Ísland í töfralampanum: 9. hluti

fornleifur_copyright_rb_england_to_iceland_34_hekla_1284058.jpg

Enginn landkynning um Ísland er fullkomin nema að frægasta fjall landsins, Hekla, sé haft með. "Edjafjolladjokel" er kannski orðið frægara í dag, en Hekla var sögufrægt fjall úti í hinum stóra heimi þegar á síðari hluta miðalda, og var með frægari fjöllum hins þekkta heims.

Sumir fræðimenn, t.d. Sigurður Þórarinsson, vildu jafnvel halda því fram að Hekla hefði þegar verið nefnt í kvæðum á fyrsta hluta 12. aldar. Svo var þó ekki. Sigurður hafði ekki fyrir því sjálfur að finna þetta ljóð, sem þá hafði nýlega gosið hvítri gjósku í byrjun 12. aldar (ntt árið 1104). En Hekla er ekki nefnd á nafn i þessum ljóði munks sem hét Benedeit. Askan er sögð svört og fjallið er við ströndina. Samt taldi Sigurður að höfundurinn væri að lýsa Heklu. Höfundurinn hefur þó hugsanlega heyrt um eldsumbrot á Íslandi, en það þarf alls ekki að vera Hekla sem þar kom við sögu. Furðulegt fræðimennska, en tímans tákn þegar Sigurður var upp á sitt besta. 

Líklega var það vafasamur heiður fjallsins síðar, þar sem fjallið var kynnt til sögunnar sem inngangur að helvíti, sem hélt Heklu á frægðartindinum meðal fjalla. Djöfullinn var svo mikilvægur fyrir kaþólikka, líkt og múslíma, að stundum var erfitt sjá hvort það var Kristur eða Djöfullinn sem var dýrkaður í þessum fjölmennustu höfuðtrúarbrögðum mannkynsins.

Með þessa djöfullegu tenginu Heklu var ekki komist hjá því að hafa Heklu með í fyrstu landkynningaskuggamyndunum sem sýndu Ísland í jafndjöfullegu apparati og Laterna Magica var. Páfastóll var svo hræddur við töframpan á 17. öld að til tals kom að banna þetta djöflatæki. 

Ljósmyndin efst er með í syrpu Riley Bræðra í Bradford sem kom út um miðbik 9. áratugar 19. aldar. Þar er fjallið nefnt til sögunnar sem "Mount Heckla", bæði í auglýsingum og á miðanum sem límdur hefur verið á kant myndarinnar, Myndin er númer 34 í Íslandssyrpu Riley Bræðra. Ljósmyndari myndarinnar er ekki þekktur. Myndin sem er heldur dökk og drungaleg er ekki þekkt meðal mynda Sigfúsar Eymundssonar.

209390_1284062.jpg

Önnur skuggamynd af Heklu í heilmiklum ævintýraljóma var einnig þekkt í skuggamyndasýningum 19. aldar eins og áður hefur verið greint frá. Þessi ævintýramynd er í raun miklu betri til að lýsa "Heklu" þeirri sem Sigurður Þórarinsson taldi víst að minnst væri á í ljóði Benedeits munks, Navigationes sancti Brendani, sem er frá fyrsta fjórðungi 12. aldar. Hekla er þó hvergi nefnd í ljóðinu. Sigurður taldi einnig að Heklu væri óbeint lýst í Liber Miraculorum eftir Herbert af Clairvaux, sem er frá síðasta fjórðungi 12. aldar, n.t.t. í kafla sem kallast "De inferno Hyslandie", þar sem kemur fram að hraun eldfjallsins hafi  runnið í sjó fram. Menn voru enn að vitna í þessi 12. alda rit á 19. öld, þegar þau voru gefin út á prenti í fræðilegum útgáfum.

S. EYMUNDSON MED EINKARJETTI

Fornleifur keypti aðra Heklumynd, sem er úr syrpu E.G. Wood frá því um 1890 eða skömmu síðar. Hún er öllu betri að gæðum en myndin efst úr syrpu Riley Bræðra, þótt sú mynd sé samt mjög áhrifamikil og full af dularfullum drunga. 

fornleifur_copyright_hekla_eymundsson_e_g_wood_b.jpg

Myndin í syrpu E.G. Wood var tekin af Sigfúsi Eymundssyni. Maður er ekki í vafa um það, því hann merkir hana sér með þessari áletrun:

s_eymundsson_me_einkarjetti.jpg

Mynd þessi er til á Þjóðminjasafni Íslands á skyggnu og var hún þar til nýlega eignuð Árna G. Eylands og sögð vera frá 1920-30 (sjá hér)- sem er vitaskuld stórfurðuleg þegar Sigfús upplýsti menn að hann hefði tekið hana og var meira að segja fyrstur manna til að sýna einkaréttsyfirlýsingu á Íslandi á ljósmynd. Villan hefur nú verið leiðrétt af Þjóðminjasafni Íslands.  Myndin var einnig notuð til að sýna eldgos í Heklu árið 1847 á póstkorti. Kortið var prentð á fyrri hluta 20. aldar. Á þessu póstorti er nú einum of langt gengið í fölsun á upphafsrétti Sigfúsar Eymundarsonar og myndefninu sjálfu. Gosstrókur var tildæmis málaður inn á mynd Sigfúsar.

ibl255.jpg En hver hefur einkarétt á Heklu, nema hún sjálf? Hún gýs þegar hún þarf, en vissulega helst þegar helvíti þarf að ná sér í kaþólikka og aðra djöflatrúarmenn. Svo af nógu er að taka. Það er því ljóst að Hekla mun lengi enn hafa nægan brennivið.

lavagif2.gif

Ísland í töfralampanum 1. hluti

Ísland í töfralampanum 2. hluti

Ísland í töfralampanum 3. hluti

Ísland í töfralampanum 4. hluti

Ísland í töfralampanum 5. hluti

Ísland í töfralampanum 6. hluti

Ísland í töfralampanum 7. hluti

Ísland í töfralampanum 8. hluti

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband