilturinn, á myndinni hér fyrir ofan, er ekki mjög ósvipađur sumum af ţeim knattspyrnuhetjum sem berjast í Rússlandi ţessa dagana. Ţá er ég ekki ađ velta fyrir mér hve útiteknir ţeir eru (litinn ţori ég ekki einu sinni ađ nefna). Ţessi kappi, sem var ekki hávaxnari en 12 ára íslenskur krakki, er framkallađur á grundvelli hauskúpu sem er um tveggja milljón ára gömul og sýnir Homo erectus, forföđur ţeirra mannskepna, sem brugđu undir sig betri fćtinum fyrir ca. 2 milljónum árum síđan: Ţessi manntegund sem voru eđalmenni frá Afríku sem gengu upprétt, tók međvitađa ákvörđun eins og Bjarni F. Einarsson fornleifafrćđingur myndi kalla ţađ. Ţeir höfđu slitiđ barnsskónum í nokkur milljóna ára áđur en ţeir héldu í mikla langferđ norđur á bóginn. Ekki miklu síđar en fyrir um ţađ bil 1,8 milljónum árum, var erectus-ćttin búin ađ dreifa sér um ţađ sem síđar var kallađ Evrópa og Asía.

homo-sapiens

Homo Sapiens Sapiens, ţrútinn um augun af allt of miklum hugsunum og ákvörđunartökum

Karlinn hér fyrir ofan var hins vega yngri og var hann nokkuđ glúrnari en forfeđur hans sem flykktust norđur á bóginn. Hann er afkomandi ţess á efri myndinni. Ţessi mynd er gerđ eftir beinaleifum manns sem mun hafa veriđ uppi fyrir um 150.000 árum síđan; Og nokkurn veginn ţannig litu fyrstu forfeđur okkar einnig út, ţegar viđ af tegundinni homo sapiens sapiens byrjuđum ađ greinast ađ fullu frá Homo sapiens Neanderthalensis, fyrir meira en 500.000 árum síđan, einhvers stađar í Evrasíu.

Íslenskur vísindamađur, Úlfur Árnason, prófessor emerítus í sameindarţróunarfrćđi í Lundi, greindi frá ţeim skilnađi fyrir tveimur ári síđan í áhugaverđri grein tímaritinu Gene, á mjög sannfćrandi hátt. En fyrst fyrir 150.000 árum, eđa ţar um bil (ţetta er ekki svo nöje), hafi homo sapiens sapiens snúiđ til Afríku frá Evrasíu. Ţannig ađ skilja, ađ fyrstu viti bornu mannverurnar sem bjuggu í Afríku komu frá Evrópu og Asíu. 

Ţetta eru ugglaust ekki allir eftir ađ éta hrátt og eins hratt og niđurstöđur í ţróunarfrćđi mannsins og erfđafrćđi breytast, gćti sú kenning ţegar veriđ orđin úreld án ţess ađ ég vissi ţađ - en ég hef ekki haft spurnir af neinu nýrra. 

En ef fyrstu fullvita Afríkumennirnir voru "Evrópumenn" (frá svćđum núverandi ESB) eđa "Asíubúar", mćtti til gamans segja í anda ESB-keisarans Merkels, ađ ţeir Afríkumenn sem nú leita til Evrópu í miklum mćli, sér og sínum til ţćginda, séu bara ađ snúa aftur til síns heima. Tyggiđ á ţví, sem haldiđ í hreinum nasisma ykkar ađ Íslendingar séu óflekkuđ "ţjóđ" (sjá t.d. ţetta rugl). 

Ég heyrđi fyrst um frćđileg afrek Úlfs Árnasonar frá uppeldisföđur hans Gils Guđmundssyni, sem ég hitti oftar en einu sinni í flugvélum á leiđ til Íslands á 9. áratugi og rćddi viđ hann á Kastrup flugvelli. Ţá var Úlfur Árnason ađ vinna viđ erfđafrćđi hvala, ţar sem hann hefur unniđ mikiđ og ţarft starf.

Mér ţykir grein Úlfs Árnasonar, Out of Africa hypothesis and the ancestry of recent humans: Cherchez la femme (et l´homme) (sjá einnig ţessa frásögn í öđru riti) mun merkilegri en ţađ sem Íslensk Erfđagreining er ađ gera; T.d. ţađ skemmdaverk ađ ţeir fengu ađ  bora í tennur 97 íslenskra kumlverja sem hvíla á Ţjóđminjasafninu og rađgreina efniđ úr tanntökunni til ađ fá tölfrćđilega óhaldbćra niđurstöđu sem ekki segir neitt marktćkt (sjá hér), um leiđ og eldri rannsóknir međ öđrum ađferđum sem ekki reiđa sig á hiđ heilaga efni DNA, sameindina Deoxyribonukleinsýru, er hunsađar.

Jú, ţađ urđu greinilega ekki allir sapiens sapiens í einum grćnum hvelli. Stundum held ég ađ langt sé í ađ allir nútímamenn geti státađ sig af ţessu tegundaheiti, t.d. ekki forseti Bandaríkjanna, en í honum held ég ţó frekar ađ hafi orđiđ stökkbreyting, sem valdiđ hefur alvarlegri heilaskerđingu. Hugsiđ ykkur: Allt ţetta erfiđi viđ kynbćtur í gegnum hundruđ ţúsundir ára til einskis.


Bloggfćrslur 6. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband