Fornminjarnar í Elliđaárdalnum?

Steinn Daníels

Ungur mađur, Daníel Alexandersson ađ nafni, sem örugglega er upprennandi stjarna í fornleifafrćđinni, greindi í gćr í kvöldfréttum Sjónvarpsins frá fundi sínum á afar furđulegum steini međ skreyti. Daníel rakst á steininn er hann var nýveriđ ađ vađa í Elliđaánum (sjá hér).

Steinninn fundinn
Daníel og fađir hans međ steininn góđa

 

Daníel lćtur sig dreyma um víkinga og telur skreytiđ minna á list víkingaaldar. Ekkert er ţó í ţessu mynstri og ţeirri ađferđ sem notuđ hefur veriđ til ađ klappa steininn, sem bendir til víkinga eđa norrćnna manna frá fyrstu byggđ á Íslandi. Mynstriđ á steininum gćti reyndar minnt á völundarhúsafléttur, labyrinţoi (Gr. λαβiρινθοi), sem klappađar voru á stein t.d. á Bretlandseyjum og víđar. Á Írlandi eru völundahúsafléttur ţekktar í steinlist frá steinöld (3500 ára gamlar ristur) fram á miđaldir. En skreytiđ á steininum sem Daníel rakst á er ekki höggviđ međ ađferđum sem notađar voru á Írlandi fyrr en á síđari hluta miđalda. Sömuleiđis bendir margt til ţess steinhellan sé söguđ til.

Tilgáta völundarhús
Hugdetta Fornleifs um hvernig allt skreytiđ kynna ađ hafa litiđ út í byrjun.

 

Af myndum viđ sjónvarpsfréttina er ljóst ađ listaverkiđ er nokkuđ haglega unniđ. Í fljótu bragđi sýndist mér steinninn sé íslenskur, og ef ţetta er grágrýti, hefur steinninn nćrri örugglega veriđ sagađur til eđa unninn međ nútímaverkfćrum.

Eini tilhöggni íslenski steinninn frá fyrri öldum, sem er unninn međ svipađri tćkni og steinninn sem Daníel Alexandersson fann, eru leifar grafsteins Odds Biskups Einarssonar í Skálholti (1559-1630). Hann var unninn í íslenskan stein, og međ allt annarri tćkni en áđur hafđi sést á Íslandi. Ţótt ekki sé ég ađ ađ gera ţví skóna ađ steinninn sem Daníel Alexandersson fann eigi eitthvađ skylt viđ grafstein Odds biskups, ţá hefur mig lengi grunađ ađ sá sem bćri ábyrgđ á gerđ grafsteins yfir Oddi hafi veriđ Daníel nokkur Salómon, fátćkur pólskur gyđingur, sem breytti nafni sínu í Jóhannes Salómon, ţegar hann tók skírn í Frúarkirkju í Kaupmannahöfn áriđ 1620. Áriđ 1625 hélt hann til Íslands međ međ ferđastyrk upp á 6 ríkisdali og fara engar sögur af honum síđan. Grafsteinns Odds Einarsson svipar ekkert til grafsteina samtímamanna hans á Íslandi eđa á Norđurlöndunum en minnir um margt á grafsteina gyđinga, sunnar og austar í Evrópu.

Oddur Einarsson 3
Hluti af grafsteini Odds biskups Einarssonar

 

Ađ loknum ţessum vífilengjum og vangaveltum, ţykir Fornleifi líklegast ađ einhverjir hafi veriđ ađ leika sér ađ höggva völundarhús á sagađa og eđa slípađa steinhellu. Eins og kunnugt er, hefur ţarna í nágrenninu viđ fundarstađinn fariđ fram ýmis konar gjörningur. Í Elliđaárdalnum hafa menn "lengi" lagt stund á indíánalist. Gćti hugsast ađ einhverjir hafi veriđ ađ höggva völundarhús í einhverjum indíánaleik og ađ brot af ţeirri vinnu hafi fyrir órannsakanlegar leiđir lent í ánni?  Indíánar krotuđu reyndar ekkert síđur en Írar völundarhúsaskreyti á steinklappir.

Best er ađ útiloka ekkert, og gaman vćri ađ fá ađ vita úr hvađa efni steinhellan er og hvort sjáist för eftir steinsög. Ef steinninn hefur veriđ sagađur útilokar ţađ vitaskuld háan aldur og er ţá ekki um fornleifar ađ rćđa.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér sýnist ţetta nú vera ansi grunnt og líkast til sandblásiđ eđa blásiđ međ stálkúlum.  Minnir raunar á eitthvađ eftir listamanninn Bjarna Ţórarinsson  nú eđa Richard Serra.

Ţetta er tćplega mjög gamalt. Ég giska á 1995, en auđvitađ er vert ađ komast ađ hinu sanna í málinu. 

Jón Steinar Ragnarsson, 4.8.2012 kl. 03:42

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Ljótt er, ef fréttist ađ Íslendingar vćru ađ henda ekta Bjarna Ţórarinssyni og Richard Serra út í ár og lćki.

Ég var nú meira ađ hugsa til listamannanna í fjólubláa húsinu í Elliđaárdalnum. Annar heitir Nonni og dansađi forláta slćđudans fyrir okkur nemana í MH í gamla daga. Einhvern tíma heyrđi ég eđa sá, ađ hann vćri kominn í indíánalist (Ugh) og jafnvel međ sweat logs full af berum kalmönnum. Ekki veit ég ţó hvort Nonni og sambýlismađur hans hafi veriđ í höggmyndalist.

FORNLEIFUR, 4.8.2012 kl. 08:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband