Sómi yrði af garðinum

ar-707089917.jpg

Það er engum vafa undirorpið að þetta mannverki eru meðal heillegustu fornleifa sem varðveist hafa í Reykjavík. Hann yrði mikil bæjarprýði og ugglaust áhugaverður staður að skoða fyrir ferðamenn sem og bankastjóra Seðlabankans, frekar en hallir úr gleri, járni og steypu.

Mikil skömm og synd væri að varðveita garðinn aðeins að hluta til. Þessi garður sem forfeður sumra Reykvíkinga tóku þátt í að byggja er meðal mestu mannvirkja 20. aldarinnar á Íslandi.

hafnarger_i_reykjavik_1913-1917.jpg

Vonandi er, að græðgiskallar eyðileggi ekki þessar minjar með bílakjöllurum og Babelsturnum.

Nú verður Minjastofnun líka að standa sig, ekki síst Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður. Hún má ekki gefa eftir pólitískum þvingunum eins og hún hefur gert svo oft áður. Hér um árið þegar 1-2 einstaklingar áttu að sjá um minjavörslu þá sem 15-20 sjá um nú, þurfti Össur Skarphéðinsson ekki annað en að hringja sem ráðherra í settan Þjóðminjavörð og þusa, til að fara í kringum þjóðminjalögin. Kristín var fengin til að skrifa annað álit en ég hafði skrifað á staðsetningu sumarbústaðs apótekara, samflokksmanns Össurar og fuglaskoðara. Sumarhúsið var reist of nærri fornleifum og jafnvel ofan a þeim, sem og í trássi við náttúruverndarlög, og á einum fegursta stað landsins (sjá frekar hér).

Þó að faðir Stínu, Siggi Halldórs í ÁTVR, og frændur hafi aðeins leikið sér að bolta fyrir framan námuna þar sem mulið var grjót í hafnargerðina, verðum við að vona að hún valdi og afkasti einni almennilegri verndum fornminja í stöðu þeirri sem hún gegnir sem forstöðumaður Minjastofnunar Íslands.

hafnarstraeti_a_19_old.jpg

Fyrir tíma garðs. Ljósmynd tekin á 19. öld.


mbl.is Hafnargarðurinn verði varðveittur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Algerlega sammála þér um þetta mál. Eftir þeim teikningum og myndum sem sýndar hafa verið af steinsteyptum glerkössum á þessu svæði, sem stækka munu Skuggahverfið alvag að Hafnarstræti, virðist manni sem verið sé að fremja umhverfishryðjuverk á svæðinu. Nægir þessum blessaða útópíska borgarstjórnarliði ekki að eyðileggja ásýnd strandlengjunnar meðfram Skúlagötu? Þarf einnig að slátra ásýnd hafnarsvæðisins með samskonar viðbjóði? Þessi garður er Bernhöftstorfa hafnarinnar og á að fá að standa!

Góðar stundir, með kveðju að sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 9.7.2015 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband