Bitlaust sverđ

Fornleifur brosti illkvittnislega í kampinn ţegar fyrirlestrar heiđursmannanna Sverris Jakobssonar og Gunnars Karlssonar, haldnir 15. október 2015, voru opinberlega auglýstir sem hluti fyrirlestrarrađar Miđaldastofu Háskóla Íslands.

Úti fyrir ósköp vísum nefjum Sverris og Gunnars sveif sverđ, eđa réttara sagt eineggja sax. En auglýsingin var greinilega tvíeggjađ sverđ. Ţetta frétta menn ţó ekki fyrr en nú. Melius tarde quam nunquam.

02-sturlunga-sverrir-og-gunnar_006.jpg

  sturlungaold.jpg

Fyrirlestrar Sverris og Gunnars fjölluđu um Sturlungaöld (1220-1262). Halda mćtti ađ sverđ ţađ sem auglýst var međ, sem fannst áriđ 1863 á "sléttum mel á víđavangi" nálćgt meintum rústum eyđibýlis sem kallađ var Bergálfsstađir í Eystrihreppi (Ţjórsárdal), hafi átt ađ lýsa skálmöld Sturlungaaldar á myndrćnan hátt - ţví friđsemdarsvipurinn á Sverri og Gunnari lýsa ađeins frćđimennsku, og í henni er aldrei tekist á.

Ţađ eru til afar fá vopn frá Sturlungaöld á Íslandi. Ţau enduđu ekki sem kumlfé eins og vopn sögualdar. Ţegar menn létu af vopnaskaki Sturlungaaldar, hafa friđsamari afkomendur vígahöfđingja og skósveina ţeirra nýtt málminn í vopnum sínum til annarra verkfćra. Erlent járn var gott efni.

jagdschwert.jpg

Sverđiđ á auglýsingunni fyrir vísum ţönkum Sverris og Gunnars um Sturlungaöld (1220-1262), og tvö önnur álíka sem einnig hafa fundist á Íslandi eru ekki frá Sturlungaöld, heldur frá síđari hluta miđalda, nánar tiltekiđ frá 15. öld (sbr. t.d.  Seitz, Heribert: Blankwaffen I, Geschichte und Typenentwichlung in europäischen Kulturbereich. Von der prähistorischen Zeit bis zum Ende des 16. Jahrhunderts. Braunschweig, 1965, bls. 194; mynd 124). Ţjóđverjar kalla eineggja sverđ af ţessari gerđ veiđisverđ (Jagdschwert), og ţau voru framleidd fram á 16. öld.

Ţar sem íslenskir fornleifafrćđingar viđ Háskóla Íslands eru ekki of vel ađ sér í efnislegum menningarheimi miđalda (eins og ţessi námsritgerđ viđ háskólann sýnir - og sýnir enn frem ađ kennarar í fornleifafrćđi viđ HÍ hafa alls ekki nćga ţekkingu í miđaldafornleifafrćđi til ađ leiđbeina námsmönnum), ţá er nú ekki nema von ađ ţetta sverđ hafi veriđ sett til höfuđs Sverri og Gunnari. Enginn vissi betur og ekki er hćgt ađ ćtlast til ţess ađ Sverrir og Gunnar viti neitt, ţví ţeir eru "bara" sagnfrćđingar sem lesa margt fróđlegt um sverđ á Sturlungaöld en hafa ekki hugmynd um hvernig ţau litu út. En vopn eru nú reyndar međ í handritalýsingum. Ţćr hefđu geta hjálpađ til ađ finna rétt sverđ til ađ kynna fyrirlestrana. Ţjóđminjasafn Íslands hefur ekki mikiđ til málanna ađ leggja um aldur sverđsins og tveggja annarra af sömu gerđ, nema ágiskanir manna á 19. öld. Ţar stendur nú hnífurinn í kúnni. Menn vita ekki hvađ ţeir eiga.

En trúiđ mér góđir hálsar, er ég upplýsi ađ sax eins og ţađ sem Sverrir og Gunnar fengu sér til höfuđs af Miđaldastofu Háskóla Íslands, voru eigi notuđ til ađ höggva menn í herđar niđur fyrr en á 15. öld. Vafalaust hefur ţó reynst erfitt ađ höggva menn almennilega međ ţessum langhnífum.

Haec est situs universitatis Islandiae

jagdschwert_2_1283771.jpg

Jagdschwert, einnig kallađur Messer (hnífur/sax), frá ţví um 1500 sömu gerđar og sverđiđ frá Bergálfsstöđum í Ţjórsárdal.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú virđist vera töluvert mikil gróska í rannsóknum á ţví hvernig svona vopnum beitt, nema á Íslandi ţar sem ţađ er bannađ.
https://www.youtube.com/watch?v=38sVdx7nzhQ

Af handritum ađ dćma hlýtur ţetta ađ hafa veriđ vel nýtilegt vopn:
https://talhoffer.files.wordpress.com/2011/04/thott-munich.jpg

Pétur G. I. (IP-tala skráđ) 12.6.2016 kl. 13:26

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćll Pétur, í flestum löndum Evrópu ţarf vopnaleyfi og hreint sakavottorđ til ţess ađ umgangast fornvopn af ţessu tagi og einnig boga. Ég var eitt sinn međ slíkt leyfi, ţó svo ađ vopn séu ekki mitt áhugamál. En ég kenndi börnum međferđ ţeirra um tíma. Fornleifur er ţó enginn Hrói höttur í frítímum sínum, ţó hann sé nokkuđ góđur međ bogann.

Fornvopnarannsóknir eru hiđ besta mál, en ekki má gleyma ţví ađ fólk var oft minna ađ vexti en í dag ţannig ađ sverđeftirlíkingar eru oft ekki í hlutfallslega réttri stćrđ. Annar er gaman ađ sjá fimi sumra ţeirra sem ganga upp í ţessu í dag. Ţakka fyrir myndbandiđ.

Teikningin sem ţú hlekkjar í er  úr safni Thott greifa (uppi á 18. öld) sem var alćta á handrit og vinur og velunnari Sćmundar Hólm), sem varđveitt er í Kaupmannahöfn, er greinilega teiknuđ af drátthögum manni sem kannski hafđi meiri áhuga á anatómíu karla en vopnaburđi.Gaman hefđi veriđ ađ sjá Íslendinga í fötum eins og á teikningunni ađ sneiđa hvern annan í Ţjórsárdal. Ćtli ţeir hafi ekki ađeins boriđ ţessi vopn til ađ sýnast meiri. En útlendingur hefđi einnig getađ týnt sverđin af hrćđslu viđ nýbyrjađ Heklugos.

Ugglaust var hćgt ađ drepa međ ţessum söxum, sem viđ gćtum kallađ langhnífa. Er ţví nema von ađ nútímayfirvöld vilji setja hömlur á eign slíkra vopna á Íslandi? Á seinni árum hefur mađur heyrt og lesiđ um einum of marga menn sem í ölćđi eđa á eiturlyfjum hlaupa út á götur og torg á Íslandi međ alls konar eggvopn, sjálfum sér og öđrum til ama og hćttu.

FORNLEIFUR, 12.6.2016 kl. 14:16

3 identicon

Sćll.
Ţú hefur vćntanlega ţurft slíkt leyfi á Íslandi ţá, ţví engra slíkra leyfa er krafist á Norđurlöndunum (allavega) síđast er ég gáđi.

En varđandi fatnađinn ţá höfum viđ einhvern slatta af handritum sem sýna fatnađ sem hefur vćntanlega veriđ notađur á Íslandi á 16. öld eđa ţar um bil, eins og t.d. AM 147 4to. Bogaskyttan á 58v í ţví handriti virđist t.d. í svipuđum fatnađi og langhnífamennirnir hans Thott en ađ vísu líka međ stálhatt.

Pétur G.I. (IP-tala skráđ) 12.6.2016 kl. 15:00

4 identicon

Eđa allavega hatt:

https://handrit.is/en/manuscript/imaging/is/AM04-0147#page/58v++(116+of+290)/mode/2up

Pétur G.I. (IP-tala skráđ) 12.6.2016 kl. 15:01

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Nei, ţađ var í Danmörku. Leyfi ţarf til vopnaburđs fornvopna hjá lögreglu í Danmörku og ţarf enn: https://www.politi.dk/da/borgerservice/vaabentilladelse/blankvaaben.htm

Ég hef alls ekki dregiđ í efa ađ Íslendingar hafi klćtt sig eftir nýjustu tísku, en kaldara hefur veriđ í sokkabuxum međ punghlífar á Íslandi en í t.d. Ţýskalandi. Ţó tel ég ekki neitt benda til ţess ađ bogaskyttan í Jónsbók sé međ hjálm. Margir í handritinu eru međ barđastóra hatta af álíkri gerđ.

FORNLEIFUR, 12.6.2016 kl. 18:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband