Jólakort Fornleifs til Íslendinga

IMG_20171102_0013 lille

Ágćtu lesendur Fornleifs og sérstakir vinir ritstjórans, nćr og fjćr sem og Forseti Íslands, frúin og öll börnin. Ég óska ykkur gleđilegrar hátíđar og farsćldar á nýju ári.

Ţakka samskiptin, lesturinn og áhugann á árinu sem er ađ líđa. Jólagripurinn úr einkasafni Forleifs er franskur. Hátíđarkort frá 1911 sem stórverslunin Le Bon Marché lét hanna.

Glađlegir ísbirnir bruna á skíđum og hlaupa á snjóţrúgum fram hjá snjóhúsi alsćlla íbúa norđurslóđa. Ţetta hefur Gaston litla og Heloise systur hans nú ţótt skemmtilegt fyrir 106 árum síđan. Ţau áttu ekki Ipad og PlayStation.

Eitt sinn var međ mér í bekk drengur sem hét Björn. Hann var góđur skíđamađur, og er líklega enn. Viđ kölluđum hann Ísbjörn. Ţegar hann átti afmćli sagđi fađir hans gjarnan "viltu ís Björn", og allir hlógu dátt - en ţađ er allt önnur saga.

Borđiđ yfir ykkur og sýniđ hiđ mesta óhóf yfir hátíđirnar líkt og biskupinn yfir Íslandi í launamálum sínum - Ég er viss um ađ litla barniđ í Betlehem fíli ţađ alveg í botn og líka Grýla. Henni ţykja feitir Íslendingar góđir og sérstaklega biskupar.

Viđ verđum ađ hafa varann á, og vona ég međ Brigitte Bardot ađ áriđ verđi ekki eintómur barningur eins og sá sem sjá má hér á vörukorti sem kaupendur kjötkrafts Liebigs voru innvígđir í villimennsku selveiđimanna á norđurslóđum í lok 19. aldar. Kortiđ er einnig í eigu Fornleifs og er furđanlega sjaldgćft, ţví mćđur hentu ţessu korti venjulega í kamínuna í stađ ţess ađ gefa börnum sínum ţađ ţegar eldađ var casseoulet. Ţetta kort mun hafa veriđ í eigu drengs í Bordeaux sem síđar varđ lögreglumađur Vichy-stjórnarinnar og enn síđar hershöfđingi í Alsír. Kortiđ kom honum ađ góđum notum.

IMG_20171102_0002 c


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband