Ţađ er mikiđ "stöđ" á Stöđvarfirđi.

Studstod

Vinur minn í frćđunum, Bjarni F. Einarsson, reynir nú ađ fá styrki til sumarvertíđarinnar austur á landi. Vona ég svo sannarlega, ađ ţađ takist hjá Bjarna. Ţó ég sé alls ekki á ţví ađ ţađ sé stöđ sem hann sé ađ rannsaka, eins og ég hef áđur gert grein fyrir hér og hér (ţegar Bjarni fann fornan skáta međ hjálp fjölmiđla) , er örugglega mikiđ "stöđ" hjá Bjarna svo ég tali tćpitungulausa málísku af ţeim slóđum sem Bjarni grefur nú á . Nú hefur Bjarni í endalausri baráttunni viđ ađ fá fjármagn náđ í auđtrúa ţáttasmiđ á RÚV og sagt honum frá hugsmíđum sínum. Menn getađ hlustađ á ţađ hér.

Bjarni talar í viđtalinu um Sama. Vitaskuld voru forfeđur nútíma-Sama á međal landnámsmanna á Íslandi og ekki bar "međeim". Ţađ kemur fram í ritheimildum og í samsetningu fornleifa ´á Íslandi. Beinamćlingar Dr. Hans Christians Petersens, sem nú er prófessor viđ Syddansk Universitet. Niđurstöđur Hans hef ég t.d. greint frá hérhér og hér, sem og í frćđigreinum erlendis, sýna ţađ tvímćlalaust. Landnámsmenn á Íslandi eru einnig komnir af Sömum, og ekki í minna mćli en af fólki frá Bretlandseyjum, ţótt tala fólks frá Bretlandseyjum hafi rokiđ upp úr öllu valdi vegna annmarka í rannsóknum á DNA nútíma-Íslendinga og genamengi ţeirra til ađ segja til um uppruna landnámsfólks.

Ţegar Bjarni fer hins vegar ađ rćđa notkun glerhalls (chalcedony) og jaspis sem er dulkornótt afbrigđi af kísil, SiO2, rétt eins og glerhallur (draugasteinn), og tinnan sem ekki er til á Íslandi. Bjarni telur ađ ţessi afbrigđi af kísil, sem og hrafntinna (sem er ókristallađ kísilgler/rhýólít, ţar sem hlutfall kísils er meira en 65-70% af ţunga steinsins), hafi veriđ slegnar til og notađar á sama hátt og tinnan erlendis, ţá minnkar "stöđiđ" og "höndur" hleypur í forneifrćđinginn sem ţetta ritar.

19598874_753416268177792_2578636673802400045_n

Jaspismoli frá Stöđ. Ţađ var fínlegur skurđur sem Samarnir eystra unnu viđ. Mynd af fésbók Fornleifastofunnar

Mjög auđvelt er ađ rannsaka, hvađ steinar međ ásláttarmerkjum  hafa veriđ notađir til ađ skera í, skrapa eđa skafa. Íslenskir steinar sem kollega minn Bjarni telur ađ hafi veriđ slegnir til ađ búa til verkfćri ćttu ađ sýna til hvers, ef ţeir eru skođađir međ rafeindasmásjá;  Ţví ekki er ađeins hćgt ađ sjá hvađa lífrćn efni hefur verđ skorin međ meintum steinverkfćrum á meintri steinöld Bjarna á stöđinni í Stöđvarfirđi. Sömuleiđis er hćgt ađ sjá hvađa lífrćnt efni var skoriđ međ tinnu eđa málmi, međ ţví ađ skođa ambođin undir smásjá. Ugglaust er einnig hćgt ađ sjá ţađ á íslenskum steintegundum sem eru "mjúkari" en erlend tinna. Í frćđunum heitir ţađ ađ leita ađ merkjum eftir lífrćnt efni á egg steinambođa, Diagnostic of Residues on Stone Tool Working Edges .

Hrafntinna, gjóskugler (Obsidian), er hins vegar og líklega harđari og einsleitari í uppbyggingu en venjuleg tinna, og ţví erfitt ađ sjá hvađ hún hefur veriđ notuđ til ađ skera í, skrapa eđa skafa - en einhver merki hefur skurđur í leđur eđa annan efniviđ skiliđ eftir sig.

Ţangađ til sannanir á notkun íslenskra steina međ meintum ásláttarmerkjum hafa veriđ birtar, hef ég ađeins eina vitrćna skýringu. Steinarnir voru notađir til ađ slá viđ viđ eldjárn til ađ fá neista.  Eldjárn voru kveikjarar síns tíma  og til ađ ţeir virkuđu urđu menn ađ nota steina. Ég vona ađ einhver geti stutt Bjarna í ađ rannsaka ţessa 300 steina sem hann telur hafa veriđ handleikna af frćndum okkar Sömum. 

Frćđsluefni um notkun eldjárns. Fornleifur biđst afsökunar á "tónlistinni". Kannski ćtti Vísindavefur HÍ ađ velta fyrir sér ađ skýra notkun eldjárna, ţó svo ađ hugsanlega sé hćtta sé á málsókn frá Ţórarni.

Ég hef manna mest stungiđ upp á samíska hluta Íslendinga, en viđ sjáum hann ekki ađ mínu mati međ ásláttutćkni ţeirri sem Bjarni segist sjá í 300 steinum á Stöđ í Stöđvarfirđi. Bjarni verđur ađ gera sér grein fyrir ţví ađ Samar voru á tímum landnáms á Íslandi orđnir mjög slungnir málmsmiđir. Af hverju hefđu forfeđur okkar sem voru Samar, fariđ til Íslands, viljugir eđa nauđugir, til ađ leika sér ađ tinnu, ţegar ţeir voru harla góđir málmsmiđir?

Önnur spurning sem Bjarni verđur ađ svara til ađ tilgáta hans haldi vatni og vindi, er stóra spörninginn um hvađ menn voru ađ skrapa, skafa og skera í međ örsmáum íslenskum steinum. Eins og Bjarni F. Einarsson skilgreinir stöđ, ţá komu menn frá t.d. Noregi og sóttu auđlindir sem ţeir fóru međ til Noregs. Hvađa auđlindir í hafi og á landi höfđu menn ekki í og viđ strendur Noregs, sem ţeir vildu frekar sćkja til Íslands, og "láta Sama, sem fengu ađ koma međ," sitja og nostra viđ skrap, skaf og skurđ í risavöxnum langhúsum. 

Skýringar óskast Bjarni F. Einarsson, áđur en stöđiđ verđur einum of geggjađ. Skrapsamakenningu Bjarna F. Einarssonar verđur ađ undirbyggja betur.

Sökum stćrđar rústarinnar á Stöđ sem Bjarni lýsir nćstum ţví sem eins konar álveri, međ mismunandi vinnslurýmum, ţá tel ég hins vega mjög mikilvćgt ađ hann hljóti góđa styrki sem fyrst, svo hann verđi ekki ađ grafa ţarna fram á grafarbakkann.

Gefiđ Bjarna ţví styrk! Bjarni er listagóđur fornleifafrćđingur, ţótt tilgáturugl hans gangi oft fram úr hófi. Óvenjuleg stćrđ eldri skálans í Stöđvarfirđi er eitt og sér nćg ástćđa til veita vel í rannsóknina. Annars stöđvast gott og gegnt verkefni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband