Blingiđ hennar Hólmfríđar Ţorvaldsdóttur

DH021688 2

Önnur tilraun og frćđilegri:

Ţví betra er ađ hafa ţađ sem sannara reynist.

Um daginn fór ég heldur betur kvennavillt og ályktađir rangt um mynd ţessa. Ţessar hefđarkonur, sem stóđu og sátu fyrir á ljósmynd í Reykjavík áriđ 1860, eru móđir, ein dćtra hennar og uppeldisdóttir. Ljósmyndarinn upplýsti ađ ţćr vćru kona og dćtur "forsetans" (president of Reykjavík), sem var Jón Guđmundsson forseti Alţingis, einnig ţekktur sem Jón ritstjóri (1807-1875).

Ţćr eru blessađar, međ fúlustu fyrirsćtum Íslands sem ég hef séđ - en gćtu ţó vel hafa veriđ óttaslegnar viđ ţennan undarlega áhuga útlendinga á ţeim. En ţrátt fyrir óróa ungu kvennanna og illt augnaráđ móđurinnar tókst sem betur fór ađ ná einni af elstu hópljósmyndum sem er til af Íslendingum. Myndin var tekin ţann 25. ágúst áriđ 1860.

DH021688

Mér ţótti í fyrstu tilraun líklegt ađ konan, sem situr og heldur á bókinni, vćri Sigríđur Bogadóttir (1818-1903) kona Pétur Péturssonar síđar biskups. Mér varđ ţar heldur betur á í messuvíninu og var mér vinsamlegast bent á ţađ. 

Myndin er hins vegar međ vissu af Hólmfríđi Ţorvaldsdóttur (1812-1876) dóttur hennar Kristínu Jónsdóttir og uppeldisdóttur, Hólmfríđi Björnsdóttur, sem var bróđurdóttir Hólmfríđar Ţorvaldsdóttur. Hafđi gamall samstarfsmađur minn á Ţjóđminjasafni Íslands, Halldór Jónsson, skrifađ um konurnar og Einar heitinn Laxness, sem kenndi mér eins konar dönsku í MH fyrir 43 árum síđan, hafđi skrifađ grein í Lesbók Morgunblađsins áriđ 1997 um myndina og meira.

Fox-leiđangurinn 1860

Áriđ 1860 í ágústmánuđi, heimsótti leiđangur manna Ísland, eftir dvöl á Grćnlandi. Ferđinni var fyrst og fremst heitiđ til Grćnlands, en komiđ var viđ í Fćreyjum og á Íslandi á bakaleiđinni. Tilgangurinn međ Grćnlandsleiđangrinum var hin endalausa leit ađ örlögum Sir John Franklins og leiđangurs hans á tveimur skipum, HMS Terror og Erebus, en ţau fórust međ mönnum og mús viđ Grćnland áriđ 1845. 

Fjöldi leiđangra hafa veriđ gerđir til ađ leita uppi skip Franklins og rannsaka örlög skipsverja. Ţeim leiđöngrum lauk vćntanlega endanlega áriđ 2016 er flök skipanna fundust. Flak HMS Terror reyndist vel varđveitt á 25 metra dýpi. Leitarleiđangurinn áriđ 1860 var einn af mörgum sem var kostađur af ekkju John Franklins og var fley leitarmanna Fox og kapteinn um borđ var ţekktur flotaforingi, Allen Young (1827-1915)ađ nafni. Fox-leiđangrinum 1859-60, voru gerđ ágćt skil af danska flotaforingjanum Theodor von Zeilau í bók sem út kom í Kaupmannahöfn áriđ 1861 og bar titilinn Fox-Ekspeditionen 1860.

Ţegar leiđangursmenn á Fox, sem var gufuskip, kom viđ í Reykjavík síđsumars 1860 voru teknar ljósmyndir og eru nokkrar ţeirra varđveittar sem stereómyndir, sem seldar voru ţeim sem höfđu áhuga á ţví ađ fá dálitla dýpt í myndaskođun sína á konum, sem var međ öđrum hćtti og menn skođa myndir í dag - verđur víst ađ segja.

Ljósmyndarinn var kaţólski paterinn Julian Edmund Tenison-Woods (1832-1889), og eru nokkrar mynda hans frá Íslandi varđveittar (sjá t.d. eina ţeirra hér). 

Tau-kross Hólmfríđar Ţorvaldsdóttur

Fornleifur borar hér fyrst og fremst í eitt atriđi. Ţađ er smáatriđi á spađafaldsbúningi frú Hólmfríđar. Um háls hennar hangir festi međ Tau-krossi (boriđ fram Tá, sem er gríska heitiđ fyrir t). Tau-kross er einnig kallađur Sankti Andrésarkross, ţví hann munn hafa veriđ krossfestur á T-laga krossi. Krossinn, sem Hólmfríđur ber um hálsinn, er ađ öllum líkindum frá fyrri hluta 16. aldar eđa lokum 15. aldar. Neđan úr krossinum hanga ţrjú A međ ţverstriki yfir (líkt og A-in voru oft sýnd í epígrafíu (áletrunum) á 15. öld) og tvö A ađ auki héngu neđan úr ţvertrénu. Ţessi 5 A voru ađ öllum líkindum vísun til nafns heilags Andrésar.

Ţannig var nú blingiđ á 16. og 15. öldinni og sumar af ţessum ţungu festum urđu ćttargripir hjá velmegandi fjölskyldum.

DH021688 4

Sannast sagna minnir mig ađ ég hafi séđ slíkan grip á Ţjóminjasafninu ţegar ég var á unga aldri (8-12 ára), en ţađ var ég eins og grár köttur. Í ţá daga var öllu búningasilfri slengt í tvö sýningarpúlt inni í bćndasalnum. Mig minnir ađ ţar hafi legiđ svona T-kross, en er ekki lengur viss. Ţrátt fyrir nokkra leit hef ég ekkert fundiđ ţví til stuđnings á Sarpi. Kannski er ekki búiđ ađ melta gripinn nógu vel í Sarpi og ef til vill er ekki til mynd af honum á Ţjóđminjasafninu. Ef ţađ er tilfelliđ, er safniđ beđiđ um ađ bćta úr ţví.

Hoffifyrrisćta

Til var í einkaeigu teikning eftir Sigurđ Guđmundsson málara af Hólmfríđi, en sú mynd eyđilagđist ţví miđur í bruna áriđ 1934. Ljósmyndir höfđu hins vegar varđveist af teikningu Sigurđar Málara, einni ţeirri bestu frá hans hendi, og ţar má glögglega sjá Tau-kross Hólmfríđar.

Sigridur Bogadottir

Upphaflega hélt Fornleifur í fljótfćrniskasti, ađ konan á ljósmynd Tennison-Woods vćri Sigríđur Bogadóttir. Myndin hér til hćgri var tekin af henni áriđ 1903, sem var áriđ sem hún andađist í Kaupmannahöfn. Líklegast voru margar konur nokkuđ ţungbrýndar á ţessum árum í Reykjavík.

Annar möguleiki er sá, ađ ţetta listaverk um hálsinn á fýldri maddömunni hafi veriđ brćtt og málmurinn endurnotađur. Og svo er alltaf sá möguleiki ađ ţetta djásn, sem fer Lady T í Reykjavík svo vel, hafi gengiđ í arf og sé Téiđ enn notađ af langalangalangaömmubarni hennar, plötusnúđnum Alli T. Mađur leyfir sér ađ dreyma og vona. En vonin er samt afar lítil.

Látiđ nú Fornleifi í té ađstođ yđar.

gettyimages-980067388-2048x2048 b

Mynd ţessi, sýnir dóttur Hólmfríđar Ţorvaldsdóttur, Kristínu Jónsdóttur og Hólmfríđi Björnsdóttur, sem var bróđurdóttur Hólmfríđar Ţorvaldsdóttur. Ljósmyndin var tekin á sama stađ og myndin efst, og var einnig tekin af pater Tenison-Woods og hefur hann merkt hana "21. ágúst 1860 kl. 5 síđdegis". Frummyndin er varđveitt hjá Royal Geographic Society í London. Ljósmyndin er líklega tekin til norđurs viđ horn Ađalstrćtis og Kirkjustrćtis. Skugginn passar vel viđ ađ klukkan sé 5, 21. ágúst.

gettyimages-980067388-2048x2048 c


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Takk fyrir fróđlega grein. 

Í kafla um Tau-krossinn hefur á tveim stöđum gleymst ađ breyta Sigríđi í Hólmfríđi. Katrín Jónsdóttir (á tveimur stöđum) á ađ vera Kristín Jónsdóttir (síđar Krabbe).

Stórmerkilegt ađ bera mynd Sigurđar málara saman viđ ljósmyndina, hvađ hann hefur lagt mikla rćkt viđ smáatriđin í búningnum. 

Sigurjón Páll Ísaksson (IP-tala skráđ) 9.7.2019 kl. 10:31

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţakka prófarkalesturinn, Sigurjón. Hvađ tekurđu á tímann? Í heitum löndum hugsar mađur ekki eins skýrt og á Íslandi og ég er einmitt í slíku landi. Ég leiđrétti og fć mér svo vatn međ ís.

FORNLEIFUR, 9.7.2019 kl. 21:11

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Siggi málari var dálítiđ kinký. Ég lćt mér detta í hug, ađ hann hafi kannski átt ţennan búnađ sjálfur.

FORNLEIFUR, 9.7.2019 kl. 22:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband