Ísland lýgur ađ Evrópuráđinu og svíkur loforđ á alţjóđavettvangi

Í dag og í gćr kom út eftir mig grein (sama greinin á frönsku og ensku). Greinin birtist í franska nettímaritinu Revue K (K-LaRevue) Á ensku ber hún heitiđ: What happened to Holocaust-education in Iceland? , en á frönsku: Pourquoi l’Islande résiste ŕ enseigner l’histoire de la Shoah

Í greininni fjalla ég m.a. um óefnd loforđ yfirvalda á Íslandi, sem eitt sinn sóru ađ kenna íslenskum börnum og unglingum um helförina í Evrópu á 20. öld. Nú dreifa íslenskir diplómatar hjá Evrópuráđinu, ósannindum um Rómafólk á Íslandi á vefsíđu Evrópuráđsins og segja ţar ađ engir Rómamenn séu til á Íslandi:

Iceland has not established a Holocaust Remembrance Day. There are no plans to establish a Remembrance day to commemorate the Holocaust. Consequently, Iceland has not officially recognized the Roma Genocide. It is to be noted that according estimates, Iceland does not count any Roma.

Screenshot 2021-09-30 at 09-55-09 Factsheet on the Roma Genocide in Iceland

Sérfrćđingur viđ Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Dr. Sofiya Zahova, sem er frá Búlgaríu, segir Rómafólk á Íslandi telja um 400 sálir.

Ég tel ađ Dr. Zahova, sem hefur unniđ mikilvćgt starf fyrir Rómafólk á Íslandi, hafi vafalítiđ rétt fyrir sér og fáviska íslenskra stjórnvalda endurspegli aldagamalt áhugaleysi Íslendinga á öđrum en sjálfum sér, sem veldur ţví ađ menn vađa í villu, sem ţeir ómaka sig ekki viđ ađ leiđrétta.

Roma og Sintifólk í Evrópu, sem áđur voru almennt kallađir sígaunar, var ćtluđ sömum örlög og gyđingum, af helstu herraţjóđinni Ţjóđverjum - og skósveinum ţeirra víđa um Evrópu. Nú búa fleiri Roma-menn en t.d. gyđingar á Íslandi, já og fleiri en múslímar - En fulltrúar Íslands á erlendri grund hafa útrýmt Rómafólkinu, međ ţví ađ ađ lýsa ţví yfir ađ engin ţeirra búi á Íslandi.

Ćtla illa upplýst yfirvöld á Íslandi einnig ađ ţegja helför Roma og Sinti í hel, líkt og gert hefur veriđ á Íslandi um helför gyđinga? Ég spyr kannski stórt, en ţegar yfirvöld svíkja og einstaka embćttismenn sýna dónaskap og yfirgang ef mađur leyfir sér ađ spyrja hvađ varđ um loforđin, má vitaskuld fyrr eđa síđar búast viđ spurningum.

flag

Rómafólk sem býr og starfar á Íslandi kemur frá nokkrum mismunandi löndum, flestir frá Rúmeníu, Ungverjalandi, Búlgaríu og Póllandi. Ţeir eiga hins vegar eitt sameiginlegt. Ţađ er hrćđsla ţeirra viđ ađ afhjúpa uppruna sinn og viđ ofsóknir og mismunum hans vegna. Ofsóknir í heimalandinu byggja á gamalli hefđ, en greinilegt er ađ einstaklingar af ćtt Róma, eđa ćttmenn ţeirra sem kalla sig Sinti, Kale, Manusch og Romanchial hafa takmarkađan áhuga á ađ standa stoltir fram á Íslandi og segja ađ ţeir tilheyri ćtt Roma. Á Íslandi eru, eins og einhverjir vita mćtavel, einnig fordómar í garđ Romafólks. 

DV. 19.6. 2002, s. 14Screenshot 2021-09-30 at 08-48-42 Dagblađiđ Vísir - DV - 137 tölublađ (19 06 2002) - Tímarit is

Ţannig á ţađ ekki ađ vera hjá ţjóđ sem gengur jafnmikiđ upp í réttindum fólks víđa um heim eins og Íslendingar gera; og ţar sem fjöldi manna hafa gert eina ţjóđ og jafnvel hryđjuverkasamtök ţeirra ađ gćluverkefni.

Á síđari árum, eđa allt síđan um 2002, hafa yfirvöld á Íslandi vísađ úr landi sígaunum, Romafólki, sem til landsins kom. Sumt af ţví fólki leyndi alls ekki uppruna sínum og ađhafđist "hrćđilega hluti" eins og ađ spila á hljóđfćri fyrir utan verslanir. Stundum hafa ţessum brottvísunum fylgt fordómafullar og furđulegar yfirlýsingar yfirvalda og ekki síđur íslenskra (smá)borgara, sem greinilega höfđu ćttgengt og rótgróiđ menningarlegt óţol gegn Roma-fólki. 

Starfsmađur utanríkisráđuneytisins, sem "útrýmdi" Roma-fólki á Íslandi međ dćmalausri fávisku sinni, er ekki starfi sínu vaxinn. Er eđlilegt ađ slíkir "sérfrćđingar" séu ađ vinna fyrir sendinefnd Íslands í Evrópuráđinu á kostnađ íslenskra skattborgara? Í ráđuneyti Íslands bráđvantar líkt og á hiđ háa Alţingi betur menntađ fólk, sem getur hugsađ rökrétt.

Undirdeild Evrópuráđsins, ODIHR, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var kransakökufígúra hjá um tíma, áđur hún flýđi starf og skildi ODIHR eftir án stjórnanda vegna COVID, hafđi vitaskuld ekki andlega burđi til ađ uppgötva vanţekkingu embćttismannsins í utanríkisráđuneytinu í Reykjavík. Áhuginn var líka takmarkađur.

Umheimurinn veđur ţví enn í villu um ágćti Íslands og Íslendinga.

Juli---BB-2-177

Sígaunar (eins og ţeir hétu) á Seyđisfirđi áriđ 1912. Ljósmynd Björn Björnsson / Ţjóđminjasafn Íslands (sjá nánar í nćstu grein á Fornleifi)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband