Sómi landsins og skjöldur var í Danmörku í dag

IMG_6163 b

Nú varđ ţađ loks úr, ađ Forseti Íslands fékk skjöld ţann sem hann hefur beđiđ eftir ađ fá síđan hann var sćmdur hinni dönsku Fílaorđu af Margréti Danadrottningu áriđ 2017. Ýmislegt hefur orđiđ til ţess ađ ţađ dróst, m.a. kórónan á okkur öllum og margt annađ. En klukkan 11 í morgun var skjöldurinn afhjúpađur.

Fornleifur er, eins og allir vita, mikill forsetadýrkandi og drottningarsinni, en ađeins ţegar ţćr verur eru viti bornar og mannlegar. Hann skrifađi í leiđindum á Cóvid-tímum um skildi ţá sem íslenskir forsetar höfđu fengiđ í kjölfar ţess ađ á ţá var hengdur danskur albínófíll (Sjá hér og einnig hér). Getgátur Fornleifs í fyrri greininni um skjöld Guđna reyndust ţví miđur ekki réttar.

Fornleifur fyrstur međ fréttirnar

Fornleifur er oft fyrstur međ fréttirnar og sendi í dag ljósmyndara sinn út í kúamykjusveit á Sjálanditil ađ reyna ađ ná mynd af Guđna Forseta og skildinum hans. Ljósmyndadeild Fornleifssafns hefur ráđiđ mjög góđan ljósmyndara, sem líka er ökufantur. Mjög seinn á ferđinni skaust á Skódanum sínum til Friđriksborgarhallar til ađ ná forsetanum og öđrum fyrirmönnum á filmu.

Haukfrán augu forsetans sáu ljósmyndaragarminn á Fornleifi (myndin efst sýnir akkúrat , ţegar Guđni fékk pata af ljósmyndaragarminum). Forsetinn gekk beint til ljósmyndarans og heilsađi á hann međ handabandi sterklegu, og lét ţau orđ falla ađ hann lćsi nú oft Fornleif, en vćri ekki endilega alltaf sammála honum. Ljósmyndarinn varđ hálf munnlama viđ ţann dóm, og vegna skyndilegrar snobblömunar vildi hann hafa sagt ađ Fornleifur vćri nú ekki heldur alltaf sammála ţví sem hann skrifađi sjálfur - en hefđi ţađ samt allt sem réttast.

Fornleifur er heldur ekki alltaf sammála ţví sem forsetinn segir, t.d. nú síđast í lakkríssúkkulađimálinu - svo ţađ kemur út á eitt hvađ forsetanum sýnist.

Ljósmyndagarmurinn er nú ađ koma út úr myrkraherberginu međ ferskar myndir af Guđna og skildinum hans í höllinni.

IMG_6175 c

Á skildinum stendur, DOM: GUĐNI TH. JÓHANNESSON PRAESES REIPUBL: ISLANDIE DIE XXIV JAN: AN: MMXVII eđa Herra Guđni Th. Jóhannesson, forseti lýđveldisins Íslands. Ţann 24. janúar áriđ 2017.

Á borđa yfir opinni bók, sem rauđur Ţórshamar svífur yfir stendur:

TIBI IPSI ESTO FIDELIS 

sem eru ađ líkindum Sókratísk ummćli, og má ţýđa yfir á íslensku á ţennan hátt: Vertu sjálfum ţér trúr (eđa samkvćmur), sem er líka ágćt íslensk lífsregla.

Ţórshamarinn yfir bókinni er svo líklega tilvísun í sagnfrćđina eđa Thorlacius nafniđ. Ađ hamarinn er rauđur, skal látiđ ótúlkađ hér á Moggabloggi.

Á neđra helmingi skjaldarins er silfrađ haf, vćntanlega Atlantsálarnir og í ţví birtist kanadíska Hlynslaufiđ rauđa, og vísar ţađ vafalaust til Alizu konu Guđna, sem hann sótti sér og ţjóđinni, til heilla yfir álana.

Í hinu silfrađa hafi dóla líka 5 lítil akkeri og ţar eru ugglaust komin börn ţeirra hjóna, sem eru fimm ađ tölu. Svartgljáandi bakgrunnurinn er kannski íslenski lakkrísinn sem Guđna er svo hugleikinn ađ hann berst međ kjafti og klóm fyrir rétti hans á alţjóđavettvangi.

Fornleifur gefur skildinum ágćtis einkunn, ţví hér kemur loks forseti, sem kemur ţví ađ, ađ forsetafrúin (eđa mađurinn) gegnir einnig mikilvćgu hlutverki fyrir embćttiđ: Ber er á baki kvenlaus karl. Ţannig á ţađ ađ vera.

Annađ, sem fréttnćmt mćtti ţykja, er, ađ íslenski sendiherran kom allt, allt, alltof seint í skjaldarafhjúpunina í Friđriksborgarhöll. Ég sem hélt ađ hún ćtti hrađskreiđan sportbíl.

Sendiherra of seinn ... og ađ einhver afgangur varđ af smákökum, snittum og kampavíninu. Hér sjást orđumeistarar eđa starfsmenn Ţjóđsögusafnsins í Friđriksborgarhöll bera fat af kökum og smá kampavínssull frá höllinni. Verđi ţeim líka ađ góđu.

Rester


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband