Trumban heim til Trymbilsstađa

ill-1

Mörg aldan bylur á Dönum ţessa dagana, og ekki bara Malik. Ef Lilja er ekki ađ heimta handritin heim á fyrirhugađar túrhestasýningar, ţá vilja menn heilu trommusettin í heimahagana.

asset2.dr.dk

Nú fá Samar frćndur vorir loksins eina trumbu sína heim, eftir ađ hafa beđiđ Danadrottningu um hana (sjá hér). Hennar hátign notar ekki trumbur og enginn frćđimađur í Danmörku hefur skrifađ neitt ađ viti um ţessa Samatrommu.

En líklega vita fćstir, ađ á síđari árum hefur eitt hinna helgu hljóđfćra Samanna horfiđ af safni í Evrópu (sjá hér).

e76df858-7132-499f-89f7-f0350009e952


Menningararfurinn er vanmeđfarinn og er ekki einvörđungu ógnađ af túrhestadraumum heldur einnig af bírćfnum ţjófum, flóđum í kjallara menningarhúsa og flugvelli í túnfćti handritageymslu. Margs ber ađ gćta.

Um trommur ţessar má upplýsa, ađ eftir Ţrjátíu ára stríđiđ fór sá kvittur á kreik í Evrópu ađ velgengni sćnsku herjanna í stríđinu vćri vegna ţess ađ ţeir nýttu sér mátt samískra seiđkarla (shamananna). Til ađ andmćla ţví áliti og orđrómi fór yfirkanslari Svíţjóđar, Magnus Gabriel De la Gardie (1622–1686), fram á ţađ viđ Fornleifastofnun Svía ađ hún birti greinargerđ um samísku löndin. Hann bađ landstjóra Västerbotten-hérađs, Johan Graan (um 1610–1679), sem var Sami í báđar áttir, en upp alinn hjá sćnskum presti í Piteĺ, ađ leggja fram skýrslur frá klerkastéttinni á svćđinu. Ţessar skýrslur voru sendar De la Gardie og hinum ţýskfćdda sćnska prófessor Johannes Schefferus (1621–1679) sem var höfundur verksins um Samana. Stórsvíar vildu gera lítiđ úr mćtti Samatrommunnar og fullvissa nágrannaţjóđir um ađ Stórsvíar stunduđu ekki kukl og forynju í hernađi - Mér var eitt andartak hugsađ til kafbátaleitar Stórsćnska hersins og dróna sem einhverjir dónar fljúga nú yfir bannsett svćđi í Svíţjóđ. Kannski vćri ekki vitlaust ađ reyna Samatrommur til ađ fullkomna slíka leit, nú ţegar öll ráđ hafa veriđ ţaulreynd.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband