Lea var myrt i Sobibor

de la Penha
 

Lea Judith de la Penha frá Amsterdam í Hollandi varđ ađeins 6 ára. Líf hennar var tekiđ af henni á hrottalegan hátt vegna haturs sem gýs öđru hvoru upp í Evrópu. Hún var myrt ásamt 165.000 öđrum trúsystkinum sínum í útrýmingarbúđunum í Sobibor í Suđur-Póllandi. Taliđ er ađ um 200.000-250.000 manns, flest gyđingar, hafi veriđ myrtar í Sobibor á árunum 1942-43.

Nú hefur hópur fornleifafrćđinga undir stjórn ísraelska fornleifafrćđingsins Yoram Haimis rannsakađ leifar helfararinnar í útrýmingarbúđunum í Sobibor. Ţeir hafa međal annars fundiđ lítiđ ferhyrnt merki úr áli, sem á hefur veriđ slegiđ nafn Leu Judith de la Penha. Lea litla hefur líklega boriđ ţetta merki, eđa taska hennar, er hún var flutt til Sobibor međ foreldrum sínum.

Lea Judith de la Penha fćddist ţann 11. maí áriđ 1937 í Amsterdam. Foreldrar hennar voru Judith de la Penha-Rodriques Parreira og David de la Penha. Ţau voru flutt nauđug í gripavögnum frá Hollandi áriđ 1943 til Sobibor útrýmingarbúđanna í Suđur-Póllandi. Ţar voru Lea litla og foreldrar hennar myrt ţann 9. júlí 1943.

De la Penha fjöskyldan var stór fölskylda í Hollandi fyrir 1940, en meirihluti međlima hennar var myrtur í Helförinni. Eins og nafniđ bendir til átti fjölskyldan ćttir sínar ađ rekja til Portúgals og Spánar. Frá Portúgal flýđu gyđingar undan trúarofsóknum kaţólsku kirkjunnar og annarra yfirvalda á 16. og 17. öld, m.a. til Niđurlanda.

De la Penha 

De la Penha fjölskyldan í heimsókn hjá kristnum vinum/ćttingjum. Lea er fremst á myndinni.

Lea de la Penha endađi ćvi sína í gasklefa í Sobibor eins og flestir ađrir gyđingar ţar. Hún var ein 4300 gyđinga af portúgölskum uppruna í Hollandi sem myrtir voru í helförinni. 90% allra sefardískra gyđinga í Hollandi voru myrtar í Helförinni og 75% allra gyđinga Hollands, um 101.000 gyđingar frá Hollandi voru sendir til fanga- og útrýmingarbúđa, 96.000 ţeirra voru myrtir. 34,313 gyđingar frá Hollandi voru myrtir í Sobibor.

Á 17. Og 18. öld voru og urđu sumar af portúgölsku flóttafjölskyldunum međal ríkustu fjölskyldna Hollands. Á 20. öld var de la Penha fjölskyldan ekki lengur međal auđugra portúgalskra gyđingaćtta Hollands og höfđu ţví međlimir hennar gifst út fyrir hópinn, annađ hvort gyđingum af ţýskum og pólskum uppruna, eđa kristnum hollendingum. Einn forfađir flestra međlima de la Penha ćttarinnar var ţó mjög ríkur á fé, en ţađ var Josef de la Penha kaupmađur í Rotterdam, sem eignađist Labrador. Vilhjálmur 3. af Óraníu, sem gerđist konungur Englands gaf Josef de la Penha Labrador áriđ 1697 fyrir veitta ađstođ. Gjafabréfiđ er enn til. Ýmsir afkomendur Josefs de la Penha hafa reynt ađ endurheimta Labrador, en án árangurs.

Sobibor sh 2001 2
Minnismerki í Sobibor. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2001

Sobibor 2001

Ég kom til Sobibor áriđ 2001 međ hópi frćđimanna frá Dansk Center for Holocaust og Folkedrabsstudier (DCHF) í Kaupmannahöfn ásamt framhaldsskólakennurum. Viđ vorum á ferđ um Pólland til ađ skođa útrýmingarbúđir og ađra stađi sem tengjast sögu helfararinnar í Póllandi. Á DCFH vann ég í tvö ár og voru rannsóknir mínar á örlögum gyđinga í Danmörku m.a. til ţess ađ DCHF var stofnađ áriđ 2000.

Hópurinn, sem heimsótti Sobibor haustiđ 2001, sá hvernig pólskir fornleifafrćđingar höfđu grafiđ á ýmsum stöđum í Sobibor, en nú er svćđiđ ađ mestu huliđ furuskógi. Rannsókn, eđa réttara sagt frágangur pólska fornleifafrćđingsins Andrzej Kola viđ háskólann í Torun var ađ mínu mati vćgast sagt ekki til mikils sóma og lítiđ hefur birst af niđurstöđum. Hann fann ţó hluta fjöldagrafar sem var svo djúp ađ ekki var hćgt ađ grafa dýpra niđur í vegna grunnvatns. Taliđ er ađ gröfin hafi veriđ allt ađ 5 metra ađ djúp. Lík voru einnig brennd í Sobibor og í lok stríđsins voru lík grafin upp til ađ brenna ţau. Vegna vangetu Kolas til ađ gefa út niđurstöđur sínar hafa rannsóknri hans veriđ skotspónn sjúkra sála sem telja og vilja hald ađ helförin sé ein stór lygi og samsćri. Ţess vegna er gott ađ heyra um ţćr mörgu niđurstöđur sem rannsóknir undir stjórn Yoram Haimis hafa leitt í ljós. Hér er hćgt ađ lesa grein eftir hann, ţar sem hlutar fyrri niđurstađna af rannsóknum í Sobibor eru lagđar fram.

Hola Kola SOBIBOR 2001 2

Hola um 3,5 metra djúp, sem hefur innihaldiđ mikiđ magn af brunaleifum. Ţarna rannsakađi fornleifafrćđingurinn Andrzej Kola áriđ 2001. Samkvćmt einni grein eftir hann frá 2001 var ţarna hús.  Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2001.

A.Kola plan

Bláa pílan sýnir gryfju ţá sem ég ljósmyndađi áriđ 2001. Hún er kölluđ "Building B", en ţarna hefur varla veriđ nokkur bygging en mikiđ var af ösku, kolum  og rusli sem hefur veriđ kastađ í ţessa gryfju.

Hópinum sem ég fylgdi til Sobibor áriđ 2001 var tjáđ, ađ rannsóknunum Andrzej Kolas vćri lokiđ, en ýmsir fundir höfđu veriđ skildir eftir á glámbekk, og ekki fyllt upp í nokkrar holur suđur af ţeim fjöldagröfum sem hann fann. Einn menntaskólakennari sem var í för međ okkur hafđi tekiđ brot úr öskju úr bakelíti, sem líklega er hollensk sem lá međ öđrum fundum á kanti mikillar gryfju. Hann lét mig hafa brotiđ og ég geymi ţađ enn. Ég reyndi lengi ađ hafa samband viđ pólska fornleifafrćđinginn Kola sem stjórnađi rannsóknunum í Sobibor, en fékk aldrei svar. Nú mun ég hafa samband viđ Yoram Haimi til ađ koma gripnum í réttar hendur.

Bagelite Sobibor
Brot úr loki úr bakelíti sem lá á glámbekk eftir fornleifarannsóknir í Sobibor áriđ 2001. Ef einhver hefur hugmynd um hvađ WB stendur fyrir vćri ég fekinn ađ fá upplýsingar. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2012.

 

DSCN6524 [1600x1200]
Mynd frá ranssóknum Yoram Haimis í Sobibor.
 

Svo talađ sé um fórnarlömb

Ţess má geta, ađ sá sem ţetta ritar varđ í Sobibor "fórnarlamb" mannýgra moskítóflugna, sem réđust á ökkla mína. Dóttir mín, Lea, hafđi gefiđ mér í afmćlisgjöf sokka međ mynd af Andrési Önd á skaftinu, sem hún hafđi fundiđ međ móđur sinni í Netto-verslun í Kaupmannahöfn. Ég var einmitt í ţessum sokkum sem Lea gaf mér í Sobibor. Flugan sótti í Andrés Önd og stakk hann í sífellu og saug, en ţađ var náhvítur ökklinn á mér sem varđ fyrir barđinu á varginum en ekki öndin. Ég bólgnađi mjög illa upp um kvöldiđ og varđ daginn eftir ađ leita mér lćknis í Lublin, međ fćtur sem meira líktust fótum fíls en manns. Međan ferđafélagar mínir fóru m.a. til Majdanek. Lćknir nokkur á slysadeild spítala, sem var skammt frá Hóteli okkar. Hann sprautađi mig og gaf mér lyfseđil. Lyfin hjálpuđu strax og eftir tvo daga gat ég aftur gegniđ í skóm. Eftir ţađ kallađi ég lćkni ţennan sem hjálpađi mér Töframanninn frá Lublin.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég held ţú sért einn okkar merkustu rannsóknarblađamanna, dr. Vilhjálmur, ţótt ekki skrifir ţú (ţví miđur) í íslenzk blöđ, ađ ég hafi séđ. - Međ góđri kveđju,

Jón Valur Jensson, 1.9.2012 kl. 06:23

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţakka lofiđ , Jón minn, sem ég var fyrst ađ sjá nú. Mér hlýnar um gamlar fornleifafrćđingahjartarćtur.

FORNLEIFUR, 13.9.2012 kl. 17:10

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband