Ţingvalla-bagallinn endurskođađur

Tau Bagall Ţingvellir

Međal fegurstu forngripa sem fundist hafa í jörđu á Íslandi er haus, eđa öllu heldur húnn, af svo kölluđum tau-bagli (Ţjms. 15776/1957-39) eđa tau-staf, sem fannst í jörđu áriđ 1957. Bagallinn var lausafundur sem fannst viđ framkvćmdir á Ţingvöllum og eru fundarađstćđur allar frekar óljósar (sjá um ţađ hér á bls. 24-25). 

Tau-baglar (tau er boriđ fram á íslensku) eru ţeir stafir kirkjunnar manna nefndir sem hafa T-laga haus. Tau er gríska heiti bókstafsins té. Bagall er hins vegar hiđ forna norrćna orđ fyrir biskupsstaf og er orđiđ afleitt af latneska orđinu fyrir staf, baculus (stundum ritađ í hvorugkyni baculum), sem og gríska orđinu baktron, sem hinar margfrćgu bakteríur (stafgerlar), sem hrjá mannkyniđ, mega ţakka nafn sitt.

Ta-bagall-fra-thingvollumGripur ţessi, sem vćntanlega hefur veriđ biskups- eđa ábótastafur, var sendur utan á mikla sýningu 1992-93 sem kostuđ var af Norrćnu Ráđherranefndinni og Evrópuráđinu. Ég (VÖV) ritađi um gripinn í sýningaskrár sem komu út í tengslum viđ hinar stóru farandsýningu sem sett var upp í París, Berlín og Kaupmannahöfn 1992-93. Skráin hét á dönsku Viking og Hvidekrist, Norden og Europa 800-1200; á ensku:  From Viking to Crusader, The Scandinavians and Europe 800-1200,  á ţýsku Wikinger, Waräger, Normannen. Die Skandinavier und Europa 800-1200 og á frönsku Les Vikings... Les Scandinaves et l´Europe 800-1200.

Í afar stuttum texta sýningarskránna, gaf ég upp ađeins ítarlegri upplýsingar um tau-bagalinn frá Ţingvöllum en t.d. Kristján Eldjárn eđa James Graham-Campbell höfđu áđur gert er ţeir veltu fyrir sér ţessum einstaka grip í verkum sínum, sem ég vitnađi sömuleiđis í.  Mađur sökkti sér niđur í frćđin, en gat ţá ekki skrifađ nema nokkra línur. Nú verđur bćtt úr ţví.

Tau-stafurinn frá Ţingvöllum, sem er auđveldast ađ stílgreina sem tilheyrandi Úrnes-stíl, er ekki stór gripur. Lengd hans međ leifunum af tréstafnum sem fundust í fal stafsins er ekki nema 7,1 sm og breidd er 8,6 sm. Viđurinn í stafnum hefur veriđ greindur sem blóđhyrnir (cornus sanquinea L.).

Tau-tákniđ og baglar voru á hámiđöldum taldir skírskota til tau-krossins, té-laga kross, sem var einkennistákn heilags Antoníusar munks í Egyptaland sem talinn er hafa veriđ uppi 3-4. öld e. Kr. Einnig hefur Tau-kross veriđ tengd heilögum Frans af Assisi í list síđmiđalda. Tau-stafir hafa lengir veriđ ţekktir sem biskups og prestastafir í austurkirkjunni, í armensku kirkjunni, međal koptískra kristinna og hjá Eţíópum.  Menn hafa leikiđ sér ađ tengja stafinn frá Ţingvöllum viđ austurkirkjuna, en ţví miđur er lítiđ sem stutt getur slík tengsl og Antoníus og heilagur Fransiscus (Frans) koma tau-baglinum á Íslandi ekkert viđ, enda er tau-kross hans ekki eins í laginu og bagall sá sem Antoníus og Frans eru sýndir međ í freskum og altarislist miđalda.

Líkt og ég benti á í afar stuttum texta mínum um bagalshúninn frá Ţingvöllum í sýningaskrám Víkingasýninganna í París, Berlín og Kaupmannahöfn, ţá ţekkjum viđ hausa úr viđi af stöfum sem mest líkjast hausnum frá Ţingvöllum. Ţeir hafa fundist  í Dublin. Ţađ hefur lengi veriđ ljóst ađ Íslendingar hafa grimmt sótt í vöruviđskipti í Dyflinni og í enskum verslunarstöđum á fyrrihluta miđalda (sjá nánar neđar í ţessum texta). Ég er enn á ţví ađ húnninn geti veriđ verk frá Bretlandseyjum eđa Írlandi, ţar sem Íslendingar versluđu mikiđ á 11.12 og fram á 13. öld. Ég hika ekki viđ ađ aldursgreina stafinn til um 1100 e.Kr. og jafnvel getur hann veriđ eitthvađ yngri. Hann er heldur ekki í hreinrćktuđum Úrnesstíl.

Baglar kirkjunnar

Bagallinn, eitt af einkennistáknum biskupa og annarra háttsettra manna innan mismunandi kirkjudeilda, hafa gegnum söguna hlotiđ margar skýringar. Sumir vilja álíta ađ ţetta sé fjárhirđstafur, međ vísunar til ţess ađ ţessir menn gćttu hjarđar Drottins. Flestir baglar fengu ţví fljótlega svipađ form og krókstafir fjárhirđa. Ađrir sérfrćđingar sjá frekar uppruna tau-bagalsins međal gyđinga sem fyrstir tóku kristni. Ţeir áttu ađ hafa ćttleitt bagalinn úr gyđingdómi. Tíu ćtthvíslir gyđinga áttu sér hver sinn staf og var hver stafur merktir bókstafi ćttarinnar, en sá sem kristnin "erfđi" eđa fékk ađ láni var stafur prestanna, Levítanna, sem blómsrađi og laufgađis (varđ tré lífsins, lífsins tré arbor vitae; og síđar meir róđan/krossinn) ţ.e. stafur Arons sem greint er frá í 4. Mósebók, 17 kafla og t.d. einnig í 2. Mósebók, 7. kafla: Drottinn ávarpađi Móse og Aron og sagđi:

„Ef faraó segir viđ ykkur: Geriđ kraftaverk, skaltu segja viđ Aron: Taktu staf ţinn og kastađu honum niđur frammi fyrir faraó. Hann verđur ađ eiturslöngu.“ Síđan fóru Móse og Aron til faraós og ţeir gerđu ţađ sem Drottinn hafđi bođiđ ţeim. Aron kastađi staf sínum frammi fyrir faraó og ţjónum hans og hann varđ ađ eiturslöngu. Ţá kallađi faraó fyrir sig vitringa og galdramenn og spáprestar Egyptalands gerđu eins međ fjölkynngi sinni. Hver ţeirra kastađi staf sínum og stafirnir urđu ađ eiturslöngum en stafur Arons gleypti stafi ţeirra. En hjarta faraós var hart og hann hlustađi ekki á ţá eins og Drottinn hafđi sagt.

41083148992_61188b5def_b

Stafur Móses er einnig nefndur í Síđari Konungabók, kafla 18:4, ţegar segir frá Hiskía Akassyni, sem svo er kallađur á íslensku (Hezekijah ben Ahaz):

Ţađ var hann sem afnam fórnarhćđirnar, braut merkisteinana og hjó niđur Asérustólpana. Hann braut einnig eirorminn, sem Móse hafđi gert, en allt til ţess tíma höfđu Ísraelsmenn fćrt honum reykelsisfórnir og var hann nefndur Nehústan.

Síđast en ekki síst má finna "stađfestingu" á ţessu í Nýja Testamentinu, nánar tiltekiđ í Jóhannesarguđspjalli 3:14, sem einnig skýrir af hverju menn voru međ bronsstafi sem sýndu táknrćnan orm á Íslandi um 1100 árum e.Kr.:

Og eins og Móse hóf upp höggorminn í eyđimörkinni, ţannig á Mannssonurinn ađ verđa upp hafinn svo ađ hann veiti hverjum sem trúir á hann eilíft líf. 

Eirormur var um langan tíma eitt af táknum Krists. Óneitanlega minnir bagallinn frá Ţingvöllum á eirorm Móses, sem kallađur var Nehushtan, og sams konar mynd af krossinum virđist hafa lostiđ niđur í biblíuglansmyndahöfunda í Bandaríkjunum á 20 öld og listamanna sem hefur skreytt kirkjuhurđ í San Zeno í Verona á Ítalíu sem er frá fyrri hluta miđalda (12. eđa 13. öld).MosesAndTheBrassSerpenturn cambridge.org id binary 20161128160751923-0656 9781316402429 12361fig61

Abraham og Drottinn

Sagan um stafi ćtthvíslanna 12 á kirkjuhurđinn á San Zeno í Veróna; 1. Mósebók kafli 14: Ţá kom orđ Drottins aftur til Abrams: „Ekki mun hann erfa ţig heldur sá sem af ţér mun getinn verđa. Hann skal erfa ţig.“
Ţá leiddi hann Abram út fyrir og mćlti: „Líttu til himins og teldu stjörnurnar ef ţú getur.“ Og hann sagđi: „Svo margir munu niđjar ţínir verđa.“

Verona,_Basilica_Moses lögmáliđ og stafir ćtthvíslanna

Móses fćr lögmáliđ og Aron gćtir stafa ćtthvíslanna. Stafur ćtthvíslar hans hans laufgađist og blómgađist.

Vangaveltur um eiganda bagalsins sem fannst á Ţingvöllum

Heyrt hefur mađur og lesiđ alls kyns vangaveltur um hugsanlegan eiganda tau-bagalsins sem fannst i jörđu á Ţingvöllum. Eins og oft áđur á Íslandi, skal sú leiđa hefđ í hávegum höfđ, ađ einstakur gripur sem finnst í jörđu sé tengdur ákveđinni persónu í Íslendingasögum eđa álíka bókmenntum. Slíkir órar eru algjörlega út í hött. Hvort ţeir feđgar Gissur Ísleifsson eđa Ísleifur Gissurarson biskupar hafi átt tau-bagallinn á Ţingvöllum skal ţví hér međ öllu ósagt látiđ, ţó svo ađ  bagallinn falli tímalega ađ embćttistíma ţeirra sem biskupa í Skálholti. 

En kannski voru ţeir feđgar, líkt og svo margir kirkjunnar ţjónar, óđir međ međ öli, svo ađ ţeir týndu embćttisverkfćrum sínum á víđavangi? Hugsanlega misstu ţeir bagalinn á kvennafari og ţađ međ bráđóţroskuđum stúlkum? Enn annar ţanki gćti gefiđ ástćđu til ađ ćtla, ađ eins og fyrr og síđar hafi ţjófar hreiđrađ um sig á Alţingi. Baglinum gćti hafa veriđ stoliđ. Allt eru ţetta ţó óţarfa vangaveltur er menn vita ekki hvar á ađ leita ađ svörum um uppruna forngripa. 

Einhverjum datt nú síđast í hug ađ lögsögumenn hefđu gengiđ međ einhver tákn um stöđu sína á ţingi. Um slíkt var spurt á Vísindavefnum (sjá hér), ţar sem sérfrćđingur einn afneitađi sem betur fer međ öllu ađ slík tákn hefđu veriđ notuđ af lögmönnum; en af einhverjum furđulegum ástćđum birtist samt ljósmynd af Ţingvallabaglinum viđ greinina á Vísindavefnum.  Stundum geta menn ekki setiđ á sér í vitleysunni?


Tá-baglar í Evrópu á miđöldum
Hvar finnur mađur svo forláta bagal eins og ţann sem fannst á Ţingvöllum áriđ 1957? Sannast sagna hefur enn enginn tau-bagalshúnn líkur ţeim sem fannst á Ţingvöllum enn fundist í jörđu eđa varđveist á annan hátt. Ţađ ćtti ţó ekki ađ vera útilokađ ađ eins eđa svipađur gripur ćtti eftir ađ finnast einhvers stađar í nágrannalöndum Íslands. Húnninn er steyptur og gćtu fleiri húnar hafa veriđ steyptir eftir sama grunnmóti og hann. 


Ţeir Tau-baglar sem nánast ţola samlíkingu viđ stafinn frá Ţingvöllum eru baglar sem höggnir voru út á lágmyndum á írskum hákrossum.

carved-stones-irland-offaly-1 2

carved-stones-irland-offaly-1

Mynd byggđ á tölvumćlingu af Durrow-hákrossinum í County Offaly á Írlandi. Ţarna situr Jesús í dómsdagsmynd og heldur á tveimur af táknum sínum, krossinum og ormastaf ćttar sinnar. cross-ring-detail

Hér fyrir neđan sést greinilega á 3 ljósmyndum tau-bagall á dómsdagsmynd á hákrossinum frá Muiredach sem stendur viđ klausturkirkjuna í Monasterboice i County Louth á Írlandi. Krossinn er aldursgreindur til 9. eđa 10. aldar, sem stílfrćđilega virđist vera góđ tilraun ađ teygja grćna lopann. Krossinn er öllu nćr frá 11. öld.

33

Muiredach's_High_Cross_(east_face)_2

Muiredach's_High_Cross_(east_face)_(photo)

Hér fyrir neđan; Miđjumynd á hákrossi sem stendur í Clonmacnois í County Offaly. Á ţessum krossi stendur Jesús einnig stoltur međ tákn sín krossinn og međ tau-bagalinn ormastaf Levítans) og kross.

Irish_high_cross_Clonmacnois 2

Á syđri hákrossinn í Kells á Írlandi sem kenndur er viđ heilagan Patrek og Kólumkilla má einnig sjá Krist standa međ tross og ormastaf. Ţrívíddarmynd.

KELLS_SOUTH_CROSS_WEST_FACE_HEAD_CENTRE_WEB

Tau-baglar voru greinilega í tísku á Írlandi á fyrri hluta miđalda. Baglahúnar úr tré sem fundist hafa viđ fornleifarannsóknir í Dyflinni á Írlandi sýna ţađ glöggt. Ekki er nú alls endis víst ađ um baglahúna sé ađ rćđa í öllum tilvikum. Her eru teikningar af ţremur af fjórum ţeirra, sem  upphaflega birtust í bók James T. Lang (1988): Viking-Age Decorated Wood: A study of its Ornament and Style [Medieval Dublin Excavations 1962-81. Ser. B, vol 1], National Museum of Ireland.

DW58

DW44

3

Nokkur dćmi um taubagla í Vestur-Evrópu á fyrri hluta miđalda

Enginn tau-bagall hefur enn fundist eđa varđvesit í Skandinavíu; En víđa í Norđur- og Vesturevrópu hafa varđveist tau-baglar og einnig sjást ţeir í kirkjulist, sem sýnir ađ tau-stafir hafa veriđ algengir víđa um álfuna. Hér sýni ég fáein dćmi til gamans:

markImage
Brotinn húnn af tau-staf sem skorinn hefur veriđ úr fílabeini eđa rosmhvalstönn.  Hann er varđveittur í St.Peter Schatzkammer í Salzburg í Austurríki. Húninum er er gefin mjög breiđ aldursgreiningin eđa 800-1250, ţótt tímabiliđ 900-1150 sé mun líklegri greining. Silfurumgjörđ međ áletrun, sem er háls stafsins, er mun yngri en stafurinn og húnninn. Mál húnsins eru 4,8 x 13 sm (sjá nánar hér). Sjáiđ hve eyrun á orminum líkjast eyrum á orminum á tréhúninum hér ađ ofan frá Dyflinni.

02-0803-1 Köln dom ca. 1000Húnn af tau-staf úr fílabeini frá ţví um 1000 e.Kr., varđveittur í Dómkirkjunni í Köln.

Maastricht,_Schatkamer_Sint-Servaasbasiliek,_Servatiana,_zgn_staf_van_Sint-Servaas
Húnn af tau-bagli úr fílabeini varđveittur í Schatkamer Sint-Servaasbasiliek (kirkju heilags Servatíusar) í bćnum Maastricht í Hollandi.

1280px-Brit_Mus_17sept_010-crop

Tau-bagall frá 11. öld sem varđveittur er í British Museum. Hann er í Engil-Saxneskum stíl sem svo er kallađur.

03-crozier

Írskur tau-bagall sem talinn er vera frá 12. öld og sem varđveittur er í Ţjóđminjasafni Íra í Dyflinni.

broughanleaTvenns konar baglar höggnir í lítinn steinkross í Broughanlea í County Antrim á Norđur-Írlandi. Aldur óviss.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

31.12.2019


Bloggfćrslur 31. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband