Alein á Spáni međ son sinn eingetinn

Nćrmynd 1b

Fyrr á öldum trúđu Íslendingar og ađrar ţjóđir óbilađ á mátt líkneskja, eđa mátt bćna manna viđ helgimyndir. Ţađ var aftur í pápísku ţegar primus ius noctis olli ţví ađ flestir Íslendingar í dag eru komnir undan sömu gređjuprestunum - jafnvel bandóđum munkum sem héldu drykkju- og kynsvallveislur (orgiae carnis) í moldarklaustrunum íslensku. Horfiđ í spegil og sjáiđ helgisvipinn ţví til jarteikna ađ ţiđ séuđ afkomendur slíkra heiđursmanna.

Ţekkt var fyrrum, aftur í pápísku, ađ fólk teldi sig lćknađ af alls kyns kvillum eftir innilegar bćnir viđ ákveđin líkneski eđa helga gripi. Ţađ ţótti jafnvel heppilegra til árangurs en ađ grafa upp hvannarrćtur sem menn trúđu ađ hefđu lćkningarmátt. Sumir menn međ auđtrúargenin trúa ţví enn ađ sér-íslenskar rćtur og grös geti jafnvel hnésett veirur frá Kína.

Alterskab_08 3b

Dýrlingar í skápum (tabernacula)

Ekki var óalgengt í kaţólsku siđ, ađ bílćti af dýrlingum vćru höfđ í litlum skápum sem stóđu á stalli eđa héngu á veggjum til hliđar viđ altari, eđa viđ langveggi kirkjuskips í stćrri kirkjum. Í máldögum var greint frá helgimyndum í húsum eđa í hurđum. Reyndar er sú venja ekki horfin í kaţólskum löndum eins og flestir vita. Slíkar myndir voru og eru úti í framandi löndum kallađar Tabernacles*.

  * Tabernacula mega menn ekki rugla saman viđ tjaldmusteri gyđinga (sem á hebresku var kalla Mishkan, sem orđrétt ţýđir dvalastađur). Tjaldiđ (mishkan) var notađ fyrir helgihald á flóttanum frá Egyptalandi. Á latínu var ţađ ţýtt međ međ orđinu tabernaculum (sem orđrétt ţýđir lítill kofi á latínu) en latínuţýđingin var léleg ţýđing á grísku ţýđingunni á orđinu Mishkan í biblíu gyđinga (Tanach), sem var orđiđ skete, sem ţýđir tjald. Frumtexti bóka Gamla testamentisins og jafnvel grískan í fyrstu ţýđingum á ţeim hefur oft vafist fyrir kristnum ţýđendum eins og kunnugt er.

Ţegar heilagra manna myndir voru geymdar í skápum (lat. plur. tabernacula) var einnig auđvelt ađ flytja dýrđlingana til innan kirkju eđa fara međ ţá út í vorgrćnkuna í prósessíur. Sumar slíkar myndir stóđu oft utan kirkju í veđursćlli löndum en Íslandi. Ţćr dýrlingamyndir, sem venjulega komu ekki mikiđ út úr skápnum, voru ein bestu hjálpartćkin í vonleysi og volćđi fyrri alda, fyrir utan hvalreka og fyrrnefnd lćkningagrös.

Ein margra helgimynda sem vafalaust bjargađi Íslendingum andlega gegnum pestir, bólur og ađrar kreppur hafnađi Kóngsins Kaupmannahöfn, og ţađ örugglega í skiptum fyrir brennivínsflösku eđa tóbak áriđ 1859. Hún var send međ haustskipi til Kaupmannahafnar. Ţađ var Maríumynd í skáp sem kom úr kirkjunni í Múla (Múlastađ) í Ađaldal. Kirkjan ţar var lögđ af um 1890. Maríumyndin mun ađ öllum líkindum vera frá síđari hluta 13. aldar eđa byrjun ţeirar 14.

Hvađ segja máldagar um líkneskiđ í Múla

Í máldögum Ólafs biskups Rögnvaldssonar á Hólum frá 1461 er fyrst međal innanstokksmuna kirkjunnar nefnt: Ţetta jnnan kirkiu; Mariulíkneski međ einu gullnistu...

Í eldri máldagaskrá viđ Vísitasíugerđ Jóns biskups Vilhjálmssonar áriđ 1429 er líkneskiđ í Maríukirkjunni í Múla hins vegar ekki nefnt frekar en flestir ađrir helgir gripir kirkjunnar.

Í elsta máldagaskrá í Hólabiskupsdćmi, Auđunarmáldaga er nefnt Mariu skript., sem hugsanlega gćti veriđ María sú sem nú húkir einmana á spćnsku safni í Barcelona, en viss getum viđ ekki veriđ ţar sem ekki er talađ um líkneskju j hurđum eđa j husi.

Eftir ađ líkneskiđ var selt úr landi hefur María međ Jesúsbarniđ frá Múla síđan hangiđ í Kaupmannahöfn, en reyndar lengst af í geymslu danska ţjóđminjasafnsins, Nationalmuseet, og gengiđ undir heitinu Alterskab, Island - Mule (inv. nr. 19014, DM & R).

Ţađ síđastnefnda, ađ Danir ţrjóskist enn í vankunnáttu sinni og fyrirlitningu á íslenskri tungu og kalli Múla Mule, sýnir hve mikiđ út í hött ţađ er, ađ íslensk handrit og önnur menningarverđmćti séu yfirletti enn varđveitt og ađ íslenskukennsla sé stunduđ á háskólastigi í landinu flata - enda er fyrir ţví enginn áhugi hjá yfirvöldum né námsmönnum. Danir hafa sannast sagna afar takmarkađan sem engan áhuga á sögu Íslands og halda ţeir almennt ađ ţeir séu orđnir málsmetandi ţjóđ í Hansaríkinu ESB. Ţegar íslenskar fornbókmenntir eru gefnar út á nýdönsku á okkar tímum eru ţýđendur ofuruppteknir af ađ nota kjánalegt götumál frá Norđurbrú nútímans til ţýđinga á ţjóđararfi Íslendinga. Ýmislegt hefur samt fariđ betur en í eldri ţýđingum, en stundum rennur nálin út af plötunni; dćmi: Ţađ sem áđur var kallađ fragmenter (brot) á dönsku, samanber brot af handritum af ákveđinni sögu, er nú kallađ "totter" - třv venligst en tot!

Nú er María frá Mule komin til Spánar

Alterskab_02 b

Maríuskápurinn frá Múla er 140-145 sm háar og 52 sm ađ breidd. Ţađ er taliđ vera frá 1250 eđa síđari hluta 13. aldar, ţó mögulegt sé ađ myndin gćti einnig hafa orđiđ til eftir 1300.

Nú er María og Jesús frá "Mule" orđin strandaglópar á Spáni. Danir lánuđu líkneskiđ út á helgigripasýningu til Hollands á sýninguna  North & South á Museum Catharijne Convent i Utrecht (haldin 25. október 2019 til og međ 26. janúar 2020. Ţá fór sýningin ađ mestu til Museu Episcopal de Vic/Barcelona á Spáni (sjá hér og hér myndstubbur um sýninguna). Ţar lokađi sýning, sem ber heitiđ «Nord & Sud. Art medieval de Noruega i Catalunya 1100-1350» nokkrum dögum eftir ađ hún opnađi - vegna bölvađs Kórónufaraldursins. María og Jesús frá Múla dvelja nú á Spáni án ţess ađ fólkiđ ţar, sem á ţau trúir, geti reynt lćkningarmátt ţeirra.

Vćri nú ekki tilvaliđ ađ biđja um Maríu og einkason hennar  aftur til Íslands eftir ađ Coviđ er um garđ gengiđ - ađ bjarga henni heim međ fyrsta flugi til Íslands. Danir geta ekki einu sinni stafađ nafn kirkjunnar ţar sem hún lifđi af tískusveiflur heimsins í margar aldir.

Bakhliđ

Bakhliđ altarisskápsins frá Múla

Fáum Maríu heim

Fyrir um 20 árum síđan í kjölfar greinar í Lesbók Morgunblađsins eftir fyrrv. settan ţjóđminjavörđ Guđmund Magnússon, heyrđust raddir um ađ Ísland ćtti ađ fara fram á ađ fá gripi frá Íslandi sem enn eru í danska Ţjóđminjasafninu. Talsmenn ţjóđminjasafnsins danska töldu í viđtölum viđ íslenska fjölmiđla slíkar óskir frá Íslandi vera einhverja "politik" á Íslandi. Ţađ var bara kjaftćđi og útúrsnúningur og jafnvel dónaskapur. Heyrt hef ég ađ núverandi ţjóđminjavörđur á Íslandi hafi í selskaplegheitum og upp á eigin reikning falliđ frá öllum frekari kröfum um heimsnúning gripa úr danska Ţjóđminjasafninu. Ef ţađ er rétt er ţađ vitaskuld hiđ versta mál fyrir íslensku ţjóđina.

Nú vill svo til ađ Norđmenn hafa lengi vel taliđ ţetta líkneski úr Múla vera norskt međ stóru N-i. Ţjóđararfur Noregs er greinilega svo lítilfjörlegur, ađ ţeir ţurfa ađ eigna sér annan hvern grip á Íslandi og jafnvel víđar. Heimfćrsla Múla-Maríu til Noregs er ţó allsendis á huldu, ţó svo ađ líkneskiđ sé skoriđ úr furu. Líklegra er einnig ađ líkneskiđ sé úr Norđur-Ţýskalandi eđa Niđurlöndum. 

Nógu slćmt er ađ Norđmenn vilji eiga allan heiminn. Nú vill svo til ađ Spánverjar sjá spćnskan svip og segja Maríu í skápnum svipa til líkneskis í Aran-dalnum í vestanverđri Katalóníu. Líkneski ţađ var nýlega "enduruppgötvađ" og telja menn á Spáni  ţađ eiga einhverja taugar í líkneski frá 13. öld á Íslandi. Fyrir nokkrum árum síđan skrifađi listfrćđingur í Noregi, Elisabeth Andersen ađ nafni, áhugaverđa grein um skápsdýrlinga í Evrópu, Madonna Tabernacles in Scandinavia ca. 1150- ca.1350  Ýmislegt nýtt kom fram í henni um skápsdýrlinga í Norđur-Evrópu, ţó ekki vćri nein heimfćrsla líkneskja í skápum til afdals í Katalóníu. Gott hefđi veriđ ef spćnsku listfrćđingarnir sem úttalađ hafa sig um Maríumyndina frá Múla hefđu í ţađ minnsta lesiđ greinina norsku. Farandsýningar eru ekki til mikils ef sérfrćđingarnir eru heimalningar í frćđunum.

Auga

Vissulega er María í Ađaldal ekki bláeyg, en líkneskiđ er kríttađ, og málađ andlit hennar minnir mjög á Maríur í Suđur-Evrópu. En ekki er einu sinni víst ađ viđ sjáum upphaflega lag málningar á andlitinu, ţví greinilega hefur veriđ málađ yfir upphaflega andlitiđ á einhverju stigi, t.d. ţegar vćngjađir englar (kerúbar, eins og ţeir heita í lauslegri íslenskri ţýđingu Gamla testamentisins, voru málađir í svipuđum lit á hurđarblöđin á síđari hluta 17. aldar eđa fyrst á ţeirri 18. Sá sem ţađ gerđi hefur kunnađ og lesiđ biblíuna sína betur en listfrćđingar síđari tíma.

Ţví má bćta viđ, fyrir ţá sem nú orđiđ nenna ađ lesa og frćđast, ađ mikil kerúbamergđ hefur veriđ í Múla. Án mjög haldbćrra raka hafa vindskeiđin frá Múla veriđ eignuđ Ţórarni myndskera Einarssyni, nú síđast í annars ágćtri bók Ţóru Kristjánsdóttur, Mynd á Ţili (2005).

Á vindskeiđum kirkjunnar í Múla, sem nú eru varđveitt í Ţjóđminjasafni Íslands má sjá útskornar myndir af kerúbum (réttara sagt englum sem kallađi voru Ofanim á hebresku) sem eru frá sama tíma og kerúbinn sem málađur var á hurđ líkneskjuskápsins. Íslenskir listfrćđingar hafa rembst viđ ađ skýra myndmáliđ á vindskeiđunum frá Múla, en ekki tekist - meira um ţađ í nćstu fćrslu - međ lausn myndmálsins. Pattaralegir kerúbar sem blása framan í mann, eins og sá á skápshurđinni, voru algengir í skreytilist 17. aldar.

Fisiputi 2

Stundum er eins og listfrćđingar uppgötvi sannleikann upp á nýtt međ sérhverri nýrri kynslóđ af slíkum frćđingum. Skáplíkneskiđ frá Múla er vitanlega heldur ekkert ósvipuđ Maríumyndum frá sama tíma, sem varđveist hafa í Niđurlöndum og í Norđur-Ţýskalandi. Straumar listanna og tíska barst sannarlega oftast úr suđri en fóru sér hćgar en ţeir gera í dag. Eitthvađ sem var í tísku áriđ 1200 á Spáni eđa Ítalíu var ţađ ekki fyrr en um 1250 í Noregi. Stundum bárust straumarnir í hina áttina, t.d. frá Niđurlöndum til Spánar.

Nćrmynd

  1. Ţađ sem í mínum huga er áhugaverđast viđ Maríumyndina frá Múla í Ađaldal, er ađ María og Jesúbarniđ sem voru í kirkjunni í Múla fram til 1859, eru greinilega skorin eru út úr sama boltrénu. Myndin af ţeim hefur ugglaus ekki tilheyrt skápnum sem hún er í nú.
  2. Skápurinn, tabernakliđ, er í sannleika sagt hin mesta hrákasmíđ miđađ viđ handverkiđ á sjálfu líkneskinu. Stílfrćđilega ţykir mér líklegt ađ líkneskiđ hafi veriđ keypt frá Niđurlöndum og skápur síđan smíđađur utan um ţađ í Noregi eđa á Íslandi. Máldagar kirkjunnar á Múlastađ í Ađaldal fram til 1461, nefna engan  skáp. Strangt til tekiđ ţarf ţađ ekki ađ ţýđa, ađ skápurinn hafi ekki veriđ til stađar.
  3. Einnig er enn og aftur ljóst ađ útskornar helgimyndir hafa viđ svo kallađa siđbót á Íslandi ekki veriđ settar á báliđ eins og pápísk skurđgođ voru í öđrum löndum. Ţau voru notuđ áfram til kristnihalds fátćkra bćnda í litlum torfkirkjum landsins. Menn hafa t.d. á 17 öld eđa jafnvel á ţeirri 18. málađ lítinn kerúbaengil á ţverspýtu á hurđarblađinu nćst líkneskinu til vinstri, ţegar skápurinn var farinn ađ láta á sjá.
  4. Í fjórđa lagi tel ég algjörlega öruggt ađ útskornar myndir af dýrlingum sem sumir listfrćđingar, t.d. Ellen Marie Mageroy (sjá hér), halda ađ hafi hangiđ á hurđunum ađ innanverđu, sé ímyndun ein. Ekkert bendir til ađ styttur hafi stađiđ eđa hangiđ innan á hurđum skapsins. Hvorki finnast göt eđa tappar eftir festingar á hurđarblađinu, né á ţunnum syllum á henni sem bent geta til ţess ađ útskornar myndir hafi veriđ festar ţar. Miklu frekar má ćtla ađ á hurđarblöđin hafi ađeins veriđ málađar dýrlingamyndir. Ţćr hafa allar ađ mestu veriđ afmáđar og ljóst er ađ sú ţróun hefur haldiđ áfram í Ţjóđminjasafni Dana. Ef borin er saman mynd af líkneskinu frá 1962 og nýjar myndir er greinilegt ađ leifar málningar á dyrablöđum og á líkneskinu hafa flagnađ töluvert af á ţeim 58 árum sem liđin eru á milli ljósmyndanna. Já, ţađ er enn frekari ástćđa til ađ fá arf fyrri alda aftur heim til Íslands.

Fáum nú Maríu heim frá Danmörku, og förum fram á ţađ. Hún á hvorki heima ţar sem menn halda ţví fram í algjöru áhugaleysi, ađ hún sé frá "Mule", né í einsemd á Spáni, ţangađ sem hún var lánuđ út og ţótt pestin haldi henni ţar um sinn.

Kannski vćri vit í ađ krefjast hennar međ undirskriftarlista?

Lok lok

Allar ljósmyndir í ţessari grein eru opiđ myndefni af vef Nationalmuseet í Kaupmannahöfn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson er höfundur greina á blogginu Fornleifi. Greiniđ frá höfundi og setjiđ hlekk í ţessar og ađrar greinar á Fornleifi, ef vitnađ er í ţađ sem ég hef ritađ. Annađ er víst ţjófnađur.

 


Bloggfćrslur 10. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband