Fiskur frá Íslandsmiđum í hollensku skipi ?

Tunnubotn úr SO1

Jólanótt áriđ 1593 sukku 24 skip í aftaka suđvestanstormi viđ strendur Hollands á grynningum alrćmdu viđ eyjuna Texel. Taliđ er ađ um 1050 sjómenn hafi farist ţessa nótt. Eitt af ţeim skipum sem fórust í ţessu mikla óveđri var rannsakađ af fornleifafrćđingum á árunum 1987-1997. Verkefniđ er hluti af miklu stćrra verkefni neđansjávarfornleifafrćđinga hjá stofnun fyrir neđansjávarfornleifafrćđi (ROB/NISA, sem í dag er hluti af Rijksdienst voor het Cultureel Erfgoed) í Hollandi. Skipiđ sem hér greinir frá hefur fengiđ nafniđ Scheurrak SO1. Ţađ var stórt hollensk verslunarskip, 34 metrar ađ lengd og 8 metrar breytt. Skipiđ var byggt eftir 1571 samkvćmt trjáhringaaldursgreiningu.

Lestar skipsins voru fullar af korni frá Eystrasaltslöndum er ţađ sökk, en einnig fundust í skipinu níu tunnur á efstu lest og ţremur ţeirra voru miklar leifar af fiski. Fiskur ţessi hefur veriđ rannsakađur og er líklegt ađ ţetta hafi veriđ skreiđ sem veidd og unnin í norđurhöfum og ţá líklega viđ Íslandsstrendur.

Skreiđ 

Fornvistfrćđingurinn Dick C. Brinkhuizen skrifađi áriđ 1994 merkilega grein, sem ég fékk eintak af hjá kollega mínum á Sjóminjasafninu í Amsterdam (Nederlands Scheepvaartsmuseum). Brinkhuizen kemst af ţeirri niđurstöđu, ađ fiskurinn í tunnunum hafi mestmegnis veriđ ţorskur (Gadus morhua), en einnig var ţar ađ finna keilu (Brosme brosme) og löngu (Molva molva). Brinkhuizen telur ađ fiskurinn hafi veriđ matur áhafnarinnar. Sjáiđ einnig safn merkilegra forngripa sem fundust í skipsflakinu Scheuraak SO1 hér.

Fiskibeinin eru skorin/hafa skurđarmerkri á ţann hátt ađ enginn vafi getur leikiđ á ţví ađ fiskurinn hafi veriđ verkađur sem skreiđ. Taldi Brinkhuizen líklegt vegna stćrđar fisksins og tegundanna, ađ hann sé ćttađur úr "norđurhluta Norđursjávar eđa t.d. frá Íslandsströndum". Ţađ síđasta er nokkru líklegra, vegna ţess ađ skreiđarverkun var líklega erfiđ á svćđum viđ Norđursjó.

Leifar ţeirrar skreiđar sem fannst í SO1 flakinu, er líklega ţađ sem hér fyrr á öldum var kallađur Malflattur fiskur á Íslandi, eđa plattfiskur á Hansaramáli eđa stokkfiskur. Malflattur fiskur var einnig kallađur kviđflattur eđa reithertur.              

Bein frá SO1
Dökku svćđin eru ţeir hlutar beinanna sem fundust í tunnunum og línurnar gefa til kynna hvar skoriđ hefur veriđ og hvernig. 

 

Ţýska öldin (16. öldin) sem íslenskir sagnfrćđingar kalla svo, var kannski ekki meira ţýsk en nokkuđ annađ. Virđist sem Hollendingar/Niđurlendingar hafi í Hansasambandinu gert sig mjög heimakomna á Íslandi á 16. öldinni. Verslunin á ţessum tíma í Hansasambandinu var alţjóđleg í vissum skilningi. Fiskinn gćtu Hollendingar hafa keypt í Brimum, en alveg eins hafa sótt hann sjálfir.

Í dag er reyndar hćgt ađ rannsaka hvađan fiskur sem finnst viđ fornleifarannsóknir er uppruninn međ DNA- rannsóknum. Hefur ritstjóri Fornleifs fariđ ţess á leit viđ ţá stofnun í Hollandi, sem sér um minjar frá SO1, ađ hún hafi samvinnu um rannsókn beinanna frá SO1 viđ íslenska fornleifa- og líffrćđinga.

Kynning á skipinu á YouTube

 

Mynd efst: Tunnubotn og fiskibein úr SO1.

Ítarefni:

Brinkhizen, Dick C. 1994: "Some notes on fish remains from the late 16th century merchant vessel Scheuraak SO1": Offprint from: Fish Exploitation in the Past; Proceedings fo the seventh meeting of the ICAZ Fish Remains Working Group. Edited by W. van Neer. Annales du Musée Royal de l´Afrique Centrale, Sciences Zoologiques no 274, Trevuren, 197-205.

Lúđvík Kristjánsson: Skreiđarverkur. Íslenzkir Sjávarhćttir 4, s. 310-316.

Allaert van Everdingen 17. öld
Vatnslitateikning eftir Allaert var Everdingen (ca. 1650). Teylers Museum Haarlem. Klikkiđ á myndina til ađ sjá hana stćrri. Er ţetta mynd frá Íslandsströndum?

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Samskipti Íslendinga og Hollendinga á ţessum árum voru töluverđ. Getur veriđ ađ orđiđ "strax", komi úr hollensku? Man ekki eftir ţessu orđi í öđrum tungumálum. Reyndar ţýđir "strax" á hollensku, "á eftir" (en ekki strax ).

Sömuleiđis eru orđin "mjólk" og "mjelk" líkara úr ţessum tungumálum en úr ensku og skandinavísku, "milk-melk".

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2011 kl. 08:04

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Best ađ leiđrétta ţetta straxx: http://en.wiktionary.org/wiki/straks

Mjólkin flýtur í Hollandi, en ekki tel ég ađ framburđurinn sé ţađan kominn og tel ég ólíklegt ađ margt sé í íslensku úr hollensku nema orđ sem varđa skip, siglingar og og sjómennsku, sem eru alţjóđleg orđ.

F-orđi (Fuck) mun ţannig upphaflega vera komiđ úr hollensku inn í ensku, og er nú notađ um allan heim.

Sjá: http://is.wikipedia.org/wiki/Hollenska

FORNLEIFUR, 28.9.2011 kl. 08:32

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

takk fyrir ţetta, hefđi svosem getađ gúgglađ ţetta sjálfur

samt er ţetta orđ, strax (straks) ekki notađ svo neinu nemi, nema hér og í hollensku (ađ ég held) en í Hollandi er ţađ mikiđ notađ líkt og hér, en hefur ađra merkingu ţar, ţ.e. : síđar, á eftir o.s.f.v.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2011 kl. 09:39

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hollenskan virđist líkust íslenskunni af ţessum málum:

ÍslenskaEnskaHollenskaŢýskaAthugasemd
eta
köttur
tún
eat
cat
town (bćr)
eten
kat
tuin (garđur)
essen
Katze
Zaun (girđing)
Enska og hollenska hafa haldiđ germönsku t; í ţýsku hefur orđiđ breytingin t→s/z/tz
epli
pípa
ţorp
apple
pipe
(Scun)thorpe
appel
pijp
dorp
Apfel
Pfeife
Dorf
Enska og hollenska hafa haldiđ germönsku p; í ţýsku hefur orđiđ breytingin p→f/pf
ţenkja
bróđir
ţorn
think
brother
thorn
denken
broeder
doorn
denken
Bruder
Dorn
Enska hefur haldiđ germönsku ţ; í hollensku hefur, eins og í ţýsku, orđiđ breytingin ţ→d
(í gćr)
garn
dagur
yesterday
yarn
day
gisteren
garen
dag
gestern
Garn
Tag

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2011 kl. 09:44

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Málsifjafrćđi eru hćttuleg frćđi ađ fara út í, en ég er međ dágóđa ţekkingu á hollensku nokkuđ viss um ađ hollenska sé ekki meira skyld íslensku en danska, norska eđa sćnska.

Hins vegar höfđu Hollendingar mikinn efnahagslega áhuga á Íslandi fyrr á öldum eins og segir í gömlu kvćđi, og Íslendingar nutu góđs af verslunaráhuga Hollendinga:

Allen die willen naar Island gaan

om kabeljauw te vangen

en te vissen met verlangen.

Naar Iseland naar Iseland

naar Iseland toe,

tot drie dertig reizen

zijn zij noch niet moe.

[Allir vilja Íslands til, til ađ eltast viđ ţorskinn, ađ fiska af ţrá til Íslands, til Íslands, Íslands til. Eftir ţrjátíu og ţrjár ferđir ţangađ höfum viđ enn ekki fengiđ nóg].

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.9.2011 kl. 11:39

6 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

Hollenska er ţađ germanskt mál, sem telst skyldast ensku, ţ.e. Engil- Saxnesku. Annars heyrđi ţađ svćđi, sem nú nefnist Holland lengi á miđöldum undir hiđ heilaga rómverskar keisaradćmi, ţ.e. Ţýskaland og arfur frá ţessum tíma finnst í ensku, ţar sem Hollendingar eru enn í dag kallađir „Ţjóđverjar“ (Dutch). Ţađ er ađ sjálfsögđu sama orđiđ og „Deutsch“, en Hollendingar voru ţeir ţegnar ţýskalandskeisara, sem Englendingar höfđu mest samskipti viđ.

Vilhjálmur Eyţórsson, 28.9.2011 kl. 11:56

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ađ sjálfsögđu er íslenskan skyldari málfrćđilega skandinavísku málunum, en mér finnst bara athyglisvert hvađ sum orđ eru lík okkar máli, úr hollenskuni.

Einnig fannst mér athyglisvert ađ heyra málkliđ í margmenni, ţegar ég var í Groningen í sumar. Hljómfalliđ var ótrúlega "íslenskt".

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2011 kl. 12:32

8 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

Mér finnst hljómfalliđ varla líkjast íslensku. Mér heyrist ţeir alltaf vera um ţađ bil ađ hrćkja, ef ekki beinlínis ađ kúgast. Hollenska finnst mér eitthvert ljótasta mál sem ég heyri, jafnvel verri en danska.

Vilhjálmur Eyţórsson, 28.9.2011 kl. 12:44

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Kannski er Gunnar hljóđvilltur, eđa hann hefur heyrt Hollendinga sem voru ađ ćfa sig í Icesafe-yfirtöku, en annars er annar hver lífskúnstner frá Íslandi í listanámi í Hollandi. Gunnar, ţađ hafa bara veriđ eintómir Íslendingar í kringum ţig.

En nóg um ţetta merka hrognamál.

Ég er miklu meira viss um ađ erfđaefni, frekar en mál og tunga, frá Niđurlöndum hafi veriđ skiliđ eftir í Íslendingum. Menn rannsökuđu einu sinni blćđingarsjúkdóm (heilablćđingar) í ćtt einni á Íslandi. Ţetta heilkenni kom einnig fyrir í Hollandi. Menn ályktuđu sem svo, ađ ţetta hefđi borist frá Íslandi til Hollands. Mig minnir ađ ţađ hafi enginn veriđ ađ velta ţví fyrir sér hvort ţađ hefđi borist til Íslands frá Hollandi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.9.2011 kl. 13:03

10 Smámynd: FORNLEIFUR

Vill ekki einhver tjá sig um skreiđina?

FORNLEIFUR, 28.9.2011 kl. 13:31

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ţađ má margt um mig segja, en ekki ađ ég sé hljóđvilltur.

"skreiđ" til Hollands

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2011 kl. 13:39

12 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

Ţetta holleska skip var greinilega ađ koma frá Norđurlöndum og skreiđin ţví lang líklegast norsk. Skip međ svo blandađan farm hefur örugglega ekki veriđ ađ koma frá Íslandi og skreiđin varla íslensk, ţótt ekki sé hćgt ađ útiloka ţađ alveg.

Vilhjálmur Eyţórsson, 28.9.2011 kl. 13:43

13 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

Reyndar sé ég ađ ég hef lesiđ grein ţína í fljótheitum og farmurinn virđist mest allur hafa veriđ fiskur, en Hollendingar hafa í aldir og árţúsundir veitt í Norđrsjó og viđskipti viđ Norđurlönd eiga líka langa sögu. Ţví er sem áđur líklegast ađ fiskurinn hafi veriđ norskur, en fleiri en Íslendingar gátu verkađ skreiđ.

Vilhjálmur Eyţórsson, 28.9.2011 kl. 13:47

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Á 16. öld kom mikiđ af fiski til Evrópu, frá miđunum viđ Nýfundnaland og reyndar eru til heimildir um ađ fiskur hafi komiđ ţađan áđur en Kólumbus fann Ameríku (Baskar).

Ţar sem ţetta var verslunarskip, er ţá ekki möguleiki ađ skreiđin hafi veriđ frá Ameríku?

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2011 kl. 14:25

15 Smámynd: FORNLEIFUR

Vilhjálmur og Gunnar, ég skrifađi reyndar ađ skipiđ vćri međ fullfermi af korni frá Eystrasalslöndum og ađ fiskurinn hafi veriđ matur áhafnarinnar. Ţađ er niđurstađa hollensku fornleifafrćđinganna.

Erfđaefnis (DNA)-rannsókn á beinunum, og samanburđur á ţví viđ DNA rannsóknir á beinum á  fiski úr fornum íslenskum ruslahaugum gćtu hćglega sýnt okkur hvađan fiskurinn kom.

Ballaststeinar hollenskra skipa sýna okkur líka oft hvađan ţau fóru, og eru basaltsteinar í gömlum steinhleđslum í  Amsterdam ekki allt Rínarbasalt.

Ekki hef ég heyrt um Baska í Ameríku áđur en Kólumbus var ţar. Lát heyra ef ţađ byggir á einvherjum rökum.

FORNLEIFUR, 28.9.2011 kl. 15:22

16 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

Ég hef líka heyrt um Baska fyrir komu Kólumbusar og einhverjar leifar eftir ţá munu finnast á Nýfundnalandi. Ţeir eru m.a. taldir hafa étiđ mikiđ af geirfuglinum sem ţá var á ţessu svćđi. Ég kann ţó ekki ađ nefna heimildir, en margt bendir til ađ miđin viđ Nýfundnaland hafi veriđ ţekkt a.m.k. frá ţví á fimmtándu öld.

Vilhjálmur Eyţórsson, 28.9.2011 kl. 16:02

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Baskar eru taldir hafa átt ţessi "leynimiđ" viđ Nýfundnaland mun fyrr, ca. 13.-14. öld.

Sjá m.a. "Ćvisaga ţorsksins", (Cod: a biography of the fish that changed the world) eftir sagnfrćđinginn Mark Kurlanski, í ţýđingu Ólafs Hannibalssonar, 1997.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2011 kl. 18:15

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Leiđrétting; Mark Kurlansky er blađamađur og rithöfundur, en ekki sagnfrćđingur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2011 kl. 18:17

19 Smámynd: FORNLEIFUR

Blađamađur, ţá skulum viđ taka ţađ varlega.

FORNLEIFUR, 28.9.2011 kl. 20:05

20 Smámynd: FORNLEIFUR

Nei, Gunnar og Vilhjálmur, ég kaupi ţessa sögu um Baskaveiđar ekki og lćt nćgja ţađ sem menn á Nýfundnalandi skrifa sjálfir: http://www.heritage.nf.ca/exploration/16fishery.html

Fiskurinn frá 1593 um borđ á SO1 var örugglega ekki keyptur af Böskum. Baskar mettuđu ađ hluta til markađi í Suđur-Evrópu fram til 1580, en ţá dró mikiđ úr veiđum ţeirra vegna Breta, sem herjuđu á skip ţeirra.

FORNLEIFUR, 28.9.2011 kl. 20:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband