“A short stocky man with white hair and a bulldog-like appearance”

Thors Bjarni Fornleifur

Þannig lýsti New York Times Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra er hann kom til Bandaríkjanna þ. 13. mars 1949. Engu er líkara en að verið sé að lýsa Al Capone. Bjarni var aðeins 41 árs þegar myndin hér að ofan er tekin og var greinilega á engan hátt samkeppnisfær við nafna sinn í nútímastjórnmálum hvað varðar sex-appeal, enda ekki með internet. Útlit er ekki allt. Bjarni var annálaður gáfumaður og það trekkir konur meira en of lítil jakkasett, get ég upplýst af eigin reynslu.

Þessi ljósmynd er nú til í  Fornleifssafni sem vex fiskur um hrygg. Halda mætti að Thor Thors sé að spyrja Bjarna, hvort bjúgun og smérið sé orðið ódýrara á Íslandi en áður var. Bjarni svarar í hugsunum mínum. "Éttann sjálfur".

Bjarni sagði hins vegar sannarlega eftirfarandi í ræðu er hann undirritaði varnarsamning Norðuratlandshafsbandalagsins í Washington þann 4. apríl 1949:

My people are unarmed and have been unarmed since the days of our Viking forefathers. We neither have nor can have an army… But our country is, under certain circumstances, of vital importance for the safety of the North Atlantic area.

Þetta var líklega alveg rétt hjá Bjarna, en ekki er ritstjóri Fornleifs viss um að Bjarni fjarfrændi minn hafi verið eins hræddur við uppivöðslusemi nasista í Norður-Atlantshafi fyrir 1940 eins og hann var við kommúnistana árið 1949.  Hann fór m.a. til Þýskaland árið 1939, líkt og margir Íslendingar, bæði aðdáendur 3. ríkisins og aðrir. Þá var hann prófessor í lögum, sem maður gat orðið mjög auðveldlega á þessum tíma, sér í lagi ef menn voru vel gefnir en samt próflausir.  Bjarni var hugsanlega búinn að skrifa mikla lofræðu um Þýskaland eftir utanlandsferðina árið 1939, en hernám Breta hefur örugglega stöðvað öll áform Bjarna um birtingu á slíku efni. Þó talaði Bjarni um þessa ferð sína á fundum á Íslandi, en þær ræður eru líklega horfnar úr skjalasafni hans í Þjóðskjalasafni, sem fékk rosalegt General Motor make-over hér um árið.

Myndir segja vitaskuld margt, en þó ekki allt. Þegar Bjarni Benediktsson var utanríkisráðherra komst hann oft aðeins í opinberar utanlandsferðir vegna þess að velunnari Íslendinga, C.A.C. Brun ráðuneytisstjóri í Danska utanríkisráðuneytinu og fyrrum sendiráðsritari í Reykjavík, sá til þess að hann gleymdist ekki. Þetta gerðist til dæmis árið 1948 í janúar á ráðstefnu norrænna utanríkisráðherra. Brun reit í dagbók sína:

"Vi tog imod paa Bristol. Dagen igennem ordinært nordisk Udenrigsministermøde, Island inkluderet. Bjarni Benediktsson spiller, imidlertid som sædvanlig, en aldeles ynkelig Rolle..."

C.A.C. Brun bjóst við einhverju? meiru af embættismönnum unga lýðveldisins, sem hann hafði stutt manna mest í fæðingarhríðunum. Hann var hins vegar stórhrifinn af Thor Thors.

Vitaskuld er ekki hægt að búast við því að ungt lýðveldi lítillar þjóðar hefði þjálfaða embættismenn og ráðuneyti eins og Danir höfðu þróað. En það samt mjög athyglisvert til þess að hugsa að bensíndælumaður úr Skagafirði sem leggur fyrir sig búktal og tilfallandi dýra- og mubluhljóð, telja sig enn gjaldgengan fulltrúa lýðveldisins á erlendum vettvangi. Þegar kona með BA próf og póstburðarreynslu í Kaupmannahöfn getur sest í æðstu embætti með cum laude vottorð frá fyrirmennum á Íslandi upp á vasann - eftir að hún reyndi ítrekað að komast í Öryggisráð SÞ með hjálp Assads og pönnukökubaksturs í New York - , er íslenska ríkið enn hálfgert bleyjubarn.

En í samanburði við manninn sem lét dæluna ganga á Klaustri og vinkonu Assads, var Bjarni Ben bara nokkuð klár pólitíkus. Blessuð sé minning hans.


Bloggfærslur 9. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband