Ţjóđin okkar

musiskiai.png

Litháískir lesendur Fornleifs eru örfáir, veit ég, en ég er viss um ađ ţeir hafi heyrt af nýrri bók sem komin er út í Litháen. Höfundur hennar er Ruta Vanagaite. Hún uppgötvađi ađ ćttingjar hennar höfđu tekiđ ţátt í morđum óbreyttra borgara í Litháen á gyđingum í síđari heimsstyrjöld. Í stađ ţess ađ leyna ţví, andmćla og afneita, líkt og margir Litháar gera og ţ.m.t. ríkisstjórn landsins, hefur Ruta Vanagaite ritađ merka bók, sem ber titilinn Musiskiai, (Ţjóđin okkar). Segir bókin frá morđunum út frá sjónarhorni ćttingja ţeirra seku. Ruta Vanagaite brýtur međ ţessu blađ í sögu Lithaugalands og bćtir vonandi söguskođun Litháa.

Bókin er unnin í samvinnu viđ vinnuveitanda minn á síđasta ári, Efraim Zuroff, forstöđumann skrifstofu Simon Wiesenthal stofnunarinnar í Jerúsalem, sem Íslendingum er vel kunnur frá ţví ađ ţeir, og sér í lagi ýmsir blađamenn og siđlausir stjórnmálamenn, útúđuđu honum sem eins konar glćpamanni er hann benti Íslendingum á ađ ţeir hefđu hýst stríđsglćpamanninn Evald Mikson og bađ ţá um ađ rannsaka mál hans. Ţiđ muniđ hvađ gerđist.

Bókin mun bráđlega koma út á ensku og kallast: Our People; Journey With An Enemy.

rutos-vanagaites-knygos-musiskiai-pristatymas-56a734cb6ded6.jpgBókin er í ţremur hlutum. Í fyrsta hlutanum, eins konar formála, ţar sem Ruta Vanagaite skýrir af hverju hún ákvađ ađ rita ţessa bók. Annar hlutinn er sagnfrćđileg yfirferđ á ţví hvernig litháískir stjórnmálamenn veittu Ţjóđverjum liđ og um morđsveitir Litháa sem frömdu glćpi í Litháen og Hvítarússlandi. Síđasti hlutinn fjallar um hvernig höfundurinn hitti Efraim Zuroff og hvernig ţađ kom til ađ ţau ákváđu ađ heimsćkja 35 stađi, ţar sem Litháar myrtu gyđinga, og viđrćđur ţeirra tveggja um ţađ.

Ég les ekki litháísku og hlakka ţví til ađ kaupa bókina á ensku. Merkari bók hefur vart komiđ út á síđari árum í Litháen og seldist 1. upplag upp nokkrum dögum.

 

Til skýringar á međfylgjandi Youtube-mynd frá bókarkynningunni: Prestarnir tveir eru annars vegar Richardas Doveika sem er langvinsćlasti kaţólski presturinn í Litháen, og hins vegar Tomas Shernas (sá í hjólastólnum) sem varđ ţjóđhetja er hann einn manna lifđi af árás sovéskra hermanna á tollstöđ í Litháen áriđ 1991 og hefur síđan gerst prestur í mótmćlendasöfnuđi. Ruta segir frá viđrćđum sínum viđ ţá báđa í bók sinni og ţeir styđja af heilu hjarta nauđsyn ţess ađ Litháar horfist í augu viđ sögu sína og ţá glćpi sem margir Litháar frömdu í helförinni. Annars kemst mađur ekki áfram.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband