Kaupmannahafnarmyndir Fornleifs

IMG_2198 b

Kaupmannahafnarbúar elska hina skítugu og subbulegu höfuđborg sína sem algjörlega hćfileikalausir arkitektar nútímans vinna skipulega viđ eyđileggingu á.

Á fésbókinni Gamle Křbenhavn, ţar sem hćgt er ađ frćđast mikiđ um Kaupmannahöfn liđinna tíma, setti ég um daginn enn eina ljósmynd af borginni. Myndin er varđveitt í ljósmyndasafni Fornleifs. Myndin hefur vakiđ mikla hrifningu og hefur hafa nú 600 manns "lćkađ" myndina. Hún sýnir ráđhúsiđ í Kaupmannahöfn í byrjun síđustu aldar. 

Myndin af ráđhúsinu fćr menn sig til ađ dreyma um betri tíma, međ farsóttum, barnavinnu og án votts af velferđarţjóđfélagi.

IMG_2205c

Myndin er varđveitt á laterna magica skyggnumynd, sem tilheyrđi safni skordýrafrćđingsins Levi Walter Mengel (1864-1941), Bandaríkjamanns sem var međ í leiđangri Robert Edwin Pearys áriđ 1891. Mengel var einnig í leiđangri til ađ leita ađ Peary áriđ 1992. Mengel skaust nefnilega "ađeins heim" í millitíđinni.

220px-LeviWMengel

Levi Walter Mengel

Fyrir fáum árum fór safn eitt í Bandaríkjunum, sem Mengel byggđi upp, í algjöru menningarleysi ađ selja skyggnusafn Mengels á uppbođi. Safnstjóranum ţótti greinilega ekkert variđ í ljósmyndasafn Mengels og í Bandaríkjunum tíđkast ţađ ađ selja ömmur sínar eins og viđ vitum. Hrćđilega vont fólk (bad people).

Fornleifur náđi ţví miđur ađeins í nokkrar myndir frá Danmörku og Grćnlandi úr ţessu merka safni, myndir sem sumar eiga sér ekki hliđstćđur. Myndina efst tók Mengel ekki sjálfur. Hún var gefin út af fyrirtćkinu Underwood & Underwood í New York 1909 eđa -10.

Ţiđ getir séđ fleiri Kaupmannahafnarmyndir Fornleifs međ ţví ađ fara á ţennan hlekk og klikka á hausmyndina af safnverđi Fornleifs međ pípuna. Líklega ţarf mađur ađ gerast félagi í Gamle Křbenhavn til ađ sjá myndirnar. Ţađ er víst frekar auđfengiđ, og nokkrir Íslendingar eru ţarna ţegar eins og gráir og svarthvítir kettir.


Bloggfćrslur 20. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband